Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 51* UMRÆÐAN Evrópusambandið - markmið og uppbygging EVRÓPUHRAÐ- LESTIN heldur áíram að stækka og styrkj- ast. Formlegar aðild- arviðræður eru hafnar við tíu ríki í Mið- og Austur-Evrópu og Danir ætla að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um EMU hinn 28. sept. í The Wall Street Joumal Europe 10. þ.m. er haft eftir Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, að „[ejnginn stjórnarliða sé í vafa Úlfar um að það sé best fyrir Hauksson Danmörku að taka upp evruna“. Svo einfalt sé það. I sama blaði segir að ákvörðun Dana muni setja þrýsting á Svía. í Bretlandi er baráttan miili pundsins og evrunnar hafin. Hague, formaður Ihaldsflokks- ins, notar slagorð á borð við „björg- um pundinu" á meðan Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, talar um hagsmuni bresks efnahagslífs og al- mennings. Hann telur engu skipta hvort Bretar ganga með pund eða evru í vasanum. Málið er hvað fæst fyrir myntina. Þarna takast á gamal- dags viðhorf og nútíma sjónarmið - einföld lygi gegn flóknum sannleik. Lykilstofnanir ESB eru ráðherra- ráðið, framkvæmdastjórnin, Evrópu- þingið og Evrópudómstóllinn. Ráðherraráðið Ráðið hefur æðsta ákvörðunar- valdið í ESB. í ráðinu situr einn ráð- herra frá hverju ríki og fer það eftir málaflokkum hver það er. Mikilvæg- asta hlutverk ráðsins er að setja lög sambandsins í málum er rúmast inn- an sáttmála þess. Lagasetningin er þó ekki alfarið í höndum ráðsins. I flestum málaflokkum innri markað- arins eru ákvarðanir teknar með samákvörðun ráðs og þings. Þetta þýðir að þingið hefur neitunarvald um nýja löggjöf. Felli það sig ekki við lög sem ráðið samþykkir er sett á stofn sáttanefnd og gegnir fram- kvæmdastjómin mikilvægu hlut- verki í slíkum tilfellum. Náist ekki sættir nær löggjöfin ekki fram að ganga. Ráðherrarnir sem sitja í ráðinu eru fulltrúar ríkisstjórna ríkjanna og segja má að þeir þjóni tveimur herr- um. Þeir taka ákvarðanir er varða sambandið en gæta jafnframt hags- muna síns ríkis. í ráðinu er ríkt tillit tekið til hagsmuna hvers ríkis. Atkvæða- gi-eiðsla er sjaldgæf en þegar hún á sér stað er í nær öllum tilvikum um veginn meirihluta (yfir 71% atkvæða) eða sam- hljóma samþykki allra aðildaiTÍkja að ræða Framkvæmda- stjórnin Framkvæmdastjóm- in er skipuð tuttugu full- tmum sem valdir era af ríkisstjórnum ríkjanna til fimm ára í senn að fengnu samþykki þings- ins. Framkvæmda- stjómin tekur þátt í löggjafarstarfi ESB og leggur lagaframvörp fyrir ráðið. Hún hefur mikilvægu eftirlits- hlutverki að gegna og fylgist með því að samþykktir séu framkvæmdar og eftir þeim farið. Framkvæmda- stjórnin hefur almenna hagsmuni ESB að leiðarljósi og á náið samráð við fulltrúa aðildarríkjanna þegar hún undirbýr reglugerðir. Kosið er til þings fimmta hvert ár af íbúum ríkjanna. Það hefur eftirlit með störfum framkvæmdastjómar og ráðs sem er skylt að gefa þinginu skýrslur og svara fyrirspumum þess. Þingið fjallar um lagaframvörp og hefur neitunarvald þar sem samá- kvörðunar er krafist. Þingið sam- þykkir ný aðildarríki og nýja fram- kvæmdastjórn og getur jafnframt sett hana af í heild sinni með 2/3 at- kvæða. Þá verður þingið að sam- þykkja fjárlög ESB. Evrópudóinstóllinn Dómstóllinn sér um að lögum ESB sé fylgt og að þau séu ekki túlkuð eða þeim beitt mismunandi í ríkjunum. Dómarar era sextán talsins, einn frá hverju landi og einn til, og verða öll ríkin að samþykkja skipun dómara. Reynslan sýnir að dómstóllinn dæm- ir frekar eftir markmiðum sáttmál- ans en orðanna hljóðan og er úr- skurður endanlegur. Auk þessara lykilstofnana má nefna leiðtogaráðið, skipað af leiðtog- um þjóðanna, sem mótar hina pólit- ísku stefnu, og nefndir sem tryggja áhrif sveitarstjóma og hagsmuna- samtaka á störf ESB með beinum hætti. Ráðið heldur reglulega opna fundi og löggjöf þess er birt opinberlega sem og hvernig ríkin greiddu at- Ef ísland verður ekki samkeppnishæft varð- andi lífskjör í framtíð- inni, segir Úlfar Hauks- son, mun vel þjálfað og menntað íslenskt vinnuafl leita annað. kvæði. Fundir þingsins era opnh' sem og fundir margra þingnefnda. Hjá framkvæmdastjórninni era öll skjöl opinber nema annað hafi verið ákveðið. Valddreifing Samkvæmt greiningu Lijpharts (Patterns of Democracy, 1999) er framkvæmdavaldið á hendi fram- kvæmdastjórnarínnar og fram- kvæmdastjórarnir gegna hlutverki ráðherra. Þeir era tilnefndir af lýð- ræðislega kjörnum ríkisstjómum og samþykkth’ af lýðræðislega kjörnu þingi líkt og t.d. í Bandaríkjunum þar sem forsetinn skipar ráðherra í ríkis- stjórn. Ráðið, skipað lýðræðislega kjörnum fulltrúum ríkjanna, gegnh’ hlutverki efri málstofu löggjafans og þingið, kosið beinni hlutfallskosningu í í-íkjunum, neðri málstofu löggjaf- ans. í ríkjum sem hafa deildaskiptan löggjafa er neðri deildin valdameiri, en í ESB er þessu öfugt farið. Dóm- stóllinn, skipaður dómurum frá öllum aðildarríkjum, getur úrskurðað lög löggjafans ólög og hefur sáttmála ESB til hliðsjónar. GildiESB ESB er sjálfviljugt samstarf full- valda lýðræðisríkja sem hafa það að markmiði að standa vörð um lýðræði, mannréttindi og frelsi einstaklings- ins. Markmiðið er að bæta lífskjör al- mennings og spoma gegn þjóðemis- hyggju sem Adenauer, fyrsti kanslari Þýskalands eftir stríð, kall- aði réttilega „krabbamein Evrópu“. Með hliðsjón af markmiðum og uppbyggingu ESB er með ólíkindum að til séu menn sem telja ESB „í meginatriðum hliðstætt smáklíku- ræði Kremlverja" líkt og Hannes Jónsson gerir hér í blaðinu 10. þ.m. Samlíkingin á milli fjölflokkalýðræð- is ESB og Kreml undir ógnarstjóm kommúnisma gefur ekki tilefni til málefnalegrar umræðu. Evrópuhraðlestin eða uxakerran Evrópusamvinnan mun þróast áfram og hillir undir stækkun evra- svæðisins, sem mun auka viðskipta- kostnað íslendinga. Samkeppnisskil- yrði íslenskra fyrirtækja munu versna og neytendur borga brúsann í hærra vöruverði og lakari lífskjöram. Ef ísland verður ekki samkeppnis- hæft varðandi lífskjör í framtíðinni mun vel þjálfað og menntað íslenskt vinnuafl leita annað. Stundin er að renna upp. Islendingar þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætla að taka sér far með Evrópuhraðlestinni inn í nýja öld eða hvort þeir ætla að hossast á uxakerrunni. Þetta er flók- inn sannleikur sem þarf að ræða, svo almenningur standi ekki berskjald- aður frammi fyrir hinni einföldu lygi. Höfundur nemur stjórnsýslufræði við Kaþólska háskólann íLeuven, Belgíu. NATURA 98% Aloe Vera Super GeL Jason tryggir náttúruleg gœði / • er sérstaklega kælandi og græðandi • eftir bruna og önnur meiðsli inniheldur Spiralina meí dregur úr kláða í þurri öj er fitulaust náttúrulegu collageni iginni húð 51 AUar vorur (ró lason cru i mllfúrumni/m umMHim tvcm httRí cr ad enJuvinna. • er gott á víðkvæma húð barna • er í náttúruvænum umbúðum • er sérstaklega gott eftir rakstur Fæst I sérverslunum og apótekum um land allt. AlU GLYSINGAR TILBOÐ / ÚTBOO VERKFRÆÐIÞJÓNUSTAN EHF Útboð Verkfræðiþjónustan ehf., fyrir hönd húsfélags- ins Háholt 5—7, óskar eftir tilboðum í málun og viðgerðir. Helstu magntölur eru: Málun veggja 1.300 m2 Málun þakkants 124 m Gluggar 111 stk. Sprunguviðgerðir 30 m. Útboðsgögn verða afhent þann 20. mars eftir kl. 9.00 á Verkfræðiþjónustunni efh., Garða- torgi 7, 2. hæð (turn), Garðabæ, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða síðan opnuð á sama staða þann 28. mars kl 14.00 að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. AKUREYRARBÆR Útboð Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjarsjóðs Akureyrar, óskar hér með eftir til- boðum í gatnagerð og lagnir í áfanga II A í Nesjahverfi. Tilboðið nærtil gerðar 245 lengd- armetra af götum ásamt tilheyrandi holræsa- og vatnslögnum. Helstu magntölur eru: Uppúrtelí úr götum 910 m3 Lagnaskurðir 260 m Lengd fráveitulagna 540 m Lengd vatnslagna 240 m Fylling 3.500 m3 Skiladagur verksins er 9. júní 2000. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu tæknideild- ar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og með þriðjudeginum 14. mars 2000 á kr 3.000. Opnun tilboða fer fram á sama stað fimmtudaginn 30. mars 2000 kl. 11.00. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri. KENN5LA Stangaveiðimenn athugið Nýtt námskeið í fluguköstum, það síðasta í vetur, hefstsunnudaginn 19. mars. íTBR-húsinu, Gnoðarvogi 1, kl. 20.00. Kennt verður 19. og 26. mars, 2., 9. og 16. apríl. Við leggjum til stangir. Takið með ykkur inniskó (íþróttaskó). Mætið tímanlega. Skráning á staðnum gegn greiðslu. KKR, SVFR og SVFH. TIL SÖLU Kaffihús Til sölu er rekstur kaffihúss í miðborginni. Um er að ræða mjög sérstakan rekstur með mikla möguleika. Einungis fjársterkir aðilar koma til greina. Áhugasamir sendi tilboð til auglýsingadeildar Mbl., merkt: „K — 9403", fyrir 24. mars nk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.