Morgunblaðið - 03.02.2000, Page 47

Morgunblaðið - 03.02.2000, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ F ___________________________FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 47* UMRÆÐAN P'*' LANPSBRÉF HF. \ATkYCGI\GVFÉL\G felAYDS HF Söfnunarlíftrygging Landsbankl (slands og Vátryggingafélag fslands bjóöa fjárhagsvernd fyrir Iffið Útgefandi Ufts söfnunariíftrygginga er Lfftryggingafélag íslands hf. „Kattafár“ í Reykjavík? OFT hef ég heyrt tal- að um „hundafjölskyld- ur“ og „kattafjölskyld- ur“, fólki er oft skipað hvort í sinn flokkinn. Annaðhvort vilt þú hund eða kött en sjald- an bæði og þá ferð þú að halda með „þínu liði“ og ert á móti „hinu lið- inu“. Þetta er mjög óvísindaleg flokkun enda meira sögð til gamans en af alvöru. Þó er ég farin að hallast að því að þeir hjá Reykja- víkurborg séu í miklum Sara M. Kolka meirihluta í „hundaliðinu". Þetta þarfa og nauðsynlega átak gegn flækingsköttum er eitthvað sem beðið var eftir. Nú verður hægt að taka alla þessa „fjölmörgu" flæk- ingsketti sem hafa ráfað um á götum borgarinnar og færa þá upp í Katt- holt, sem er athvarf fyrir heimilis- lausa ketti. Átakið miðar að því að starfsmenn hreinsunardeildar taki við kvörtun- um, komi með búr í garðinn og svo er beðið eftir því að köttur náist í búrið með sérstakri kattarpillu. Einhver í mínu húsi gæti þess vegna látið koma því fyrir í garðinum okkar! Svo koma þessir starfsmenn að ná í búrið (er það daginn eftir eða viku seinna?) með hálflifandi kettinum inni í. Eg efast um að köttur þoli kuldann í litlu stálbúi'i til lengri tíma, veðurspárnar líta ekki svo vel út. Allir búrakettir eru síðan færðir upp í Kattholt, hvort sem þeii’ eru merktir eða ómerktir. Það er svo starfsfólk Katt- holts sem á að hafa samband við eig- endurna ef merking fínnst (litlu kvikindin eiga það tii að týna ólunum sínum og ekki hafa allir efni né vilja í eyrnamerkingu, en það er ekki aðal- málið). Kattholt er, að mér skilst, ós- átt við þessa leti hreinsunardeildar enda takmarkað pláss í því annars ágæta athvarfi. Fyrir þá sem eiga engin gæludýr og kæra sig kannski ekki um það, þá fara skattpeningarn- ir ykkar í óþarfa vist því borgin borgar vist og uppihald allra katta sem nást, í viku. Búist er við tölu- verðum „árangri" og því gætu þetta orðið talsverðar upphæðir, án þess að minnast á gjöld sem kattaeigend- ur greiða við að leysa dýrin sín út. Flækingur er skv. orðabók og bók- inni Orða staður: „Sá sem er á flæk- ingi, sá sem á hvergi heimili" og er þá flækingsdýr heimilislaust dýr, köttur eða hundur. Ég man þó í fljótu bragði eftir Ómari, hreinsara nokkrum, sem er ekki alveg sam- mála (Dagur, 27.1.2000): „Flækings- kettir teljast allir kettir sem eru komnir út af sinni lóð... 90% allra katta sem kvartað er yfir eru heimil- iskettir því villikettir sjást varla lengur." (Villikettir eru þá væntan- lega þeir sömu og þeir heimilis- lausu?) í þessari sömu blaðagrein er rætt við Sigríði Ásgeirsdóttur hjá Dýraverndunarfélagi Rvk. þar sem kemur fram að þau hafi verið sam- mála því að þarfaþing væri að taka flækingsketti af götunum og færa í Kattholt, mönnum og dýrum til gagns. En hins vegar sé illa að þessu staðið og Kattholt sé ekki samþykkt því að taka við merktum köttum enda eigi þeir sér samastað og það sæmræmist ekki íslenskum lögum að taka þá frá eigendum sínum. Það heyrist hátt í andstæðingum katta: „Kettir eru óþolandi. Þeir koma í garðinn til manns eða jafnvel inn í hús og gera stykkin sín þar sem þeim sýnist. Þeir breima um nætur og valda ónæði hjá börnum í barna- vögnum og pissa í sandkassana. Þeir eiga að vera inni hjá sér eða vera bara á sinni lóð. Heimiliskett- ir eru innikettir o.s.frv.“ Hvar er um- burðarlyndið? Hafið þið ekkert betra að gera en að væla yfir vesælum dýrum sem dirfast að stíga á græna grasið í ykkar ástsæla garði? Hvað með öll þessi illa upp- dregnu börn sem sprengja upp skóla og póstkassa eða stytta sér leið í gegnum runn- Kettir Hafið þið ekkert betra að gera, spyr Sara M. Kolka, en að væla yfír vesælum dýrum sem dirfast að stíga á græna grasið í ykkar ástsæla garði? ana í garðinum ykkar? Eigum við að loka þau inni? Þetta er kannski svo- lítið öfgakennt en það er líka þetta átak. Sumum finnst kettir vera óþol- andi en mér finnst líka kóngulær ógeðslegar. Ef kettir komast inn í hús er nóg að minnka rifuna á glugg- anum og passa upp á að hurðimar séu lokaðar, ekki sé ég að það skipti verulegu máli þó að þeir trítli yfir túnin. Úrgangur úr þeim er náttúru- legur, eyðist því vel og er góður áburður á rósarunnana auk þess grafa þeir alltaf yfir stykkin sín. Kettir geta ekki valdið börnum óþægindum í bamavögnum ef þið fylgist með bömunum ykkar og not- ið barnatalstöðvarnar úr svefnher- berginu. Lok eða net nægir yfir sandkassa og þá láta kettir kassana vera. Heimiliskettir em náskyldir stóra köttunum (ljón, tígur, pardus) og þeim er eðlislægt að fara út, m.a. til að hitta aðra af sínu kyni. Mjög fá- ir kettir geta verið þannig innidýr að þeir fari aldrei út, það er ónáttúra- f legt og heyrir til undantekninga. Ef köttur breimar í garðinum dugar að hræða hann örlítið og stjaka við hon- um, kettir geta ómögulega vitað hvar þeirra lóð endar. Þetta er nú ekki mikið mál, við er- um af slæmri dýrategund; hún getur ekki sætt sig við að jörðin er ekki hennar einkaeign. Forverar okkar tömdu kettina og nú era kisumar partur af lífi okkar, við þurfum núna að axla ábyrgðina og reyna að lifa í sátt við þær, sem og aðrar dýrateg- undir. Palli verður aldrei einn í heim- Höfundur er kattareigandi og líffræðinemi í HI. Lífís söfnunarlíftrygging Munurirm er augljós -ef þú kynnir þér kostina Þegar þú veltir fyrir þér söfnunarlíftryggingu skaltu sérstaklega taka eftir því hver kostnaðurinn er. Það getur numið milljónum króna sem Lífís söfnunarlíftryggingin gefur af sér umfram hliðstæðar erlendar söfnunarliftryggingar.’ Með Lífís söfnunarlíftryggingu getur þú valið úr fjölda söfnunarleiða og sjóða sem ávaxtaðir eru af sérfræðingum Fjárvangs, ACM og Fidelity Investments, stærsta óháða eignaumsýslufyrirtækis heims. Þannig tryggir þú þér sambærilega ávöxtun við það sem best gerist á alþjóðamörkuðum. Kostir Lífís söfnunarlíftryggingar • Lægri kostnaður • Góð ávöxtun • Sérhæfðar söfnunarleiðir og Líflína • Fjárfestingarkostir í samstarfi við Fidelity Investments • Skattalegt hagræði Ef þú vilt tryggja þér jafna og góða ávöxtun án mikillar áhættu velur þú söfnunarleiðir eða Líflínu þar sem söfnunarleið þinni er breytt sjálfkrafa með tilliti til aldurs þíns. Aðeins Lífís býður þessa þjónustu. Hafðu samband við ráðgjafa okkar og kynntu þér kosti Lífís söfnunarlíftryggingar. Við höfum ekkert að fela. •Þrftugur maöur sem greiðir 7.500 krónur á mánuöi 130 ár í söfnunarifftryggingu ber 1.207.000 krónum melra úr býtum meö Lffls söfnunarilftryggingu en meö eriendri söfnunariiftryggingu. Miðaö er viö 5 milljón króna Hftryggingu og sömu ávöxtun I báöum tilfellum. Þetta kemur fram í FJármálatíöindum, fyrra hefti 1999, útgefnum af Seölabanka Islands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.