Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 29 Deilt um nýja skýrslu um meint brot Afríkuríkja á viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna Samcinuðu þjóðunum. AP, AFP. Sögð selja UNITA vopn fyrir demanta NEFND á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur birt skýrslu þar sem forsetar tveggja Afríkuríkja eru sakaðir um að hafa brotið við- skiptabann á uppreisnarhreyfíng- una UNITA í Angóla með því að útvega henni vopn og eldsneyti í skiptum fyrir demanta. Afríkurík- in tvö og nokkur önnur ríki, sem eru gagnrýnd í skýrslunni, hafa mótmælt henni harðlega, segja hana hlutdræga og byggða á veik- um sönnunargögnum, en höfundar skýrslunnar vísa gagnrýninni á bug. Tíu óháðir sérfræðingar sömdu skýrsluna og formaður nefndar um framkvæmd refsiaðgerðanna, Robert Fowler, sendiherra Kan- ada, lagði hana fram á fundi ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Fowler hvatti öryggisráð- ið til að samþykkja skýrsluna og tillögur sérfræðinganna, m.a. um að sett yrði þriggja ára vopnasölu- bann á þau ríki sem hafí útvegað UNITA vopn. Fowler sagði að niðurstaða skýrslunnar ætti ekki að koma ör- yggisráðinu á óvart þar sem öll að- ildarríki þess hefðu vitað að refsi- aðgerðirnar gegn UNITA væru virtar að vettugi. „Einstaklingar, ríkisstjórnir og fyrirtæki hafa haft refsiaðgerðirnar að engu í tæp sjö ár,“ sagði hann. Fowler kvaðst ekki vera hissa á viðbrögðum ríkjanna, sem eru gagnrýnd í skýrslunni, og sagði að þau vildu „koma óorði á rannsókn- ina“. Hann bætti við að mörg ríki hefðu ekki framfylgt viðskipta- banninu af hörku fyrr en sérfræð- ingarnir „fóru til um þrjátíu ríkja og spurðu óþægilegra spurninga". Seldi demanta fyrir 290 milljarða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 1993 að setja bann við því að UNITA-hreyfíngunni yrðu seld vopn, hergögn og elds- neyti eftir að leiðtogi hennar, Jon- as Savimbi, neitaði að viðurkenna ósigur sinn fyrir Jose dos Santos, forseta Angóla, í kosningum sem fram fóru árið áður og hóf borg- arastyrjöldina að nýju. Refsiað- gerðirnar voru hertar ári síðar og þá var meðal annars bannað að kaupa demanta af uppreisnar- hreyfingunni. I skýrslunni er áætlað að UN- ITA hafi selt demanta fyrir allt að 4 milljarða dala, andvirði 290 millj- arða króna, frá árinu 1992. Sagðir hafa samið við Savimbi í skýrslunni er tíundað hvernig uppreisnarhreyfingin hefur útveg- að sér vopn frá Austur-Evrópu, aðallega Búlgaríu, og fengið þau send frá Afríkuríkjum í skiptum fyrir demanta. Skýrsluhöfundarnir saka forseta Burkina Faso og Togo um að hafa samið um þessi viðskipti við Sav- imbi. Afríkuríkin Gabon og Rúanda eru einnig sögð viðriðin brot á viðskiptabanninu. Þá eru stjórnvöld í Belgíu gagnrýnd í skýrslunni og höfundar hennar segja að eftirlitið með demanta- markaðnum í Antwerpen hafi verið svo slæmt að hægt hafi verið að kaupa demanta af UNITA nánast hindrunarlaust. Ásökunum nefndarinnar vísað á bug Öll ríkin sem gagnrýnd eru í skýrslunni vísa ásökunum sérfræð- inganefndarinnar á bug. Sendi- herra Belgíu hjá Sameinuðu þjóð- unum gagnrýndi skýrsluhöfundana fyrir að geta þess ekki að belgísk stjórnvöld gerðu nýlega ráðstafan- ir til þess að herða eftirlitið með demantaviðskiptunum. Sérfræð- inganefndin kvaðst hins vegar hafa fengið þær upplýsingar of seint. Búlgörsk stjórnvöld sögðust ekki hafa brotið viðskiptabannið og gagnrýndu skýrsluhöfundana fyrir að bendla Búlgaríu sérstak- lega við málið á grundvelli upp- lýsinga sem þau hefðu veitt um vopnaflutninga frá landinu. í skýrslunni væri ekkert minnst á önnur ríki sem veittu ekki slíkar upplýsingar og kynnu að hafa brotið viðskiptabannið. Sendiherra Togo hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að ásakanirnar um að forseti landsins hefði samið við Savimbi væru byggðar „sögusögn- um og slúðri". Sendiherra Burkina Faso sagði að ásakanirnar á hend- ur forseta landsins væru byggðar á staðhæfingum eins vitnis, fyrr- verandi aðstoðarmanns Savimbis sem sagði skilið við uppreisnar- hreyfinguna. Fowler sagði hins vegar að vitn- isburður fyrrverandi liðsmanna UNITA hefði aðeins verið notaður til að staðfesta upplýsingar sem sérfræðingarnir hefðu fengið frá öðrum. „Hvað varðar sönnunarskylduna gerði sérfræðinganefndin meiri kröfur en dómstólar flestra ríkja,“ sagði Fowler. Deilt um refsiaðgerðir Bretar og Kanadamenn hafa beitt sér fyrir því að öryggisráðið refsi þeim ríkjum sem brutu við- skiptabannið og segja að trúverð- ugleiki ráðsins sé í veði. Viðbrögð nokkurra ríkja voru hins vegar varfærnisleg og þau létu í ljósi efasemdir um að ásak- anirnar hefðu verið sannaðar. Frakkar, sem eru í nánum tengsl- um við umrædd Afríkuríki sögðu að rannsaka þyrfti ásakanirnar betur þar sem þær væru mjög al- varlegar og ýmislegt væri enn óljóst í málinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.