Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 03.02.2000, Blaðsíða 50
360 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ $ Skúli fógeti eflir ullariðnaðin ÞAÐ er oft þannig að þeir sem feta nýjar slóðir njóta ekki ávaxta erfiðis sfns líkt og þeir sem á eftir koma. Skúli Magnússon (1711-1794), oft nefndur Skúli fógeti er einn af þeim, en hann stóð fyrir miklurn umbótum í landbúnaði, húsbygg- ingum, verslun og fiskveiðum á sfnum tfma. Hann stofnaði árið 1751 hin- ar svokölluðu „Innréttingar* til umbóta í fs- HANDMENNT \f Umsjón: Bergró; Kjortgnsdótlir Fastapinni = íþ lensku atvinnulífi sem nutu stuðnings danskra sfjómvalda. Áhersla var lögð á að efla iðnað, t.d. ullarvinnslu, klæðagerð og skinnaverkun í Reykja- vík ásamt ýmsu öðru. Ekki hefur verið vanþörf á slíkum umbótum miðað við það sem Níels Horrebow lætur hafa eftir sér, en hann var danskur lögfræðingur sendur til Islands 1749 af danska vfsindafélaginu til að kanna náttúru landsins og landshagi. I bókaflokknum „Oldin okkar" em frásagnir Horrebow af Islandi og íslendingum. Meðal annars segir hann að ullarvinnslan, bæði spuni og vefnaður, sé á „ótrúlega lágu stigi, því menn séu heila viku að vefa átta álnir af vaðmáli." Þess ber að geta að þótt Horrebow hafi ekkert skafið af hlutun- um í frásögnum sfnum af ástandinu á hinum ýmsu sviðum, þá var hann nijög vinveittur Islendingum og studdi Skúla eindregið í umbótum sfnum. Skúli sigldi til Kaupmannahafnar og hafði með sér fslenska ull og lét vinna úr henni klæði í verksmiðjum þar „til sannindamerkis um það að ullin væri vel til þess fallin ef rétt væri að farið." Tilraunin tókst vel og Skúli fékk framlög úr konungssjóði til að framkvæma áætlanir sfnar. íslenska ullin stóð því vel fyrir sínu. Danska stjómin gaf m.a. fé, tvö þilskip og jarðir til „Innrétting- anna“. Rekstur „Innréttinganna" gekk þó ekki vel, meðal annars vegna þess að þær mættu harðri mótspyrau danskra einokimarkaupmanna á íslandi, hinna svokölluðu „hörmangara", sem höfðu þá íslandsverslun á leigu tU tutt- ugu og fimm ára. Þeir neituðu að láta „Innréttingunum" í té gærar af því fé sem slátrað var hjáþeim og kaupa lqöt af fé sem stjóra „Innréttinganna" lét slátra. Fjandskapur hörmangarafélagsins í garð umbótanna ásamt hörðu ár- ferði þessa áratugar og skorti á þekkingu á sljómun og rekstri fyrirtækja varð til þess að árið 1764 yfirtók Almenna Verslunarfélagið danska rekstur þess. Skúli var ekki sáttur við þá niðurstöðu og stóð í langvinnum málar- ekstri við félagið vegna yfirtökunnar. Megn óánægja íslendinga með versl- unarástandið varð sfðan tU þess að félagið hætti störfum 1774. Þrátt fyrir góðar hugmyndir og mikU umsvif frumkvöðulsins á mörgum svið- um var Skúli nánast gjaldþrota þegar hann dó 1794. Af ölluni þeim umbótum sem voru settar í framkvæmd gekk ullarvinnslan best. I „Öldinni okkar" frá árinu 1760 er sagt frá því hve margt gekk illa með „Innréttingamar", en þar segir þó: „Færaspuninn, ullarvinnslan og vefhað- urinn, er nú horfir bezt með, [...] hafa innréttingamar [þó] unnið nokkurt gagn, því að margt fólk, er þar hefur starfað, hefur lært að fara með ný og afkastameiri tæki en áður þekktust." í febrúarspuna er boðið upp á skemmtUega tösku undir bækur, prjónadótið o.fl„ fyrir alla sem vilja vera vistvænir og skera upp herör gagnvart ofnotk- un á plastpokum. Eflaust yrðu Skúli og hans fólk ánægt með alla slíka fram- takssemi í þá átt. Taskan er einföld og injög fljótlegt að hekla hana úr þykkri og mjúkri uU sem heitir Laponie. Stuðull = st. Hekluð taska úr Laponie Hönnun: Auður Magndís Leikn- isdóttir Franskt garn: Laponie ullarþvottur í vél á 30°C Karrýgult: 3 dokkur Dökkblátt: 2 dokkur Heklunál nr. 4 Ath.: Heklunálin er höfð svona fín til að taskan verði þétt. Taska: Heklið með bláu 72 loftlykkj- ur og tengið í hring með keðju- lykkju. 1. umf.: Heklið með bláu 2 loftlykkjur = 1. stuðull, heklið síðan 71 stuðul og tengið með keðjulykkju. 2. umf.: Heklið með karrý 2 loftlykkjur = 1. stuðull, heklið síðan 71 stuðul og tengið með keðjulykkju. Heklið í allt 22 umferðir eins og 2. umferð. Band: Heklið í aðra hliðina 4 fasta- pinna með karrýgulu, snúið við 1 loftlykkja og 4 fastapinnar, snúið við 1 loftlykkja og 4 fastapinnar. Heklið þannig alls 90 umferðir eða eins og hver vill hafa síddina á bandinu. Saumið síðan bandið nið- ur á hina hliðina frá röngu. Heklið fastapinna meðfram báðum hliðum bandsins til að styrkja það. Lok: Lokið er í upphafi 33 stuðlar og minnkar um 1 stuðul í hvorri hlið í hverri umferð. 1. umferð: Heklið með bláu 2 loftlykkjur = 1. stuðull og síðan 32 stuðla, snúið við. 2. umferð: Heklið keðjulykkju í fyrsta stuðul á síðustu umferð, 2 loftlykkjur = 1. stuðull, heklið 30 stuðla, snúið við. 3. umferð: Heklið keðjulykkju í fyrsta stuðul á síðustu umferð, 2 loftlykkjur = 1. stuðull, heklið 28 stuðla, snúið við. Heklið þannig áfram þar til 7 stuðlar eru í umferð. Þá er gert ráð fyrir hnappagati þannig: Snúið við, heklið keðjulykkju í fyrsta stuðul í síðustu umferð, 2 loftlykkjur = 1. stuðull, 1 stuð- ull, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 1 stuðul, 1. stuðul í næsta stuðul og 1 stuðul í næsta stuðul. Slítið frá. Heklið nú fastapinna á hlið- ar loksins. Þegar komið er að hnappagatinu eru heklaðir 4 fastapinnar í það og svo áfram út hina hliðina. Ath.! Gætið þess að ekki komi flái. Frágangur: Festið tölu á móts við hnappagatið og saumið eða heklið botninn á töskunni saman frá röngunni. Búið til tvo dúska og festið á hornin. Fjárfestar athugið! Öll almenn verðbréfaviðskipti með skráð og óskráð verðbréf. Verðbréfamiðlunin hf - Verðbréf © Löggilt óháð fyrirtæki í verðbréfaþjónustu • Aðili að Verðbréfaþingi íslands • Suðurlandsbraut 46 • Sími: 568 10 20 Se^)a' . Nýja WMmMmhreinsumn sími 533 3634, gsm 897 3634 Allan sólarhringinn. BYSSUSKAPAR Vandaðir byssuskápar á verði fyrir alla ? Allir skápar með læstu innra hólfi og uppfylla því kröfu yfirvalda um aðskildar hirslur fyrir vopn og skotfæri. Þriggja punkta vönduð læsing, 3 mm stál. Eru börnin þín ein heima með vinum sínum og byssunum þínum?----------- O o CD f, i ci m '03 co =3 tn tfl Magnafsláttur og greiðslukjör viðallra hæfi. Beinn innflutningur frá Þýskalandi og Bandaríkjunum. sm Söluskrifstofa Sími: 461 4025 • Fax: 461 4026 Netfang: gagni@centrum.is Vol fl fa 9' na tr ■ ir L urvais- ■fólks- verður á Hótel Sögu fimmtudaginn 17. febrúar. Húsið verður opnað kl. 18:30 Skemmtiatriði „Vorboðar", kór eldri borgara í Mosfellsbæ. Stjórnandi: Páll Helgason. írsk þjóðlagasveit frá Tónlistarskóla Seltjarnarness. Óvænt skemmtiatriði. Ferðakynning Spennandi ferðakynning á eyjunni Krít. Kynnir Paolo Turchi fararstjóri. Dansinn „Zorba“. Sigvaldi Þorgilsson kynnir dansinn Zorba og kennir sporin. Dans Hljómsveit Hjördísar Geirs sér um fjörið. Grískur matseðill Lambakebab m/hrís- grjónum, kartöfluskífum og jógúrtsósu. Suðrænir ávextir m/anís-ís. Kaffi/te Verð 2.600 kr. Aðgöngumiðasala og borðapantanir frá og með mánudeginum 7. febrúar hjá Rebekku og Valdísi, Lágmúia 4, sími 585 4000. Happdrætti Veglegir vinningar í boði. Skemmtunin hefst kl. 19:00 Í&rÚRVAL-ÚTSÝN Lágmúla 4: sími 585 4000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.