Morgunblaðið - 01.03.2000, Page 28

Morgunblaðið - 01.03.2000, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR1. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Afsögn Jörgs Haiders úr flokksleiðtogasæti Frelsisflokksins í Austurríki Lítil áhrif á af- stöðu ESB-ríkia AP Susanne Riess-Passer, varakanzlari og nýr flokksformaður Frelsisflokksins í Austurríki, ásamt fyrirrennara sfnum, Jörg Haider, eftir að hann tilkynnti um afsögn sína í fyrrakvöld. Vín. AFP, AP, Rcutcrs. RÍKI Evrópusambandsins (ESB) brugðust í gær flest með allnokkurri tortryggni við af- sögn hins umdeilda Jörgs Haiders úr flokks- leiðtogasæti Frelsisflokksins í Austurríki. Var afsögnin, sem Haider tilkynnti á flokks- stjómarfundi í Vín á mánudagskvöld, álitin vera tilraun til að draga úr hinni alþjóðlegu gagnrýni á stjórnarþátttöku Frelsisflokksins, en eins og kunnugt er myndaði hann ásamt hinum íhaldssama Þjóðarflokki nýja ríkis- stjórn í Vín fyrir tæpum mánuði. Wolfgang Schussel, kanzlari Austurríkis og leiðtogi Þjóðarflokksins, tjáði fréttamönnum í gær að Haider, sem utan Austurríkis er einna helzt þekktur fyrir ummæli sem túlkuð hafa verið sem lof á vissa þætti nazistatímans, væri með þessu að „taka persónulega þátt í að draga úr spennu í samskiptunum innan Evrópusambandsins". Við formennskunni í Frelsisflokknum tekur Susanne Riess-Passer, varakanzlari í nýju ríkisstjórninni, en hún hafði um allnokkurt skeið verið staðgengill Haiders. Sjálfur verð- ur hann áfram fylkisstjóri í Kárnten og segist ekki hættur í stjórnmálum. Á blaðamanna- fundi að loknum flokksstjórnarfundinum í fyrrakvöld sagði Haider mikilvægast að stjórnarsamstarfið við Þjóðarflokkinn yrði árangursríkt. En hann sagðist ekki útiloka að hann kynni að sækjast eftir kanzlarastólnum í næstu þingkosningum. Þessi afstaða hans gaf leiðarahöfundum tilefni til að efast um að af- sögn Haiders væri til þess fallin að breyta miklu um stöðu ríkisstjórnarinnar. „Hörfað að hálfu“ var yfirskrift forystugreinar Vínar- blaðsins Die Presse. Sama blað hefur ennfremur eftir Peter Sichrovsky, Evrópuþingmanni FPÖ, að nú geti Haider einbeitt sér að því að standa sig vel í fylkisstjórahlutverkinu í Kárnten og afl- að sér þar með reynslu og orðstír sem „kæmi sér vel til að gegna kanzlaraembættinu síðar meir“. Fyrstu erlendu viðbrögðin voru í þá veru, að þessar mannahrókeringar í Frelsisflokkn- um dygðu ekki til að hin ESB-ríkin hættu pólitískum refsiaðgerðum sínum. „Vandamál- ið er ekki Jörg Haider heldur er það flokkur- inn hans,“ sagði Antonio Guterres, forsætis- ráðherra Portúgals sem þetta misserið gegnir formennsku í ráðherraráði ESB. Talsmaður Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sagði: „Frelsisflokkurinn er enn í ríkisstjóm og hann er enn öfgaflokkur. Við munum dæma stjómina af gerðum sínum.“ Andreas Michaelis, talsmaður þýzka utan- ríkisráðherrans Joschka Fischer, sagðist ef- ast um að þetta breytti nokkru um aðgerðir ESB-ríkjanna gegn Austurríki. „Okkar af- staða er óbreytt," sagði hann. Og James Rubin, talsmaður bandaríska ut- anríkisráðuneytisins, sagði að ákvörðun Hai- ders væri „skref í rétta átt;“ í átt að því að tryggja að í Austumki væri ríkisstjórn við völd sem virti mannréttindi. Áhyggjur banda- rískra stjómvalda væru þó ekld úr sögunni með þessu. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóð- ar, sagði afsögn Haiders „góðar fréttir“, en of snemmt væri að segja til um hvað hún þýddi í raun. Niels Helveg Petersen, utanríkisráð- herra Danmerkur, sagði afsögnina vísbend- ingu um að refsiaðgerðirnar gegn Austurríki væm famar að skila árangri, en þó væri ekki tímabært að aflétta aðgerðunum. Ókunnir spellvirkjar máluðu í fyrrinótt ókvæðisorð og hakakrossa á veggi austum'ska sendiráðsins í Kaupmannahöfn. Riess-Passer, varakanzlari og arftaki Haid- ers, tjáði blaðamönnum í gær að takmark sitt sem flokksformanns væri að sjá til þess að ríkisstjómarsamstarfið gengi vel og að sann- færa umheiminn um að „fordómarnir gagn- vart Frelsisflokknum séu óréttmætir". Dómsmálaráðherrann hættir Varakanzlarinn tilkynnti jafnframt að Michael Kriiger, sem var einn þeirra sex meðlima Frelsisflokksins sem tók sæti í ríkis- stjórninni, hefði sagt af sér embætti dóms- málaráðherra af heilsufarsástæðum. Hann var 25 daga í ráðherrastól og vakti á þeim tíma helzt á sér athygli með því að gantast með það á þingi hvers konar bfl hann kysi sér sem ráðherrafarkost. Nýr dómsmálaráðherra verður Dieter Böhmdorfer, sem er lögmaður og hefur verið verjandi FPÖ í nokkrum dóms- málum sem háð hafa verið gegn flokknum. Wahid fékk blendnar móttökur á Austur-Tímor Abdurrahman Wahid, forseti Indónesiu, og „Xanana“ Gusmao, helsti leiðtogi aðskilnaðarsinna á Austur-Túnor, veifa til hóps Austur-Tímora við höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Dili. Endurminningar Eichmanns birtar Reynir að fírra sig ábyrgð Jerúsalem. AP, AFP, Reuters. Dili. AP, AFP. ABDURRAHMAN Wahid, forseti Indónesíu, fékk blendnar móttökm- þegar hann fór í þriggja klukku- stunda heimsókn til Austur-Tímors í gær og bað íbúana afsökunar á grimmdarverkum indónesíska hers- ins á landsvæðinu frá því það var innlimað í Indónesíu með hervaldi fyrir tæpum 25 árum. Lögreglu- og friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna voru með mik- inn öryggisviðbúnað vegna heim- sóknarinnar en þeim tókst þó ekki að koma í veg fyrir átök. Portú- galskir lögreglumenn skutu viðvör- unarskotum upp í loftið til að stöðva reið ungmenni sem reyndu að ráð- ast á bifreið Wahids þegar honum var ekið frá flugvellinum til Dili, höfuðstaðar Austur-Tímors. Wahid lét mótmælin ekki hafa áhrif á sig og ávarpaði um 4.000 Austur-Tímora við höll í miðborg- inni meðan friðargæslusveitir og lögreglumenn tókust á við mótmæl- endur fremst í hópnum. Nokkrir Austur-Tímoranna fögn- uðu en aðrir hrópuðu ókvæðisorð þegar forsetinn bauð forystumönn- um mótmælendanna inn í höllina til að leggja fram kröfur sínar. Þeir kröfðust saksóknar á hendur indón- esískum hershöfðingjum sem báru ábyrgð á grimmdarverkunum í Austur-Tímor og upplýsinga um af- drif uppreisnarmanna sem indónes- íski herinn tók til fanga þegar hann réðst inn í portúgölsku nýlenduna fyrrverandi árið 1975. Wahid og Sergio Vieira de Mello, formaður bráðabirgðastjórnar Sam- einuðu þjóðanna á Austur-Tímor, undirrituðu einnig yfirlýsingu sem greiðir fyrir því að löndin komi á stjómmálatengslum eftir að Austur- Tímor fær fullt sjálfstæði. Forsetinn gróf síðan nafn sitt á hornstein ind- ónesískrar sendiráðsbyggingar sem ráðgert er að reisa í Dili. Wahid lagði blómsveig að Santa Cruz-grafreitnum þar sem indónes- ískir hermenn drápu 200 óvopnaða Austur-Tímora árið 1991. Hann lagði einnig blómsveig að gröf í ná- lægum kirkjugarði þar sem hundruð indónesískra hermanna er biðu bana á Austur-Tímor voru grafin. „Ég vil biðjast afsökunar á þeim syndum sem drýgðar voru,“ sagði forsetinn og vottaði fjölskyldum Austur-Tímoranna, sem voru vegnir í Santa Cruz, og indónesísku her- mannanna samúð sína. „Þetta eru fórnarlömb aðstæðna sem við vild- um ekki,“ bætti hann við. Xanana Gusmoa, helsti leiðtogi aðskilnaðarsinna á Austur-Tímor, íylgdi Wahid um Dili og reyndi að róa mótmælendurna. Jose Ramos Horta og biskupinn Carlos Ximenes Belo, sem fengu friðarverðlaun Nóbels, voru einnig á meðal þeirra sem tóku á móti forsetanum og hvöttu Austur-Tímora til að taka hlýlega á móti honum. Gusmoa fór lofsamlegum orðum um Wahid og sagði heimsókn hans mikilvæga fyrir bæði löndin. „Þú ert tákn allsherjarlögmála friðar, rétt- lætis og lýðræðis," sagði hann. „Þú færir Áustur-Tímorum von vegna þess að þú getur skapað skilyrði fyr- ir viðræður og lýðræði í landi þínu.“ Wahid tók við forsetaembættinu í október af Suharto, sem hafði verið einráður í Indónesíu í rúm 30 ár, og hefur lofað að koma á lýðræðisleg- um umbótum í landinu. „VEGNA þess að ég hef séð helvíti, dauðann og djöfulinn, vegna þess að ég hef þurft að horfa upp á brjálæði tortímingarinnar, vegna þess að ég var einn af hestunum sem drógu vagninn og gat hvorki komist til hægri né vinstri undan vilja öku- mannsins, finn ég nú að þess er vænst og hef þörf fyrir að segja frá því sem gerðist." Þannig lýsir Adolf Eichmann hlut- deild sinni í helför gyðinga í endur- minningum sínum sem stjórnvöld í Israel gerðu opinberar í gær. Að mati fræðimanna eru endurminning- arnar langt frá því að vera heiðarleg frásögn þar sem Eichmann, sem var einn aðalskipuleggjandi fjöldamorða þýskra nasista á evrópskum gyðing- um, reynir í hvívetna að firra sig ábyrgð og draga upp mynd af sjálf- um sér sem verkfæri hins illa. Handrit að endurminningum Eichmanns hefur verið geymt í ríkis- skjalasafni Israels allt frá árinu 1962, þegar dauðadómi ísraela yfir Eichmann var fullnægt. Stjórnvöld í ísrael hafa hingað til viljað halda endurminningunum leyndum en á sunnudag tók dómsmálaráðherra landsins, Elyakim Rubinstein, þá ákvörðun að þær skyldu gerðar op- inberar. Ástæðan er sú að í Bret- landi standa nú yfir málaferli sem endurminningarnar gætu reynst mikilvægt innlegg í. Breski sagnfræðingurinn David Irving, sem látið hefur í ljós efa- semdir um helförina, stefndi banda- rískum rithöfundi, Deborah Lip- stadt, fyrir ærumeiðingar í bók sem hún skrifaði árið 1995. I bókinni er Irving lýst sem hættulegum tals- manni þeirra sem neita að helförin hafi átt sér stað. Upplýsingar sem fram koma í endurminningum Eichmanns eru taldar munu koma verjendum Lipstadt til góða. Segir sér aldrei hafa verið í nöp við gyðinga I endurminningum sínum, sem eru yfir 1.100 blaðsíður að lengd, segir Eichmann að sér hafi aldrei verið í nöp við gyðinga og viðurkenn- ir að helförin sé mesti glæpur í sögu mannkyns. Hann fullyrðir að hann hafi ekki getað óhlýðnast skipunum og að hann hafi beðið um að verða fluttur til í starfi en beiðninni verið synjað. Eichmann stýrði á árunum 1939- 1945 „gyðingaskrifstofu“ leynilögr- eglu þriðja ríkisins (Gestapo). Skrif- stofan annaðist skipulagningu, und- irbúning og umsjón með framkvæmd „lokalausnarinnar", sem fól í sér fjöldamorð á gyðingum Evrópu. Starf Eichmanns fólst bæði í því að hafa umsjón með því að þróaðar yrðu skilvirkar aðferðir til að myrða fólkið og að skipuleggja lestarflutninga á milljónum gyðinga til útrýmingarbúða í Áustur-Evrópu. Að lokinni styrjöldinni tókst Eichmann að flýja til Argentínu þar sem hann bjó undir fölsku nafni allt þar til ísraelskum leyniþjónustum- önnum tókst að hafa hendur í hári hans og flytja hann með leynd til Israels árið 1960. Þar fóru fram um- fangsmikil réttarhöld yfir Eichmann og var hann dæmdur til dauða og tekinn af lífi tveimur árum síðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.