Morgunblaðið - 17.03.2000, Page 2

Morgunblaðið - 17.03.2000, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fslenskt lambakjöt hugsanlega valið í alþjóðlega kokkakeppni Gæti leitt til útflutnings á 1.000 lambaskrokkum ÍSLAND hefur lagt inri umsókn ura að íslenskt lambakjöt verði notað í virtri kokkakeppni sem haldin verð- ur í Frakklandi á næsta ári. Verði umsókn íslands samþykkt verða íluttir út um 1.000 lambaskrokkar til Frakklands. Baldvin Jónsson, verk- efnisstjóri Áforms, sem vinnur að því að kynna íslenskt lambakjöt erlend- is, segir að verði íslenska kjötið valið felist í því mjög góð kynning á ís- lenska lambakjötinu. Kokkakeppnin heitir Bocuse d’Or og er meðal virtustu kokkakeppna í heimi. Keppt verður í tveimur flokk- um, fiskréttum og kjötréttum. Barri verður notaður í fiskréttina og lambakjöt í kjötréttina. Þrjú lönd hafa lagt inn umsókn um að þeirra lambakjöt verði valið til þátttöku í keppninni, en það eru Nýja-Sjáland, Island og Frakkland. Tekin verður ákvörðun um hvaða kjöt verður fyrir valinu á allra næstu dögum, en ákvörðunin er tekin af alþjóðlegri stjórn keppninnar. Baldvin sagði að 22 keppendur tækju þátt í keppninni og talið væri að hver kokkur þyrfti 20-50 skrokka til að æfa sig á fyrir keppnina til að ná fram réttum bragðgæðum. Sam- tals væri því verið að tala um 1.000 skrokka. Verðið á þeim væri allgott. Landbúnaðarráðuneytið hefur tekið ákvörðun um að styðja þennan útflutning ef af honum verður. „Þessi keppni höfðar fyrst og fremst til matreiðslumeistara sem vinna hjá mjög virtum veitingahús- um út um allan heim. Þeir sem fá að taka þátt í keppninni verða að upp- fylla skilyrði um hæfileika. Ef ís- lenska lambakjötið verður valið gefst gott tækifæri fyrir þessa aðila til að kynnast kjötinu í eldun og bragðgæðum þess. Þetta er því gott tækifæri til að kynna kosti íslenska lambakjötsins," sagði Baldvin. Morgunblaðið/Ásdís Kötturinn fer eigin leiðir Þokast áfram í við- ræðum SA og RSÍ NOKKUÐ þokaðist áfram í við- ræðum Samtaka atvinnulífsins og Rafiðnaðarsambandsins í gær. Fundur aðila stóð langt fram á kvöld í húsakynnum sáttasemjara og verður fram haldið í dag. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, sagði í gærkvöldi að talsvert hefði miðað í viðræðunum og skýr- ast ætti í dag eða um helgina hvort samkomulag náist. „Hér hafa hug- myndir og breytingar gengið á milli aðila,“ sagði Ari í gærkvöldi. Guðmundur Gunnarsson, for- maður RSÍ, tók í sama streng, að nokkuð hefði miðað í viðræðunum. „Ég er bjartsýnni nú en í morg- un,“ sagði Guðmundur seint í gærkvöldi og sagði fræðilega möguleika á samkomulagi í dag. Að sögn Guðmundar er enn tek- ist á um einstaka þætti launaliða, en einnig smærri útfærsluatriði í samningstexta. KÖTTURINN fer sínar eigin leið- ir, eins og óljúgfróðir menn hafa löngum vitað. Þessi fallegi kisi klifraði í trjám á Sauðárkróki í gær; máske til að kanna fuglalifið betur ellegar til þess að hvfla lopp- urnar á ískaldri fönninni sem nóg er af á Króknum um þessar mund- ir, rétt eins og annars staðar á landinu. Stingandi augnaráð hans er um leið heillandi og háskalegt og minnir ofurh'tið á skyldleikann við stærri kattardýr úti í hinum stóra heimi. Stúdentaráð Háskóla Islands Eiríkur Jónsson nýr for- maður BREYTING varð á forystu Stúdentaráðs Háskóla íslands í gær þegar Eiríkur Jónsson laganemi tók við formennsku ráðsins af Finni Beck. Um leið urðu framkvæmdastjóraskipti; Haukur Þór Hannesson véla- verkfræðinemi tók við af Pétri Maack Þorsteinssyni. Ný stjóm Stúdentaráðs var formlega kjörin á skiptafundi ráðsins sl. miðvikudag en 23. febrúar sigraði Röskva í kosn- ingum til ráðsins og hélt þar með meirihluta tíunda árið í röð. Valdahlutföllin héldust jafn- framt óbreytt, Röskva hefur tólf fulltrúa í ráðinu en Vaka tíu. Stjórnarformaður Olís um Vatneyrarmálið á aðalfundi félagsins í gær Olíklegt að kerfíð verði ógilt með lögskýringu í RÆÐU sinni á aðalfundi Olíuverzlunar íslands hf. í gær vék Gísli Baldur Garðarsson stjórnar- formaður að Vatneyrarmálinu sem nú hefur verið dómtekið í Hæstarétti. „Næsta ólíklegt verður að telja að sú lögskýring á jafnræðisgrein stjómar- skrárinnar verði ofan á að hún verði til að ógilda kerfi sem hefur verið við lýði í nærri tvo áratugi.“ Hann sagði að það yrði dómstólunum til lítils sóma ef ekki yrði litið til þeirrar staðreyndar að sá raunveruleiki í þessum málum sem við nú byggjum við hefði verið í 17 ár og mótað allt þjóð- lífið. „Það er mikið hagsmunamál fyrir þjóðarbúið að ekki verði skertir möguleikar útgerðarfélag- anna til þess að viðhalda því hagræði sem tekist hefur að skapa á undanförnum ámm svo útgerðin megi enn dafna og eflast til sóknar á fjarlæg mið jafnt sem heimamið," sagði Gísli Baldur. Engar athugasemdir gerðar við arðsemi annarra fyrirtækja I máli stjómarformannsins kom einnig fram að aðilar innan Verkamannasambandsins sæju sig knúna til þess að koma höggi á olíufélögin og tala um ofurgróða. „Það skýtur skökku við þegar verkamenn taka olíufélögin út úr íslenskri fyrir- tækjaflóm og gera þau að skotspæni í kjarabar- áttu sinni. Engum athugasemdum er hins vegar hreyft við arðsemi banka og fjármálafyrirtækja sem er allt að tvisvar til þrisvar sinnum hærri. Eða við arðsemi fyrirtækja í flutningastarfsemi eða fisk- vinnslu sem era með talsvert hærri arðsemi, tvöf- alt eða þrefalt hærri. En það er ekki gagnrýnt." ■ Olíuf élögin/24 Morgunblaðið/Golli Birna Gísladóttir er tvítug í dag. Bauð í tvítugsafmælið fyrir átta árum „Hallæris- legt þá en frábært nú“ BIRNA Gísladóttir fagnar tvítugs- afmæli sínu í dag og hefur af því til- efni boðið vinum og ættingjum sín- um til veislu í Perlunni nú í kvöld. Það eina sem gestir þurfa að hafa í farteskinu í kvöld er boðsmiði. Sá er nú síður en svo hefðbundinn; hann birtist í raðauglýsingum Morgun- blaðsins fimmtudaginn 16. júlí 1992, þegar Birna var aðeins tólf ára gömul. Undir yfírskriftinni Afmælisboð árið 2000 voru þessi skilaboð: „Til þeirra sem fá eintak af þessu Morg- unblaði sent til sín í marsmánuði ár- ið 2000. Ég vil biðja þig að gera mér þann heiður að mæta í 20 ára af- mæli mitt hinn 17. mars árið 2000, sem hefst með fordrykk kl. 17.00 ef Guð lofar. Nánari dagskrá verður auglýst eftir nokkur ár.“ Frumlegur og flottur boðsmiði Bima er dóttir hjónanna Gísla Gíslasonar lögmanns og Jóhönnu Bjömsdóttur. Að sögn Gísla bmgðu þau áþað ráð að setja auglýsinguna í Morgunblaðið fyrir átta árum til að búa til verulega frumlegan og flottan boðsmiða. „Við höfum oft gert frumlega boðsmiða, t.d. sent myndbandsspólur og fleira í þeim dúr. Þessi auglýsing vakti mikla at- hygli. Við keyptum strax 50 eintök af blaðinu og geymdum fram á þennan dag. Nú hefur þeim verið dreift til vina og kunningja og þar með er boðsmiðinn kominn,“ sagði Gísli. Reykjavfkurmærin Birna sagði að sér þætti uppátæki foreldranna frábært. Hún viðurkenndi hins veg- ar að á sínum tíma hefði henni þótt auglýsingin hallærisleg í meira lagi- „Þetta hefur vakið mikla athygli og öllum þykir hugmyndin einstak- lega góð,“ sagði Birna, sem á von á mikilli stemmningu í Perlunni í kvöld. En af hveiju varð sá ágæti staður fyrir valinu? „Þessi veitingahús eru sífellt að leggja upp laupana eða skipta um nöfn. Við vildum því velja stað sem yrði örugglega enn til eftir átta ár. Það reyndist rétt hjá okk- ur,“ sagði Gísli. BIOBLAÐIÐ Á FÖSTUDÖGUM Stjarnan hefur góð tök á Aftureldingu /B2 Arnar Grétarsson á leið til Everton /B1 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.