Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 13 FRÉTTIR Fimmtán ára afmæli félags um Alzheimer-sjúklinga Starfsemin flytur í njrtt húsnæði VEL á annað hundrað manns mætti á opið hús hjá Félagi áhuga- fólks og aðstandenda Alzheimer- sjúklinga og annarra minnissjúkra, í nýjum húsakynnum félagsins að Austurbrún 31 í Reykjavík á mið- vikudagskvöld en þá hélt félagið upp á fimmtán ára afmæli sitt. Að sögn Maríu Jónsdóttur, formanns félagsins, var kvöldið ánægjulegt og hlaut félagið í afmælisgjöf marga góða hluti sem prýða munu veggi hins nýja heimilis. Auk þess fékk félagið hljóðsnældur frá Ör- yrkjabandalagi íslands þar sem hlýða má á upplestur íslenskra rita. Félag áhugafólks og aðstan- denda Alzheimer-sjúklinga og ann- arra minnissjúkra, FAAS, var stofnað árið 1985 með það að markmiði að gæta skjólstæðinga sinna, efla samvinnu og samheldni aðstandenda m.a. með fræðslufund- um og útgáfustarfsemi og auka skilning stjórnvalda, heilbrigðis- stétta og almennings á þeim vanda- málum sem þessir einstaklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja. Að sögn Maríu eru nú um 300 manns í félaginu en talið er að um 7 til 9% fólks á aldrinum 65 og yfir þjáist af Alzheimer-sjúkdómnum. Aðaleinkenni hans eru hægt vax- andi minnisleysi, einkum skamm- tímaminnis, vandkvæði með að framkvæma ákveðna hluti og æ minni hæfileiki til að muna heiti hluta. Þessi fylgir svo kvíði og ör- yggisleysi. Húsnæðið til minningar um Fríðu Ólafsdóttur Að sögn Maríu er félagið í þann mund að flytja starfsemi sína í hið nýja húsnæði en það er gjöf Péturs Símonarsonar frá Vatnskoti í Þing- vallasveit til minningar um eigin- konu sína Fríðu Ólafsdóttur ljós- myndara sem haldinn var Morgunblaðið/Sverrir Stjórn félags áhugafólks og aðstandenda um Alzheimer-sjúklinga og annarra minnissjúkra. F.v. Jóhanna Ólafs- dóttir meðstjórnandi, Gerður Sæmundsdóttir varaformaður, María Jónsdóttir formaður, Guðrún K. Þórsdóttir framkvæmdastjóri og Elísabet Haraldsdóttir meðstjórnandi. Fjarverandi var Guðríður Óttarsdóttir ritari. Alzheimer-sjúkdómnum. Félagið fékk vitneskju um gjöfina í lok nó- vember 1996 og var afhent gjafa- bréf að húseigninni um miðjan október 1997 en þá var gefandinn Pétur Símonarson orðinn háaldrað- ur og kominn á elliheimili. María segir að félagið hafi fengið fullt umráð yfir húsnæðinu í lok janúar árið 1998 og var þá hafist handa við að breyta og laga húsnæðið að þörfum félagsins en það er á tveim- ur hæðum og alls um 200 fermetra að stærð. Lengi hefur verið draumur fé- lagsins að geta veitt fjölþætta þjón- ustu í þágu skjólstæðinga sinna og segir María að til standi m.a. að í nýja húsnæðinu verði komið á dagvistun fyrir Alzheimer-sjúkl- inga og aðra minnissjúka og er vonast til þess að það geti orðið að veruleika á þessu ári. Auk þess er ætlunin að vera með fræðslusetur og upplýsingamiðstöð fyrir aðstan- dendur og aðra umsjónaraðila minnissjúkra en þar verður einnig aðstaða fyrir skrifstofu félagsins og stjórnar og félagsfundi á vegum hennar. Að sögn Maríu er félagið fjár- magnað með félagsgjöldum, minn- ingargjöfum og styrkjum frá ein- staklingum og fyrirtækjum en auk þess hefur það notið mikillar vel- vildar bæði ríkis og borgar. Oviðunandi ástand í öryggis- og björgnnarmálum fjögurra ferja Slöngur og brunahanar einnar ferjunnar ekki virk eða ónothæf ✓ Ymsu er ábótavant í öryggis- og björgunar- málum farþegaskipanna Sæfara, Sævars, s Baldurs og Herjólfs. Astandið er þó sýnu verra í tveimur fyrstnefndu skipunum. Doktor í læknis- fræði • YNGVI Ólafsson varði doktorsrit- gerð sína við Karolinska Institutet í Stokkhólmi 17. desember sl. And- mælandi var doktor Mikko Poussa við sjúkrahúsið Orth- on í Helsinki. Ritgerðin ber heitið „Idiopathic scoliosis: radio- graphic, neuro- physiologic and psychologic asp- ects“ og fjallar um greiningu og meðferð hrygg- skekkju hjá unglingum. Leiðbein- andi var doktor Helena Saraste við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi. Er í ritgerðinni metinn árangur beltismeðferðar við hryggskekkju af óþekktum uppruna hjá börnum og áhrif slíkrar meðferðar á sálræna þætti og starfsemi bolvöðva. Einnig er í henni gerður samanburður á tveimur aðferðum sem hægt er að nota við greiningu og kannað hvort unglingar með hryggskekkju sýni frávik í tilteknum taugalífeðlisfræði- legum prófunum. Er sýnt fram á að með belti er í langflestum tilvikum hægt að meðhöndla hryggskekkju hjá unglingum á áhrifaríkan hátt sé skekkjan innan ákveðinna marka og hefur slík meðferð engin neikvæð áhrif á sálæma þætti né heldur á starfsemi bolvöðva svo nokkru nemi. Er einnig sýnt fram á að hefðbundin greining með röntgenrannsókn er í raun eina leiðin til að aðgreina ein- stakar tegundir hryggskekkju hverja frá annarri. Tókst ekki að sýna fram á nein taugalífeðlisfræði- leg frávik í þessum sjúklingahóp. Yngvi fæddist 3. nóvember 1956 og varð stúdent frá MK árið 1976. Hann lauk prófi í læknisfræði 1982 og varð sérfræðingur í bæklunarskurðlækn- ingum 1991. Foreldrar Yngva em hjónin Ólaf- ur Gísli Jóhannesson, stýrimaður og Nanna Gestsdóttir, viðskiptafræð- ingur og eiga þau þrjú börn. Er Yngvi settur yfirlæknir við bæklun- arlækningadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur. SAMGÖNGURÁÐHERRA, Sturla Böðvarsson átti frumkvæði að því að úttekt var gerð á björgunar- og ör- yggisbúnaði farþegaskipanna Sæ- fara, Sævars, Baldurs og Herjólfs í febrúar og byrjun mars. Vinnuhóp- urinn sem framkvæmdi úttektina samanstóð af aðilum frá Siglinga- stofnun Islands og Slysavarnarskóla sjómanna og gerði hann grein fyrir niðurstöðu sinni í nýlegri skýrslu til ráðherra. I niðurstöðum hópsins kemur m.a. fram að í ferjunum Sæfara og Sæv- ari fóm ekki fram neinar kynningar á meðferð og staðsetningu björgun- ar- og öryggisbúnaðar í upphafi ferðar og sömuleiðis voru ekki skráðar neinar æfingar í leiðabókum þeirra þótt skipstjóri Sæfai-a héldi því fram að ein æfing hefði farið fram í eldvörnum. Tekið skal fram að ferjurnar Bald- ur og Herjólfur þurfa að uppfylla al- þjóðlegar öryggiskröfur vegna stærðar sinnar og kann það að skýra að einhverju leyti þá staðreynd að öryggis- og björgunarmál em í betra horfi hjá þeim en ferjunum Sæfara og Sævari. Herjólfur kom þó mun betur út úr úttektinni en Baldur. I skýrslunni kemur fram að ýmsu er ábótavant í öryggismálum Bald- urs og Herjólfs. Kynning á björgun- ar- og öryggisbúnaði átti sér vissu- lega stað í þessum síðastnefndu ferjum en þó ekki með þeim hætti sem telja mætti viðunandi. í Baldri var sýnt kynningarmyndband um þessi mál í upphafi ferðarinnar en meðan á úttektinni stóð kom í ljós að hljóðið var mjög lágt og heyrðist því illa. Hið sama má segja um Herjólf. Kynning á öryggis- og björgunar- búnaði fór fram um sjónvarp í einum eða tveimur sjónvarpssölum skips- ins en hljóðið var lágt stillt og heyrð- ist því illa. Þá þótti ljóst að kynning- in næði ekki til nema takmarkaðs fjölda farþega, þ.e. hún náði ekki til þeirra farþega sem voru í öðrum rýmum en sjónvarpssal við brottför skipsins. Brunaæfing mistókst Til þess að kanna viðbrögð áhafna skipanna á neyðarstundum fóru fram björgunaræfingar sem ekki voru kynntar fyrirfram og tóku far- þegar einnig þátt í þeim væru þeir á annað borð til staðar. Til að mynda voru æfð viðbrögð við því að eldur yrði laus og við því að farþegar VERIÐ er að hleypa af stokkunum ritgerðasamkeppni undir nafninu „Draumafyrirtækið mitt“ sem er hluti af þriggja ára átakinu „Auður í krafti kvenna". Markmið átaksins er að auka hagvöxt með því að hvetja til nýsköpunar kvenna. I vikunni var ritgerðasamkeppn- in kynnt fyrir fagstjórum kennara á unglingastigi grunnskóla svo og kennsluefnið „Látum drauminn rætast" sem fjallar um stofnun fyr- irtækja. Halla Tómasdóttir, fram- kvæmdastjóri átaksins, segir efnið falla vel að markmiðum námsgrein- arinnar lífsleikni og þjóðfélags- fræði í 10. bekk. Ritgerðasamkeppnin er fyrir 13 þyrftu að yfirgefa skipið. í ljós kom að viðbrögð áhafna Sæfara og Sæv- ars voru mjög óöruggar og jafnvel fálmkenndar við þessar aðstæður og er því jafnframt lýst í skýrslunni að brunaæfingin í Sævari hafi algjör- lega mistekist. Slökkvitækin, þ.e. slöngur og brunahanar, sem nota átti í æfingunni voru annað hvort ekki virk eða ónothæf. Svipaða sögu mátti segja um við- brögð áhafna í Baldri en heldur þótti takast betur til í Herjólfi. I Baldri reyndist viðvörun til farþega til að mynda ábótavant þegar æfa átti það að skipið yrði yfirgefið en auk þess heyrðust upplýsingar um kallkerfi skipsins misvel og á einstaka stað illa. Þá voru skipverjar ekki nægjan- lega samhentir í æfingunni og hluti áhafnarmeðlima klæddist ekki í björgunarbúninga eða bjargvesti. A Herjólfi voru viðbrögð áhafnar mjög örugg og fumlaus við björgun- aræfingarnar en það þótti þó ámæl- isvert að nokkur stund leið þar til til 16 ára stúlkur og er skilafrestur 15. apríl. Úrslit verða kynnt 3. maí. Halla segir að ritgerðasamkeppn- inni sé ætlað að hvetja stúlkur til skapandi hugsunar og hvernig þær geti sjálfar haft áhrif á framtíð sína. Miðað er við tvær A4 síður að hámarki og á að skila þeim til Há- skólans í Reykjavík á rafrænu formi. Til leiðbeiningar hafa verið sett fram nokkrar ábendingar, stúlkurnar beðnar að hugsa sér að þær ættu eigið fyrirtæki og spurt hvernig fyrirtæki það væri. Við hvað myndi það starfa, hvernig ætti að stjórna því, af hverju fólk muni vilja skipta við það, hvernig fyrir- tækið komi fram við starfsmenn og farþegum var hjálpað í björgunar- vesti frá því þeim hafði verið safnað saman á mótstað enda var enginn skipverji til staðar á mótstað til þess að taka á móti þeim. I lokaniðurstöðu skýrsluhöfunda segir að gæðakerfi á viðhaldi búnað- ar og þjálfun áhafnar sé mjög mikil- vægt um borð í skipum með farþega- leyfi. „Miðað við mikilvægi þess að björgunar- og öryggisbúnaður skipa með farþegaleyfi sé í góðu ástandi og ávallt tilbúinn til tafarlausrar notkunar verður að koma upp skoð- unarferli slíkra skipa þannig að eft- irlit verði hert og skoðun á búnaði fari fram tvisvar á ári. Reglubundið eftirlit með æfingum áhafna með farþegum verði gert að föstum þátt- um um borð í skipum með farþega- leyfi. Það er skoðun hópsins að Sigl- ingastofnun Islands, í samstarfi við Slysavarnarskóla sjómanna, fylgist með framkvæmdum á æfingum með áhöfnum skipanna að minnsta kosti einu sinni á sumri.“ hvaða ávinningur sé af starfi þess. Halla segir brýnt að kynna grunnskólanemendum sem fyrst ýmis hugtök sem snerta atvinnu- lífið þannig að þau geti metið hvort áhugi þeirra stendur til að vinna hjá öðrum eða stofna eigið fyrir- tæki þegar þau fara út í atvinnu- lífið. Höfundum 50 bestu ritgerðanna verður boðin þátttaka í leiðtoga- búðum Framtíðarauðar sem eru þriggja daga sumarbúðir 1. til 3. júní. Markmið þeirra er að auka sjálfstraust, efla tengsl og hvetja til hópastarfs meðal stúlknanna. Blandað verður þar saman fróðleik og skemmtun. Auður í krafti kvenna kynnir efni fyrir grunnskóla Efnt til ritgerðasamkeppni um draumafyrirtækið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.