Morgunblaðið - 01.03.2000, Page 25

Morgunblaðið - 01.03.2000, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 25 VIÐSKIPTI Hagnaður Héðins hf. dregst saman Eigið fé hækkar og skuldir lækkuðu um 56% á milli ára Afkoma Hans Petersen hf. árið 1999 Hagnaður nam 51,9 milljónum króna HAGNAÐUR Héðins hf. minnkaði um 64% á milli áranna 1998 og 1999, að því er fram kemur í af- komutölum frá fyrirtækinu. Ástæð- ur eru sagðar minnkandi fjárfest- ingar í fiskimjölsiðnaði, ásamt hækkunum á innlendum kostnaðar- liðum, þar með talin launaþróun ársins. Hagnaður ársins var 37 milljónir króna, miðað við 103 millj- ónir árið áður. Sérhæfð þekking „Héðinn hf. byggir starfsemi sína á þjónustu við aðrar atvinnugreinar með sérhæfðri þekkingu, einkum á sviði vélbúnaðar til fiskiskipa og hagkvæmum heildarlausnum fyrir fiskimjölsiðnað og er afkoma fé- lagsins háð starfsemi og vænting- um í þessum atvinnugreinum á heimamai-kaði,“ segir í tilkynningu. Rekstrartekjur Héðins hf. dróg- ust saman um 12,5% á síðasta ári og rekstrargjöld um 4%. Eigið fé Héðins hefur hækkað um 9% á einu ári, að því er fram kemur í tilkynningu. Skuldir voru 97 millj- ónir króna í árslok og hafa lækkað um 56% á milli ára. = HÉÐINN SMIÐJA hf. = Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999^ 1998 Breyling Rekstrartekjur Milljónir króna 872 996 -12,5% Rekstrargjöld 794 827 -4,0% Afskriftir -28 -26 +7,7% Fjármunatekjur nettó 8 9 -11,1% Reiknaðir skattar -21 -49 -57,1% Hagnaður ársins 37 103 -64,1% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 521 608 -14,3% Eigið fé 397 362 +9,7% Skuldir 124 246 -49,6% Skuldir og eigið fé samtais 521 608 -14,3% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 10,1% 39,0% Eiginfjárhlutfall 76,2% 59,6% Veltufjárhlutfall 2,00 1,54 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 73 126 -42,1% Hans Petersen hf. Úr ársreikningi 1999 Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 1.055 971 +8,6% Rekstrargjöld 922 881 +4,6% Afskriftir -42 -42 +2,4% Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) -5 -10 -50,6% Reiknaður tekju- og eignarskattur -29 -13 +125,9% Hagnaður af reglulegri starfsemi 56 25 +123,9% Aðrar tekjur og gjöld -1 12 Áhrif sameignarfélags -3 0 Hagnaður ársins 52 37 +38,6% Efnahagsreikningur 31.12.99 31.12.98 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 577 521 +10,7% Eigið fé 314 257 +22,0% Skuldir 263 264 -0,4% Skutdir og eigið fé samtals 577 521 +10,7% Kennitölur og sjóðstreymi 1999 1998 Breyting Arðsemi eigin fjár 20,16% 19,66% Eiginfjárhlutfall 54,44% 49,36% Veltufj árh I utf al I 2,09 1,78 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 135 79 +72% HANS Petersen hf. hagnaðist um 51,9 milljónir króna árið 1999, í samanburði við 37,5 milljónir árið 1998, og jókst hagnaður fyrirtækis- ins um 38,6%. Hagnaður af reglu- legri starfsemi eftir skatta nam 56,5 milljónum króna á seinasta ári og jókst um 123,9% frá árinu áður. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 1.054,9 milljónum króna á seinasta ári, og jukust þær um 8,6%. Rekstrargjöld námu hins veg- ar 922,2 milljónum króna og jukust um 4,6%. Hildur Petersen, fram- kvæmdastjóri Hans Petersen, sagði á kynningu á rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins fyrir árið 1999 að um þriðjungur af söluaukningu fyrir- tækisins á síðastliðnu ári hafi komið frá stafrænni tækni, en tveir þriðju hlutar frá hefðbundinni ljósmynda- tækni. Þá sagði hún að heildsöluhlutinn í rekstri fyrirtækisins hafi aukist meira en smásöluhlutinn á seinasta ári, en heildsalan nam um 56% af rekstrartekjum meðan smásalan nam um 44%. Hún sagði einnig að verslun Hans Petersen á Laugavegi 178 hefði fengið andlitslyftingu í byrjun seinasta sumars, og hefði orðið veruleg söluaukning í kjölfarið. „Nú stefnum við að því að þrefalda sölu tengda stafrænum vörum á þessu ári og erum búin að festa kaup á húsnæði á Laugavegi 178 og mun- um við opna tvöfalt stærri verslun síðar á árinu,“ sagði Hildur. Hún sagði einnig að samkeppnin á Ijósmyndamarkaðnum nú á dög- um byggðist á því að vera fljótastur að koma með sem fjölbreyttastar nýjungar, sem geri ljósmyndun að skemmtilegu tómstundagamni. I tengslum við þessa þróun er Hans Petersen að fjárfesta í stafrænni framköllunarvél, sem tekur við lit- filmum, svart-hvítum filmum, lit- skyggnum, myndum á pappír, geisladiskum og myndefni á staf- rænu formi, auk þess sem unnt sé að prenta út stærri myndir og af betri gæðum en áður. Hildur sagði að helstu vaxtar- tækifæri á árinu 2000 séu meðal annars ný verslun í Spönginni í Grafarvogi, stóraukin myndvinnsla og myndgeisladiskar með hugbún- aði þar sem hægt er að breyta myndum og senda þær. í nýrri staf- rænni fagverslun fyrirtækisins á Laugavegi 178 er boðið upp á að viðskiptavinir sendi myndir gegn- um Netið, sem Hans Petersen prenti út og sendi til baka í pósti. Einnig verður boðið upp á margvís- leg námskeið fyrir viðskiptavini- í stafrænni tækni, sem og sérstaka fyrirlestrarþjónustu. Hans Peter- sen hyggst einnig vera þátttakandi í vefverslunum og að útvíkka þá þjónustu sem boðin er á vefsíðu fyr- irtækisins. Danskir bankar fá þýska netsamkeppni Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DEUTSCHE Bank og AOL til- kynntu á mánudag um samvinnu- áform sín, sem gætu átt eftir að hafa mikil áhrif á danska banka- markaðinn. I síðustu viku tilkynntu Deutsche Bank og þýska SAP, stærsti framleiðandi tölvukerfa til fyrirtækjastjórnunar, væntanlegt samstarf sitt. Ýmis dönsk stórfyrir- tæki eru þegar í viðskiptum við SAP, svo danskir bankar sjá nú fram á samkeppni úr óvæntri átt. Fleiri þýskir bankar hafa að sögn Berlingske Tidende miklar áætlan- ir um netstarfsemi á næstu árum. Með samstarfinu við AOL kemst Deutsche Bank í tæri við einstakl- inga, meðan samstarfið við SAP býður upp á samband við fyrirtæki. Bankinn hefur því á fáum dögum aukið viðskipta- og athafnasvið sitt svo um munar. Fjárfestingar á þessu sviði munu einnig fylgja eftir. Á næstu árum hefur bankinn í huga að fjárfesta tæplega níu milljarða íslenskra króna í netviðskiptum. Samstarfið við SAP opnar leiðina að dönskum stórfyrirtækjum eins og hljómtækjaframleiðandanum B&O, lyfjafyrirtækinu Novo Nord- isk og Carlsberg, sem byggja fjár- málastjórn sína á kerfum frá SAP. Dresdner Bank hefur ekki enn komið sér upp samstarfsaðilum eins og Deutsche Bank, en vísast er að- eins spurning um tíma hvenær slík- ar áætlanir koma í ljós. Bæði SAP og AOL hafa verið nefndir sem hugsanlegir samstarfsaðilar Dres- dner Bank, en einnig Yahoo, sem hefur 18 milljónir viðskiptavina í Evrópu. Yahoo og Siemens gerðu nýlega með sér samstarfssamning um að Yahoo sæi Siemens fyrir Netefni í nýja gerð Siemens-far- síma, sem geta tengst Netinu. Á næstu þremur árum hyggst Dresdner Bank fjárfesta um fjöru- tíu milljarða íslenskra króna til að treysta sig í sessi sem netbanki og ná til viðskiptavina á því sviði. Enn er of snemmt að segja til um hvaða áhrif þessar hræringar hafi á danska bankamarkaðnum. Þessi nýju samstarfssvið þýskra banka- risa mun í framtíðinni hljóta að hafa mikil áhrif á danska markaðnum, þar sem dönsku bankarnir gætu átt erfitt um vik að keppa við svo stór- ar einingar. 0 una.nez T NIN G IN N

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.