Morgunblaðið - 17.03.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 27
ERLENT
Takmarkanir á einkaleyfum í erfðarannsdknum
Gæti skilið hafrana
frá sauðunum
Sérfræðingar telja ósennilegt að bann við
einkaleyfum á einstökum genum muni hafa
slæm áhrif á markaðsvirði deCODE, móð-
/
urfyrirtækis Islenskrar erfðagreiningar.
VÍSITALA Nasdaq-hlutabréfa-
markaðarins í Bandaríkjunum rétti
loks úr kútnum í gær og þokaðist
upp á við. Dow Jones-vísitalan
hækkaði geysimikið, um 495 stig.
Það var yflrlýsing stjórna Banda-
ríkjanna og Bretlands um að ekki
bæri að takmarka afnot af gena-
mengi mannsins með einkaleyfum
sem olli miklu falli á þriðjudag og
aftur á miðvikudag. Fyrst og fremst
voru það líftæknifyrirtæki sem féllu.
Viðmiðun Nasdaq er nokkur þús-
und hátæknifyrirtæki, ekki síst í
hugbúnaði, netþjónustu og líftækni,
en Dow notar um 30 stór og gam-
algróin fyrirtæki í ýmsum greinum,
bankaviðskiptum, verslun og hefð-
bundinni iðnframleiðslu, til að mæla
sveiflurnar í hlutabréfaverðinu.
Nasdaq hefur staðið sig betur en
Dow ef breytingin frá áramótum er
könnuð, hún hefur hækkað um
12,6% en Dow lækkað um 11,9%.
Einkenni á Nasdaq hefur hins vegar
verið mikill óstöðugleiki.
Sérfræðingar segja enn fremur
að margir fjárfestar hafl notað tæki-
færið nú þegar óvissa skapaðist á
þriðjudag og miðvikudag og selt
hluta af bréfum sínum í nýju fyrir-
tækjunum til að breyta hlutabréfa-
hækkunum síðustu mánaða í pen-
inga. Allur er varinn góður.
Ekki er talið að yfirlýsing Banda-
ríkjamanna og Breta hafi í sjálfu sér
nein áhrif á samninga dótturfyrir-
tækis deCODE, íslenskrar erfða-
greiningar, við íslensk stjórnvöld
um væntanlegan miðlægan gagna-
grunn á heilbrigðissviði. í honum
verði ekki erfðafræðiupplýsingar og
því geti ákvarðanir um einkaleyfi á
genum varla skipt nokkru máli fyrir
hann, að sögn Davíðs Þórs Björg-
vinssonar, prófessors í lögfræði við
Háskóla íslands. En hver verða
áhrifin á stöðu deCODE sem hefur
sótt um skráningu á Nasdaq, banda-
ríska hlutabréfamarkaðnum fyrir
hátæknifyrirtæki?
„Þetta eru ekki slæmar fréttir
fyrir deCODE," segir Margeir Pét-
ursson, framkvæmdastjóri MP
Verðbréfa hf. Margeir segist jafnvel
telja að yfirlýsingin geti reynst já-
kvæð fyrir íslenska erfðagreiningu
og væntanlegt hlutafjárútboð móð-
urfyrirtækis hennar, deCODE, á
Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjun-
um, þegar upp verði staðið.
Hann segist telja að stefnan hjá
IE sé að sækja aðeins um einkaleyfi
á ákveðnum, afmörkuðum aðferðum
sem leiddar eru af þeirri þekkingu
sem fæst við erfðarannsóknirnar,
ekki einkaleyfi á heilum genum eins
og líftæknifyrirtækið Celera Gen-
omics hefur sótt um, nema í þeim til-
vikum að ÍE viti um virkni þeirra og
áhrif á sjúkdóma.
„Mér skilst að Celera sé að nota
að stórum hluta upplýsingar sem
The Human Genome Project hefur
aflað og birt en vilji síðan ekki láta
neitt á móti. Menn geta náttúrlega
haft ýmsar skoðanir á því. En þegar
beitt er aðferðum af þessu tagi
verða menn auðvitað að vernda sína
hagsmuni með einhverjum hætti.“
Menn verða vandlátari
Margeir er spurður hvort hann
telji að yfirlýsingin muni hafa bein
áhrif á hlutabréfaverð deCODE á
Nasdaq.
„Hún ætti ekki að hafa nein veru-
leg áhrif. En hún hvetur kannski
fjárfesta til að fara betur í saumana
á hlutunum. Sumir á markaðnum
virðast hafa brugðist við með því að
kasta öllum hlutabréfum sem tengd-
ust erfðafræðivísindum út um
gluggann. Auðvitað er mikil spá-
kaupmennska í þessu öllu en fag-
fjárfestar verða að skilja hafrana frá
sauðunum. Ýmislegt
hefur slæðst með í
þessum miklu hækkun-
um sem mér finnst nú
kannski ekki allt jafn
merkileg fyrirtæki.“
Hann er spurður
hvort erlendir fjárfest-
ar muni fremur kaupa
bréf í deCODE en öðr-
um líftæknifyrirtækj-
um vegna væntanlegs
gagnagrunns á heil-
brigðissviði. Hvort eru
menn að kaupa bréfin
vegna gagnagrunnsins
eða rannsókna á
meingenum?
„Ég held að hvort
tveggja komi þar til, en
deCODE er auðvitað
mjög áhugavert vegna þess að þeir
starfa á báðum þessum sviðum.
Möguleikarnir eru miklir og menn
eru ekki bara að veðja á eitt svið.
Þetta er alveg ljóst og sést vel á
því að í fyrsta útboðinu verða þegar
seld bréf fyrir 200 milljónir dollara,
sem er geysimikið fé í fyrstu um-
sókn, meira að segja í Wall Street.
Svo hefur það gerst að undanförnu
að fjárhæðin hefur stundum verið
hækkuð í útboðum, menn hafa kom-
ist upp með það.“
Bragi Smith starfar hjá Verð-
bréfastofunni í Reykjavík og þekkir
vel til aðstæðna á hlutabréfamörk-
uðunum í New York. Hann segir að
verði niðurstaðan sú að líftæknifyr-
irtæki sem hafa leitað að einstökum
meingenum fái ekki að notfæra sér
einkaleyfi með þeim hætti sem þau
ætluðu sér hljóti það að hafa áhrif á
markaðsvirði fyrirtækjanna, það
lækki.
„Það er ekki komið alveg á hreint
hvernig þessi mál verða leyst, þau
eru að þróast. En ég held að tíðindin
séu á vissan hátt neikvæð almennt
fyrir líftæknifyrirtæki. Hlutabréfa-
verð hefur lækkað, en það gæti ver-
ið tímabundið. Verðið
á þeim hefur hækkað
svo hratt að undan-
förnu og það þarf svo
lítið að gerast til að
þau falli um 20-30%.
Bréf sem hækka
skyndilega um 100%
gefa eftir á vissum
tímapunkti, það er
eðlilegt. Ástæðan þarf
ekki að vera veiga-
mikil.“
Enn engin lyf
Bragi segir að fyrir
sum af líftæknifyrir-
tækjunum sé yfirlýs-
ingin stórfrétt. „En ég
tel að þetta hafi ekki
áhrif á deCODE nema
að geirinn í heild fari að lækka á
markaðnum. Segjum að bréf fyrir-
tækisins fari á markað þegar mál
eru í óvissu og ekki er vitað hvað
muni gerast. Þá er ekki víst að
fyrsta útboð deCODE verði eins
„heitt“ í augum fjárfesta og þegar
allar fréttir af slíkum fyrirtækjum
era jákvæðar. Og svo verður að
minna á að ekkert lyfjafyrirtæki
hefur enn komið fram með bylting-
arkennt lyf sem byggt er á gena-
rannsóknum. En um leið og það ger-
ist breytist staðan auðvitað.“
Bragi segir að enn virðist áhuginn
á útboði deCODE ekki mikill meðal
almennra fjárfesta í Bandaríkjun-
um. Fólk viti lítið um fyrirtækið.
„Fá ný líftæknifyrirtæki hafa far-
ið á Nasdaq að undanförnu og þess
vegna hafa almennir fjárfestar ekki
verið að velta þeim mikið fyrir sér.
En ég er viss um að þegar nær dreg-
ur útboðsdeginum munu Morgan
Stanley og fleiri verðbréfafyrirtæki
beina mjög sjónum sínum að
deCODE. Þá mun verða bent á hin
líftæknifyrirtækin sem hafa hækkað
svo mikið í verði og hvað deCODE
gæti orðið,“ sagði Bragi.
Reutcrs
Kári Stefánsson,
forstjóri Islenskrar
erfðagreiningar.
fetð b*1
SHáÍÉS
SCHIESSER
-SsS öesía næst -Þé;?
Anney Ceres
Akureyri Kópavogi
Snyrtistofan Snót
Kópavogi
ísold
Sauðárkróki
KÞ-Esar
Húsavlk
KÁ Tanginn
Vestmannaeyjum
Grund
Fiúðum
Hagkaup Hagkaup Hagkaup Perla Heimahornið KVH
Kringlunni Skeifúnni Smáratorgi Akranesi Siykkishólmi Hvammstanga
H-búðin Fjarðakaup Embla KB Fatabuðin Vísir
Garðabæ Hafnarfirði Hafnarfirði Borgarnesi Isafirði Blönduósi
Amaró-Mýrar Dalakjör
Akureyri Búðardal
KÁ
Hellu
KA Apótekið
Selfossi ólafevfk
KEA Hrísalundi
Akureyri
KÁ
Höfn Hornafiröi
KÁ
Hvolsvelli
Fullkomið snið
Sniðið tryggir að SLIPIDU falla vel að
Ifkamanum.
Mjúkt frotte innlegg
SLIPIDU línan er með þægilegu mjúku
frotte innleggi.
Engir saumar
Sérstaða SLIPIDU er að efnið er hring-
prjónað og þess vegna engir óþægilegir
saumar.
Teygjubryddingar
Nýr frágangur á teygju gerir bryddingar
sléttar og mjúkar. Pær tryggja fullkomið snið.
Ný gljáandi áferð á teygjunni gefur SLIPIDU
aðlaðandi útlit.
Gæðavara
Efnið I SLIPIDU er 95% flnkembd og
súrefnisbleikt Mako-bómull, með 5% teygju.
SLIPIDU eru þvl einstaklega mjúkar og
passa fullkomlega.