Morgunblaðið - 03.02.2000, Side 56

Morgunblaðið - 03.02.2000, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÁRA EYFJÖRÐ JÓNSDÓTTIR, Ásgarði, Grenivík, verður jarðsungin frá Grenivíkurkirkju laugar- daginn 5. febrúar kl. 14.00. Þórhildur Ingólfsdóttir, Áskell Bjarnason, Elísa Ingólfsdóttir, Ásgeir Kristinsson, Heimir Ingólfsson, Sigríður Sverrisdóttir, Jóhann Ingólfsson, Guðný Sverrisdóttir, Jón Stefán Ingólfsson, Jórlaug Daðadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. HELGA JÓHANNA HELGADÓTTIR + Helga Jóhanna Helgadóttir (Hanna Axels) fædd- ist á Álftanesi 30. mars 1935. Hún lést á Grensásdeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 16. janúar síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fella- og Hólakirkju 25. janúar. Haustið 1955 mættu 42 ungar og eftirvæntingarfullar stúlkur í Húsmæðra- skóla Borgarfjarðar, Varmalandi. Stúlkur þessar komu víða að af landinu. Við vorum að sjálfsögðu af öll- um manngerðum, en áttum það sameigin- legt að vera ungar og fullar af bjartsýni á lífið. Ein þeirra var Helga Axels frá Reykjavík. Hópurinn varð strax samrýndur og félagsandinn góður allan veturinn. Félagslífið var fjölbreytt og skemmtilegt og tók hún þátt í því af lífi og sál. Einn vetur er ekki langur tími í ævi manns. Má því kallast einstakt hvað við höfum haldið góðu sam- bandi. Helga var driffjöðrin í því að saumaklúbbur okkar var stofn- aður og ekki taldi hún eftir sér að kalla í okkur ef einhver skóla- systir utan af landi var stödd í bænum. Margar hugljúfar minn- ingar fylla hug okkar nú þegar við kveðjum Helgu, en hún er sú þriðja úr hópi skólasystra okkar sem kölluð er á brott. Við kveðj- um hana með söknuði og vottum eiginmanni, móður, börnum, tengdabörnum og barnabörnum innilega samúð. Skólasystur frá Varmalandi. Steinunn Sigurbergsdóttir, Jan T. Jorgensen, Dagbjört Sigurbergsdóttir, Sigurdís Sigurbergsdóttir, Pétur H. Björnsson, Hrafnhildur Sigurbergsdóttir, Steinn Lárusson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR, er lést á heimili sínu í Seljahlíð föstudaginn 28. janúar, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, fimmtudaginn 3. febrúar, kl. 13.30. + Útför elskulegs eiginmanns, föður og tengda- föður, EYJÓLFS PÁLSSONAR frá Starrastöðum, Skagafirði, fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 5. febrúar kl. 14.00. Jarðsett verður að Mælifelli. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. María Reykdal, börn og tengdabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna and- láts ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR RÓGNU ÓLAFSDÓTTUR, Fannborg 9, Kópavogi. Frímann Árnason, Guðrún Ágústa Árnadóttir, Kristmundur Jónasson, Ragna Kristmundsdóttir, Bjarni V. Halldórsson, Árni Jónas Kristmundsson, Snædís Kristmundsdóttir, Martha Guðrún Bjarnadóttir. HILDUR GUÐNÝ AS VALDSDOTTIR + Hildur Guðný Ásvaldsdóttir fæddist á Breiðu- mýri í Reykdæla- hreppi 29. júlí 1929. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Húsavíkur 1. janúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skútustaða- kirkju í Mývatnssveit 8. janúar. Skólasystir mín og vina frá æskudögum, Hildur Guðný Ásvalds- dóttir húsfreyja á Gaut- löndum í Mývatnssveit, var til mold- ar borin frá Skútustaðakirkju 8. janúar sl. Heilsa mín þá leyfði mér hvorki að fylgja henni til grafar eða minnast hennar á þeim degi. Úr því skal nú að nokkru bætt. Fundum okkar bar fyrst saman haustið 1950 er við hófum báðar nám í Húsmæðraskólanum á Laugum í Reykjadal. Þá voru Húsmæðraskól- arnir níu mánaða skólar og alltaf fullsetnir, gjarnan með biðlista milli ára. Aldurstakmark var 18 ár og þær gengu fyrir sem áttu heima í Suður- Þingeyjarsýslu. Við urðum herbergisfélagar, alls sex saman, uppi í risi í gamla skóla- húsinu í herbergi sem kallaðist bárð- dælska herbergið vegna þess að and- virði þess hafði verið gefið af kvenfélagskonum í Bárðardal. Það herbergi hýsir nú tölvu- eign Kvenfélagasam- bands Suður-Þingey- inga og er notað til námskeiðahalds. Við vorum 36 sem hófum nám þetta haust og skiptumst þannig að níu byijuðu í fatasaumi, níu í vefnaði og átján í eldhúsi. Auk þess var öllum í upphafi úthlutað útsaumsstykkjum og því var haldið að okkur að hverja frístund ætt- um við helst að sitja með þau. Við Hfidur vorum saman í hópnum sem byijaði í fatasaumnum. Við saumuðum nú það sem til var ætlast og eitthvað um- fram það, en svo er Hildi íyrir að þakka að minningamar frá þessum tímum eru bundnar söng og ljóðum, fremur en saumaskap. Hún hafði mikla og bjarta sópranrödd og sat aldrei lengi þegjandi, ýmist spjallaði hún, blístraði eða söng. Hún kunni mörg ljóð ömmusystur sinnar, skáld- konunnnar Huldu, og hafði yndi af að syngja þau. Aldrei heyri ég sungið: „Island, Island, ég vil syngja/um þín gömlu traustu fjöll“, að ég minnist ekki Hildar og saumatímanna, þegar Hildur byrjaði og svo brast á söngur. Saumakennaranum okkar, Fann- eyju Sigtryggsdóttur, þótti stundum nóg um, en sjálf hafði hún alltof gam- an af söng og Ijóðum til þess að standast mátið til lengdar með alvöru + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Hávallagötu 34, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landa- kotsspítala fyrir góða umönnun og hlýhug. Þórður Þorvarðsson, Halla Nikulásdóttir, Guðrún Þorvarðardóttir, Hermann Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra þeirra sem auðsýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa, bróður og mágs, MAGNÚSAR J. GEORGSSONAR, Lindarbraut 2, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til Heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins og Kíwanisklúbbsins Ness. Sveinbjörg Símonardóttir, Nína Hildur Magnúsdóttir, Þórður Andrésson, Georg Magnússon, Margrét Blöndal, Pálína Magnúsdóttir, Árni Geir Sigurðsson Guðmundur Georgsson, Örbrún Halldórsdóttir, Sigurveig Georgsdóttir, Lárus Þorvaldur Guðmundsson og barnabörn. + Við þökkum af alhug öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og kærleiksríka vináttu við andlát og útför VIÐARS VILHJÁLMSSONAR, Birkihlíð 29, Sauðárkróki. Sigríður Kristjánsdóttir, Vilhjálmur S. Viðarsson, Kolbrún E. Pálsdóttir, Rósa Dóra Viðarsdóttir, Bjarki H. Haraldsson, Kristján H. Viðarsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Þórarinn B. Jónsson og barnabörn. og aðfinnslum, en fór bara sjálf að syngja með. Verra þótti henni þegar Hildur blístraði sálmalög, það var óvirðing við guðsorðið. En töfrar Hildar bræddu hana þó sem aðra. Við vorum ekkert óskaplega dugleg- ar í útsaumnum. Stundum kom Hild- ur aðsvífandi þegar ég var nýsest, tók af mér saumadótið og tróð því í pokann með þessum orðum. „Hættu að sauma í þessa tusku, við þurfum að fara að lifa lífinu.“ Og mér þótti miklu skemmtilegra að fara með Hildi að „lifa líftnu" heldur en að sauma út. Þá fórum við út, stundum tvær, stundum fleiri saman, gengum kringum tjörnina, upp á Kleik eða lengra, töluðum lífið og tilveruna og nutum þess að vera saman eða hitta einhverja. Kl. 11 á kvöldin var gengið á herbergin og ljósin slökkt og þá átt- um við að fara að sofa. Við vorum ekki alltaf syfjaðar og ýmislegt var nú pískrað í myrkrinu. Einhverju sinni spurði Hildur hvort ég kynni ekki kvæðið Vikivaka eftir Guðmund Kamban. Hún hafði dálæti á því. Eg kunni það ekki. „Þá er að bæta úr því, ég kenni þér það þegar búið er að slökkva á kvöldin", sagði Hildur. Svo hófst kennslan. „Taktu eftir þessu“ sagði hún oft þegar henni þótti þörf á að undirstrika eitthvað. Vappar ósyndur ungi á bakka með augun logandi af þrá og sumir þora ekki til þess að hlakka sem þeim er annast að fá. Gegn svo mörgu sem Guð þeim sendir þeir gera kvíðann að hlíf og kvíða oft því sem aldrei hendir og enda í kvíða sitt líf. Við vorum hrifnar af þessu og kærðum okkur kollóttar þótt her- bergissystumar tautuðu um að ekki væri svefnfriður fyrir þessu ljóða- stagli. Því fór þó fjarri að Hildur væri löt eða kærulaus við vinnu. Það kom best í ljós þegar hún var orðin hús- móðir á stóru og annasömu heimili. Hún hafði létta lund og átti mjög auðvelt með að umgangast fólk hvort heldur það voru þeir sem minna máttu sín eða þeir sem töldu sig meiri háttar. Gleðin var alltaf nálæg þar sem hún var. Oft hafa menn deilt um systumar Mörtu og Maríu í guðspjallinu. Þá er því oft haldið fram að Marta hafi ver- ið sú sem vann öll verkin en María látið eftir sér að slæpast. Ég hefi aldrei samþykkt þessa kenningu. Það hefur heldur aldrei vafist fyrir mér að Hildur var af Mar- íu gerðinni, en María vann öll sömu verkin og Marta án þess að vera áhyggjufull og mæðast í mörgu. Það er galdurinn við að velja sér góða hlutskiptið. Nú er senn áratugur síðan vinkona mín var útilokuð frá því að „lifa líf- inu“. Þetta hafa verið sorgarár iyrir fjölskyldu hennar vini og vanda- menn. Nú er biðin langa loks á enda og ég vænti þess að nú hafi hún endur- heimt gleðina og sé frjáls úr fjötrun- um. Kæri Böðvar, synir og fjölskyld- ur. Við Sigurgeir sendum ykkur einlægar kveðjur sem ofnar eru úr sorg og samúð en einnig gleði og hugarlétti nú á þessum tímamótum. Guð blessi ykkur öll. Hjördís Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.