Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 4$V UMRÆÐAN Viðskipta- siðferði á villigötum SAMKEPPNI er að hefjast í fjarskiptum á Islandi. Islenska þjóðin hefur búið við einokun í fjarskiptum frá byrjun og stjórn þjónustu, verðs og gæða hefur ver- ið í höndum einnar ríkisstofnunar sem nú hefur að nafninu til verið breytt í hlutafélag. Hingað til höf- dótturstofnunarinnar vænt tap og ef svo er, þurfa núverandi afnota- gjaldagreiðendur að greiða niður herkostnað stofnunarinnar. Samkeppni á fjarskiptamarkaði hefur þróast í Evrópu undanfarin ár. Gömlu mónópólin hafa tekið misskynsamlega á málunum. Ein verstu mistök þeirra hefur verið að hindra með öllum ráðum að sam- keppni hefjist á „þeirra eigin grunn- netum“. Grunnnetin gömlu hafa verið marggreidd af afnota- gjaldagreiðendum ára- tugum saman og ætti að vera þeirra eign. Það eru mikil mistök að skilja ekki á milli grunnnets og reksturs Landssímans. I raun er best að líkja þessari stöðu við það að Vega- gerðin tæki að sér bifreiðaumboð og reyndi svo með öllum ráðum að hindra „annarra manna bíla“ í því að keyra á „þeirra veg- um“. Frjáls fjarskipti eru nú í viðræðum við Landssímann um að- gengi. Viðræðurnar eru vinsamlegar en greinilega má finna að Landssíminn þarf að hleypa okkur inn á netið en horfa alls ekki viðskiptalega á málið. Það eru jú þeir sjálfir sem njóta tekna af okkar við- skiptavinum, noti þeir þeirra net. Reynslan í Þýska- landi hefur orðið sú að þýski Landssíminn hefur aukið tekjur PállÞór Jónsson sínar eftir að samkeppni var gefin frjáls. Sem betur fer eru önnur net að byggjast upp og samkeppni á grunnnetum handan hornsins. Það . er því bjart framundan á íslenskum fjarskiptamarkaði og fólkið í land- inu hefur loksins val. Það er markmið Frjálsra fjarskipta að bjóða ávallt ódýrustu símtöl á markaðnum - hámarksgæði, bestu þjónustu. Við höfum hafið starf- semi og ánægðir viðskiptavinir eru til vitnis um að við erum á réttri leið. Dæmalaus auglýsing Lands- símans/Netsímans er órækur vitn- isburður um að svo er. Höfun dur er framkvæmdastjóri -V markaðs- og sölusviðs Frjálsra fjarskipta hf. Fjarskipti Frelsi hefur verið inn- leitt, segir Páll Þór Jónsson, og markmið nýju fjarskiptalaganna er að koma í veg fyrir markaðseinokun og við- skiptahindranir Lands- símans. um við búið við handahófskennda og oft á tíðum hrokafulla verðlagn- ingu og „þjónustu" sem við höfum orðið að sætta okkur við. Nú eru tímarnir að breytast. Frelsi hefur verið innleitt og markmið nýju fjarskiptalaganna, sem samþykkt voru á Alþingi fyrir áramót, er að koma í veg fyrir markaðseinokun og viðskiptahindr- anir Landssímans. Samkeppni hefst milli landa Nú er slagurinn að hefjast í fyrstu greininni, samkeppni í milli- landasímtölum. Hægt er að velja milli tveggja leiða, hefðbundinna millilandasímtala á fastaneti eins og Landssíminn hefur gert og netsíma. Gæðamunur er umtals- verður, framboð á tengingum oft takmarkað og verðlagning og skil- málar mjög mismunandi. Netsímar auglýsa gjarnan allra lægsta verð en „gleyma“ að geta þess að not- andi greiðir fyrir innanbæjarsímtal hvort sem hann nær sambandi eð- ur ei. Auglýsing Landssímans - Netsímans 1100 Laugardaginn 29. janúar sl. birt- ist í Morgunblaðinu auglýsing frá Netsímanum 1100, dótturfyrirtæki Landssímans. Stofnunin Lands- síminn notar þar þau meðöl sem þarf óháð öllu viðskiptasiðferði. í fyrsta lagi getur stofnunin þess ekki að innanbæjarsímtöl leggist við verð, hvorki hjá sjálfum sér eða öðrum netsímum. Hún tekur ekki fram að innnanbæjarsímtal leggst einnig við þó samband náist ekki, til dæmis er á tali eða viðkomandi er ekki heimavið. Stofnunin getur að sjálfsögðu ekki um gæði. Verð- lagskapítulinn er sér á báti. Við þökkum að sjálfsögðu fyrir að Frjáls fjarskipti eru helsti kepp- inauturinn en takið eftir að utan- landssímtala Landssímans sjálfs er að engu getið í auglýsingunni! Landssíminn, móðurstofnun Net- símans, virðist ekki komast á blað að þessu sinni! Þarna virðist kinn- roðavandamál hafa verið á ferðinni því okurverð Landssímans á utan- landssímtölum undanfarna áratugi hefur verið með slíkum eindæmum að betra er að þegja slíkt í hel heldur en að benda á staðreyndir. Rekstur Netsímans Samkeppnislög eru mjög skýr hvað varðar „dömping", það er þegar markaðsráðandi aðili verð- fellir tímabundið til þess eins að drepa samkeppni. Landssíminn verður strax að leggja reikninga Netsímans á borðið því samkvæmt okkar upplýsingum sýnir rekstur Gerum verðtilboð í stórar sem smáar líkamsræktarstöðvar. Gerum þjónustusamninga vegna viðhalds og viðgerða. JFullkomin varahluta- oq ■i Æfingastöðvar, lyftingabekkir, þrekstigar, magaþjálfar. PROFORM Hlaupabrautir, æfingabekkir, fjölþjálfar. WESLO Hlaupabrautir, þrekhestar. IMAGE Hlaupabrautir Þrekhestar SCHWINN Spinning hjól, þrekhjól, æfingastöðvar, þrekstigar. Handlóð, sippubönd, ökklaþyngingar, lyftingasett o.fl. Bjóðum alla velkomna í stærstu og glæsilegustu þrektækjaverslun landsins. ÖRNINNP' --Þrektækjadeild- Skeifunni 11, S ím i S 8 8 9 8 9 0 % < y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.