Morgunblaðið - 01.03.2000, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 55
-------------------------- 1.
FÓLK í FRÉTTUM
Heimildarmynd um morðið á Brandon Teena
Ein/n af
strákunum...
Háskólabíó frumsýndi á dögunum heimild-
armyndina Saga Brandon Teena. Jóhanna
Vigdis Guðmundsdóttir náði tali af kvik-
myndagerðarkonunum Grétu Olafsdóttur
og Susan Muska er skrásettu söguna.
BRANDON Teena var hinn full-
komni herramaður og draumaprins
allra kvenna. Stuttu eftii- komuna til
smábæjarins Falls City í Nebraska
var hann heitasti gæinn í bænum,
umvafinn kærustum, vinum og
drykkjufélögum.
30. desember árið 1993 var Bran-
don myrtur, ásamt Lisu Lambert og
Phillip DeVine, af vinum sínum Tom
Nissen og John Lotter. Morðið á
Brandon Teena vakti mikla athygli
og óhug en það var þó aðeins upp-
hafið að hrinu hatursglæpa sem síðan
hefur dunið yfir Bandaríkin. Fólk
varð ekki síður slegið þegar í Ijós kom
að Brandon Teena hét í raun Teena
Brandon og var kona en ekki karl.
Við rannsókn málsins kom einnig í
ljós að drykkjufélagar og morðingjar
Brandons höfðu á jóladag, fimm dög-
um áður en þeir myrtu Brandon,
nauðgað henni og misþyrmt.
Heimildamynd Grétu Olafsdóttur
og Susan Muska, „The Brandon
Teena Story“, hlaut Gullbjörninn í
flokki heimildai-mynda á kvikmynda-
hátíðinni í Berlín árið 1998 og önnur
verðlaun þetta sama ár, á kvik-
myndahátíðinni í Vancouver, sem
besta heimildarmyndin.
Spæjaravinna í Nebraska
Það var tilviljun sem réð því að
heimildarmyndin um Brandon Teena
varð til. Vinkonu Susan, sem var
blaðamaður á Village Voice í New
York, var gert að skrifa ítarlega
gi’ein um morðið á Brandon Teena.
„Til að vinna nauðsynlega rann-
sóknarvinnu þurfti hún hins vegar að
fara alla leið til Nebraska og þar sem
hún er ekki með bílpróf bauð Village
Voice mér að koma með, gegn því að
ég yrði bílstjórinn hennar. Við hefð-
um ekki haft efni á að fara og kynna
okkur málið öðruvísi. Við fórum því
til Nebraska stuttu eftir að atburð-
imir sem myndin fjallar um áttu sér
stað og unnum mikla spæjaravinnu,
töluðum við fjölda fólks og flökkuðum
á milli bæja. Þetta er aðdragandinn
að „The Brandon Teena Story“, segir
Susan.
Gréta segir að þær hafi heillast af
efninu þegai’ heim var komið, þegar
þær hafi haft tækifæri til að skoða
það nánar. „Það eru svo margir
áhugaverðir fletir á málinu og í raun-
inni veltir það upp mörgum málefn-
um sem okkur þótti aðkallandi að
fjallað yrði um.“
Susan bætir því við að mál Bran-
don Teena sé marghliða en fólk hafi
haft ákaflega mótaðar hugmyndir um
hver Brandon hafi verið og hvers
vegna morðin voru framin. „Fólk
virtist skálda upp sögur til að láta
morðin lúta lögmálum raunveruleik-
ans, til að skilja þau. Sumir vildu ekki
hugsa um hvað gerðist raunverulega
því það hefði valdið of miklu upp-
námi. Þess vegna vildum við gera
mörgum hliðum málsins skil.“
Þegar réttarhöldin yfir Tom Niss-
en, öðrum morðingjanna, hófúst
ákváðu Gréta og Susan að hefja gerð
„The Brandon Teena Story“.
Næstu fjögur árin unnu þær að
myndinni og fóru um það bil fjórar
ferðir á ári til Nebraska. Þar dvöld-
ust þær lengi í hvert skipti, leigðu
íbúð og kynntust fólkinu í kringum
Brandon Teena vel.
Susan segir þær hafa blandast vel
inní samfélagið, þær umgengust fólk-
ið mikið og tóku sér góðan tíma í að
kynnast því og umhverfinu. „Það var
mjög gaman enda tóku allir okkur
svo vel, sem kemur reyndar sumum á
óvart.“
„Fólk sá að við lögðum mikið á
okkur við þessa vinnu og kunni að
meta það,“ segir Gréta.
Verðlaunaraynd borguð
með kreditkortum
„Það var erfitt að fjármagna gerð
myndarinnar,“ segir Gréta. „Við
gerðum það nær einvörðungu sjálfar,
með kreditkortunum okkar... og vin-
um sem lánuðu okkur peninga enda-
laust."
Blaðamaður spyr hvort þetta sé
Brandon Teena, sem myndin
fjallar um, ásamt vinum sínum.
ekki íslenska aðferðin við fjármögn-
un kvikmynda en Susan svarar því til
að miklu fleiri en íslendingar fjár-
magni myndir sínar á þennan hátt,
sérstaklega þeir sem starfi sjálfstætt.
„Auk þess var þetta fyrsta myndin
okkar og skiljanlega eru ekki margir
sem vilja henda peningunum sínum í
verkefni sem þeir hafi enga trygg-
ingu fyrir að gangi upp. Hjá sumum
fer reyndar svo mikill tími í fjáröflun
að mörg ár líða kannski áður en hægt
er að hefjast handa við gerð myndar-
innar.“
„Og í þessum bransa er það bara
ekki hægt, fólk verður til dæmis ekki
að tala um Brandon Teena eftir mörg
ár og þess vegna verður að hamra
jámið meðan heitt er,“ segir Gréta.
Hollywood-legin ástarsaga eða
raunveruleg harmsaga?
Frá draumamaskínunni Holly-
wood hefur nýlega komið kvikmynd
byggð á harmsögu Brandon Teena.
Upphaflega var kvikmyndin „Boys
don’t cry“ reyndar ekki Hollywood-
saga heldur kvikmynd sem unnin var
sjálfstætt, án fulltingis stóru fram-
leiðendanna. Myndin var síðan keypt
af stóru kvikmyndaveri, ritstýrt og
hún gerð „Hollywoodvæn“. Susan
segir kvikmyndina „Boys don’t cry“
ólíka heimildarmynd þeirra að því
leyti að hún sé mjög lauslega byggð á
fáum staðreyndum málsins. I hana
vanti til að mynda fjölda persónanna
sem að máli Brandons komu, þær
sem þó eru í myndinni séu hins vegar
mjög ólíkai’ fyrii-myndunum.
„Það voru tvær aðrar manneskjur
myrtar um leið og Brandon Teena en
þær eru meira eða minna hunsaðar í
Hollywoodútgáfunni," segir Gréta
sem greinilega finnst ekki mikið til
kvikmyndarinnar koma. „Að auki er
ein kærasta Brandons staðsett á
vettvangi morðsins í kvikmyndinni,
samkvæmt bandarískum lögum er
hún þá samsek morðingjunum, en
þannig var það ekki í raunveruleikan-
um. Þetta finnst mér smekklaust,
aumingja stúlkan er að reyna að lifa
eðlilegu lífi.“
Susan og Gréta segjast ekki aðeins
hafa leitast við að segja sögu Bran-
dons heldur einnig sögu þeirra sem
þekktu hann og gera þannig grein
fyrir hvaða áhrif Brandon hafði á líf
viðkomandi aðila og sjálfsmynd.
„Við vildum að fólk sæi viðbrögð og
hugsanir sjálfs sín í fólkinu sem kem-
ur fram í heimildarmyndinni um
Brandon. Við vildum kanna mál hans
út frá stærra samfélagslegu sam-
hengi. I Hollywoodútgáfunni er hins
vegai’ einblínt á að gera Brandon að
einhverskonar útlaga; konu sem
klæðir sig eins og karl og stundar
kynlíf með hinum og þessum; en það
er einfölduð sýn á líf Brandons og
gengur aðallega út á að skapa kyn-
ferðislega spennu. Okkur finnst
miklu meira spennandi að reyna að
skapa spennu í hugum áhorfenda,"
segir Susan.
Gréta bætir því við að þær hafi allt-
af litið á „The Brandon Teena Story"
sem einskonar „hugsananæringu" og
að hún virðist virka þannig á áhorf-
endur. „Við höfum fengið mjög
skemmtileg viðbrögð við myndinni,
áhorfendur virðast geta talað um
hana endalaust og velt upp ótal sýn-
um á mál Brandon Teena.“
Samkynhneigð eða
karl í líkama konu?
En hver var Teena Brandon? Var
hún samkynhneigð eða karl í líkama
konu, eða eitthvað þaðan af flóknara?
Þessari spumingu eiga Gréta og Sus-
an erfitt með að svara, þrátt fyrr að
hafa ejdt fjórum árum í gerð myndar-
innar með hana í huga.
„Þetta veit enginn í raun og veru.
Við vitum ekki hvort hún hefði endað
sem samkynhneigð kona, farið í
kynskiptiaðgerð og orðið karl eða
hvað, því hún er dauð. Þess vegna
settum við aldrei neinn merkimiða á
Brandon en það hefur truflað fólk
mjög varðandi „The Brandon Teena
Story“. Því miður vill fólk í nútíma-
samfélagi geta skellt merkimiðum á
aðra, það þolir ekki að skilja alla
möguleika eftir opna þegar það fær
engin svör við spurningum sínum.
Það er þó víst að Brandon var ráðvillt
ungmenni sem hafði engan sem hann -
gat fengið ráðleggingar og hjálp frá.
Það er líka spuming hvort Bran-
don hafi hreinlega haft fordóma
gagnvart samkynhneigðum eða að
hún hafi, sökum viðhorfa til samkyn-
hneigðra í samfélaginu, ákveðið að
þykjast vera strákur til að geta verið
með stelpum og losna þai’ með við
fordómana gagnvart samkynhneigð-
um,“ segir Susan.
Gréta bætir því við að við verðum
bara að sætta okkur við þá staðreynd
að við höfum ekki svör við öllum
heimsins spurningum. r
Viljum ekki vera morðgellurnar
En hvemig munu Susan og Gréta
halda uppi hinum góða orðstír sem
þær hafa unnið sér íyrir „The Bran-
don Teena Story“?
„Við höldum nú bara áfram að
vinna!“ segir Susan. „í næsta verk-
efni breytum við auðvitað, og sem
betur fer, um sjónarhom. Við viljum
alls ekki fá það á tilfinninguna að fólk
ætlist til að að við fjöllum alltaf um
sama efnið í heimOdai-myndunum
okkar.“
„Við viljum ekki vera „morðkerl-
ingamar“... enda höfum við mjög ólík
áhugamál þannig að af nógu er að
taka,“ segir Gréta.
Susan og Gréta vinna nú að heim-
ildarmynd um konur sem lentu í
þjóðemishreinsunum stríðsins í
gömlu Júgóslavíu og lifðu hörmung-
amai’ af. Olíkt „The Brandon Teena
Story“ reikna þær með að klára
myndina um konumar í Kosovo á
einuári!
Morgunblaðið/RAX
Susan Muska og Gréta Ólafsdóttir við vinnu sína.
Nr. var vikur Mynd Framl./Oreifing ! Sýningarstaður
17 1. 3 Toy Story 2 BVI • Bíóhöll, Bióborg, Kringlub., Stjörnub., Regnb., Nýja Bíó Ak./Kef.
2. 2. 2 Three Kings Warner Bros j Bíóhöll, Kringlubíó, Nýja Bíó Akureyri, Stjörnubíó
3. 5. 9 Englar Alheimsins isl. kvik.sarnst. ; Hóskólabió, Sogabíó, Borgarbíó Akureyri
4. 3. 5 American Beauty UIP j Hóskólabíó
5. '4: 2 Talented Mr. Ripley Miramax i Regnboginn
6. Ný Ný Bicentennial Man Columbia i Stjörnubíó, Bíóhöllin j/k
7. Ný Ný Anna and the King Fox ÍHóskólabíó -T /
8. 6. ...... Insider Spyglass Entertain.! Laugarósbíó <L.
9. Ný Ný Magnolia New Line Cinemo Laugarósbíó
10. 9. 15 Tarzan Walt Disney Prod. • Bíóhöll, Bíóborgin, Kringlubíó, Hornafi;,Igilss!a3ir, Nýjq Bíó
n.! 8.
12. i 11.
13. i 7
14. í 17.
15. i 13.
16. ; 12.
17. ; 14.
18. : 16.
19. i 21.
20. i 27.
Stir of Echoes
The Iron Giant
Sixth Sense
Ungfrúin góða og Húsið
Boby Geniuses
Fight Club
Summit
UIP
BVI
Worner Bros
Spyclass Entertain
UIP
Bíóborg, Kringlubíó,
Hóskólobíó
Kringlubíó
Bíóhöll, Vestmonnoeyium
Laugarósbíó
Bíóhöll
Hóskólabíó
/‘V
l"8"tlli l'ilÉHI II i i I
Crystal Sky
Fox
Ti ITTTTT
linn
Regnboginn
iiiiiiiii irrri'"
rm
Vinsæl leikföng
Leikfangasaga
2 er enn á
toppi kvik-
myndalistans
eftir þrjár vik-
ur og Þrír
kóngar halda
sömuleiðis öðru
sætinu frá fyrri
viku. Englar al-
heims eru enn
á fljúgandi ferð
um listann og
halda sig við
efstu sætin en
rnyndin er
þessa vikuna í
þriðja sæti eftir
heilar níu vikur
á lista.
Þrjár nýjar myndir eru á lista
vikunnar og er sú efsta í sjötta
sæti en það er myndin „Bicent-
ennial Man“ með Robin Williams í
aðalhlutverki. Fast á hæla henni
fylgir Anna og kóngurinn en það
er stórleikonan Jodie Foster sem
fer þar með aðalhlutverk.
George Clooney í Þremur kóngum.
f nfunda sæti er þriðja nýja
myndin á lista, „Magnolia“ með
Tom Cruise í aðalhlutverki. Hann
er tilnefndur til Óskarsverðlauna
fyrir hlutverk sitt og fékk mynd-
in Gullbjörninn á Kvikmyndahá-
tíðinni í Berlín sem lauk á dögun-
um.