Morgunblaðið - 01.03.2000, Page 43

Morgunblaðið - 01.03.2000, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 43 + María Soffía Kristinsdóttir fæddist í Hringsdal í Grýtubakkahreppi í S-Þing. 16. niaí 1930. Hún lést á Land- spítalanum 19. febr- úar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Breiðholts- kirkju 25. febrúar. Maja og Palli, sjald- an bar nafn þeirra á góma öðruvísi en svona, bæði saman, enda var ekki hægt að hugsa sér samrýndari hjón. Öll þeirra samvera hefur snúist um væntumþykju og hlýhug hvors í ann- ars garð. Synirnir þrír og fjölskyldur þeirra voru þó ávallt hringamiðjan í lífl þeirra. Við hjónin vorum svo heppin að vera næstum fjölskylda við Maju og Palla. Svo góðir vinir og félagar vorum við að þegar foreldrar okkar voru látnir tóku Maja og Palli að sér ömmu- og afahlutverkið hjá börnum okkar og sinntu því á fullkominn hátt. Það var ef til vill ekki svo erfitt, því Maja hafði tekið á móti yngra barni okkar við fæðingu þess. Vinskapur okkar hófst fyrir langa löngu og eru ógleymanlegar sam- verustundir í ferðalögum innanlands sem utan, auk allra stundanna og söngæfinganna með Söngfélagi Skaftfellinga í Skaftfellingabúð. Ör- lítill aldursmunur okkar varð til þess að Maja og Palli urðu fljótt leiðtogar okkar og fyrirmynd í hjónabandinu og lífinu öllu. En nú er hún Maja amma fallin frá eftir erfið veikindi seinustu misserin og er hennar sárt saknað. Við biðjum æðri máttarvöld að gefa Palla afa, sonum og fjölskyldum þeirra styrk og blessun á þessum erfiða tíma. Margrét Bjömsdóttir og Kristján Leifsson. Er við kveðjum Mar- íu Soffíu Kristinsdótt- ur, ljósmóður eða Maju eins og hún vildi láta kalla sig, er okkur fyrst og fremst í huga þakk- læti fyrir góða sam- vinnu með dugmikilli og drífandi samstarfs- konu. Maja réðst hingað að mæðradeildinni 1980 og vann hér sleitulaust fram í maí 1997 að hún hætti til þess að geta notið lífsins. Maja var rösk til verka, og skjót að taka ákvarðanir. Það átti ekki við hana að eyða tímanum í óþarfa inni- haldslaust tal, heldur koma hlutum í framkvæmd. Hún var ætíð opin fyrir nýjungum í sínu fagi og fylgdist vel með þó svo hún segði oft að mikill munur væri á kennslu og þekkingu nú eða þegar hún lærði. Hún sinnti sínum verðandi mæðrum vel, og enn þremur árum eftir að hún hættir störfum eru konur sem höfðu haft hana fyrir ljósmóður að spyrja er þær koma þungaðar nú hvort Maja sé ekki ennþá að vinna. Á góðum stundum var Maja hrók- ur alls fagnaðar. AJltaf með léttar sögur á takteinum og hló svo hátt að undir tók. Hún var og virk í félags- starfi og söng í kór. Hún ræddi oft um fjölskylduna og Pál sinn en þau voru mjög samhent. Er hún lauk störfum hér við mæðradeildina bauð hún öllu samstarfsfólki sínu til veislu í sumarbústað þeirra hjóna og sá fagnaður er enn í minnum hafður. Því miður veittist Maríu ekki Iang- ur tími eftir að hún hætti störfum til að njóta lífsins og sinna sínum hugð- arefnum. Varla hafði hún hætt vinnu fyrr en hún greindist með sjúkdóm þann sem nú hefur lagt að velli þessa sterku konu. Við kveðjum Maríu með söknuði og virðingu í dag og sendum eigin- manni, sonum og ættingjum innileg- ustu samúðarkveðjur. Starfsfólk mæðradeildar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur njóta þeirrar sérstæðu stemmningar sem felst í því að hittast, hlæja, skera út laufabrauðið og borða gott norð- lenskt hangikjöt í lok dags. Nóttin sem tengdi okkur sterk- ustu böndunum var aðfaranótt 19. nóvember 1972 þegar Karen Jenný kom í heiminn. Ég fann þá vel hve góð ljósmóðir Mæja var og tilbúin að hjálpa mér að eiga barn á sem auð- veldastan hátt. Tuttugu og þremur árum síðar endurtekur sagan sig þegar Mæja fylgdist með Karen Jenný ganga með Þórhildi Gyðu, það var gaman fyrir okkur að fá að verða þessarar gæfu aðnjótandi. Viska hennar og ráðleggingar, sem við báðar fengum að heyra, lifir í.okkar ráðleggingum til barnshafandi kvenna jafnt í fjölskyldu sem vina- hóp. Minningar um hlátur, söng og gleði eru þær minningar sem auð- veldast er að minnast. En alltaf var Mæja til í að breiða út faðminn, hugga og styrkja þegar lífið varð erf- itt. Við þökkum Mæju alla þá vináttu sem við í fjölskyldu Fúsa og Ingu höfum orðið aðnjótandi í gegnum ár- in. Við í ijölskyldunni sendum Palla, Jóhannesi og fjölskyldu, Þór og fjöl- skyldu og Kidda, sem og öðrum að- standendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Gyða og Karen Jenný. Vertu alltaf hress í huga hvað sem kann að mæta þér. baggi margra þyngri er. Vertu sanngjam, vertu mildur, vægðu þeim sem mót þér braut. Bið þinn Guð um hreinna hjarta hjálp í lífsins vanda og þraut. Treystu því að þér á herðar þyngri byrði ei varpað er, en þú hefur afl að bera, orka blundar, næg er þér. Þerraðu kinnar þess er grætur, þvoðu kaun hins særða manns. Sendu inn í sérhvert hjarta sólargeisla kærleikans. (Höf.óþ.) Dýpstu samúð votta ég Páli Jó- hannessyni, sonum þeirra og fjöl- skyldum. Guðrún Árnadóttir. MARÍA SOFFÍA KRISTINSDÓTTIR Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast góðrar vinkonu okk- ar, Maríu Soffíu Kristinsdóttur eða Maju hans Palla, eins og við kölluð- um hana oftast. Maju kynntist ég þegar ég leigði herbergi hjá þeim hjónum, það var lítil leiga, oftast hef ég áreiðanlega borðað fyrir þann litla pening sem ég lét af hendi fyrir herbergið. Maja var lærð Ijósmóðir og tók hún á móti elsta barninu mínu og studdi dyggilega við bakið á ungu móðurinni. Maja og Palli stóðu fyrir þeirri góðu hefð að kalla saman nokkra ættingja og vini, til að steikja laufabrauð fyrir jólin. Þetta er stór dagur í lífi okkar allra, byrjað snemma um morguninn og endað með dýrindis hangikjöts- og laufa- brauðsveislu. Fyrir síðustu jól var Maja orðin mjög veik, en þau hjónin létu það ekki stoppa sig, vildu hafa sín „litlu jól“. Maja kom heim af sjúkrahúsinu til að vera með okkur þennan dag. Ég veit að hún naut þess að fylgjast með öllum hópnum sínum. Hún fullvissaði sig um að potthlemmurinn væri á sínum stað, ef kviknaði í feitinni. Mér þykir mik- ill heiður að hafa steikt laufabrauðið hennar Maju síðustu tvö árin. Palli og Maja komu sér upp sum- arbústað í Öndverðaneslandi, þar dvöldu þau í sínum frítíma. Maja hafði yndi af að vera úti í náttúrunni, fara í gönguferðir og sund. Maja var létt í lund, hrókur alls fagnaðar þar sem við átti en ljúf og nærgætin, tilbúin að hugga og hjálpa. Við Maggi og börnin okkar þökkum Maju allar góðu samveru- stundirnar. Palli minn, síðustu mánuðir hafa verið erfiðir, en þú átt góða syni, tengdadætur og bamabörn, þið hafið öll misst mikið. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk. Jóhanna, Magnús S., Ásbjörg, Hrafnhildur og Magnús. Þegar komið er að þáttaskilum í lífi manns renna upp minningarnar sem tengja okkur saman og gera okkur að fjölskyldu. Okkur mæðg- urnar langai- að þakka Mæju fyrir hennar þátt í að móta líf okkar. Það er aldrei að tilefnislausu sem við kynnumst fólki, Mæja kom inn í fjöl- skylduna með bros og hlýju og bar með sér nýja menningarstrauma sem enn setja mark á fjölskylduna. Þannig hefur það orðið órjúfanlegur hluti af jólaundirbúningi margra fjölskyldna að taka þátt í laufa- brauðsbakstrinum, og a.m.k. fjórar kynslóðir hafa fengið að neyta og OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN Davib Inger Öhiftir l 'tfnr/trstj. I 'tfar/irstj. (Ufar/irstj. LÍK KI STllVI N N USTO FA EYVINDAR ÁRNASONAR + Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu sem vott- uðu samúð sína og veittu okkur styrk við and- lát og útför MARÍU BJARKAR EIÐSDÓTTUR, Holtsbúð 14, Garðabæ. Ingólfur Hansen, Reynir Harðarson, Rosemary Wanjiku Kihuri, Ester Birna Hansen, Valgerður Ósk Hansen, Valgerður Magnúsdóttir, systkini og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN VILBORG GÍSLADÓTTIR, Þórunnarstræti 134, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 28. febrúar. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Gísli Sigfússon, Helga Sigfúsdóttir, Rúnar H. Sigmundsson, Gunnar Örn Rúnarsson, Bryndís Valgarðsdóttir, Sigrún Rúnarsdóttir, Magnús Magnússon, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Elín Sveinsdóttir, Guðrún Rúnarsdóttir, Sigfús Arnar Karlsson og langömmubörn. + Elskulegur maðurinn minn og mágur okkar, KENNETH J. KELLER, 510 Fairmont ave., North Tonawanda N.Y. 14120 USA, lést föstudaginn 25. febrúar. Útförin hefur farið fram. Ásdís Torfadóttir Keller, Sveinhildur Torfadóttir, Laufey Torfadóttir, Sigrún Torfadóttir, Kristín Torfadóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, SIGURÐUR GUNNARSSON, Laugarnesvegi 81, Reykjavík, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þorbjörg Einarsdóttir, Guðrún Viktoría Sigurðardóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Sigurður Victor Chelbat. + Okkar kæri fósturfaðir og bróðir, AÐALSTEINN TH. GÍSLASON, Jökulgrunni 6, Reykjavík, lést á Hrafnistu mánudaginn 28. febrúar. Guðrún Árnadóttir, Sigríður Árnadóttir, Sigríður Gísladóttir, Petra Gísladóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, TEITNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Fellsbraut 2, Skagaströnd, lést á Sjúkrahúsinu Blönduósi mánudaginn 28. febrúar. Guðmundur Sveinsson, Margrét Guðbrandsdóttir, Gunnar Sveinsson, Bára Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur sonur minn, RAFN MAGNÚSSON, Efstasundi 80, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 29. febrúar. Aðalheiður Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.