Morgunblaðið - 03.02.2000, Page 42
^42 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Þjóðin
sparar með
tannvernd
OFT er á tyllidögum talað fjálg-
lega um það hversu viturlegt sé að
koma í veg fyrir sjúkdóma með öfl-
ugum vörnum gegn þeim. Það er
-»'■ ekki oft sem gott tækifæri gefst til
að sýna svart á hvítu hvernig varn-
ir gegn sjúkdómum
spara þjóðinni aurinn.
Þetta er þóhægt hvað
varðar tannskemmdir
og varnir gegn tann-
átu.
Sagan skoðuð
Það var árið 1974
sem ákvörðun var tek-
in um að tennur og
tannheilsa skyldi að
hluta til falla undir
sjúkratryggingar
þjóðarinnar. Þá var
tannheilsa íslenskra
barna svo skelfileg að
eftir því var tekið á al-
þjóðavettvangi. Við
vorum heimsmethafar
í gæsku við Karíus og Baktus.
Þátttaka Tryggingastofnunar í
tannheilsugæslu barna hefur ávallt
verið í formi endurgreiðslu til for-
eldra á útlögðum kostnaði þeirra
við tannlækningar barnanna. Fram
til ársins 1990 var tannheilsugæsla
barna endurgreidd foreldrum
þeirra að fullu, einu gilti hvort um
var að ræða tannviðgerðir eða
varnir gegn tannátu. Eftir það og
fram til þessa dags hefur endur-
greiðslan verið lækkuð niður í sjö-
tíu og fimm af hundraði þegar um
viðgerðir er að ræða. Hvað varðar
varnir gegn tannátu og eftirlit er
endurgreiðslan enn lægri. Það
helgast af kvótum, sem hafa verið
settir á endurgreiðslu fyrir varnir
gegn tannátu, fræðslu, röntgen-
myndun og reglulegt eftirlit.
Þrátt fyrir miklar viðgerðir og
margar fyllingar batnaði tannheils-
an lítið í fyrstu eftir að tannheilsu-
tryggingum var komið á. Það var
ekki fyrr en eftir miðjan níunda
áratuginn að tannheilsan tók að
skána. Forvarnarstefna hafði
i nefnilega tekið við af viðgerðar-
stefnu. Síðan þá hefur tannheilsa
barna sigið í rétta átt. Þó má gera
betur því við erum enn eftirbátar
þeirra þjóða sem við viljum helst
standast samanburð við.
Kostnaður þjóðarinnar af
tannlækningum barna
Útgjöld þjóðarinnar vegna tann-
heilsumála barna er unnt að meta
út frá útgjöldum Tryggingastofn-
unar ríkisins. I ársskýrslum stofn-
unarinnar er nákvæmlega tíundað
hvað fer til hvers málaflokks. Taka
verður þó tillit til þess að útgjöld
TR eru mikil og margslungin og
einungis gróf samantekt er mögu-
, leg í grein sem þessari. Með því að
taka saman fyrir hvert ár þau út-
gjöld TR sem fara til tannheilsu-
mála barna má teikna upp það
súlurit sem þessari grein fylgir.
Hver súla táknar útgjöld þjóðar-
innar vegna tannheilsumála bama
það árið. Fyrir árið 1990 eru súl-
urnar heilar og tákna samanlögð
útgjöld TR og sveitarfélaganna.
Eftir árið 1990 skiptast súlurnar í
tvennt því þá var hluta kostnaðar-
ins við tannheilsugæslu barna velt
yfir á heimilin og endurgreiðsla til
foreldra lækkaði úr 100% í 75%
^ eins og áður sagði. Neðri hluti
hverrar súlu táknar þá útgjöld TR
til þessa málaflokks eins og hægt
er að lesa úr ársskýrslum stofnun-
arinnar. Efri hluti hverrar súlu er
síðan hlutur heimilanna og er hann
áætlaður út frá endurgreiðsluhlut-
fallinu sem í gildi var. Stærð allra
súlnanna er leiðrétt fyrir verð-
’ bólgu svo bera megi stærð súln-
anna saman. Hver súla táknar því
aurinn sem fór úr þjóðarbuddunni
til tannheilsugæslu barnanna okk-
ar það árið.
Ef súluritið er skoðað sést að út-
gjöld voru um miðjan níunda ára-
tuginn nokkuð stöðug
og á ári voru útgjöld-
in um níuhundruð
milljónir á núvirði.
Síðan gerðist eitthvað
eftir miðjan níunda
áratuginn, kostnaður-
inn fór hækkandi í
þrjú ár og náði há-
marki árið 1989. Þeir
sem sinna tannheilsu-
málum vita að það
sem þarna gerðist var
átak í vörnum gegn
tannskemmdum.
Tannverndarsj óður
var efldur, ráðinn var
tannlæknir í heil-
brigðis- og trygging-
aráðuneytið, tann-
læknar fóru að nota flúorpenslun
tanna í auknum mæli, skorufyllur
tanna voru auknar mikið og fleiri
börn komu til tannlæknis en áður.
Þjóðin gerði skurk í sínum málum
og forvarnir voru auknar. Árang-
urinn lét ekki á sér standa. Kostn-
aðurinn við tannheilsugæslu barna
lækkaði á næstu átta árum um
helming.
Tannverndardagurinn
Á næstu árum ræðst,
segir Sigurður Rúnar
Sæmundsson, hvort við
náum að standa jafnfæt-
is nágrannaþjóðum okk-
ar hvað varðar tann-
heilsu.
Bókhaldarar þjóðarbuddunnar
munu sjá á þessari mynd að varnir
gegn tannskemmdum borga sig og
það fljótt. Þeir sem skynsamlega
um aurana halda munu þvi vilja
leggja aukna áherslu á varnir gegn
tannskemmdum en ekki takmarka
þær.
Gleymum okkur samt aldrei í
beinhörðum kostnaðarútreikning-
um. Gleymum ekki því, að fjár-
munir sem sparast við forvarnirn-
ar, eru ekki nema brot af
ágóðanum við styrkar varnir gegn
tannátu, það er annarskonar ágóði
sem er mikilvægari. Börn þjóðar-
innar njóta bættrar tannheilsu
mest. Það skilja foreldrar þeirra,
sem muna erfiðar tannviðgerðir í
sinni bernsku og bera þeirrar
tannsjúkdómasögu sinnar enn
merki, bæði á tönnum og sálu.
Framtíðin, björt eða svört?
Á næstu árum ræðst hvort við
náum að standa jafnfætis
nágrannaþjóðum okkar hvað varð-
ar tannheilsu. Stefnan var mörkuð
á síðari hluta níunda áratugarins,
forvarnir voru settar í öndvegi. Nú
eru merki um að stefnan í tann-
heilsumálum sé að hverfa til fyrra
horfs, viðgerðir en ekki forvarnir.
Vörnum gegn tannskemmdum má
ekki glutra niður. Varnir gegn
tannskemmdum mega ekki verða
að forréttindum hinna efnameiri í
þjóðfélaginu. Heilbrigðisyfirvöld
verða nú að horfa langt fram á
veginn og setja stefnuna á þá
lausn sem gagnast mun best börn-
um landsins.
Höfundur er tannlæknir, MPH, PhD,
Sigurður Rúnar
Sæmundsson
Persónugreinið mig
ÞAÐ ER skemmti-
lega vitlaus umræða í
gangi í þjóðfélaginu um
persónuvemd og mið-
lægan gagnagrunn á
heilbrigðisviði. Fólk er
að segja sig úr gagna-
grunninum á þeim
grundvelli að það sé
hægt að persónugreina
dulkóðaðar upplýsing-
ar um það í miðlægum
gagnagrunni DeCode
og selja til tryggingar-
félaga fyrir einhverjar
hundraðir milljóna, þó
að það sé tæknilega
ómögulegt vegna þess
að þær upplýsingar
sem verða í grunninum eru ekki
merkar með nafni einstaklinga. Það
væri líka hálf tilgangslaust fyrir fyr-
irtæki sem er virði 160 milljarða að
ætla að selja þessar upplýsingar fyrir
smápeninga til einhverra trygging-
ardverga á Islandi og skemma fram-
tíðarmöguleika sína í leiðinni og
missa einkaleyfið á grunninum. Fólk
virðist ekki alveg skilja að upplýsing-
ar úr þessum sjúkraskrám, sem
verður að passa svona vel uppá, eru í
raun mun öruggari í dulkóðuðum
gagnagrunni heldur en í skjalaskáp-
um kjallara sjúkrastofnanna um
landið. Það þarf ekki að rökstyðja
það frekar en að benda á að frétta-
menn Stöðvar 2 gengu að slíkum
skrám og blöðuðu í þeim þrátt fyrir
að þær væru trúnaðarmál milli sjúkl-
ings og læknis.
Tilgangslaus
úrsögn
Að segja sig úr gagnagrunninum
er tilgangslaust ef menn hafa áhyggj-
ur af persónuverndinni. Það er ekki
verið að rannsaka þig beint sem pers-
ónu heldur hvernig sjúkdómar ganga
í erfðir. Ef þú sem ein-
staklingur segir þig úr
grunninum hefur hann
samt að geyma upplýs-
ingar um ættingja þína.
Og þó heil ætt segði sig
úr grunninum þá skipt-
ir það ekki öllu máli
heldur, því sjúkra-
skýrslur látinna ætt-
ingja þeirra eru settar í
grunninn því þeir hafa
ekki þann valkost að
segja sig úr honum. Ef
þú ætlar að segja þig úr
gagnagrunninum til að
komast hjá þeim
ómöguleika að DeCode
selji tryggingarfélög-
um upplýsingar um þig hefur úrsögn
þín því lítið að segja. Það eina sem
hún gerir er að skemma íyrir þeim
gríðalegu möguleikum sem felast í
þessum grunni á erfðagreiningu
sjúkdóma og hugsanlegri lækningu
eða meðhöndlun þeirra.
Persónugreinið
mig
Segjum að þessi ómöguleiki væri
til staðar, þ.e.a.s að persónugreina
fólk í grunninum og seija síðan upp-
lýsingar til tryggingarfélaga, þá vona
ég svo innilega að það gerist fyrir
mig. Auk þess hversu tilgangslaust
það væri fyrir tryggingarfélag að fá
þessar upplýsingar, því hver vill
versla við tryggingarfélagið sem ætti
þessar upplýsingar, þá væri þetta
svo gjörsamlega ólöglegt að ég ætti
svo gott sem unnið skaðabótamál við
tryggingai-félagið og DeCode og
væri fljótlega kominn í hóp ríkustu
ungmenna landsins. Það er reyndar
stutt síðan það var umræða í gangi
um að heimilislæknar hefðu afhent
tryggingarfélögum upplýsingar um
heilsufar sjúklinga sinna sem síðan
Gagnagrunnur
íslensk erfðagreining er
á við margar stóriðjur,
segir Jónas Tryggvi Jd-
hannsson, það er meira
en þrisvar sinnum meira
virði en Eimskip.
voru notaðar við mat á þeim. Það
sýnir auðvitað ákveðið siðleysi ein-
stakra lækna sem nú geyma þessar
upplýsingar.
Þeir læknai- sem berjast hvað mest
gegn gagnagrunninum eru annað-
hvort að miskilja málið á allan hátt
eða eru með einhverja minnimáttar-
kennd gagnvart því. Þótt einhverjir
fýlupokai', sem sátu hér heima og sáu
ekki þennan möguleika áður en Kári
kom og fékk einkaleyfi á þessari hug-
mynd sinni, séu enn með háværar
raddir um eitthvað annað þá eru
þessi áform eitt það besta sem hefur
komið til sögunnar á Islandi. Islensk
erfðagreining er á við margar stór-
iðjur, það er meira en þrisvar sinnum
meira virði en Eimskip, sem er næst-
stærsta fyrirtæki landsins, og gefur
menntafólki á Islandi góða vinnu fyr-
ir þau laun sem það á skilið. DeCode
græðir ekkert á þessu nema þeir
standi sig vel. Ef þeir gera eitthvað
af því sem mestu andstæðingar
gagnagrunnsins hafa haldið fram
myndu þeir missa rekstrarleyfið á
grunninum um leið, svo ég held að
það sé Utill sem enginn möguleiki á
öðru en að þeir standi sig til að halda
í þetta einstaka tækifæri.
Höfundur er nemi í Háskóia íslands.
Jónas Tryggvi
Jóhannsson
Starfsþjálf-
un hjá Isal
FIMMTUDAGINN
27. janúar sl. birtist í
Mbl. greinarkorn eftir
upplýsingafulltrúa ísal
vegna greinar minnar
tveimur dögum áður. í
greininni fór ég m.a.
yfir undarlegar aðferð-
ir Isal við val á nem-
endum í námið og pen-
ingastyrki sem voru
veittir til námsins. Fyr-
irsögnin var: „Eiga
stórfyrirtæki eins og
ísal að reka ríkis-
styrktan starfsþjálfun-
arskóla?" Vegna grein-
arkoms Isal í
Jóhannes
Gunnarsson
heldur við frumvinnu
og þróun starfsnáms-
ins.
Næsta ár var sótt
um 5 milljónir. Isal,
járnblendiverksmiðjan
og trúnaðarráð sóttu
um þessa peninga-
styrki saman. Fjár-
málastjóri ísal var
gerður að ábyrgðar-
manni og starfsmaður
Iðntæknistofnunar
umsjónarmaður. Sami
háttur var viðhafður
árið þar á eftir þegar
sótt var um 1,5 milljón-
ir.
Starfsþjálfun
Framkoma stjórnenda
Isal í garð starfsmanna,
segir Jóhannes Gunn-
arsson, hefur verið
afar undarleg í sögu
álversins.
Starfsmenntasjóður
Þeir sem fá styrki úr Starfs-
menntasjóði félagsmálaráðuneytis-
ins gangast sjálfkrafa undir það að
öll námsgögn standi öðrum til boða.
Góðmennska á þar engan hlut að
máli. Auðvitað má segja að pening-
arnir hafi verið notaðir í námsgagna-
gerð þó svo að peningastyrknum
hafi verið úthlutað til þróunar starfs-
námsins. Annars er það algjört
aukatriði í hvað peningarnir voru
notaðir nákvæmlega og hve mikið.
Umræddum peningastyrkjum var
einnig úthlutað til Trúnaðarráðs/
Verkalýðsfélagsins Hlífar. ísal sá
samt ástæðu til að útiloka Trúnaðar-
ráð/Hlíf frá ákvörðunartöku varð-
andi námið á viðkvæmu stigi þess.
Verkalýðsfélagið Hlíf hefur lagt
hundruð þúsunda króna í vinnu við
undirbúning námsins án þess að
óska eftir krónu til baka.
Framkoma stjórnenda ísal í garð
starfsmanna hefur verið afar undar-
leg í sögu álversins. Af og til undan-
farna áratugi hafa birst viðtöl, grein-
ar og annað varðandi t.d. samninga
við verkalýðsfélögin sem hafa verið í
ágreiningi, ísal-deiluna, mál í háa-
lofti og ég veit ekki hvað og hvað. Ég
hélt satt best að segja að því tímabili
væri lokið. Frá upphafi hafa verið
sömu stjórnendur undii’ forstjórum
ísal. Næstefsti hluti pýramídans
hefur alltaf verið eins. Tránaðarráð,
tránaðarmenn og formenn verka-
lýðsfélaganna hafa stöðugt skipt um
fulltráa sína. Þetta er að mínu mati
athyglisverð staðreynd um enda-
lausan ágreining aðOa.
Upplýsingar
Það er kannski ekki nema von að
upplýsingafulltráinn viti ekki ná-
kvæmlega hvernig staðið var að und-
irbúningi námsins þar sem hann hóf
störf hjá ísal eftir að námið hófst.
Ég er tilbúinn að upplýsa hann um
staðreyndir málsins hvenær sem er.
Höfundur var i starfsnámsnefnd
sem vann að þvíað koma á
starfsnámi hjá ísal.
framhaldi af því vil ég upplýsa óupp-
lýstan upplýsingafulltráann og þá
sem hann skrifar fyrir um eftirfar-
andi: Iðntæknistofnun sótti um
fyrsta styrk af þremur fyrir hönd ís-
al.
Iðntæknistofnun var úthlutað 3,4
milljónum til ýmissa verkefna. Þar á
meðal til Stóriðjuskólans. Við full-
tráar starfsmanna töldum að í hlut
Stóriðjuskólans færu 1,5 milljónir.
Samkomulag varð síðan á milli ísal
og Iðntæknistofnunar um að ísal
fengi 1 milljón. Styrkurinn var ekki
skilgreindur við námsgagnagerð
PP
&CO
Rutland þáttir,
bætir og kætir
þegar þakið
fer að leka
Rutland er einn
helsti framleiðandi
þakviðgerðarefna í
Bandaríkjunum
Veldu rétta efnið - veldu Rutland!
Þ.ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29 S: 553 8640 l 568 6100