Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR Norrænir þingmenn álykta gegn uppgangi öfgaflokka Vilja stöðva merkis- bera kynþáttahaturs / Landslið Islands í brids valið FIMMTÁN norrænir þingmenn á aldrinum 25-35 ára ályktuðu gegn uppgangi öfgaflokka í Evrópu á fundi í Kaupmannahöfn fyrr í þess- um mánuði. Undir ályktunina rituðu þing- menn jafnaðarmannaflokkanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, Verkamannaflokksins_ í Noregi og Samfylkingarinnar á Islandi. Þórunn Sveinbjarnardóttir var einn þingmannanna fimmtán og sá eini frá Islandi. í ályktuninni, sem ber yfírskrift- ina „Stöðvum merkisbera kynþátta- haturs strax!“ er í upphafi þess minnst að nýnasistar hafí í október í fyrra myrt Björn Söderberg, verkalýðsleiðtoga í bænum Satra í Svíþjóð. Björn hafí tekið virkan þátt í baráttunni gegn fasisma og andlýðræðislegum öflum þar í landi. „Það er skylda okkar allra að sjá til þess að öfgaflokkar, sem hafa út- lendingaandúð og kynþáttahatur að leiðarljósi, nái ekki fótfestu í Evrópu, hvorki á Norðurlöndunum né annars staðar í álfunni. Stjórn- málaflokkar verða að taka höndum saman í baráttunni gegn öfgahægri- öflum, á landsvísu og í fjölþjóðlegu samstarfi,“ segir í ályktuninni og ennfremur að þingmennirnir fimm- tán lýsi áhyggjum sínum vegna þeirrar linkindar og áhugaleysis sem ýmsir hægriflokkar á Norður- löndunum hafí sýnt uppgangi öfga- flokkanna og endurspeglist m.a. í viðbrögðum ýmissa ráðamanna við stjórnarþátttöku Frelsisflokksins í Austurríki. Norðurlandabúar mega ekki sofna á verðinum „Norðurlandabúar mega hvorki sofna á verðinum né vanmeta hin myrku öfl, drifkraft öfgaflokkanna, sem nærast á útlendingaandúð og fáfræði. Við megum ekki láta blekkjast af fagurgala sem felur í sér ólýðræðislegar hugmyndir. Við verðum að draga réttan lærdóm af sögunni og gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að hún geti endurtekið sig. Aðskilnaður kynþátta og atvinnu- leysi er frjór jarðvegur fyrir ólýð- ræðislegar hugmyndir. Þess vegna er baráttan fyrir öflugu velferðar- kerfi og jöfnum tækifærum öllum til handa einnig barátta fyrir lýð- ræði,“ segir ennfremur í ályktun þingmannanna. Þar er jafnframt bent á að fyrir- huguð sé heimsráðstefna Samein- uðu þjóðanna árið 2001. Brýnt sé að ríkisstjórnir Norðurlanda skipi sér þar í forystusveit lýðræðisaflanna en efni ráðstefnunnar verður bar- áttan gegn kynþáttahatri, -aðskiln- aði og útlendingaandúð. Þetta var í fyrsta sinn sem sem yngstu menn þessara flokka koma saman til sérstaks fundar í tengsl- um við þing Norðurlandaráðs. BIJIÐ er að velja landslið íslands í brids fyrir Norðurlandamót, sem haldið verður á Hótel Örk í Hvera- gerði í sumar, og Ólympíumót sem haldið verður í Maastricht í Hol- landi í haust. Valin voru fjögur bridspör sem taka þátt í þessum mótum: Aðal- steinn Jörgensen og Sverrir Ar- mannsson, Þorlákur Jónsson og Matthías Þorvaldsson, Magnús Magnússon og Þröstur Ingimarsson og bræðurnir Anton og Sigurbjörn Haraldssynir. Guðmundur Páll Arnarson er þjálfari og liðsstjóri. 10 ára afmæli Bermúdaskálar Á næsta ári eru 10 ár liðin frá því að Islendingar urðu heimsmeistar- ar í brids. Fram kemur í tilkynn- ingu frá Bridgesambandi Islands að stjórn sambandsins ætli að minnast þess sérstaklega, jafnframt því sem stjórnin muni á næsta ári leggja mikið undir til að Island komist í hóp þeirra allra bestu á ný og ávinni sér rétt til að keppa um heimsmeistaratitilinn í brids, Bermúdaskálina, í byrjun árs 2002. Þegar hefur verið ráðinn lands- liðsþjálfari, Guðmundur Páll Arn- arson, einn af fyrrverandi heims- meisturum og þessa dagana er BSI að leita til fyrirtækja um samstarf til að styrkja landsliðið svo því verði gert kleift að haga undirbún- ingi og keppni á þeim mótum sem framundan eru með sama hætti og þær þjóðir sem standa fremst í íþróttinni. Lykillinn að því að komast í hóp þeirra þjóða sem keppa um Bermúdaskálina á tveggja ára fresti er að ná góðum árangri á Evrópumóti. Þegar íslendingar urðu heimsmeistarar árið 1991 í Yokohama í Japan vann liðið sér rétt til þátttöku með því að ná fjórða sæti á Evrópumóti það sama ár en þá var kvóti Evrópu fjórar sveitir. Síðan hefur Island ekki náð að vinna sér rétt til keppni á HM þótt oft hafi litlu munað. Síðan 1991 hefur kvóti Evrópu vaxið í sex sveitir og verður það eitt megin- verkefni landsliðsins að komast í þann útvalda hóp á Spáni vorið 2001 þar sem næsta Evrópumót fer fram. Skipan landsliðsins sem keppir á Spáni er ekki endanlega ákveðin. Framkvæmda- sjóður Reykjavík- ur lagður niður BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum á þriðjudaginn tillögu Reyn- is Jóhannssonar, fjárhagsáætlun- arfulltrúa Reykjavíkurborgar, um að leggja formlega niður Fram- kvæmdasjóð Reykjavíkur, til ein- földunar á reikningshaldi borgar- sjóðs. Sjóðurinn var stofnaður árið 1943 með framlagi úr bæjarsjóði og hefur hann í gegnum tíðina ver- ið notaður til að fjármagna ýmis verkefni í atvinnumálum. I ályktun bæjarstjórnar frá árinu 1943 segir: „Bæjarstjórnin samþykkir að stofna sérstakan framkvæmdasjóð í því skyni að mæta örðugleikum komandi ára. Skal sjóðnum varið til öflunar eða stuðnings nýrra framleiðslutækja sjávarútvegsins, iðnaðar, garðræktar, til þess að tryggja framtíðaratvinnu bæjar- búa. í framkvæmdasjóð skal leggja allan stríðsgróðaskatt álagðan 1943, er í hlut bæjarins kemur, umfram 1 milljón króna, auk þeirra framlaga, sem bæjar- stjórn sérstaklega samþykkir. Sjóðinn má eigi skerða nema samkvæmt sérstökum samþykkt- um bæjarstjórnar." Síðustu ár hefur sjóðurinn ekki gegnt neinu hlutverki og árið 1971 lagði endurskoðunardeild Reykja- víkurborgar það til að hann yrði lagður niður. Það var ekki sam- þykkt. Nú hefur borgarráð hins- vegar samþykkt að leggja sjóðinn niður. Eina eign hans er 17 millj- óna króna inneign í borgarsjóði, sem er afgangur af framlagi borg- arsjóðs til atvinnumála. Ljósmynd/Arnór Ragnarsson Landliðshópur íslands í brids. Frá vinstri eru Aðalsteinn Jörgensen, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ár- mannsson, Þröstur Ingimarsson, Sigurbjörn Haraldsson, Guðmundur Páll Arnarson og Anton Haralds- son. Magnús Magnússon er erlendis. Islenskur flugnemi nemur við flugskóla í Oxford Stundar atvinnuflug- nám í fjarnámi Morgunblaðið/Ami Sæberg Aðalsteinn Marteinsson flugnemi er hér með efni frá skólanum í Oxford þar sem hann stundar flugnám í fjarnámi. ÍSLENSKUR flugnemi stundar um þessar mundir atvinnuflugnám við breska flugskólann Oxford Aviation Training School í fjamámi. „Helsti kosturinn við þetta er að ég þarf ekki að sitja í tímum og get því stundað fulla vinnu með náminu,“ segir Aðalsteinn Marteinsson sem hóf námið fyrir nokkru. Aðeins teknir inn þeir sem lokið hafa einkaflugprófi gprófi. Námið er í tveimur önnum og tekur ekki styttri tíma en 18 mán- uði. Aðalsteinn er á fyrri önn. „Ég þarf að ljúka 20 verkefnum á fyrri önn og er búinn með fjögur. Eftir hvert verkefni sendi ég það út til yfirferðar og nemendur fá þau aft- ur í hausinn ef árangur er ekki við- unandi en hann verður að vera 80%,“ segir Aðalsteinn. Á fyrrí önn snýst námið mikið til um flugeðlisfræði en á þeirri seinni m.a. um veðurfræði, siglingafræði og fleira. Eftir hvora önn verða nem- endur að fara til Oxford í hálfan mánuð og sitja þar á skólabekk. Losnar við skólasetu hálfan daginn í 10 mánuði „Námið kostar um 350 þúsund krónur en hér kostar bóklega at- vinnuflugnámið um 430 þúsund og ef ég bæti ferðunum til Oxford við og tek vinnutap líka inní dæmið sýnist mér kostnaður vera svipað- ur,“ segir Aðalsteinn og segir hann það aðalkostinn að þurfa ekki að sitja 10 mánuði í skóla hálfan dag- inn eins og námið er skipulagt hér- lendis. Hann segir skólann í Oxford starfa eftir reglum JAR, sem eru reglur Flugöryggissamtaka Evrópu um flugnám og flugrekstur. Aðalsteinn lauk einkaflugprófi fyrir nokkrum árum og hefur tekið nærri 200 flugtíma. Með flugnáminu starfar hann sem tæknimaður hjá Vara og hann er fé- lagi í flugfélaginu Geirfugl sem á fjórar flugvélar. Hann segir ekki ákveðin tímatak- mörk á náminu í Oxford en gerir ráð fyrir að ljúka því eftir um það bil ár. V etraríþróttahá- tfðÍBR og M2000 Gengið í hádeg- inu VETRARÍÞRÓTTAHÁTÍÐ hefst í dag í Reykjavík og stendur til 24. mars nk. Hátíðin er haldin á vegum íþróttabandalags Reykjavíkur (IBR) í samvinnu við Reykjavík - menningarborg árið 2000. Hvetja almenning til þátttöku Til að hefja hátíðina hvetur ÍBR almenning til að nota há- degið í dag, föstudag, til að hreyfa sig, gjarnan í næsta ná- grenni við heimili eða vinnu- stað. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ætlar að sýna gott fordæmi og fara í gönguferð í miðbænum. Er áætlað að leggja af stað frá Ráðhúsinu kl. 12.10 og borgarbúar eru hvattir til að ganga með.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.