Morgunblaðið - 01.03.2000, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Þankar um málverkafalsanir í Tímariti M&M
Níu hundruð listaverk föls
uð í nafni látinna málara
Rannveig Fríða í Salnum
Morgunblaðið/Sverrir
Rannveig Fríða Bragadóttir og Jónas Ingimundarson.
Sígaunalög, aríur og
íslensk sönglög
UM níu hundruð listaverk voru íols-
uð í nafni látinna íslenskra listmálara
og þeim dreift kerfisbundið á íslensk-
an og danskan uppboðsmarkað á ár-
unum 1989 til 1997. Þetta er álit Ól-
afs Inga Jónssonar forvarðar, að því
er fram kemur í grein Halldórs
Björns Runólfssonar listfræðings,
Þankar um málverkafalsanir, í nýj-
asta hefti Tímarits Máls og menning-
ar. Er þetta mun hærri tala en áður
hafa verið nefndar í þessu samhengi.
í greininni er því haldið fram að
verðmæti margra verkanna, „sem
falsararnir hafa með þessum hætti
stolið úr vasa kaupenda“, hlaupi
hæglega á tveim til fimm hundruð
þúsundum króna.
í greininni segir Halldór Bjöm Ól-
af Inga hafa talið á annan tug lista-
manna í uppboðsskrám, bæði hér og í
Kaupmannahöfn, sem skráðir voru
fyrir fölsuðum málverkum. I nokkr-
um af þessum skrám var hvert og
eitt einasta af verkunum fiölsun. Þá
kemur fram að Ólafur Ingi hefur
undir höndum sýningarskrár frá
dönskum listaverkasöium og upp-
boðshöldurum sem sýna ótvírætt að
falsanir á íslenskum listaverkum eru
enn á boðstólum hjá dönskum upp-
boðshöldurum. Þar er einkum að
ræða falsanir á málverkum Svavars
Guðnasonar. „í einni uppboðs-
skránni, þar sem uppboðnum verk-
um var lýst með mörgum fögrum
orðum, og virðuleiki fyrirtækisins
tíundaður, var hver einasta mynd
eftir okkar mæta abstraktmálara
bersýnilega fölsuð," segir í greininni.
Halldór Björn segir sér hafa
brugðið er hann blaðaði í stórum
hlaða af íblsuðum málverkum sem
safnast hafa fyrir hjá Ólafi Inga.
„Hvemig gátu menn látið blekkjast
af þessu drasli og ímyndað sér að
þarna færu okkar fremstu lista-
menn?“ spyr hann og bætir við að
einungis í fölsunum á verkum Svav-
ars heitins Guðnasonar og Gunn-
laugs Scheving reyni þrjótamir eitt-
hvað á sig til að herma eftir stíl-
einkennum og litavali listmálaranna
tveggja. Engum slíkum tilraunum sé
til að dreifa í folsunum þeirra á Jóni
Stefánssyni, Ásgrími Jónssyni eða
Kjarval.
„Litil mynd af trjágróðri sem
merkt er Asgrími er ekki lík neinu
sem listmálarinn gerði, og kyrralífs-
myndir sem merktar vom Jóni Stef-
ánssyni em svo Ijótar og við-
vaningslega gerðar að maður með
snöggsoðna yfirborðsþekkingu á stíl
og tækni listamannsins léti sér aldrei
til hugar koma að kaupa þær sem
verk hins ástsæla málara,“ segir
Halldór Björn.
Hann segir að sérkennilegt kæm-
leysi virðist viðgangast í menningar-
málum hér á landi sem erfitt sé að
koma heim og saman við aðra þætti
okkar nútímalega hugsunarháttar.
„Sem dæmi má nefna undarlegan
sofandahátt okkar gagnvart inn- og
útflutningi á listaverkum. Hvar-
vetna, annars staðar en hér, er
mönnum gert skylt að gera grein fyr-
ir andvirði listaverks sem þeir hyggj-
ast flytja inn um lengri eða skemmri
tíma. Þeim er gert að undirrita yfir-
lýsingu um að þeir hafi ekki í hyggju
að selja verkið innan viðkomandi
landamæra, og vei þeim sem virðir
slíka yfirlýsingu að vettugi. Slíkt eft-
irlit með innflutningi á myndlist frá
Danmörku hefði sjálfsagt getað ráðið
úrslitum í fölsunarmálinu og komið í
veg fyrir greiðan aðgang þrjótanna
að innlendum listaverkamarkaði."
Pétur Þór Gunnarsson fyrrver-
andi eigandi Gallerís Borgar var á
liðnu ári dæmdur í hálfs árs fangelsi
og til að greiða fjársektir á grund-
velli þriggja falsaðra málverka sem
honum var gefið að sök að hafa vís-
vitandi blekkt fólk til að kaupa. Að
áliti Halldórs Björns eru þessi þrjú
verk aðeins „yfirborð ísjakans".
RANNVEIG Fríða Bragadóttir
mezzósópran syngur sigaunalög
eftir Brahms, aríur eftir Mozart
og íslensk sönglög á fyrstu ein-
söngstónleikum sínum í Salnum í
Kópavogi ásamt Jónasi Ingi-
mundarsyni píanóleikara í kvöld
kl. 20.30.
Á fyrrihluta efnisskrárinnar eru
eingöngu sönglög eftir Brahms,
þar með talin sigaunalögin átta.
Eftir hlé flytja þau Rannveig og
Jónas fyrst íslensk sönglög eftir
Sigvalda Kaldalóns, Þórarin Guð-
mundsson og Jón Ásgeirsson og
útsetningu Karls O. Runólfssonar
á íslenska þjóðlaginu Sofðu unga
ástin mín. Efnisskránni lýkur svo
á þremur aríum eftir Mozart, úr
Don Giovanni, Brúðkaupi Fígarós
og La Clemenza di Tito.
f fréttatilkynningu frá Salnum
segir að því miður verði ekki hægt
að endurtaka þessa tónleika, sem
eru í Tíbrá, röð 3. Upphaflega stóð
til að tónleikarnir yrðu 4. apríl en
af óviðráðanlegum orsökum varð
að flýta þeim til 1. mars.
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá sýningu grafíklistamanna í Galleríi Reykjavík.
Samsýning
grafíkera
MYNDLIST
r. a 11 e r í R e y k j a v í k
NÍU GRAFÍKLISTAMENN
Sýningin er opin frá 10 til 18 og
stendur til 4. mars.
GRAFÍKLISTIN átti mikið
blómaskeið hér á íslandi á áttunda og
níunda áratugnum og íslenskir graf-
íklistamenn búa því að mikilli reynslu
og sterkri en fjölbreytilegri hefð. Þeir
níu listamenn sem nú sýna í sal Gall-
erís Reykjavíkur eru á ýmsum aldri
og vinna líka með mismunandi tækni,
en einmitt það sýnir vel hve sterkar
eru rætur þessarar listgreinar í land-
inu. Þeir sem þama eru á ferðinni eru
Marlyn Herdís Mellk, Bima Matt-
híasdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir,
Valgerður Hauksdóttir, Sigurveig
Knútsdóttir, Valgerður Bjömsdóttir,
Þorgerður Sigurðardóttir, Helgi
Snær og Guðmundur Armann.
Þegar um svo stóra samsýningu er
að ræða getur orðið lítið úr framlagi
hvers og eins, en hér hefur þó lista-
mönnunum tekist nokkuð vel að af-
marka sig og sýna verk sem em góð
dæmi um list þeirra. Aðferðimar era
sem áður segir ólíkar, allt frá tré- og
dúkristum yfir í ljósmyndaætingu.
Síðastnefndu aðferðina nota þau Val-
gerður Bjömsdóttir, sem sýnir göm-
ul portrett af íslenskum konum, og
Helgi Snær sem sýnir myndir af and-
vaka manni í rúmi, en Helgi Snær
sannaði á nýlegri sýningu í Listhúsi
Ófeigs hve sterk tök hann hefur á
þessari aðferð.
Nokkuð jafnt hlutfall er á sýning-
unni milli afstraktverka og fígúra-
tífra mynda, en dúkristur Sigurveig-
ar skera sig nokkuð úr í flokki
afstraktverkanna þar sem hún vinnur
með eins konar þokur af litadoppum
sem virðast við það að þéttast í form
án þess að formið mótist nokkum
tímann að fullu. Valgerður Hauks-
dóttir er ein þeirra á sýningunni sem
vinna með hefðbundna ætingu, en
hún hefur fyrir löngu sýnt að hún hef-
ur einstaka hæfni á því sviði. Verk
hennar á sýningunni endurspegla
bókarformið - era eins og opnur úr
bók, prentaðar á fallegan handgerðan
pappír - og minna á röð verka sem
Valgerður sýndi í Sverrissal Hafnar-
borgar fyrir fáum áram. Eins og þar
sást, ekki síður en á þessari sýningu,
er þetta form sérstaklega sterkur
grunnur fyrir grafíkverk. Með því
tengjast myndræn túlkun og bók-
hefðin, en þetta era þeir tveir grann-
ar sem saman liggja að grafíkinni.
Verkin verða sérstaklega áleitin og
naum formin vakna til lífsins eins og
orð á síðu.
I það heila er sýningin vel heppnuð
þótt ekki sé hér kostur á að fjalla um
framlag hvers og eins. Salurinn gefur
allgóða hugmynd um það við hvað
hver listamaður er áð fást og hvemig
þeir eiga saman eða greina sig hver
frá öðram. Salurinn í kjallara Gallerís
Reykjavíkur er líka hreinn og ein-
faldur og dregur ekki frá verkunum
sem oft era fínleg og viðkvæm og þola
illa samkeppni frá umhverfinu. Von-
andi mun þessi salur nýtast lista-
mönnum lengi.
Jón Proppé
íslenskt dansverk og dansstuttmynd á danshátíð í Avignon
„Djúpstæð mannleg þrá“
ÍSLENSKI dansflokkurinn flutti
verk Ólafar Ingólfsdóttur, Maðurinn
er alltaf einn, á Hivernales-danshá-
tíðinni í Avignon í Frakklandi í síð-
ustu viku. Þar var einnig sýnd dans-
stuttmyndin Örsögur úr Reykjavík,
með þremur dansverkum eftir þær
Margréti Söra Guðjónsdóttur,
Rögnu Söra Jónsdóttur og Svein-
björgu Þórhallsdóttur, í myndrænni
útfærslu Bergs Bernburg.
Verk Ólafar og stuttmyndin era á
dagskrá Reykjavíkur - menningar-
borgar Evrópu árið 2000 og sameig-
inlegrar danshátíðar menningar-
borganna, Trans Dance Europe 2000
en fyrsti hluti þeirrar hátíðar var
haldinn í tengslum við Hivernales-
hátíðina.
Leikhús í gamalli kirkju
„Þetta var sýnt í mjög fallegu leik-
húsi sem er gömul kirkja svo um-
gjörðin var svolítið sérkennileg,"
segir Ólöf, sem var á vettvangi ásamt
fimm dönsuram íslenska dans-
flokksins, sem fluttu verkið á tveim-
ur sýningum. „Maðurinn er alltaf
einn fjallar, eins og nafnið gefur til
kynna, um þá grundvallarstaðreynd
mannlegrar tilveru að allt sem við
upplifum, það upplifum við ein, þó að
við séum í hóp. Þetta er að mínu mati
ekkert sérstaklega sorglegt. Sumum
finnst það svolítið tragískt - en mér
finnst það ekki, þetta er bara svona.
Grandvöllurinn fyrir því að við erum
alltaf að reyna að skilja hvert annað
er að við upplifum hlutina ekki eins.
Þetta er
annar liður í mannlegri tilveru,
þessi þörf fyrir samskipti og tján-
ingu og fyrir að vera skilinn og skilja
hvert annað. Þetta er djúpstæð
mannleg þrá, held ég,“ segir Ólöf.
Hópverk eða fimm sóló?
Uppbyggingu verksins lýsir hún
þannig að séð utan frá sé það hóp-
verk, en innan frá séð sé fremur um
fimm sóló að ræða. Því fylgir engin
leikmynd og að því leyti segir höf-
undurinn það heppilegt ferðaverk og
mjög sveigjanlegt - aðalatriðið sé að
sviðið sé nógu stórt. Tónlistin er eftir
Hall Ingólfsson, bróður Ólafar, og
hann leikur einnig á öll hljóðfæri og
syngur „bulltungumál" að sögn Ólaf-
ar.
Fyrsta hluta verksins samdi Ólöf
Ljósmynd/Elfar Bjamason
Frá sýningu íslenska dansfiokksins á verki Ólafar Ingúlfsdóttur, Mað-
urinn er alltaf einn, í Avignon í siðustu viku.
fyrir danshöfundakeppni íslenska
dansflokksins haustið 1998 og vann
það svo áfram, en það var fyrst sýnt í
fullri lengd í Borgarleikhúsinu á síð-
astliðnu hausti.
Islenski dansflokkurinn mun sýna
verkið á Trans Dance Europe-hátíð-
um í menningarborgunum Prag og
Bologna á sumri komanda og í
Reykjavík í nóvember.
Orsögum úr Reykja-
vík vel tekið í Avignon
DANSSTUTTMYNDINNI „Ör-
sögur úr Reykjavík" var vel tek-
ið á Hivernales-hátíðinni. Mynd-
in var sýnd tvisvar sinnum fyrir
fullu húsi og eftir sýningarnar
sátu danshöfundarnir fyrir svör-
um.
Myndin hlaut góða dóma í
frönskum dagblöðum og í kjöl-
farið lýstu aðilar frá öðrum
menningarborgum Evrópu og
kvikmyndahátiðum áhuga á að
fá hana til sýninga, að því er seg-
ir í fréttatilkynningu.
Persónuleg og sterk
mynd af landinu
f fréttatilkynningunni er m.a.
vitnað í dagblaðið Ln Marseillai-
se, þar sem segir á forsfðu að Is-
land hafi komið mest á óvart á
Hivernales-hátíðinni. Þar segir
að Evrópubúar hafi fremur
einhliða mynd af Islandi sem ein-
angraðri eyju suð-austur af
Grænlandi, þar sem um 300.000
sálir búi, eða þrjár á hvern fer-
kílómetra. Allir þekki veðurfar
landsins, hverina og Björk, en
færri viti að þar þrífist frjó sköp-
un í nútímalist, nógu fijó til þess
að Reykjavík hafi verið valin ein
af menningarborgum Evrópu.
Um Örsögur úr Reykjavík seg-
ir: „Frá stjórnlausu kapphlaupi
ungra dansara framan við ver-
búðir fiskimanna, eftir Rögnu
Söru Jónsdóttur, til dökkra
mynda og lostafulls dans
Sveinbjargar Þórhallsdóttur, yf-
ir í nákvæmni Margrétar Söru
Guðjónsdóttur, fengu áhorfend-
ur með þessum þremur (of)
stuttu myndum ekki eingöngu
sýn á hve fjölbreyttur nútíma-
dans er iðkaður á eyjunni, heldur
einnig bæði persónulega og
sterka mynd af landinu."