Morgunblaðið - 01.03.2000, Síða 60

Morgunblaðið - 01.03.2000, Síða 60
MORGUNBLAÐIÐ 60 MIÐVIKUDAGUR 1. MARS 2000 t------------------------ r HASKOLABIO HASKOLABIO Hagatorgi, sími 530 1919 Sýnd kl. 5.15, 8 og 10.50. B. i. lOára S Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6, 8 og 10. 8 TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVE RÐ LAU NA KEVIN SPACEY ANi IETIE i AMERICAN AIMBL ★ ★★★ ÓFE Hausverk ★ ★★l/2 KB Dagur Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B. i. 14 ára / IIST D0(l VtVUR\ \ Braridon Teena Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10. iiÉ'IUH Sýnd kl. 3.45, 6.15, 8 og 10.30. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. ATHI FRlKORT GILDIREKKI ‘"j ★★★1/2 LA BESl , i i SVMBL I "™l Kvikmyndir.is w w w uv£- Sýnd með íslensku tali kl. 3.50 og 5.55. Engin sýning í dag. Fimmtudag kl. 10. B.ue. Álfabakka 8, simi 587 8900 og 587 8905 nmm 'ÉÍ téng flcltdsta mynd scm sást hefur ( langan tíin3! Hæð. spenna og húmor bfandðó saman (frábaYu handriti. 1 Sýndkl. 5.50, 8 og 10.10. b.í.16. | tal. www.samfilm.iswww.bio.is Kemur sér örugglega vel að eldast hægar Erla Bára Karelsdóttir 3 ára (12 ára) Hvað segistu vera orðin gömul í dag? „Þriggja ára. Þriggja og tólf.“ Hvort finnst þér þú frekar vera? „Ég veit það ekki. Ég er nátt- úrlega búin að vcra til í tólf ár.“ Heldurðu upp á afmæli þitt á hverju ári eða bara á afmælis- daginn? „Á hverju ári. Yfirleitt er ég farin að líta á mig einu ári eldri 28. febrúar." Er þá haJdið veglegra afmæli fjórða hvert árþegar alvöru af- mælisdagurinn er? „Já, þá er afmælið svolítið stærra." Er ekki lciðinlegt að eiga svona sjaldan afmæli? „Nei, það er bara skemmtilegt. Krökkum finnst þetta svolítið sérstakt og það vita næstum allir hvenær maður á afmæli. Það er samt ekkert frekar haldið upp á mitt afmæli en þeirra." Verður svo afmælisveisla í Idag? „Já, fyrir bekkinn." Það er aldrei, kemur bara aII- ur bekkurinn? „Nei, strákarnir koma ekki, Morgunblaðið/Ásdís bara stelpurnar. Þeir eru ekkert sérstaklega skemmtilegir." Hvort heldurðu að verði þrjú eða tólfkerti á afmælistertunni? „Það verður ekki terta. Ég ætla að vera með „pitsur“.“ Er ekki bara fínt að eldast hægar en allirjafnaldrarnir? „Jú, það mun örugglega koma sér vel.“ Afmælisbörn hlaupársdags Miklu yngri en jafnaldrarnir í GÆR var svokallaður hlaup- ársdagur, 29. febrúar, sem er á fjögurra ára fresti, hlaupári, þegar dagar ársins eru einum fleiri en dagar „venjulegra“ ára eða 366 talsins. Hlaupársdagur á sér langa hefð og margir siðir hafa verið bundnir deginum. T.a.m. var það alþekktur siður hér áður fyrr að þennan dag skyldu konur grípa gæsina og biðja sér eiginmanns því þá mætti hann ei neita og einungis kaupa sig lausan með gjöf eða gjaldi. Það þykir vitanlega enn merkilegt að hafa fæðst á þessum „aukadegi“ en gróf- lega reiknað eru líkurnar svona 1 á móti 1.461 (ef gert er ráð fyrir að dreifing fæðinga yfir árið sé jöfn). A meðan fæðingardagar þeirra sem fæðast einhvern hinna daga ársins koma árlega þá koma fæðingardagar þeirra sem fæðast 29. febrúar á fjögurra ára fresti og geta þeir því fagnað eiginlegum afmælis- degi fjórum sinnum sjaldnar en aðrir. Það hefur vissulega sína kosti. Þeir sem fagna því að hafa lifað í áttatíu ár í dag eru nefninlega í raun að halda upp á tuttugasta afmælisdag sinn og rétt skriðnir af tán- ingsaldri samkvæmt því. Enda hefur löngum verið sagt að hlaupársdagsbörn eldist hæg- ar og verði langlífari en önnur. Að eiga afmæli á hlaupárs- dag er líka alltaf álitið sér- stakt og eftir því tekið, sem hlýtur að vera vel því öllum þykir jú gaman að munað sé eftir afmælisdeginum. En hvernig skyldu afmælisbörnin sjálf upplifa þennan sjaldgæfa afmælisdag sinn? kúR | ( NATUKAl 1 •; Folic Acid 400 mcg Bi.usp 250 TABLETS " Fólinsýra fyrir barnshafandi konur Apótekid Smáf/iloryi * Apétekið Spónginm Apótckið Krinplunni • Apótskið Smiðjuvegi Apótakið Siiðorströnd • Apóteklð Iðofallí Apótvkið Hagkaop Skoifunni Apótekið Haglcstip Akureyri Hafnarfjarðor Apótck Apótokið Nýkeupom Mosíeilsbro Fleiri gjafir á hlaupári Sigríður Jónsdóttir 15 ára (60 ára) Hvort heldurðu upp á fímm- tán ára afmælið eða sextugs- afmælið í dag? „Ég fylgi árunum svona al- mennt og held því upp á sext- ugsafmælið í dag þótt sjálfan afmælisdaginn vanti. En í dag er vissulega fimmtándi afmælis- dagur minn.“ Heldurðu upp á afmælisdag- inn árlega eða á fjögurra ára fresti? „Það hefur alltaf verið haldið upp á afmæli mitt 28. febrúar, allt frá því móðir mín hóf að gera það þegar ég var barn. Fólk sem á afmæli þann dag hefur líka í gegnum tíðina fús- lega boðið mér þann dag að láni.“ Er hinum raunverulega fæð- ingardegi gert hærra undir höfði? „Já, það vill henda að það sé meira gert úr þeim afmælum. Ég hef fengið fleiri gjafir og skeyti þá.“ Voru það vonbrigði fyrir litla Morgunblaðið/Kristinn stúlku að eiga svona sjaldan af- mæli? „Nei, það þótti mér aldrei, en krakkarnir voru þó eitt- hvað að reyna að stríða mér fyrir að eiga ekki afmæli eins oft og þeir og segja að ég ætti bara platafmæli, þegar haldið var upp á það árlega eins og hjá öðrum. Vinum mmurn fannst þetta hinsvegar bara sniðugt og þeir striddu mér aldrei.“ Þetta er náttúrlega öðru- vísi dagur en allir hinir. „Þegar ég var sextán ára (fjögurra ára) var ég í skóla á Reykholti í Borgarfirði og þar var haldið heilmikið upp á afmæli mitt, bæði kennar- ar og nemendur og var mik- ið um það rætt. Ég held ég hafi verið fyrsti nemandi skólans sem átti afmæli á hlaupársdag.“ Er ekki bara fínt að vera svona miklu yngri en jafn- aldrarnir? (Hlær) „Ég veit það ekki. Sumir segja að ég sé ungleg og ég segi að það sé vegna þess að ég á svo sjaldan afmæli." Morgunblaðið/Jim Smart Allir vissu hvenær af- mælið var Sumarliði Rúnarsson 7 ára (28 ára) Hvaða afmæli fagnar þú í dag? „Þetta er sjöunda afmælið en ég er tuttugu og átta ára. Maður er náttúrlega búinn að lifa í 28 ár og reynslan jafn- gömul." Er haldið upp á afmæli þitt árlega eða á fjögurra ára fresti samkvæmt ströngu tíma- tali? „Það er nú vanalega gert ár- lega. Síðan er það gert sér- staklega veglega þegar hinn alvöru afmælisdag rennur upp. Þá er jafnan haldin veisla." Hvaða daghefurðu þá feng- ið að láni? „Það er vanalega eftir tutt- ugasta og áttunda. í seinni tíð hefur það verið á miðnætti hins 1. mars en annars síðar þann dag.“ Þótti þér það einhver von- brigði þegar þú varstyngri að eiga svo sjaldan afmæli? „Nei, alls ekki. Það höfðu bara alljr mjög gaman af þessu. Ég á lítinn frænda sem á afmæli sama dag og við vor- um tvö í bekknum í barna- skóla. Þetta var eiginlega álit- inn meira spennandi afmælisdagur en hinir. Það vissu t.d. allir hvenær maður átti afmæli.“ Erþá ekki fínt að vera svona miklu yngri enjafnaldramir? „Jú, jú, það er miklu betra að vera yngri en allir hinir.“ Ogþú berð aldurinn auð- vitað með þér? „Að sjálfsögðu.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.