Morgunblaðið - 01.03.2000, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
i-J'
Feitir
kettir og
/ •
mjoir
IBretlandi eru peir nefndirjat cats“
eða feitir kettir og fullyrt að þeir hafi
myndað með sér óformleg samtök um að
kífa hver annan upp með því að hækka
stöðugt kaupkröfurnar.
KÖTTUR sem lokaður er inni all-
an daginn og hefur fátt við að vera
en getur alltaf hámað í sig rjóma
og annað hnossgæti er í lífshættu.
Það er hann líka ef hann lifir í
frjálsri náttúrunni, óbundinn
mönnunum en þá eru hætturnar
aðrar. Vandinn er sá að mörg dýr
kunna sér ekki magamál og séu
krásirnar alltaf innan seilingar og
lítið þurfi fyrir þeim að hafa er
voðinn vís.
Við mennirnir berjumst oft við
sama vanda og málleysingjarnir.
Bretar hafa einkavætt mikið á
síðustu áratugum og meðal ann-
ars vatnsveitur og orkufyrirtæki.
Þjónustan
VIÐHORF
Eftir Kristján
Jónsson
hefur stund-
um batnað,
stundum
versnað og
erfitt fyrir þá sem virða leiksviðið
fyrir sér að gefa stefnunni í Bret-
landi eina heildareinkunn. En
þegar upp er staðið er það ein
staðreynd sem stendur upp úr:
Verkamannaflokkurinn hefur nú
verið við völd í þrjú ár og ekkert
bólar á því að hann hyggist ríkis-
væða á ný það sem Thatcher
einkavæddi.
Sem hlýtur að vera vegna þess
að summan af aðgerðunum er já-
kvæð, hvað sem líður hnökrunum.
Einn af þeim síðarnefndu að ráða-
menn einkavæddu risafyrirtækj-
anna hafa sumir gerst svo djarf-
tækir til launa að þeir hafa komið
óorði á einkavæðingu sem slíka. í
Bretlandi eru þeir nefndir „fat
cats“ eða feitir kettir og fullyrt að
þeir hafi myndað með sér óform-
leg samtök um að hífa hvem ann-
an upp með því að hækka stöðugt
kaupkröfumar.
Venjulegir neytendur fá varla
hland fyrir hjartað þótt aftan við
nafnið á til dæmis Landssímanum
komi stafimir hf. Fyrir flesta
skiptir meira máli hvort fjarsk-
iptaþjónusta í landinu er góð og
ódýr, ekki hvort starfsmennirnir
fá laun frá ríkinu eða einhverjum
öðram. í sumum þjónustugrein-
um er hins vegar augljóst að
hagnaðarvonin, sem rekur fólk til
að stjóma einkafyrirtækjum af
viti, getur verið óheppilegur þátt-
ur. En að sjálfsögðu á að einka-
væða fjármálafyrirtæki í opin-
berri eigu, opinber samkeppni á
því sviði er fjarstæða sem aldrei
getur gengið upp til lengdar í
markaðssamfélagi. Fjármálafyr-
irtæki sem er með sjálft ríkið að
bakhjarli er ekki að keppa á jafn-
ræðisgrundvelli, það hefur alltaf
tilhneigingu til að haga sér með
tilliti til þess að það á Stóran
bróður sem hleypur undir bagga
ef óvarlega er farið. Séu stjóm-
endurnir fífldjarfir getur farið illa
fyrir skattgreiðendum.
Það var því hárrétt að breyta
Fiskveiðasjóði, Iðnþróunarsjóði
og Iðnlánasjóði í banka sem heitir
Fjárfestingabanki atvinnulífsins,
FB A. Þetta var rétt ákvörðun
vegna þess að fyrir þorra þjóðar-
innar er betra að einkarekinn
banki annist lánastarfsemi til fyr-
irtækja en að það séu beint og
óbeint þingmennirnir sem eru lík-
legir til að láta atkvæðasjónarmið
sín og flokksins ráða ferðinni
fremur en skynsemi og hag sjóðs-
ins/bankans.
En þá er það þetta með kettina.
Bent hefur verið á að Islendingar
þekki vel bónuskerfi í frystihús-
um og frá fornu fari hlutaskipti í
fiskveiðum. Arangurstengd laun
séu því ekki nýtt fyrirbæri heldur
stef við gamalt tilbrigði. Hinu má
samt ekki gleyma að þótt hlutirn-
ir væru misstórir eftir ábyrgð var
formaðurinn, nú skipstjórinn,
aldrei með meira en tvöfaldan
hlut á við sjómanninn. Jafnvel
hörðustu aflaklærnar urðu að láta
sér það lynda og það sem meira
er, þær virðast ekki hafa kvartað
sáran yfir þessu.
Hvers vegna ekki? Getur verið
að aflaklærnar hafi verið
skynsamari en við, eyðsluklær
nútímans, sem aldrei fáum nóg,
þær hafi haft tilfinningu fyrir því
að fengju þær til dæmis tífaldan
hlut eða 20-faldan myndu þær
tapa á öðram vettvangi? Þær
myndu þá missa virðingu vegna
þess að innst í okkur blundar allt-
af ákveðin efasemd gagnvart því
að einhver eigi skilið óendanlega
mikið af peningum fyrir að mæta í
vinnuna.
Það er gagnrýnisvert að ráða-
menn FBA skyldu setja reglur
sem gefa þeim milljónatugi í
kaupauka ef þeir standa sig ekki
illa í taumlausu góðærinu og nýta
sér eftir föngum góða stöðu bank-
ans strax í upphafi. Bent hefur
verið á að bankinn er með ágæt
veð í fiskiskipum kvótakónganna
og lagði því ekki upp án þess að
vera með nesti og nýja skó. Öðru
nær.
Launamunur er óhjákvæmileg-
ur en sé hann svo mikill að hug-
myndaflug mitt dugi ekki til að
meðtaka hann og forsendumar
verð ég fórnarlamb annarrar höf-
uðsyndar en græðginnar. Hún
heitir öfund og mér þykir fyrir því
að gangast við henni en get aðeins
borið fyrir mig þá afsökun að ég
var aldrei spurður álits, heldur
ekki fulltrúi minn, ráðherra
bankamála. Mér er því ögrað.
Með fullri virðingu fyrir unga
dugnaðarfólkinu hjá FBA, má ég
náðarsamlegast fara fram á að
næst fái ég tækifæri til að greiða
atkvæði um verðlaunin sem
starfsmenn hjá fyrirtækjum ríkis-
ins eigi að fá fyrir að skila hagn-
aði?
Viðskiptalífið er sveiflukennt,
það er rétt. En ef þetta er eins
konar áhættuþóknun langar mig
til að fá t.d. að vita hvað hjúkran-
arfræðingar fá fyrir að útdeila
lyfjum. Ef þeim verða á mistök er
líf sjúklingsins í hættu og angistin
vegna slíkra mistaka er varla
bærilegri en áföll vegna tapaðra
lána.
Við verðum að tryggja okkur að
hjúkranarfræðingar séu vel
staddir, ekki utan við sig og þjak-
aðir af skuldabasli. Þeir verða að
fá myndarlegan kaupauka fyrir að
gera ekki mistök.
Yass sýnir
ÍI8
f Galleríi i8 opnar Catherine Yass
sýningu á verkum sinum 8. aprfl
nk.Catherine Yass fæddist 1963 og
starfar við list sína í London, þar
sem hún kennir einnig við Central
Saint Martins’s School of Art. Hún
hefur sýnt verk sín víða um heim.
Félag íslenskra fræða
Leit að óvinar-
ímynd Islendinga
FÉLAG íslenskra
fræða boðar til fundar
með Sverri Jakobssyni
sagnfræðingi i Skóla-
bæ, Suðurgötu 26, í
kvöld, miðvikudags-
kvöld, kl. 20.30.
Erindi Sverris nefn-
ist: „Við og hinir:
Sjálfsmynd íslendinga
á miðöldum". Þar verð-
ur rætt á hverja Is-
lendingar litu sem
„hina“ á miðöldum.
Sjálfsmynd tiltekins
hóps felst ekki einvörð-
ungu í að skilgreina
hverjir tilheyra honum
(við), heldur einnig í því
að slá því föstu hverjir
tilheyra honum ekki (hinir), segir í
fréttatilkynningu. Rýnt verður í ís-
lenskar ritheimildir í leit að óvin-
arímynd íslendinga, en
jafnframt reynt að skil-
greina þá þætti sem
skipuðu mönnum í
flokk með „hinum“. I
því samhengi verður
m.a. litið á tungu,
trúarbrögð og útlit.
Sverrir Jakobsson er
MA í sagnfræði og hef-
ur stundað nám við
Háskóla Islands í
Reykjavík og við Há-
skólann í Leeds. Hann
er nú stundakennari
við Háskóla íslands og
vinnur að doktorsrit-
gerð um heimsmynd
Islendinga 1100-1400.
Eftir framsögu
Sverris munu fara fram almennar
umræður um erindi hans.
Fundurinn er öllum opinn.
Sverrir
Jakobsson
Nútímahlj ómsveit
kynnir sig
TOJVLIST
Háskiílabíó
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Poul Ruders: Konsert í hlutum
(„Concerto in Pieces”). Sibelius:
Sinfónía nr. 2. Carl Nielsen: Sinfón-
ía nr. 4. Sinfóníuhljómsveit danska
ríkisútvarpsins u. stj.
Júrís Temirkanovs.
Mánudaginn 28. febrúar kl. 20.
HEIMSÓKNIR erlendra sinfón-
íuhljómsveita hingað hafa frá upp-
hafi verið teljandi á fingram ann-
arrar handar. Enn blasir nefnilega
sú blákalda staðreynd við, að Island
er ekki í alþjóðarbraut hvað þetta
varðar, og eftir því sem næst verður
komizt vora tónleikar dönsku út-
varpshljómsveitarinnar í fyrradag
fyrsta skiptið sem dönsk sinfón-
íuhljómsveit kveður upp raust sína
hér á landi. Og þar sem fyrri við-
burðir af slíku tagi hafa átt sér stað í
Laugardalshöllinni, vora þessir tón-
leikar því ómetanlegri sem íslenzkir
áheyrendur (þ. á m. fjöldi meðlima
SÍ) gátu hlýtt á flutninginn á sjálfum
vinnustað Sinfóníuhljómsveitar Is-
lands, með öllum hans kostum og
ekki sízt göllum, og því fengið ein-
stakt tækifæri til raunhæfs saman-
burðar. Það ætti að þykja einsýnt, að
fátt yrði hérlendu tónlistarlífi al-
mennt, og SÍ sérstaklega, betri lyft-
istöng en gestakomur af slíku tagi,
nema ef vera skyldi ferðalög okkar
hljómsveitar erlendis - og vitanlega
tilkoma boðlegs tónleikahúss í höf-
uðborginni. Það síðastnefnda ætti
einnig öðra fremur að hvetja til
heimsókna erlendra sinfóníuhljóm-
sveita hingað, sem vissulega er ekki
vanþörf á.
Danska útvarpshljómsveitin fagn-
ar 75 ára aldri á þessu ári og kom
hingað í boði Menningarborgar 2000,
SI og fleiri aðilja á leið sinni vestur
um haf. Með í för var danska tón-
skáldið Poul Ruders (f. 1949), sem
óðum fer að verða einn þekktasti
samtímahöfundur Dana á alþjóða-
vísu. Eftir hann var flutt „Concerto
in Pieces, hljómsveitartilbrigði um
stef eftir Purcell, sem BBC pantaði á
fimmtugsafmæli Britten-verksins al-
kunna, Hljómsveitin kynnir sig frá
1946.
Athygli vekur að Bretar skuli hafa
leitað út fyrir landsteina með því að
fela dönsku tónaskáldi verkefnið,
sem hlýtur að teljast meðal stærri
tækifæra norrænna tónskálda í
seinni tíð. Líkt og í verki Brittens
voru upplesnar kynningar milli til-
brigða, og sá höfundur sjálfur um
lesturinn á dönsku; sem betur fór
með nokkuð skýrmæltri framsögn.
Mikið vatn hefur til sjávar rannið
frá nýklassíska skeiði Brittens, og
mætti í gárangamunni kannski
auknefna tilbrigði Ruders „Nútíma-
hljómsveitin kynnir sig“, því eins og
við var að búast var verkið mótað af
tónmáli ofanverðrar þessarar aldar.
Ruders valdi sér ekki eitt af lag-
rænni stefjum Purcells, heldur notar
„Ho ho ho“-söng nornanna í Dido og
Eneasi til útfærslu, eins og heyra gat
í upphafi verksins, þar sem illkvittin
þórðargleðin brýzt fram með hoss-
andi hrossahlátri allrar hljómsveit-
arinnar.
Síðan komu 10 tilbrigði koll af
kolli, sem unnu mestmegnis út frá
mismunandi áferð og litbrigðum að
hætti flestra nútímatónskálda. Fjöl-
margt var áheyrilegt og skemmti-
legt í hugmyndaríkri og fjöltækri út-
leggingu Ruders, sem vatt sér
fyrirhafnarlítið milli stíltegunda
samtímans; kannski eftirminnilegast
í tilbrigðinu þar sem dulúðlegur ein-
leikssaxofónn á lágværam en safa-
ríkum strengjabakgrunni lék í eins-
konar samblönduðum anda austurs
og vesturs. I heild hélt verkið athygli
allar sínar nítján mínútur, enda hið
fjölbreyttasta í kynnisferð þess um
breitt hljómsveitarléreftið og nálg-
unaraðferðir nútímans. Hvað upp-
eldisgildi þess varðar lá í augum uppi
að spyrja hví enginn skyldi hafa látið
sér detta annað eins í hug fyrr, þegar
nánast óyfirsjáanleg fjölbreytni
nýrrar fagurtónlistar er höfð í huga.
Túlkun hljómsveitar og stjóm-
anda var frábærlega góð í tilbrigða-
verkinu, í senn snörp og hlý, og reis
enn hærra í sérkennilegri 4. sinfóníu
Carls Nielsens þar á eftir. Titill
verksins, „Hið óslökkvandi" vísar á
lífið sjálft. Vinnslumáti danska snill-
ingsins verkar hér furðu leitandi og
jafnvel brotakenndur þegar á heild-
arformið er litið, einkum í saman-
burði við meistaraverk hans 5. sin-
fóníu, en var engu að síður víða
einkar hrífandi, ekki sízt í bráðfjör-
ugum flutningi Dananna, sem vora
auðheyrilega með allt á tæra, án
þess að stjórnandinn virtist þurfa að
leggja mikið til málanna. Persónu-
legur frumsköpunarkraftur Niel-
sens birtist í fjölmörgum ólíkum
myndum, allt frá himinstormandi
reisn tutti-kaflanna í innilega en
ferska gleði yfir minnstu djásnum
náttúrannar líkt og í tréblásarakór-
alnum í upphafi II. þáttar, sem var
eins og eitt eilífðar smáblóm með
orðalagi skáldsins í íðilfagurri tján-
ingu hljómsveitarmanna. Undirtekt-
ir áheyrenda voru eftir því góðar.
Það er veralega gaman þegar sam-
einast nærri því óskandinavískur
skaphiti og rakvélablaðsnákvæmni -
t.a.m. í mörgum eitilsnörpum fúgató-
köflum verksins, að ekki sé minnzt á
ketilbumbueinvígið fræga - og leik-
ur lítill vafi á að 4. sinfónía Nielsens
mun gera það gott í tónleikahöllum
Bandaríkjamanna á næstunni, ef
Dönunum tekst álíka vel upp þar og
hér.
2. sinfónía Sibeliusar frá síðustu
aldamótum er óður til finnskrar
náttúra, ort úr hillingarfjarlægð suð-
rænnar sólar á Italíu. Miðað við
glæstar vonir undangenginna afreka
kvöldins var ekki með öllu laust við
að hún ylli svolitlum vonbrigðum í
túlkun Temirkanovs. Hraðabreyt-
ingar hans vora að vísu vel ásættan-
legar, þótt stundum sérvizkulegar
væru með lengri „kúnstpásum" en
maður á að venjast, og ekki vantaði
heldur skaphitann í hljómsveitinni
frekar en fyrri daginn. Én á köflum
var sem aðdáunarverð snerpan í
spilamennskunni nýttist ekki sem
skyldi vegna óheppilegs jafnvægis
milli hljómsveitarhópa, sem hafði til-
hneigingu til að skyggja á mikilvæg
stef og frum. Þau hefði að ósekju
mátt draga betur fram, enda auð-
þakin í víða þykkum hljómsveitarvef
Sibeliusar. Lúðrablásturinn, sem
hér líkt og í fyrri verkum dagskrár
var í sjálfu sér stórglæsilegur, hefði
mátt draga aðeins niður í styrk hér
og þar, og sumar innkomur í strengj-
um og tré náðu ekki alveg sömu
skeiðklukkustundvísi og í fyrri verk-
um.
Hvað jafnvægisvandann varðar
kann að vísu að vera, að ókunnur
hljómburður Háskólabíós, sem í
bezta falli afhjúpar án þess að styðja,
hafi átt sinn þátt í því hvemig til
tókst. Til dæmis var eftirtektarvert
að jafnvel fullskipuð strengjasveit
með 8 kontrabössum náði minni
hljómfyllingu en maður átti von á,
auk þess sem tréblástur átti oft auð-
velt með að hverfa í mergðinni. En
þrátt fyrir allt var spilagleðin þakk-
látum tónleikagestum augljós á
þessu eftirminnilega kvöldi, og verð-
ur hún ugglaust það sem útslagið
gefur, þegar hljómsveitin tekur til
óspilltra mála á næstunni í sölum á
við Kennedy Center og Carnegie
Hall.
Ríkarður Ö. Pálsson