Morgunblaðið - 01.03.2000, Síða 29

Morgunblaðið - 01.03.2000, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 29 Að þekkja sinn Sj eikspír Sjeikspír eins og hann leggur sig verður frumsýnt í Iðnó í kvöld. Það er SVR, Sjeik- spírvinafélag Reykjavíkur, sem stendur að --------------------- sýningunni með stuðningi Leikfélags Is- lands en án þess hefði sýningin ekki orðið að veruleika. Hávar Sigurjónsson hitti vin- ina þrjá ásamt leikstjóra. SJEIKSPÍRVINAFÉLAG Reykja- víkur er þriggja manna leikhópur sem leikur Sjeikspír eins og hann leggur sig á 97 mínútum. Leikararn- ir þrír eru Friðrik Friðriksson, Hall- dór Gylfason og Halldóra Geirharðs- dóttir en leikstjóri og listrænn leiðtogi er Benedikt Erlingsson. Fyrsta spurningin sem þau leggja fyrir sig þegar viðtalið hefst er hvort þau eigi að leysa frá skjóðunni í ein- lægni eða tala í nafni Sjeikspírvina- félagsins. Segja satt eða skrökva. Sameiginleg niðurstaða þeirra er að segja satt. Til útskýringar þessum formála segir Benedikt að þau hafi frá upphafi haldið sig mjög stíft við þá hugmynd sem verkið leggur til grundvallar, að á bakvið sýninguna standi leikaramir, Sjeikspírvinirnir þrír. „En auðvitað er þetta bara eins og hver önnur sýning. Magnús Geir, leikhússtjóri í Iðnó, valdi verkið, bað mig að leikstýra því og ég hafði sam- band við leikarana," segir Benedikt. Á fjölunum í 15 ár Leikritið Shakespeare eins og hann leggur sig er 15 ára gamalt, upphaflega samið og flutt af þremur leikumm í Los Angeles. „Óþekktir og peningalausir fengu þeir þessa hugmynd að flytja kjamann úr öllum verkum Shakespeares, og unnu sýn- inguna að miklu leyti út frá spuna,“ segir Benedikt. Sýningin sló svo eftirminnilega í gegn að fimmtán ámm síðar er enn verið að leika hana beggja vegna Atl- antsála. Halldór segist hafa séð sýn- inguna í London síðastliðið sumar og fundist hún frábærlega skemmtileg. „Ég hugsaði einmitt að þetta væri leikrit sem mig myndi langa til að leika í. Tveimur mánuðum síðar hafði Benni samband við mig og bauð mér að vera með. Frábært." „Við höfum reyndar breytt hand- ritinu talsvert, enda ýmislegt í fmm- útgáfunni sem á ekki við núna 15 ár- um síðar, eða vísar í eitthvað séramerískt," segir Halldóra. „Pað er líka ómögulegt fyrir okkur að reyna að fylgja leiðbeiningum sem byggjast á spuna annarra leikara," segir Halldór. „Pað var greinilega mjög gaman hjá þeim og það varð líka að vera gaman hjá okkur,“ segir Benedikt. Undir þetta taka leikar- arnir og segja að vinnan við sýning- una hafi verið mjög skemmtileg. „Líka mjög krefjandi því við höfum samið tónlist, söngtexta og spunnið inn í textann á ýmsum stöðum," seg- ir Halldóra. „Þetta reynir líka mjög á tækni og úthald leikaranna því mörg atriðin em leikin mjög hratt, þau era endurtekin á ýmsa vegu, búninga- skipti em ótalmörg og textinn af öllu tagi. Bæði uppmnalegur Sjeikspír og annars staðar frá.“ „Ég leyfi mér að fullyrða að eftir þessa vinnu stöndum við jafnfætis fremstu Shakespearefræðingum landsins því við höfum orðið að kynna okkur mjög náið öll verk Leikarar og listrænir stjórnendur SJEIKSPÍR EINS OG HANN LEGGUR SIG. Þýðandi: Gísli Rúnar Jóns- son Leikstjóri: Benedikt Erl- ingsson Leikarar: Friðrik Friðriks- son, Halldór Gylfason og Hall- dóra Geirharðsdóttir Leikmynd: Börkur Jónsson Lýsing: Kjartan Þórisson Framleiðandi: Leikfélag ís- lands Shakespeares. Nú getur maður rek- ið ofan í sjálfskipaða Shakespeare- fræðinga ýmiss konar rangfærslur um Simli konung eða Jóhann land- lausa,“ segir Halldór. „Við höfum farið þá leið að spinna okkar eigin útgáfur af sumum atrið- anna, önnur leikum við nánast óbreytt og annað höfum við samið upp á nýtt alveg frá gmnni. Þetta er sambland af þýðingu, aðlögun og frumsköpun." Líða ekki fyrir fáfræðina En er þetta Shakespeare eins og hann leggur sig? Þau horfa hvert á annað. „Nei, það er varla hægt að segja það. Þetta er leikrit sem hefur það göfuga mark- mið að skemmta áhorfendum. Og til þess beitum við ýmsum ráðum. Ég held að áhorfendur þurfi ekki að þekkja neitt til verka Shakespeares til að njóta sýningarinnar. Reyndar er ég ekki viss um að fólk verði miklu nær um snilli Shakespeares eftir sýninguna en það er önnur saga,“ segir Benedikt. „Það er alveg klárt að þeir sem þekkja eitthvað til verka Shakesp- eares hafa forskot á hina. Þeir hins vegar líða ekkert fyrir fáfræðina og geta notið sýningarinnar þrátt fyrir það,“ segir Halldóra. Til að væntanlegir áhorfendur fái hugmynd um hvernig tekið er á leikritunum má nefna að hið blóði drifna leikrit Títus Andronikus er leikið sem matreiðsluþátturinn Eld- hús sadistans, kóngaleikritin era meðhöndluð sem handboltaleikur og Hamlet verður kennslustund í leik- tæknibrögðum og sífellt hraðari end- urtekningum. Þá era áhorfendur virkjaðir til þátttöku á mjög skap- andi og skemmtilegan hátt. „Það má nefna að Makbeð-leikþátturinn er al- gjörlega okkar smíð og ýmsu öðru höfum við bætt við, t.d. í samskiptum leikaranna þriggja meðan á flutning- num stendur," segir Benedikt. Sjeikspírsk óheilindi í bland við allt þetta fléttast svo átök og listrænn ágreiningur leikar- Morgunblaðið/Þorkell Eldhús Sadistans eða Títus Andróníkus í hnotskurn. Morgunblaðið/Þorkell ,Og þú, Brútus.“ Júlíus Sesar afgreiddur í snatri. anna þriggja um flutninginn og ást- ríður sem oftast nær tilheyra leik- persónum fá útrás í samskiptum leikaranna á milli atriða og meðan á þeim stendur. Veldur þetta ýmiss konar uppákomum meðan á sýning- unni stendur. „Þetta er auðvitað nokkuð sem ekki er hægt að sjá fyrir og getur breyst frá einni sýningu til ann- arrar,“ segir Halldóra alvarlega. „Enda er listrænn ágreiningur einn alvarlegasti ágreiningur sem upp getur komið. Við þekkjum öll sam- keppnina í leikhúsinu og hve langt leikhúsfólk er tilbúið að ganga til að ná fram markmiðum sínum. I þess- ari sýningu er kjörinn jarðvegur fyr- ir sjeikspírsk óheilindi." I því samhengi má nefna að í upp- mnalegu sýningunni vom leikararn- ir þrír allir karlkyns en hér er einn þeirra óumdeilanlega kvenkyns. Skýring á því er reyndar gefin í sýn- ingunni þegar Friðrik leikari segir að leikhúsið hafi ekki haft efni á að ráða þrjá karlleikara. „Þetta gengur alveg frábærlega vel upp og truflar okkur Friðrik ekkert," segir Hall- dór. Halldóra þakkar honum kurt- eislega fyrir. Og nú er greinilegt að Sjeikspírv- inirnir þrír era komnir á skrið, æf- ingarhléinu lokið, samkeppnin hafin að nýju og hin sígildu og sívinsælu óheiUndi búin að fá byr undir báða vængi. Ekki seinna vænna, fmmsýn- ingin vofir yfir í kvöld klukkan átta. AP Táknsögulegar tölvuverur NEMENDUR listaakademíunn- ar í Berlín flytja leikþátt við bás þýska efnahagsráðuneytisins á Cebit vörusýningunni í Hanno- ver í Norður-Þýskalandi. Myndirnar þrjár sýna tákn- sögulegar verur, Netverunni „Eldvegg“, fyrir miðju, stafar hætta af tölvuþrjótinuin til vinstri og tölvuvírusinum til hægri. En Cebit er stærsta tölvu- og upplýsingatækni vörusýning sem um getur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.