Morgunblaðið - 16.03.2000, Page 23

Morgunblaðið - 16.03.2000, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARS 2000 23 NEYTENDUR Nýtt Galdurinn felst í að- ferðunum Sue Kreitzman, er höfundur mat- reiðslubókarinnar Fitusnautt og freistandi, sem kom út í íslenskri þýðingu iyrir skömmu og Mál og Menn- ing gefur út. Hún leggur ríka áherslu á aðferðir í bók- inni, bæði í sérstökum að- ferðakafla og í uppskriftun- um sjálfum og kennir fólki ýmislegt um fitusnauða eldamennsku. Hverri uppskrift fylgir tafla þar sem greint er frá fitu og saltinni- haldi réttanna ásamt hitaeininga- fjölda. I bókinni er fjöldi mynda af rétt- um úr bókinni og aftast í bókinni gerir höfundurinn tillögur að mat- seðlum. Hér fylgir uppskrift að Bologna- sósu, sem höfundur segir þó ekki alveg ekta þar sem fituna vantar. Uppskriftin er m.a. sögð góð með pasta og í lasagna eða connelloni. Bologna-sósa 2 eggaldin, gfhýdd og skorin í bitg ______2 rauðlaukgr, soxaðir___ 2 hvítlauksrif, marin 3 sólþurrkaðir tómatar, saxaðir i-2 ml þurrkaður belgpipgr 3 svartarólífur, steinlausar um 3 dl soð, meira ef þess þarf _______4 msk, þurrt rauðvín____ 500 g mggurt svína- eða nautahakk 2 dósir soxaðir tómatar, 425 g hvor salt og nýmalaður, svartur pipgr Blandið saman öllu sem talið er á undan kjötinu í potti með þykkum botni. Setjið lokið á og látið sjóða duglega í 5-7 mínútur. Takið lokið af, hrærið í öðru hverju og sjóðið áfram þar til eggaldinið er orðið mjög mjúkt og vökvinn nær horf- inn. Bætið við meira soði ef þess þarf. Látið kólna og búið til úr þessu mauk. 2. Steikið kjötið á meðan á pönnu sem ekki festist við og losið það sundur með trésleif. Fjarlægið alla fitu. Blandið eggaldinblöndunni saman við kjötið á pönnunni, bætið tómötunum við ásamt safanum af þeim og kryddið hæfilega með salti og pipar. Látið þetta sjóða duglega án loks í um 10 mínútur, þar til blandan þykknar. Magn 1,5 ltr. Öll sósan Heildarfita Mettuð fita Ómettuð fita Kólesteról Natríum Hitaeiningar 25 g 8g 15 g 300 mg 1.157 mg 1.049 Alltaf ferskt... „ a Select Slitþolin góifteppi á stigahús, skrifstofur og all stadar þar sem mikið mæðir á... Dönsk og þýsk gólfteppi sem seld hafa veríð á íslandi I tugum þúsunda fermetra. DuPont Antron XL polyamid gam. Vel Hljóðeinangrandi, slitþolin og auðveld f þrífum. Hafa hlotið sérstaka viðurkenningu fyrír að innihalda engin ofnæmisvaldandi efni. Fjölbreyttir möguleikar í litum og útUtí. Mælum út og gerum verðtilboð án kostnaðar. Fákafeni 9 Símar 588 1717 og 581 3577 Umboðsmenn um allt land Teppaland GÓLFEFNIehf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.