Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 34

Morgunblaðið - 03.02.2000, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Viðhafnarútgáfa Jón Ólafur Óla Jákup Ólafur Isberg Rólantsson Granz Ljósmynda- sýning á norskum stafkirkjum í TILEFNI af afhendingu þjóðar- gjafar Norðmanna í Vestmannaeyj- um hinn 30. júlí nk. í tengslum við 1.000 ára afmæli kristnitökunnar á Islandi, heldur norska sendiráðið í Reykjavík sýningu á litmyndum af þeim stafkirlg'um sem hafa varðveist í Noregi frá miðöldum. Myndirnar eru í eigu norska utanríkisráðuneytisins og eru sýndar í Landsbókasafni Is- lands, Háskólabókasafni, þjóðdeild - handritadeild. Sýningin stendur frá 4. febrúar til 3. mars. Sýningin var fyrst sett upp í Vest- mannaeyjum i nóvember sl. í Byggða- safni Vestmannaeyja. Líkur eru á að sýningin verði sett upp á Seyðisfirði í vor í tengslum við kristnihátíð þar. Við opnun sýningarinnar í Lands- bókasafni Islands - Háskólabóka- safni föstudaginn 4. febrúar kl. 17 munu þeir Þór Magnússon þjóðm- injavörður og Kjell H. Halvorsen, sendiherra Noregs á íslandi, flytja stutt ávörp. Sýningin er opin mánudaga til fímmtudaga kl. 8.15-19, föstudaga kl. 9.15-17 og laugardaga kl. 10-17. ---------------------- Myndverk við plötu Sigur Rósar LISTAMAÐURINN Gotti Bemhöft og Sigur Rós halda myndlistarsýn- ingu í tónlistarverslun Japis, Lauga- vegi 13. Til sýnis eru verk sem Gotti teiknaði fyrii’ nýjasta hljómdisk sveitarinnar, Ágætis Byrjun. Hljómdiskurinn Ágætis Byrjun hefur selst í þúsundum eintaka og hefur umgjörð disksins og útlit vakið athygli. Myndimar, sem unnar era í lok vetrar 1998, em túlkun listamanns- ins á textunum sem prýða diskinn. Þær era hárfínar teikningar, unnar með kúlupenna, sem undirstrika bæði gæði og ferskleika tónlistarinn- ar, segir í fréttatilkynningu. ----------------- Elín Helena í Galleríi Nema hvað ELÍN Helena Evertsdóttir opnar sýningu í Gallerí Nema hvað, Skóla- vörðustíg 22, föstudaginn 4. febrúar kl. 19. Elín Helena sýnir þar 25 mynda teikniseríu. Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga kl. 14-18 og stendur til 13. febrúar. BÆKUR Landljsi ng ÍSLAND THE FAROE ISLANDS Ritsij. Jón Ólafur ísberg, Ólafur Gránz., Óla Jákup Rólantsson. 224 + 224 bls. Útg. Carol Nord ehf. Prentun: Delo, Slóveníu. 2000. ÞETTA er alþýðleg landlýsing í viðhafnarútgáfu, mikið og glæsi- lega myndskreytt. Báðar bækurn- ar hefjast á ávarpi ritara Samein- uðu þjóðanna. Bókin Island er rituð á íslensku. Fremst eru allmargar myndasíður. Margar myndir era einnig með textanum. Ritstjórinn skrifar inn- gang og myndatexta. Síðan koma tíu kaflar eftir jafnmarga höfunda um landið, söguna og ekki síst um þjóðlífið á líðandi stund; sjávar- útveg, orkumál og ferðamál svo dæmi séu tekin. Athygli vekur að enginn er þar kaflinn um landbún- að, elsta atvinnuveg þjóðarinnar og lifibrauð Islendinga aldirnar í gegnum. Sigurður Líndal ritar Stutt yfírlit yfír sögu íslands auk styttri kafla um Stjórnskipun Is- lands, Hjálmar Vilhjálmsson þátt- inn Veiðar og afíi á íslandsmiðum á tuttugustu öld og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson samantekt um Sveit- arfélög íslands. Era það lengstu kaflarnir, sá síðasttaldi langlengst- ur og ítarlegastur. Ætla verður að bók þessi verði gefin út á öðrum tungumálum og dreift í öðram löndum, enda er íslenskur markað- ur alltof fámennur fyrir slíka út- gáfu. Við það hlýtur efnið og að miðast. Sæmilega upplýstur ís- lendingur á að vita flest eða allt sem í bókinni stendur. Hins vegar mega hin stuttu ágrip vera hæfi- legur skammtur fyrir útlending sem kannast við nafn landsins, hef- ur hugmynd um hvar það liggur en veit ef til vill sáralítið fram yfir það. I söguþættinum er til að mynda frá því greint hvenær og hvaðan landið byggðist; síðan farið yfir helstu tímabil og meðfylgjandi ártöl. Hyggilegt er að fara spar- lega með hið síðartalda og halda sér þá við samþykkt áröl. Að dómi undirritaðs er varnaglinn »um« alltof víða sleginn. Eða hver leggur á minnið ártal sem ekki er talið ör- uggt? Nokkur dæmi: »Landnám er talið hefjast á íslandi um 870 [...] Um 930 var komið á fót þingi [...] Ekki er margt vitað um skipan þess fyrr en um 960 [...] Grænland var uppgötvað um 980 [...] Um ár- ið 1000 sigldi Leifur Eiríksson frá Grænlandi til austurstrandar Am- eríku [...] Um 980 hóf Ólafur Tryggvason Noregskonungur trúboð á íslandi [...]« Og ekki er þar með allt upp tal- ið. Hins vegar segir hreint út að »árið 1000 var kristni lögtekin á Alþingi.« Það ár má þó allt eins draga í efa. Langur kafli Vihjálms Þ. Vil- hjálmssonar má heita kjarni bók- arínnar. Efnið er vandmeðfarið, meðal annars vegna þess að sveit- arfélögin eru afar mismunandi að stærð og styrk og breytast þar að auki hratt þessi árin. Hrepparnir era elstu stofnanir samfélagsins, eldri en sjálft Alþingi; sumir vafa- laust stofnaðir á fyrstu áram landnáms. Allvíða hefur mörgum verið steypt saman í eitt, mest fyr- ir þrýsting frá stjórnvöldum. Ör þróun á ýmsum sviðum veldur því að fróðleikur af þessu tagi verður fljótt úreltur. Til dæmis er sagt að framhaldsskóli sé í Skógum undir Eyjafjöllum. En það skólahald var lagt niður á síðastliðnu ári. Sam- ræmis verður og að gæta. Getið er byggðasafnanna hringinn um land- ið. En byggðasafnið á Reykjum í Húnaþingi vestra er ekki nefnt. Ekki er þess heldur getið að þar var löngum skólasetur. Og er enn. Sagt er að Húnaþing vestra sé »söguríkt« og því til sönnunar tek- ið fram að þar gerist nokkrar ís- lendinga sögur. Ennfremur er þess getið að í Víðidalstungu hafi Flat- eyjarbók verið skrifuð. í framhaldi af því hefði mátt taka fram að á Breiðabólsstað í Vesturhópi var bók fyrst færð í letur svo vitað sé. Þar var líka fyrsta prentsmiðjan sett niður og fyrsta bókin prentuð. Minnt er á að í Skálholti hafi verið biskupssetur. Hólar í Hjaltadal eru taldir meðal skagfirskra sögustaða. En ekkert er að því vikið að þar hafi einnig verið biskupssetur. Ekki er heldur minnst á prentsm- iðjuna sem þar var öldum saman né stórfellda bókaútgáfu sem henni tengdist. í kaflanum um Þingvalla- hrepp segir að Þingvallavatn sé stærsta stöðuvatn landsins. Og það er rétt. í texta með landakorti fremst í bókinni er hins vegar full- yrt að Þórisvatn sé stærst. Það er vitanlega rangt - nema reiknað sé með tímabundinni stækkun þess vegna vatnsmiðlunar. Ritstjóra ber að gæta þess að slíkar fullyrðingar rekist ekki hver á aðra. Ágæt Islandskort eru í bókinni. Annað þeirra sýnir mörk sveitarfé- laga eins og þau voru í marsmán- uði 1999. Sum hreppamörk hafa lít- ið eða ekki breyst frá fyrstu tíð. Til dæmis segir Vilhjálmur um Svínavatnshrepp að ætla megi »að hann hafi orðið til þegar mörk hreppa vora ákveðin í upphafi.« Sumir vilja draga í efa að sveit- arfélögin eigi afréttarlöndin. »Samkvæmt lögum frá 1998,« seg- ir Vilhjálmur, »fara um 40 sveitar- félög með stjórnsýslu á hálendinu og eru jöklar meðtaldir.« Hvera- vellir eru þannig í Svínavatns- hreppi. Bárðdælahreppur, Skútust- aðahreppur, Norður-Hérað og Fljótsdalshreppur eiga allir land að Vatnajökli norðanverðum. Jökl- arnir voru fyrrum til lítilla nytja en eru nú gulls ígildi því þaðan kemur vatnsorkan! Landslagsmyndirnar era margar afar skýrar og góðar, sannkölluð bókarprýði. Einnig loftmyndirnar sem teknar era af sumum byggð- arlögunum, til að mynda af Grím- sey, Blönduósi og Þykkvabæ, og reyndar mörgum öðram. Myndir af einstökum húsum og mannvirkjum eru hins vegar misjafnar. Sá sem virðir fyrir sér myndina af Hæsta- rétti en hefur ekki séð húsið mun óhjákvæmilega líta svo á að verið sé að sýna mannvirki sem skekkst hafí vegna jarðskjálfta. Myndin af Hallgrímskirkju er tekin upp í loft- ið og sýnir því turninn en ekki grunninn þannig að skoðandinn getur engan veginn gert sér grein fyrir hæð kirkjunnar. Myndin af Stjórnarráðshúsinu er tekin allt og nálægt með þeim afleiðingum að eitt hornið sneiðist af. Sama máli gegnir um ráðhúsið við Tjörnina; myndin af því gefur aðeins takm- arkaða hugmynd um útlit þess og umhverfi. Betur heppnaðar eru myndir af gömlum húsum úti um land og myndir af gömlum sveita- kirkjum, ef til vill sakir þess að myndefnið er þá smærra og við- ráðanlegra. Bókin um Færeyjar er að flestu leyti með sama sniði nema hvað hún er rituð á ensku. Eiga út- gefendur lof skilið fyrir að horfa þannig fyrst til okkar næstu granna. Þótt ótrúlegt megi virðast munu Færeyjar vera þéttbýlastar Norðurlanda miðað við íbúa á fer- kílómetra. Byggðirnar eru margar og dreifðar og sumar afar fámenn- ar. Og samgöngurnar era mestan- part sjóleiðis. Brú tengir þó tvær stærstu eyjarnar, Straumey ■ og Austurey. Árið 2003 er áætlað að Vogey tengist þeim með göngum neðansjávar. Verður það ómetan- leg samgöngubót. Á Vogey er flug- völlurinn. Það verður að reikna ritstjórn til yfirsjónar að í bókinni fyrirfinnst ekki nýtilegt kort af eyjunum, nema eitt ófullkomið sjókort! Sem þjóð hafa Færeyingar mjög sótt í sig veðrið á þessari öld. Sjálfsvitund þeirra er sterk. Fær- eysk menning á sér djúpar rætur í hefðum og tungumáli. Færeyski dansinn dregur slóða frá grárri forneskju. William Heinesen var í tölu fremstu nomæna höfunda á liðinni öld. Og færeysk málaralist hefur hvarvetna vakið athygli. í þeirri djúpu efnahagslægð, sem Færeyingar lentu í fyrir áratug, varð fjórði hver Færeyingur at- vinnulaus. Fluttist þá fjöldi fólks til annarra landa, einkum til Dan- merkur. En Færeyingar munu seint líta á sig sem Dani. Hvert sem leið þeirra liggur era þeir eft- ir sem áður Færeyingar. Og marg- ir hafa nú snúið heim aftur. Ef olía finnst í nánd við eyjarnar mun efnahagurinn vænkast svo um munar. En Færeyingar eru engir lukkuriddarar. Þeir sækja nú fram í átt til frekara sjálfstæðis. Ótr- yggur olíuauður er samt hvergi reiknaður inn í dæmið. Sigurd Poulsen skrifar stuttan en greinagóðan þátt um færeysk efnahagsmál. Meðal annars upp- lýsir hann að Færeyingar séu nú 44 þúsund en samanlögð stærð eyj- anna er 14 þúsund ferkílómetrar. Helmingurinn af fiskafla Færey- inga er veiddur utan lögsögu. Á móti tekjum ríkisins af fiskveiðun- um kemur svo árlegt fjárframlag Dana. Myndefnið í Færeyjabókinni er ekki síðra en í Islandsbókinni, lík- ast til jafnbetra. Margar mynd- anna sýna þjóðlífið við fjölbreyti- legustu aðstæður; unga og gamla að leik og starfi. Báðar era bækur þessar stór- glæsilegar að útliti. Erlendur Jónsson Opið málþing um jafnan rétt karla og kvenna til fæðingarorlofs. Föstudaginn 4. febrúar - Valhöll - kl. 15:00 - 17:30. Ellen Ingvadóttir, formaður LS, opnar þingið. Sigurður Kári Kristjánsson, formaður SUS, er fundarstjóri. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, formaður KRFÍ, stjórnar pallborðsumræðum. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra, Sólveig Pétursdóttir, dóms- og kirkjumálaráðherra, Gunnar Páll Pálsson, hagfræóingur VR, Inga Björg Hjaltadóttir, lögfræðingur hjá Eimskip, Ólafur Stephensen, formaður karlanefndar jafnréttisráðs. Móttaka verður í Valhöll að málþingi loknu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.