Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 27 ERLENT Svíar deila um lög sem skylda símafyrirtæki til að opna fjarskiptanet sín Sahlin gagnrýnd fyrir rangfærslur Foreldrar ábyrgir TVÖ af hverjum þrem ung- börnum sem deyja vöggu- dauða í Bretlandi, látast vegna þess að foreldrar líta ekki nægilega vel eftir þeim, að því er ný rannsókn bendir til. Nið- urstaða rannsóknarinnar, sem unnin var í samvinnu opin- berra aðila og félagasamtaka í Bretlandi, var sú að í um 60% tilvika mætti rekja vöggu- dauða til vanrækslu eða van- þekkingar foreldra. Rannsóknin tók til 450 barna, allt frá einnar viku gömlum, sem látist höfðu á ár- unum 1993-96 í mið-vestur- Englandi. í 325 tilvikum hafði engin skýring fundist á dauða barnanna og voru þau flokkuð sem vöggudauði. Tilfellum vöggudauða hefur fækkað mjög í Bretlandi á síð- ustu árum, voru 295 árið 1998 en 403 árið á undan. Ræddu um kjarnavopn ÞINGMENN á ísraelska þinginu, Knesset, ræddu í gær í fyrsta skipti um kjarna- vopnabúr landsins. Arabískur þingmaður, Issam Mahoul, efndi til umræðnanna en hafði áður leitað til hæstaréttar til að knýja þær fram. Hann krafðist þess að stjórnvöld viðurkenndu opinberlega að Israel ætti kjarnavopn og að stefnt yrði að því að eyða þeim. Umræðurnar urðu fljótlega mjög háværar og sökuðu gyð- ingar úr röðum þingmanna arabíska kollega sína um að stefna í voða öryggishagsmun- um ríkisins. Á þriðja tug þing- manna gengu úr þingsal áður en umræðurnar hófust til að tjá andúð sína á því að málið skyldi tekið fyrir í Jjinginu. Stjórnvöld í Israel hafa aldrei viðurkennt opinberlega að landið ráði yfír kjarnavopn- um. Innflutnings- bann úr gildi? ÞYSKA ríkisstjórnin sam- þykkti í gær að leggja til við þingið að innflutningsbann á bresku nautakjöti verði numið úr gildi í samræmi við ákvörð- un framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins frá því í ágúst á síðasta ári. Þá ákvað framkvæmdastjórnin að heim- ila aftur útflutning á bresku nautakjöti eftir að sýnt þótti að búið væri að eyða hættu á að neysla þess ylli kúariðu í mönnum, s.k. Kreutzfeldt- Jakob-sjúkdómi. Hingað til hafa þýsk stjórn- völd neitað að verða við kröf- um ESB um að aflétta inn- flutningsbanni. Ákvörðun um að heimila innflutning að nýju öðlast ekki gildi fyrr en efri deild þýska þingsins, Bund- esraat, hefur fjallað um málið. Efrí deildin er skipuð fulltrú- um sambandslandanna og gera þýsk lög ráð fyrir að samþykki hennar þurfi til að hægt sé að taka ákvarðanir er varða hollustuvernd. Þing- menn Bundesraat munu greiða atkvæði um ákvörðun ríkisstjórnarinnar í mars og er búist við því að innflutningur á bresku nautakjöti til Þýska- lands muni hefjast í kjölfarið. í SVÍÞJÓÐ er nú deilt um laga- frumvarp sem samið hefur verið að undirlagi Monu Sahlin, aðstoðarráð- herra efnahagsmála, og skyldar far- símafyrirtæki að opna fjarskiptanet sín fyrir keppinautum. Þrjú fyrirtæki hafa á undanfórnum árum byggt upp farsímanet í Svíþjóð, ríkisfyrirtækið Telia og tvö einkafyrirtæki, Europol- itan og Comviq. Að mati ríkisstjóm- arinnar er nú svo komið að fákeppni ríkir á markaðnum sem hefur valdið því að verðsamkeppni er ekki virk. Ný fyrirtæki eiga erfitt með að hasla sér völl á sviði farsímaþjónustu vegna sterkrar stöðu þeirra sem fyrir eru. Til að leiðrétta ástandið og ná verði þjónustunnar niður lagði Sahlin í des- ember á síðasta ári fram tillögur um að þessum fyrirtækjum yrði fram- vegis gert skylt að veita öðrum afnot að farsímanetum sínum gegn leigu- gjaldi. Sahlin rökstuddi nýju reglu- mar á þá leið að miðað við tölur um hagnað þessara fyrirtækja væri Ijóst að fjárfestingar þeirra í farsímakerf- um væra fyrir löngu búnar að skila sér aftur. Fyrirtækm þrjú sem um ræðir hafa alfarið hafnað rökum aðstoðar- ráðherrans og neita því að fjárfest- ingar þeirra hafi þegar skilað sér til baka. Hagfræðingar sem önnuðust rannsóknir fyrir efnahagsráðuneytið við undirbúning framvarpsins hafa tekið í sama streng. Eiga að fá að njóta ávaxtanna Svenska dagbladet hefur bent á að ríkisstjómin hafi á sínum tíma gert samning við fjarskiptafyrirtækin þegar uppbygging farsímanetanna var að hefjast. Ríkið hafi gefið fyrir- tækjunum leyfi til framkvæmdanna gegn því að þau tækju á sig mögulegt tap af rekstrinum en fyrirtækin fengju hins vegar að njóta ábatans ef vel gengi. Ljóst sé að fyrirtækin hafi tekið umtalsverða áhættu með því að fara út í að byggja upp eigin farsíma- net og þeim beri réttur til að njóta ávaxtanna. Þegar hafa verið gerðar breyting- ar á framvarpi Sahlin, m.a. að kröfu sænska lagaráðsins. Ráðið krafðist t.d. breytinga á ákvæði sem fól í sér að sænska póst- og símamálastofnun- in úrskurðaði ef deilumál milli neteig- enda og þeirra sem leigja aðgang kæmu upp. Þess í stað vill ráðið að al- mennir dómstólar fjalli um ágreining milli aðila. Isuzu Oflugasta díselvélin sem völ er á 159 hestöfl Sjálfskiptur eða beinskiptur, þitt er valið Komdu, skoðaðu og prófaðu öflugasta jeppann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.