Morgunblaðið - 17.03.2000, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
I-
ERLENT
Pakistani dæmdur fyrir að myrða 100 börn
Fær sama dauð-
daga o g börnin
Javed Iqbal, fremst fyrir miðri mynd, hlýðir á dómarann kveða upp
dóminn. Honum á hægri hönd er Sajjid, sem einnig var dæmdur til
dauða, og á vinstri hönd Sabir, aðeins 13 ára. Hann var dæmdur í 42 ára
fangelsi. Bak við hann er Nadeem og var hann dæmdur til að deyja með
hinum tveimur.
Lahore, Islamabad. AP, AFP.
DÓMSTÓLL í Pakistan dæmdi í
gær mann til dauða fyrir að hafa
myrt 100 börn og ákvað, að hann
skyldi kyrktur hundrað sinnum
frammi fyrir foreldrum sumra barn-
anna og síðan bútaður sundur. Inn-
anríkisráðherra Pakistans sagði, að
dómnum yrði áfrýjað þar sem refs-
ing af þessu tagi væri ekki leyfileg.
Dómari í Lahore komst að þeirri
niðurstöðu, að Javed Iqbal, 42 ára
gamall maður, væri sekur um að
hafa myrt 100 böm og þvi skyldi
hann tekinn af lífi opinberlega í
garði í borginni og með sama hætti
og hann hefði myrt börnin.
„Þú verður kyrktur frammi fyrir
foreldrum barnanna,“ sagði dómar-
inn, Allah Baksh Ranja. „Líkið
verður síðan skorið í 100 hluta og
þeir settir í sýru eins og þú gerðir
með börnin."
Ðómarinn dæmdi Iqbal einnig í
700 ára fangelsi, í sjö ár fyrir hvert
barn, en Iqbal lýsti yfir sakleysi
sínu og sagði, að þótt hann hefði ját-
Innanríkisráð-
herrann segir
dóminn stangast
á við lög
að á sig morðin í bréfi, sem sent var
lögreglunni, hefði það aðeins verið
hugsað sem áminning til foreldr-
anna, sem hefðu vanrækt börnin.
Sumra barnanna hafði verið saknað
í meira en hálft ár áður en foreldrar
þeirra sneru sér til lögreglunnar.
Þrír vitorðsmenn Iqbals voru
dæmdir með honum. Sajjid Ahmad,
17 ára gamall unglingur, var fund-
inn sekur um 98 morð og var hann
dæmdur til dauða og að auki í 686
ára fangelsi. Annar, Nadeem að
nafni, var dæmdur til dauða og í 142
ára fangelsi fyrir 13 morð og sá
þriðji, Sabir, aðeins 13 ára gamall,
var dæmdur í fangelsi í 42 ár.
Iqbal, sem er efnaverkfræðingur
að mennt, og félagar hans bjuggu
saman í húsinu þar sem morðin voru
framin. Voru þeir Sajji og Nadeem
handteknir er þeir reyndu að leysa
út ávísun, sem var stíluð á Iqbal.
Myrti til að hefna
sín á lögreglunni?
Eins og fyrr segir játaði Iqbal á
sig morðin í bréfi, sem sent var lög-
reglunni á síðasta ári, og var hans
þá leitað um landið allt. Við leit á
heimili hans fannst sýrutunna með
leifum tveggja líka og myndir af 100
börnum og fatnaður af þeim.
í bréfinu segist Iqbal hafa myrt
börnin til að hefna þess, að lög-
reglan barði hann eitt sinn er hann
var handtekinn. Segist hann hafa
kyrkt þau og leyst líkin upp í sýru.
Ljóst þykir, að hann hafi áður mis-
notað þau kynferðislega.
Lögreglunni tókst ekki að hafa
uppi á Iqbal en 30. desember sl. gaf
hann sig fram á skrifstofum dag-
blaðs í Lahore.
Börnin voru flest svokölluð götu-
börn, sem lifðu á því að betla eða
selja einhvem vaming. Áttu mörg
þeirra ekkert heimili.
Moinudeen Haider, innanríkis-
ráðherra Pakistans, sagði í gær, að
dómnum yrði áfrýjað. Pakistanar
hefðu undirritað Mannréttindasátt-
málann, sem leyfði ekki refsingar af
þessu tagi.
Ævintýri
Raspút-
íns 1
sviðsljós-
inu á ný
Munkurinn Raspútin var af mörgum talinn eiga í ástarsambandi við
rússnesku keisaraynjuna. Ævisaga hans byggð á skjölum bolsévika
kemur út á fímmtudag.
Daily Telegraph.
SÖGUSAGNIR um ástarsamband
hins dularfulla munks Raspútíns
og rússnesku keisaraynjunnar AI-
exöndru, eiginkonu Nikulásar II,
hafa fengið byr undir báða vængi
eftir að 500 siðna skýrsla bolsévika
um Raspútfn frá 1916 kom fram í
dagsljósið.
Skýrslan, sem kemur almenningi
fyrst fyrir sjónir á fimmtudag, er
talin varpa nýju ljósi á goðsagna-
kennda ævi Raspútíns, ástarævin-
týri hans og þau völd sem álitið er
að hann hafi haft við hirð Roman-
ov-ættarinnar.
Ljósmynd af Raspútin, keisara-
ynjunni og börnum hennar, ásamt
símskeytum sem hún sendi hinum
lausláta munki þykja styrkja þá
skoðun að þau hafi átt í ástarsam-
band. Alexandra kallar Raspútín
þar m.a. „ástina“ sína.
„í dag eru átta dagar þar til ég
kem aftur,“ segir í skeyti frá 1914.
„Eg fórna þér bæði eiginmanni
mínum og hjarta." Og í skeyti sem
sent var tveimur árum síðar segir:
„Þú hefur ekkert skrifað. Eg sakna
þín hræðilega. Komdu fljótt og
biddu fyrir Nikulási [eiginmanni
Alexöndru]. Sendi þér kossa - ástin
mín.“ En þetta skeyti sendi Al-
exandra aðeins hálfum mánuði áð-
ur en Raspútín var myrtur af aðal-
smanni sem var ósáttur við áhrif
Raspútíns við hirðina.
Skýrsla bolsévikanna er nú í
eigu rússneska sellóleikarans og
hljómsveitárstjórans Mstislav
Rostropovich sem kveðst hafa
cignast hana fyrir tilviljun á upp-
boði hjá Sotheby’s fyrir fimm ár-
um. Að sögn uppboðsfyrirtækisins
er hins vegar engin gögn um upp-
boð skjalanna hjá þeim að finna.
Edward Radzinsky, rússneskur
sagnfræðingur og leikritaskáld
sem gefur út ævisögu Raspútíns
samfara fundi skjalanna segist þó
vera sannfærður um traustan upp-
runa þeirra.
Ný tilræðiskenning
í skjölum bolsévikanna er að
finna ýmsar upplýsingar um aðrar
ástkonur munksins, auk rannsókna
á þeim áhrifum sem hann hafði á
stjómarstefnu keisarans. Radzin-
sky notar síðan ljósmyndir sem í
skjölunum er að finna til að setja
fram nýja kenningu um morðið á
Raspútín, sem var myrtur 16. des-
ember 1916 af Felix Yusopov
prinsi og tveimur samsærismönn-
um hans. Yusopov hélt því síðar
fram að fyrst hefðu þeir eitrað fyr-
ir Raspútín, síðan skotið hann og
Ioks barið hann með kylfum áður
en þeir fleygðu honum í isilagða
Neva-ána.
Samkvæmt nýrri kenningu
Radzinsky var Yusopov, sem hann
kveður hafa verið tvíkynhneigð-
an, þó ekki fullkomin alvara með
tilræði sínu þar sem hann var yfir
sig hrifinn af munkinum. Eitrið
var því ekki nógu sterkt til að
drepa Raspútín og prinsinn skaut
fjölda skota að honum, en særði
munkinn aðeins lftilsháttar i'
kjölfarið. Þá segist Radzinsky
einnig hafa komist jafn nærri því
og hægt sé að sanna að Alex-
andra, sem var barnabarn Viktor-
íu Bretadrottningar, hafi átt í ást-
arsambandi við munkinn.
Bæta ekki ímynd hans
Grigory Efemovic fæddist í Síb-
eríu um 1869 og öðlaðist síðar
nafnið Raspútin, sem merkir hinn
forfærði. Raspútín hefur lengi
haft illt orð á sér en jafnframt
verið sveipaður dulúð. Hann til-
heyrði til að mynda sértrúarsöfn-
uði sem trúði því að andlega göfgi
hlytu menn aðeins í gegnum kyn-
ferðislega örþreytu.
Iiann hlaut strax náð fyrir aug-
um rússnesku keisarafjölskyldunn-
ar þegar hann kom til hirðarinnar
1908, en hann virtist búa yfir hæfi-
lcikum til að draga úr dreyrasýki
ríkiserfingjans Nikulásar.
Lengi hefur verið vitað að Rasp-
útín gerði sér dælt við fjölda
kvenna og segir Radzinsky skjölin
staðfesta þetta. Þau bendi enn
fremur til að Raspútín hafi í engu
verið geðþekkari maður en eldri
sögusagnir hafi gefið til kynna.
Kynferðismisréttismál í Bretlandi
Um 120 millj. kr.
í skaðabætur
ÞÝZKI bankinn Deutsche Bank AG
samdi á dögunum við konu, sem
starfaði áður í fjárfestingardeild
bankans í Lundúnum um að greiða
henni háar skaðabætur fyrir að hafa
sætt kynferðislegu misrétti af hálfu
yfirmanns og samstarfsmanna.
Gengið var frá samkomulaginu rétt
áður en til stóð að gert yrði út um
skaðabótaupphæðina fyrir rétti.
Ekkert var gefið upp um upphæð
skaðabótanna, en samkvæmt heim-
ildum The Wall Street Journal voru
þær yfir ein milljón sterlingspunda,
eða um 120 milljónir króna. Ef það
er rétt, væri það meira en fjórum
sinnum hærri upphæð en sú hæsta
sem brezkur dómstóll hefur fram að
þessu kveðið upp úrskurð um í
kynjamisréttismáli og um tvöfalt
hærri en hæstu bætur sem vitað er
til að samið hafi verið um utan dóms
í máli þar sem kynferðislegt misrétti
eða áreitni kom við sögu.
Að sögn Wall Street telja lög-
fræðingar að það hve samið var um
háar skaðabætur að þessu sinni gæti
„opnað fyrir flóðgáttir" málsókna af
þessu tagi frá brezkum launþegum
og gæti gert heilmikið til að hjálpa
til við að breyta viðskiptamenningu
Breta þar sem karlaveldið er mjög
áberandi.
Það var Kay Swinbume sem starf-
aði áður hjá Deutsche Bank í Lund-
únum með um 35 milljónir kr. í árs-
laun sem kærði vinnuveitanda sinn
eftir að yfirmaður hennar vildi ekki
hlusta á kvartanir hennar yfir nær-
veru gleðikvenna við jólagleðskap yf-
irmanna Lundúnadeildar bankans og
fyrir að sami yfirmaður ýjaði að því
að hún, Swinbume, hefði sofið hjá
viðskiptavini. Kviðdómur úrskurðaði
Swinbume í vil í janúar sl.
Kæmm vegna meints kynferðis-
legs misréttis eða áreitni hefur stór-
fjölgað í Bretlandi á síðustu áram.
Arið 1988 vora þær samtals 935 en
vora 4.025 talsins á árinu 1998.
Mengunarslysið í Austur-Evrópu
Námafynrtækið
í gjaldþrot
Sydney. AFP.
ÁSTRALSKA námafyrirtækið, sem
er sakað um að bera ábyrgð á blá-
sýramengun í ám í Austur-Evrópu,
hefur farið fram á gjaldþrotsmeð-
ferð. Hefur það vakið hörð viðbrögð í
Ungverjalandi þar sem því er haldið
fram, að þannig hyggist forráða-
menn fyrirtækisins komast hjá að
svara til saka fyrir tjónið.
„Þetta er þeirra aðferð við að
koma sér undan því að greiða bætur
fyrir skaðann," sagði Zoltan Illes,
formaður umhverfisnefndar ung-
verska þingsins. Sagði hann að yrðu
engar bætur greiddar, myndi ung-
verska stjómin höfða mál fyrir al-
þjóðlegum dómstólum gegn þeim
bönkum og fjárfestum, sem staðið
hefðu að ástralska fyrirtækinu Esm-
eralda Exploration.
Fyrirtækið hefur farið fram á, að
því verði skipaður bústjóri en það er
fyrsta skrefið í átt að gjaldþrotsmeð-
ferð. Er það gert í skugga væntan-
legra skaðabótakrafna, sem líklega
munu nema milljörðum kr.
Esmeralda á helmingshlut í Baia
Mare-gullnámunni á móti rúmensku
ríkisfyrirtæki en frá námunni eða
uppgreftrinum úr henni fóra 100.000
tonn af blásýramenguðu vatni út í ár
í Rúmeníu, Ungverjalandi, Júgóslav-
íu og Úkraínu fyrir sex vikum. Fisk-
ur í ánum drapst og drykkjarvatn
meira en tveggja milljóna manna er
eitrað. Þá segja vísindamenn, að ein-
stæðar fugla- og skordýrategundir
kunni að deyja út af þessum sökum.
Talsmenn Esmeralda hafa hins
vegar ávallt neitað, að beint sam-
band sé á milli blásýrumengaða
vatnsins og umhverfisslyssins.