Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.03.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bensínverð hækkar BENSÍNVERÐ hækkar í dag, víð- ast um tvær til þrjár krónur á hvern lítra, og hefur verðið líklega aldrei verið jafn hátt og nú. Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs, segir að vegna þeirra miklu hækkana sem orðið hafa á heimsmarkaðsverði sé óumílýjan- legt að hækka bensínverð um tvær til þrjár krónur á hvern lítra og seg- ist hann ekki muna eftir því að verðið hafí áður orðið þetta hátt. Hann seg- ir nýlegar hækkanir á heimsmark- aðsverði merkilegar að því leyti að ekki sjást neinar utanaðkomandi or- sakir fyrir þeim. Því hljóti þetta að vera „heimatilbúnar" hækkanir hjá viðkomandi framleiðsluríkjum. Hjá Olíufélaginu Esso hækkar bensínverð einnig, vegna þess hve hátt verð er á alþjóðaolíumörkuðum um þessar mundir og nemur hækk- unin 2,40 krónum á hvern lítra. Frá áramótum hefur olíuverð hækkað um 34% á alþjóðlegum markaði. -------------- A Ovenju mörg börn fæddust á hlaupársdegi ÓVENJU mörg börn fæddust á fæð- ingadeild Landspítalans í gær, hlaupársdag, níu drengir og þrjár stúlkur. Sérstaklega var mikið um að vera seinni partinn en sex börn fæddust milli klukkan 17 og 22. Að sögn Ijósmóður á fæðingadeildinni fæðast að meðaltali um átta börn á dag og segir hún þetta því með meira móti. Einnig voru óvenju margar fæðingar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri í gær. Par fæddust fimm böm, þrjár stúlkur og tveir drengir. Að sögn ljósmóður á Fjórðung- ssjúkrahúsinu fæddust síðast börn á hlaupársdegi þar árið 1988. 4-+-* Lést í vél- sleðaslysi MAÐURINN, sem lést í vélsleða- slysi í Súðavík sl. mánudag, hét Val- steinn Heiðar Guðbrandsson til heimilis í Árnesi í Súðavík. Hann var fæddur 12. apríl árið 1947 og lætur eftir sig eiginkonu og fjóra uppkomna syni. Valsteinn átti áralangan feril að baki í sveitarstjómarmálum og sat í hreppsnefnd Súðavíkurhrepps fyrir F-lista Umbótasinna og gegndi einn- ig trúnaðarstörfum í ýmsum nefnd- um fyrir sveitarfélagið. Morgunblaðið/Ejöm Blöndal Flugvirkjar unnu í gær við að taka hreyfilinn af væng Svandísar. Hann verður sendur til framleiðandans, Rolls Royce, þar sem hann verður tekinn til nákvæmrar skoðunar. Þotuhreyfill hjá Flug- leiðum setur heimsmet Keflavfk - „Hreyfillinn hefur ver- ið lengst allra hreyfla samfleytt á flugvélavæng og þetta er heims- met. Hann var enn í fullkomnu lagi en af öryggisástæðum var ákveðið að skipta honum út. Hreyfíllinn er búinn að vera á vél- inni siðan hún kom ný til lands- ins, 29. maí 1991, og hefur skilað 40.530 tímum og 47 mínútuin," sagði Theodór Brynjólfsson verk- stjóri í viðhaldsdeild Flugleiða um einstæða endingu á flugvéla- hreyfli, sem var tekinn úr notkun í gær. Hreyfillinn, sem var þriggja hreyfla maki, verður nú sendur til framleiðandans, sem er Rolls Royce, og að sögn Theodórs bíða menn þar á bæ spenntir eftir að fá hann til skoðunar. Hreyfillinn góði hefur verið á væng Svandísar, Boeing 757 200- vél Flugleiða, sem nú er í svokall- aðri C-skoðun, sem tekur 9 daga. Fyrra metið átti hreyfíll af teg- undinni CFM, sem er framleiddur af frönskum og bandariskum verksmiðjum og var á Boeing 737-400-vél. Hann skilaði um 30.000 tímum en meðalendingar- tími þotuhreyfla er um 15.000 til 25.000 flugtímar. Theodór sagði að í hverjum hreyfli væri fjöldi skynjara sem segðu til um ástand hans, sem gerði mönnum kleift að Iagfæra áður en bilun yrði á bún- aði. Þotuhreyflar eru ekki gefnir og er verðið á einum slíkum um hálfur milljarður fslenskra króna. Kona sýknuð af ákæru um að hafa ekið gegn rauðu ljósi Ekki tekið mark á framburði lögreglu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær ökumann bifreiðar sem gefið var að sök að hafa ekið gegn rauðu ljósi á gatnamótum í Reykjavík. Umrætt atvik gerðist um miðnætti laugardaginn 18. september við gatnamót Miklu- brautar og tengibrautar við Suður- landsbraut skammt austan við Skeiðarvog. Konan sem ók bílnum vestur Miklubraut hefur haldið því fram frá upphafi að skipt hafi úr grænu ljósi í gult þegar hún átti nokkra metra eftir að gatnamótunum og hafi hún ákveðið að fara yfir í stað þess að nauðhemla þrátt fyrir að hún hafí séð lögreglubíl sér á hægri hönd bíða eftir að komast inn á Miklubrautina. Lögreglumennirnir tveir sem í lögreglubílnum voru héldu því fram að hún hefði ekið gegn rauðu ljósi og stöðvuðu bílinn. Hún neit- aði þá og hefur gert alla tíð síðan og sinnti því ekki sektarboði um að greiða 10.000 krónur og láta málið niður falla. Eiginmaður konunnar og vinur þeirra voru með henni í bílnum og báru vitni í málinu og bar þeim saman við framburð konunnar. Dómarinn komst að þeirri niður- stöðu að ekki væri komin nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum, um sekt ákærðu og því bæri að sýkna hana af ákærunni. Falsanir á verk- um íslenskra listamanna Fölsuð listaverk um níu hundruð ÓLAFUR Ingi Jónsson for- vörður telur að um níu hund- ruð listaverk hafi verið fölsuð í nafni látinna íslenskra list- málai-a og þeim dreift kerfis- bundið á íslenskan og dansk- an uppboðsmarkað á árunum 1989 til 1997. Þetta kemur fram í grein Halldórs Björns Runólfssonar listfræðings, „Þankar um málverkafalsanir", í nýjasta hefti Tímarits Máls og menn- ingar. Hafa svo háar tölur ekki verið nefndar áður í þessu sambandi. Enn verið að bjóða upp fölsuð verk Verðmæti einstakra verka hlaupa á tveimur til fimm hundruð þúsundum króna, að því er segir í greininni. Þá kemur fram að Ólafur Ingi hefur undir höndum sýning- arskrár frá dönskum lista- verkasölum og uppboðshöld- urum sem sýna ótvírætt að falsanir á íslenskum lista- verkum eru enn á boðstólum hjá dönskum uppboðshöldur- um. ■ Níu hundruð/30 Formálar minningar- greina á mbl.is LESENDUR mbl.is geta framveg- is lesið formála sem fylgja minn- ingargreinum í blaðinu sjálfu. Myndir fylgja yfirleitt þeim for- málum sem birtast í fyrsta sinn, en berist fleiri minningargreinar um sama aðila birtast þeir styttir og myndlausir. Þessi þjónusta er einkum ætluð lesendum vefjarins í útlöndum, en er öllum opin og án endurgjalds. Minningargreinar sem fylgt hafa formálum er hægt að finna í gagnasafni blaðins. Allir geta leit- að í því en til að lesa greinar þarf að kaupa aðgang. Tengingu við gagnasafn má finna til hægri á upphafssíðu vefjarins. Til vinstri er tenging þar sem fá má upp- lýsingar um frágang og birtingu minningargreina. Þar má einnig senda minningargreinar til blaðs- ins ásamt mynd sé þess óskað. Þá eru upplýsingar um myndafrágang til staðar á síðunni. Sérblöð í dag www.mbl.is jHovannMníub WúrVERINU ALLTAF A MIÐVIKUDOGUM ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Víkingsstúlkur deildar- meistarar í handbolta/B2 Nýir ieikmenn til Kefla- víkur og Njarðvíkur/Bl/B3 MEÐ Morg- unblaðinu i dagfylgir átta síðna blaðauki. Reykjavík menningar- borg Evrópu árið 2000. ► Teiknimy ndasógur ► Pennavinir ► Teikningar ► Myndir ► Þrautír ► Sögur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.