Morgunblaðið - 01.03.2000, Page 32

Morgunblaðið - 01.03.2000, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMKEPPNIIINN- ANL ANDSFLU GI SAMKEPPNI í innanlandsflugi fellur niður frá og með 1. apríl nk., en þá hættir íslandsflug áætlunarflugi milli Reykjavíkur, Akureyrar, Egilsstaða og Vestmannaeyja, á flugleiðunum þar sem samkeppni hefur verið við Flugfélag íslands. Farþegaflug á öllum helztu innanlandsleiðum var gefið frjálst 1. júlí 1997. Islandsflug hóf samkeppnina af krafti og leiddi hún til verulegrar lækkunar á fargjöldum. Þessi til- raun hefur hins vegar leitt til taps á rekstri innanlands- flugsins bæði hjá Islandsflugi og Flugfélagi Islands og rúmlega tveimur og hálfu ári síðar er samkeppninni lokið. íslandsflug hefur leigt FI vélarnar, sem það hefur notað á fyrrgreindum flugleiðum, ásamt áhöfnum. Fyrirtækið mun hins vegar halda áfram flugi til nokkurra minni staða eins og Vesturbyggðar, Siglufjarðar, Sauðárkróks og Gjögurs, svo og mun það sinna leiguflugi innanlands. Neytendur hafa notið samkeppninnar m.a. í lækkuðum fargjöldum og standa nú frammi fyrir þeirri hættu, að þau hækki smám saman á ný þegar samkeppnin er fyrir bí. Ólíklegt er talið, að nýtt flugfélag muni á næstunni blanda sér í innanlandsflugið. Framkvæmdastjóri FÍ segir, að flugfargjöld hækki ekki til skamms tíma litið, því að nú gefist tækifæri til hagræð- ingar í rekstri með stærri einingum og betri sætanýtingu. Þá er gert ráð fyrir breytingum á ferðatíðni á þeim þremur áfangastöðum, sem samkeppnin milli flugfélaganna náði til. Forráðamenn Islandsflugs hafa lýst vonbrigðum með þær samkeppnisreglur, sem settar voru fyrir innanlands- flugið. Flugfarþegar hafi þó notið lægri fargjalda og það hafi leitt til fjölgunar farþega um 100 þúsund frá því sam- keppnin hófst, þrátt fyrir betri vegasamgöngur. Þetta sýnir í hnotskurn, að frjáls samkeppni í flugi, jafnt sem öðrum greinum, er eina raunverulega trygging/ieyt- andans fyrir sanngjörnu verði á vöru og þjónustu. Ut frá þessum sjónarmiðum eru tíðindin úr innanlandsfluginu dapurleg. Það er hins vegar athyglisvert, að þetta er í annað sinn á hálfri öld, að flugfélag hættir innanlandsflugi en á sínum tíma hættu Loftleiðamenn að keppa við Flugfélag Islands í innanlandsflugi en lögðu í þess stað áherzlu á millilanda- flug milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Islandi. Endurtekin reynsla bendir til þess að það séu ekki miklir möguleikar fyrir tvö flugfélög að keppa um innanlands- markaðinn. A hinn bóginn eru betri vegir líklegir til að veita Flugfélagi Islands harða samkeppni og það dregur úr líkunum á verulegri hækkun fargjalda í kjölfar ákvörðunar íslandsflugs. ÓEIGINGJARNT STARF BJÖRGUNARMANNA AÞRIÐ JA hundrað björgunarsveitarmanna unnu mikið og óeigingjamt starf við erfíðar aðstæður í Þrengslunum frá því síðdegis á sunnudag og fram á mánudag. Af öllum lýs- ingum og fréttum að dæma, gengu þessar viðamiklu björgun- araðgerðir hreint ótrúlega vel og snurðulaust fyrir sig. Um 1.500 manns voru fluttir ofan úr Þrengslum til byggða, ýmist til höfuðborgarsvæðisins eða austur fyrir fjall. Það segir sig sjálft, þegar um svo viðamiklar björgunarað- gerðir er að ræða, að mikillar samhæfíngar og góðrar skipu- lagningar er þörf. Víðir Reynisson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveit- anna á höfuðborgarsvæðinu, stjórnaði aðgerðum að hluta til úr aðgerðastjómstöð björgunarsveitanna. Hann lýsti aðgerðum svo hér í Morgunblaðinu í gær: „Það eina sem kemst eitthvað nálægt þessu hvað varðar umfang em snjóflóðin á Vestfjörð- um ... Það er gífurleg skipulagsvinna sem liggur að baki svona aðgerð, því það þarf að samhæfa aðgerðir margra aðila, en ég held að það hafí bara gengið vel.“ Góður útbúnaður og tækjakostur björgunarsveitanna er auðvitað höfuðnauðsyn, þegar ráðast þarf í aðgerðir sem þess- ar. Af fregnum að dæma, veitti ekkert af þeim tækjabúnaði sem til staðar var, fyrir björgunarsveitimar á sunnudag. Rétt- mætt er að minna landsmenn á að björgunarsveitarmenn um land allt vinna björgunarstörf sín í þágu annarra í sjálfboða- vinnu. Ástæða er til þess að óska skipuleggjendum björgunarað- gerðanna og þátttakendum öllum til hamingju með vel unnin störf. Islenski norðurpólsleiðangurinn hefst í dag „Fólk spyr mikið um ísbirninau Brottfararstund rennur upp í dag, 1. mars, hjá norðurpólsförunum Haraldi Erni Ólafssyni og Ingþóri Bjarnasyni. Þeir sögðust í samtali við Örlyg Stein Sigurjónsson hafa fundið fyrir miklum áhuga almennings á ferðinni og þá mun byltingarkenndur fjarskiptamáti létta fjölskyldum þeirra biðina eftir fréttum af gengi þeirra. VIÐBRÖGÐ almennings við fréttum af norður- pólsleiðangi-inum virð- ast benda til þess að Haraldur og Ingþór hafi uppskorið mikla velþóknun al- mennings á leiðangrinum. Almenn- ingi mun gefast kostur á að fylgjast vel með gengi þeirra frá degi til dags og er ljóst að tíminn frá 10. mars til aprílbyrjunar verður spennu þrung- inn enda er við mesta erfiðleika að etja í byrjun. Þeir félagarnir hafa beðið þess með óþreyju að komast af stað og reyna sig í allt að 55 stiga frosti og háum ísruðningum. Vakir og þunnur ís auka enn á hættuna og er líklega sú ógn sem öllum pólförum stafar mest hætta af. Þriðji hver pólfari verður þá var við ísbjörn og þá er eins gott að dýrið sé ekki aðfram komið af hungri, því þá er hætta á árás. Byssa er því pólförum nauð- synlegur búnaður til að nota í sjálfs- vörn. Sæmilega haldnir ísbirnir láta menn þó í friði að jafnaði. ,Af viðbrögðum fólks að dæma er greinilega mikill spenningur yfir ferðinni. Hvarvetna hafa menn staldrað við og spurt okkur útúr. Fólk hefur spurt mikið um ísbirnina, kuldann og sitthvað fleira,“ segir Ingþór Bjarnason. Haraldur bætir við að þeir félag- arnir hafi aldrei fundið fyrir eins miklum stuðningi almennings við ferðir þeirra eins og nú. Margir hafi átt frumkvæðið að því að leggja þeim lið sitt. „Það er nánast sama hvert við höf- um leitað. Allir hafa tekið mjög vel í beiðnir okkar um stuðning af ýmsu tagi og margir hafa líka hringt í okk- ur að fyrra bragði til að bjóða aðstoð af ýmsu tagi, lána okkur hluti og búnað,“ segir Haraldur. „Það er al- veg stórkostlegt að fmna fyrir stuðn- ingi sem þessum og áhugi fólks á norðurpólsferðinni veitir okkur mik- inn innblástur." Búnaðurinn vigtaður upp á gramm Þeir félagarnir hafa allra síðustu daga verið mjög uppteknir við að ljúka við að pakka niður útbúnaði sínum, sem er vigtaður upp á gramm og valinn af mikilli kostgæfni. Bún- aðarlistinn er upp á nokkrar blaðsíð- ur og þar er hvert einasta smáatriði skráð nákvæmlega, allt frá saumnál- um upp í gervihnattasíma. „Eg segi fyrir mig að ég er orðinn mjög spenntur yfir því að komast af stað,“ segir Ingþór. „Ólíkt fyrri ferð- um hafa síðustu dagar fyrir brottför ekki einkennst af stöðugum hugsun- um um það sem framundan er, enda hefur maður farið margoft yfir að- stæðurnar í huganum síðastliðið ár.“ Haraldur segir þessu viðvíkjandi að þeim félögunum eigi eftir að létta þegar út á ísinn er komið, því þá sé gengi þeirra eingöngu undir þeim sjálfum komið. „Fram til þessa hefur ýmislegt getað komið upp á sem varðar aðra, t.d ef vörur skila sér ekki til landsins á réttum tíma eða seinkun verður á flugi. Þegar við komum út á ísinn verðum við ekki lengur háðir skuldbindingum ann- arra gagnvart okkur og getum farið að stjórna ferðinni alfarið sjálfir." Erflðasti hluti ferðarinnar í mars Gangan sjálf hefst 10. mars að loknum æfingum í Iqaluit á Baffins- eyju og ljóst er að hin 60 daga langa ferð verður erfiðust fyrsta hálfa mánuðinn. Astæðurnar eni nokkrar, þ.á m. þyngd sleðanna, viðvarandi heimskautamyrkur og háir ísruðn- ingar. Ingþór segir sleðana vega rúm 120 kg hvorn í byrjun ferðarinn- ar og munar þar mest um nestið, sem saxast síðan á með degi hverj- um og léttir sleðana góðu heilli eftir því sem líður á ferðina. „Við vitum að fyrstu tvær vikurn- ar verða mjög erfiðar. Þess vegna stefnum við að því að að fara ekki of hratt yfir, heldur mjaka okkur ró- lega áfram og venjast hlutunum fyrstu tíu til íjórtán dagana. Aðrir EIGINKONUR pólfaranna, þær Una Björk Ómarsdóttir, lögfræðingur og eiginkona Haraldar, og Ragna Finnsdóttir, leiðbeinandi og eigin- kona Ingþórs, eru síst áhyggjufullar út af mönnum sinum, öfugt við það sem ætla mætti í fyrstu. Að sögn Rögnu ríkir ró með henni þótt Ingþór bóndi hennar dvelji á hættulegum slóðum, enda treystir hún því fullkomlega að þeir félag- arnir láti skynsemina ávallt ráða. Unu Björk finnst fráleitt að halda á lofti ímyndinni um yfirgefnar og áhyggjufullar eiginkonur og segir norðurpólsferðina mjög spennandi viðfangsefni. Hún bætir því við að hún hafi aldrei verið beinlínis hrædd um mann sinn á ferðum hans. „Að leggja út í leiðangur sem þennan er eðlilegur hluti af Haraldi og ég styð hann heils hugar í fyrir- ætlunum sínum,“segir Una Björk. „Sá tími sem framundan er verður hins vegar ekki auðveldur fyrir mig og það mun tvímælalaust létta mér pólfarar hafa ofreynt sig á þessum erfiða tíma og því er mikilvægt fyrir okkur að ljúka honum áfallalaust. Aðstæðurnar fara síðan batnandi með hækkandi sól og léttari sleðum. Þótt við höfum æft vel fyrir ferðina, þá munum við engu að síður kynnast nýjum aðstæðum og þá er alltaf hætt við álagsmeiðslum. Ef við lendum í því að togna t.d. á fæti þurfum við að búa við þá hömlun, sem því fylgir það sem eftir lifir ferðar og þess vegna er mikilvægt að gera allt til þess að minnka líkurnar á slíkum óhöppum með því að fara rólega af stað. Við gerðum okkur ánægða með að leggja að baki 5 til 7 km á dag allra fyrstu dagana þar sem ísinn er hvað erfiðastur yfirferðar." Þægindi af gervi- hnattasímanum Pólfararnir verða í stöðugu gervi- hnattasímasambandi alla ferðina en slíks fjarskiptamáta hafa þeir ekki notið á ferðum sínum áður. Þeir eru sammála um það hversu mikil þæg- indi eru af þessari nýjung, ekki bara fyrir þá sjálfa heldur og fyrir aðstandendur sem bíða heima. biðina að fá daglegar fréttir af gengi þeirra Ingþórs í gegnum gervihnattasímann. Viti maður að þeim miði áfram getur maður verið þess fullviss að allt sé í lagi. Verst er fyrir aðstandendur að bíða lengi eft- ir fréttum, en sú var raunin þegar hann fór í leiðangurinn yfir Græn- landsjökul," segir Una Björk. Hún stundar sjálf útivist sem almenn- ingssport og segist vel skilja þann áhuga sem Haraldur hefur á krefj- andi leiðöngrum. Mikið spurð hvort ég sé hrædd um Harald „Ég er mikið spurð að því hvort ég sé ekki hrædd um Harald og hvort ekki sé erfitt að bíða eftir hon- um á meðan hann er í burtu, en yfir- leitt hefur gengið ágætlega að sann- færa fólk um hið gagnstæða.“ Ragna Finnsdóttir segir að sér hafi ekki komið á óvart þegar ákvörðunin um norðurpólsleiðan- gurinn var tekin á sínum tíma að Eiginkonur pdlfaranna kvíða el Treysta mönn- um sínum fullkomlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.