Morgunblaðið - 17.03.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 17.03.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 31 LISTIR Ævintýri séð í gegnum rúmbotn LEIKLIST Græna eplið (Vihreá omena) í Hafnar- fjarðarleikhiísinu SNÆDROTTNINGIN (LUMIKUNIN GATAR) Upphaflega sagan: H.C. Andersen. Leikgerð og leikstjórn: Luis Zorn- oza Boy. Ljós, hljóð og svið: Jyrki Sinisalo. Leikarar: Heikki Kuusela, Jukka Ruotsalainen, Kaiija Kangas og Satu Paavola. Hljóðfæraleikar- ar: Helena Paavola og Markku Lu- uppala. Laugardagur 11. mars. SÝNING sú sem hér er til umfjöll- unar er styrkt af menningarborgun- um Helsinki og Reykjavík og er hingað komin sem hluti af menning- arskiptum téðra borga. Það er kann að vera að sumum finnist skjóta skökku við að sýna hana í Hafnar- firði, en samkvæmt nýjustu heimild- um nær menningarborgin Reykjavík aila leið upp á Skaga svo þetta er kannski ekki eins ankannalegt og í fyrstu virðist vera. Ástæðan fyrir staðsetningunni er auðvitað sú að Hafnarfjarðarleikhúsið mun senda barnaleikritið Júlíus í staðinn til Helsinki seinna á árinu. Brúðuleikhús er leikhúsform sem krefst töluverðrar nálægðar. Brúðu- leikhúsið Græna eplið í Helsinki er með sæti fyrir 60 áhorfendur. Hafn- arfjarðarleikhúsið er ekki stórt, tek- ur u.þ.b. 200 manns í sæti, en er samt þremur sinnum stæn-a. Samt var hinu litla bráðuleikhússviði stillt upp í nokkurri fjarlægð frá fremstu bekkjunum og á milli vora lagðar nokkrar dýnur þar sem um 60 börn sátu eða lágu. Það var greinilegt fyr- ir sýninguna að hinir finnsku að- standendur sýningarinnar höfðu áhyggjur af því að í salnum skapaðist ekki það næði sem þessi viðkvæma sýning þurfti. Enda kom það á dag- inn að mörg bamanna skorti einbeit- ingu til að horfa í þrjú korter á sýn- ingu á óskiljanlegu máli. Ekki bætti úr skák að það sem fram fór fyrir framan braðuleikhússviðið var ekki nógu vel lýst upp og fór því stundum fram í hálfrökkri. Afleiðingin var stanslaust kurr og skrjáf í sælgætis- bréfum og er leið á sýninguna ráp inn og aðallega út úr salnum. Undimtað- an rekur ekki minni til að hafa verið viðstaddur sýningu sem jafnerfitt var að fylgjast með og njóta - þrátt fyrir að sitja í ágætis sæti á fremsta bekk! Sýningin er byggð á Snædrottn- ingunni, einu ævintýra H.C. Ander- sen. í því túlkar hann trú á að hið góða yfirstígi alla erfiðleika og sigr- ist á hinu illa að lokum, eins og í öll- um almennilegum ævintýram. Það þarf að stytta töluvert til að koma 50 síðna sögu fyrir á 45 mínútum og ýmsu var sleppt í þessari leikgerð. Brúður og leikmunir vora búnar til úr margvíslegum hlutum, t.d. gorm- um úr dýnum og á stundum var rúm- botni stillt upp fyi’ir framan tjaldið svo að áhorfendur gætu séð ævintýr- ið í gegnum vírmöskvana. Sýningin hafði til að bera tvo mjög ákveðna kosti. Annar viðkemur frábæm tón- list, sem tveh- hljóðfæraleikarai- fluttu, en því miður kemur hvergi fram í upplýsingum á íslensku og ensku eftir hvern hún er. Hinn er sjónrænn, en það skemmtilegasta við sýninguna er hve vel tókst til við skuggamyndasýningahlutann. Þarna nutu hinar sérkennilegu brúður sín best og formin náðu að mynda til- finningu fyrir þrívídd í skugga, sem í eðli sínu á aðeins að vera í tveimur víddum. Sérstaklega gaman var að fylgjast með hreindýrinu þar sem teygjanleiki gormsins sem það var búið til úr var nýttur til hins ýtrasta. Stór ókostur var hins vegar það að vegna þess hve braðurnar vora óhefðbundnar og því erfitt að bera kennsl á einstakar persónur og hve textinn var í raun stór hluti af sýn- ingunni var mjög erfitt að fylgjast með söguþræðinum nema að gjör- þekkja söguna sem verkið byggist á. Ef textinn hefði verið þýddur af ís- lenskumælandi leikara jafnóðum, eða stuttri kynningu verið skotið inn á milli atriða hefði það bætt úr skák og auðveldað áhorfendum að hrífast með og njóta hins nýstárlega sem bar fyrir sjónm. Örstutt kynning Gunnars Helgasonar í upphafi var alls ekki fullnægjandi. Sveinn Haraldsson Einsöngstón- leikar í Smára DAGNÝ Þ. Jónsdóttir sópransöngkona og Ólaf- ur Vignir Albertsson píanóleikari halda ein- söngstónleika í tónleika- sal Söngskólans, Smára, Veghúsastíg 7 Reykja- vík, á morgun, laugardag kl. 14. Tónleikarnir era loka- áfangi burtfararprófs Dagnýjar frá Söngskól- anum í Reykjavík. Á efnisskránni era erlendir Ijóðasöngvar eftir Gabriel Fauré, Richard Strauss og Samuel Barber og Ijóðaflokkurinn Cuatro Madrigales Amatorios eft- ir Joaquin Rodrigo. Þá syngur Dagný lög eftir einn af framkvöðl- um íslenskrar tónlistar, Svein- björn Sveinbjömsson, nútímalög Hjálmars H. Ragnarssonar og Söng Sólveigar úr Pétri Gauti. Dagný lauk 8. stigs prófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 1993, undir handleiðslu Magnúsar Jónssonar og Hólmfríðar Sigurð- ai-dóttur. Að loknu prófi lá leiðin til Bretlands, þar sem hún stundaði framhaldsnám í fjögur ár; einkanám hjá Annette Thompson og nám í þrem- ur óperuþjálfunarskólum, Scenaria, Abbey Opera og Randazzo Opera, þar sem lögð var áhersla á hina leikrænu hlið óperannar. Jafníramt sótti hún nám- skeið hjá Virginiu Zeani, Mark Shanahan, Jona- than Hinden og Robin Bowman. Dagný hefur komið fram sem einsöngvari á tónleikum bæði hérlendis og víðsvegar um Bretland. Árið 1995 vann hún söngvakeppnina „The BBC Radio Oxford Music Festival Song Recit- al Competition“ og í framhaldi af keppninni var söng hennar út- varpað frá BBC Radio. Dagný tók fyrri hluta burtfarar- prófs frá Söngskólanum sl. vor. Hún stundar nú nám við kennara- deild skólans og stefnir að söng- kennaraprófi vorið 2001. Aðal- kennarar hennar nú era Guðmundur Jónsson og Ólafur Vignir Albertsson. Dagný Þ. Jónsdóttir Morgunblaðið/Sigríður Kristinsdóttir. Æja í Reykholti Reykholt. Morgunblaðið. ÞOREY Magnúsdóttir (Æja) setur upp verk sitt á sanisýningu sjö lista- kvenna, Trúin og tíminn, sem opnuð var á dögunum í safnaðarsal Reyk- holtskirkju í Borgarfirði. Sýningin fer síðan áfram um landið og verður sett upp í kirkjum og safnaðar- heimilum. Sýningum lýkur GUK Sýningu Carstens Greife í GUK lýkur á sunnudag, en hún var opnuð 6. febrúar sl. Carstein sýnir þai' þrjár faxteikn- ingai' sem hann hefur gert af hlutum úr sínu nánasta umhverfi og útfært með reglum skapalónsins í fullri stærð. Á vegg í garðinum á Selfossi hang- ir faxmynd hans af jólatrénu frá síð- ustu jólum, í Danmörku mynd af bíl nágrannans og í Þýskalandi mynd af geymslunni. Carsten er fæddur í Bielefeld í Þýskalandi árið 1968 og lauk námi í myndlist frá Kunst Hochschule í Hannover árið 1997. Sýningin er opin á sunnudag kl. 16-18 að staðartíma og á öðram tím- um eftir samkomulagi. Hægt er að fylgjast með sýningunni á http:// www.simnet.is/guk. Seiður galdra- meistarans TOJVLIST Háskólabíó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Sinfóníuhljómsveit íslands lék Lærisvein galdrameistarans eftir Paul Dukas, Poeme op. 25 eftir Ernest Chausson, Tzigane eftir Maurice Ravel og Sinfóníu nr. 3 í a-moll op. 44 eftir Sergei Rakhman- inov. Einleikari á fiðlu og stjórn- andi: Dimitri Sitkovetskíj. Fimmtudagskvöld kl. 20.00. VARLA gleymir nokkur mann- eskja sem séð hefur Mikka mús tak- ast á við seið galdrameistarans í Fantasíu Walts Disneys. Teiknuram Disneys tókst svo snilldarlega að samhæfa mynd og tónlist að hefði maður ekki vitað betur, gæti maður vel hafa trúað því að tónlistin hefði verið samin við myndina. En slík var snilli Pauls Dukas. Tónamynd hans af Lærisveini galdrameistarans, byggð á ævagamalli sögu, er svo sterk og ber, að basl lærisveinsins við kústinn og skjólurnar er manni ljóslifandi hvort sem sér Mikka fyrir sér í hlutverkinu eða ekki. Þetta hlýtur að vera skemmtilegasta verk prógramtónlistarinnar. Eins og efn- ið býður uppá, er tónverkið dramat- ískt og hlaðið stigvaxandi spennu og örvæntingu sem ekki sér fyrir end- ann á fyrr en lærimeistarinn kemur til skjalanna og leysir úr vanda sveinsins. Þetta verk líður enga hófstillingu í túlkun; þar verður að tefla á tæpasta vað. Sinfóníuhljóm- sveit íslands setti sannarlega upp galdrahattinn í flutningi verksins á tónleikunum í gærkvöldi. Það var djarft spilað; strengirnir léttir og fljótandi og blásarai' energískir og þrúgandi. Fagott og horn áttu stór- leik, og þegar hornin tóku við aðal- stefinu léku fiðlurnar undir í svarr- andi boðaföllum. Frábær flutningur! Annað verkið á efnisskránni, Poéme eftir Chausson, er tónaljóð eins og það fyrsta. Þó er það allt annars konar verk; það er ekki mynd í tónum og ekki saga; heldur ljóðræn fantasía, þar sem einleiks- fiðla og hljómsveit skiptast á inn- blásnum hugmyndum og stefjum sem rísa hátt í andagift. Poéme er eitt vinsælasta viðfangsefni fiðlu- leikara; erfitt, en þeim mun meira gleðjandi fyrh' áheyrendur þegar vel er leikið. Dimitri Sitkovetskíj er gríðarmikill virtúós og galdramaður með fiðluna, en í Poéme var leikur hans hástemmdur og innilegur. Fiðl- an hans er greinilega mikill kjör- gripur með óvenju safaríkan og mik- inn tón. Samspil hans og hljómsveitarinnar var fínt þrátt fyr- ir að hann væri ekki nema hálfur í stjórnandahlutverkinu. Enn einn stríðsfákurinn á efnis- skránni var Tzigane eftir Ravel, verk sem eins og hin fyrri hefur not- ið ómældra vinsælda. Þetta verk er algjört dúndur; ólgandi ástríðu- flaumur frá upphafi. Hófstilling á ekki við í túlkun þessa verks frekar en hjá Lærisveini galdrameistarans; hér er kjarninn óhaminn tilfinninga- hiti og súrrandi fjör. Dimitri Sitkov- etskíj fór létt með að heilla salinn með ögrandi og töfrandi leik sínum. Hljómsveitin var firnagóð og lék af miklum ki'afti. Þriðja sinfónía Rakhmaninovs var lokaverk tónleikanna; ljúft niðurlag eftir dramatíkina sem á undan fór. Sinfónían er myndrænt verk í þrem- ur þáttum. Tónmálið er þétt og knúsað; massi, sem leggst yfir hlust- irnar eins og voð. Stefjum skýtur upp úr massanum við og við; aðal- stefið þjóðlegt rússneskt stef og margvísleg tilbrigði við það. Sigi'ún Eðvaldsdóttir átti nokkrar sólóstróf- ur sem hún spilaði ákaflega fallega. I öðrum þætti vantaði méítí snerpu í rytma, og stundum var samheldni hljóðfærahópanna við það að riðlast. Annars var flutningur verksins fínn undir stjórn Sitkovetskíjs. Þetta var mikið skemmtiprógi'am, og þrátt fyrir vinsældir þessara verka, heyrast þau ótrúlega sjaldan á tónleikum. Töframaðurinn Sitkov- etskíj átti sinn þátt í að gera tónleik- ana ánægjulega; en ekki síður hljómsveitin sem var í miklum galdraham. Bergþóra Jónsdóttir Meðferðirnar ekki eins erfiðar ! „Ég greindi5t með krabbamein sl. áramót og hef þurft að ganga í gegnum erfiðar lyfjameðferðir sl. mánuði. Ég misti rauðu og hvítu blóðkornin mikið niður eftir hverja meðferð og þurfti á daglegum sprautum að halda og blóðgjöf. Eftir að ég byrjaði að taka Naten hef ég haldið rauðu og hvítu blóðkornunum í jafnvægi. Meðferðirnar eru nú ekki eins erfiðar þar sem mér iíður betur. Ég mæli eindregið með Naten" • 'HfS 1 i oHb i -1 'tiÍÍR i fædubótarefniö sem fólk talar um ! NATEN Fæst / apótekum og. sérverslunum um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.