Morgunblaðið - 01.03.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 01.03.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 31 LISTIR Guitar Islancio er skipað gítarleikurunura Gunnari Þórðarsyni og Birni Thoroddsen og kontrabassaleikaranum Jóni Rafnssyni. Eldgömul dægurfluga LEIKLIST Leikdeild llngmenna- félags Biskupstungna SPANSKFLUGAN Höfundar: Arnold og Bach Leikstjóri: Björn Gunnlaugsson Þýðing: Guðbrandur Jónsson Leikgerð: Guðrún Ásmundsdóttir Söngtextar: Böðvar Guðmundsson Sýnt í Aratungu í Reykholti. SPANSKFLUGAN er eitt þeirra leikrita sem gengið hafa aftur og aft- ur á leiksviðum landsins í áratugi og enn er verið að troða upp með það. Nú í Aratungu í meðförum Biskups- tungnamanna. Ekki verður framhjá því litið að hálf er þetta hallærislegt leikrit og hefur nánast enga tilvísun lengur í neitt það sem tilheyrir nútímanum. Þýskir smáborgarar á fyni hluta al- darinnar, atburðarásin snýst að miklu leyti um hver ætlar að biðja um hönd hvers og misskilningur sem fylgir í kjölfarið. Biðja um hönd og ráðsmennska foreldranna með von- biðla dætra sinna. Hvað er nú það? Þýðingin er líka orðin nokkuð fom- leg, þéringar og biðja um dús eru ekki lengur daglegt brauð, að ekki sé meira sagt. Titlar eins og jústisráð og málaflutningsmaður hljóma eins og golfranska, enda sagði meðreiðar- sveinn minn á 11. ári: „Þau tala alveg eins og í eldgömlu leikriti." En því má svo bæta við að hann skemmti sér afbragðsvel og það gerði undirritaður reyndar líka en skemmtunin verður að teljast leik- stjóra og leikendum til tekna en ekki þessu „eldgamla" leikriti. Leikstjórinn hefur valið þá leið að keyra upp leikinn og fengið leikend- ur með sér í þann ham. A köflum jaðrar við að atgangurinn verði ein- um of, ofleikur væri rétta orðið ef ekki væri samræmið í ofleiknum, all- ir hamast eins og þeir eigi lífið að leysa. Þetta verkar eins og leikstjór- inn hafi fundið þá lausn á tæknilegri vankunnáttu leikendanna að magna upp þeirra eðlilega leikstíl og fá alla til að gera örlítið grín að sjálfum sér í leiðinni. Þetta virkar hreint ágætlega - oftast - og leikendur virtust hafa heilmikla ánægju af hömluleysinu sem þetta bauð upp á. Þannig mátti glöggt sjá að í hamagangnum var fólgin aðferð sem skilaði sér í kröft- ugri og oft á tíðum bráðfyndinni sýn- ingu. Söngatriðin og hljóðfæraleikur voru án allrar tilgerðar, einföld og blátt áfram. Leikstjórinn sjálfur lenti í þeirri skemmtilegu aðstöðu á föstudags- kvöldið að þurfa að hlaupa í skarðið fyrir eina leikkonuna sem forfallað- ist. Hann dró ekki af sér og naut sín greinilega vel í kvenhlutverkinu og undirstrikaði eigin aðferð um hressi- legan ofleik. Vakti hann mikla kátínu áhorfenda. Ólafur Ásbjörnsson var skemmti- lega aulalegur í hlutverki Hinriks Meisel, sérvitringsins sem fer mannavillt þegar hann loks fyrir þrá- beiðni móður sinnar hefur sig í að biðja sér konu. Egill Jónasson var fremstur meðal jafningja í ofleik- sdeildinni í hlutverki Lúðvíks Klinke. Konurnar gáfu körlunum ekkert eft- ir og þar voru fremstar Guðný Rósa Magnúsdóttir, Asrún Björgvinsdótt- ir og Berglind Sigurðardóttir. Þetta er vel unnin sýning og þjón- ar sínum tilgangi, að skemmta fólki eina kvöldstund, þótt deila megi um hversu merkur sá tilgangur sé eða til hvers sé verið að hampa svona úreltu og efnislega þunnu leikverki. Það er fráleitt að ætla að Spanskflugan sé klassík meðal farsa, þetta er dægur- fluga sem haldist hefur furðu lengi á lofti, líklega lengur hér en í heima- landinu sjálfu. Hávar Sigurjónsson Guitar Islancio á Akranesi Norræna húsið Sungið til upp- hafningar hvers dagsleikanum DJASSTRÍÓIÐ Guitar Islancio Icikur á tónleikum í Vinaminni, safnaðarheimilinu á Akranesi, í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20.30. Guitar Islancio er skipað þeim Birni Thoroddsen og Gunnari Þórðarsyni á gítara og Jóni Rafns- syni á kontrabassa. Tríóið, sem hefur starfað frá haustinu 1998, hefur komið fram á tónleikum víða um land en þetta er í fyrsta skipti sem þeir leika á Akranesi. Tónlist- in er swing í anda belgíska gítar- leikarans Django Reinhardts og er á efnisskránni að finna lög eftir hann, Duke Ellington, George Gershwin, Chick Corea, Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson o.fl. auk íslenskra þjóðlaga, en þeir félagar sendu frá sér geisladisk í haust sem inniheldur eingöngu út- setningar þeirra á íslenskum þjóð- lögum. Tónleikarnir eru á vegum tón- listarfélagsins. Aðgöngumiöar verða seldir við innganginn. BJÖRK Jónsdóttir syngur við undirleik Svönu Víkingsdóttur á Háskólatónleikum í Norræna hús- inu í dag, miðvikudag, kl. 12:30. Flutt verða sönglög sem eiga það sameiginlegt að upphefja hvers- dagsleikann og ímynd konunnar á grátbroslegan hátt. Frumflutt verða tvö af fjórum lögum úr nýjum lagaflokki „Hvers- dagslegir söngvar um tímann“ eft- ir Ólaf Axelsson. Auk þess verða flutt sönglög eftir Hjálmar Ragn- arsson, Jórunni Viðar og Arnold Schönberg. Björk Jónsdóttir lauk tón- menntakennaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík árið 1982 og námi frá Söngskólanum í Reykja- vík 1990. Hún hefur víða komið fram, m.a. með Sinfóníuhljómsveit Islands. Hún starfar nú sem _söng- kennari við Tónlistarskóla FIH og Nýja söngskólann Hjartans mál. Svana Víkingsdóttir lauk píanó- kennaraprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík árið 1976 og ein- leikaraprófi ári síðar. Hún stundaði framhaldsnám í Berlín og lauk þaðan diplomaprófi í píanó- leik. Hún starfar sem píanóleikari og píanókennari við Tónlistarskól- ann í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH. Aðgangur er kr. 500. Ókeypis fyrir handhafa stúdentaskírteina. Björk Jónsdóttir og Svana Vík- ingsdóttir leika á hádegis- tónleikum í Norræna húsinu. M-2000 Miðvikudagur 1. mars Stefnumót við íslenska sagnahefð Þjóðarbókhlaðan kl. 17. Sýningin dreg- ur fram hvernig bókin og sag- an, eins og hún er sögð W á bók, hafa * verið örlagavaldar ís- lensku þjóðarinnar og einkenna sögu hennar framar sögu flestra þjóða. Þetta er far- andsýning sem m.a.er unnin í samvinnu við Cornell-háskóla, Stofnunar Arna Magnússonar á Islandi, Library of Congress og háskólann í Manitoba. Sýningin er einnig hluti af dagskrá Landafundanefndar. Vefsíðan er www.bok.hi.is. Frekari upplýsingar um dag- skrá Menningarborgar er hægt að fá á vefslóðinni www.reykja- vik2000.is. I dálkinum í gær féll niður vefslóð Margmiðlunarvefjarins sem opnaður var í gær. Hann er www.ruv.is/gaman. Snotur Stórsveit TÖNLIST Ráðhús Reykjavíkiir STÓRS VEITAR- TÓNLEIKAR Birkir Freyr Matthíasson, Jóhann Stefánsson, John Gear, Eiríkur Orri Ólafsson og Örn Hafsteinsson trompeta; Edward Frederiksen, Oddur Björnsson, Björn R. Einars- son og David Bobroff básúnur, Ól- afur Jónsson, Stefán S. Stefánsson, Sigurður Flosason, Jóel Pálsson og Kristján Svavarsson saxófóna, Ást- valdur Traustason píanó, Edvard Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson bassa, Jóhann Hjörleifsson tromm- ur og Egill Ólafsson söngur. Stjórn- andi Sæbjörn Jónsson. Tjarnarsal- ur Ráðliúss Reykjavíkur miðvikudagskvöldið 23. febrúar. STÓRSVEIT Reykjavíkur varð níu ára 17. febrúar sl. og hefði fæsta grunað að barnið næði þeim vexti og þroska sem raun ber vitni, er hún var að stíga fyrstu skrefin undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar. En þrautseigja þrautir vinnur allar og enn stendur Sæbjörn við stjórnvöl- inn þó hann hafi sem betur fer feng- ið ýmsa stórsnillinga sem gesta- stjórnendur undanfarin ár. Það má heita merkilegt í jafnfá- mennu samfélagi að takast skuli að manna sveit sem þessa, sem vinnur fyrir litlum sem engum launum og þó ýmist vanti uppá í spilamennsk- unni jafnast saxafónsveitin á við þær sem bestar gerast hér í álfu. Málmblásararnir voru dálítið mis- góðir á þessum tónleikum og Gunn- ar Hrafnsson bar hrynsveitina uppi. Ekki er hægt að bera saman þessa tónleika og þá síðustu sem haldnir voru á sama stað þegar Pétur Öst- lund stjórnaði og lék á trommurnar. Snillingar einsog hann eru ekki á hverju strái og auk þess efnisskrá og efnistök ólík því sem nú var sem dagur nóttu. Fyrir hlé flutti Stórsveitin fjögur lög í útsetningu Veigars Margeirs- sonar, gamla trompetleikara sveit- arinnar sem fæst nú við tónsmíðar í Los Angeles. Hagavagninn eftir Jónas Jónasson var fyrstur á dag- skrá, leikinn af sveitinni, en síðan bættist Egill Ólafsson í hópinn. Flutningur á vísnalagi Evert Taube, sem við þekkjum sem Vorkvöld í Reykjavík, var heldur klénn, og út- setningin nokkuð síðri en á Haga- vagninum. Ekki bætti lag Einars Markans Fyi’ir átta árum miklu við, en í Ó borg mín borg eftir Hauk Morthens var sveiflan komin til sög- unnar. Við bíðum bara eftir ekta djassútsetningum frá Veigari fyrir Stórsveitina. Vonandi er borgin til- búin að borga fyiir slíkt góðgæti. Ole Kock Hansen stjórnaði Stór- sveitinni á tónleikum í Ráðhúsinu fyrir tveimur árum og þá talaðist þannig milli hans og Hrafns Páls- sonar píanista mm. að Ole útsetti tvö lög úr söngleik Hrafns, Vellin- um. Hljómsveitin lék útsetningar Ole áferðarfallega en ekki verður sagt að Ole hafi bætt miklu við lögin. Þau voru leikin í sætum dansútsetn- ingum, ekki ólíkum þeim sem Ell- ington gerði fyrir hljómsveit sína þegar hann lék á böllum fyrirfólks á fínustu hótelum Bandaríkjanna. Afurá móti hef ég alltaf dálítið gam- an af disknum hans Hrafns, Völlur- inn, útsetningum Magnúsar Ingi- marssonar, söng Berglindar Bjarkar og blæstri Sigurðar Flosa- sonar í barrýtonsaxófón. Eftir hlé var skipt um gír og upp- hófst blús tileinkaður stórsvetinni eftir John Lewis, ekki þann eina sanna er var höfuð Modern djass kvartettsins heldur Englendings sem starfaði um árabil í Vestmanna- eyjum, stjórnaði lúðrasveitinni og lék ragtæm á píanó. Hann er mikill aðdándi Jóns Leifs og nefndi ópus sinn Herra Leifs spilar blúsinn. Er þetta annað djasslagið sem ég veit nefnt í höfuð Jóni. Hitt er Jón Leifs í Harlem eftir Tómas R. Einarsson. Þetta var nokkuð áhevrilegur ópus og fór ekki troðnuðustu slóðir þó Jón Leifs kæmi ekki mikið við sögu fyrren í lokin. Einna skemmtilegast í þessum ópusi var básúnusóló Edwards Frederiksens, einn sá besti sem ég hef heyrt hann blása. Lagið var líka leikið sem aukalag og skaut Edward þá skemmtilegum til- vitnunum í sóló sinn. Trompetleikarinn efnilegi úr Vestmannaeyjum, Birkir Freyr Matthíasson fékk að spreyta sig á flygilhorn í My secret love. Blés hann einkar næmlega. Svo var kom- ið að tveimur verkum eftir altósaxó- fónmeistarann Phil Woods: Charles Christopher í minningu Charlie Parkers og Gary í minningu víbra- fónleikarans og hljómsveitarstjór- ans Gary McFarlands. Það fyrr- nefnda var ósköp þokkalegt og blésu Ólafur Jónsson og Jóel Páls- son rútínusólóa og svo fékk yngsti félaginn í sveitinni,. Eirikur Orri Ól- afsson, að blása trompetsóló og lofar hann góðu. Seinni ópusinn var í höndum Sigurðar Flosasonar og meiri Parkertilfinning í upphafs- blúsi hans en öllum fyrri ópusnum og minningarballaðan sjálf blásin af hlýu öryggi. Tónleikunum lauk á tveimur söngdönsum, Georgia on my mind og Best of everything, sem Egill söng. Egill er ekki mikill djass- söngvari í klassískum skilningi þessa orðs, en hann hefur skapað sér persónulegan stíl sem gagnast oft vel í djassi og túlkun þeii'ra Ast- valdar Traustasonar á inngangnum að Georgia on my mind var með miklum ágætu svo og túlkun Egils öll á þeim ljúfa söng Hoagy Car- michel og Stuart Gorrell. Þessir tónleikar voru á léttu nót- unum, en slíkt þarf sveit á borð við Stórsveit Reykjavíkur að bjóða uppá einsog Sinfóníuhijómsveit Is- lands Vínartónleika. Áheyrendur skemmtu sér hið besta og undirrit- aður líka og bíður glaður eftir næstu tónleikum Stórsveitar Reykjavíkur. Vernharður Linnet
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.