Morgunblaðið - 17.03.2000, Page 72

Morgunblaðið - 17.03.2000, Page 72
FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Stuttmyndin „Stranded“ frumsýnd! kvöld Strandag'lópur með heimþrá Leikarinn Barry Cassin í hlutverki sínu. -'-’FYRIR svokallað landnám, þegar Ingólfur Arnarson varpaði öndvegis- súlum sínum í hafið og elti þær ú Reykjavíkurstrendur, er talið að hér hafi búið írskir munkar sem kölluðust Papar. Það væri þess vegna kannski réttari heimild að hafa styttu af manni í munkakufli á Amarhóli, þar sem þeir komu hingað fyrstir! En tíminn hefur afmáð alla vitneskju um líf þeirra hér þannig að lítið er vitað um hvað þeir voru að bralla hér á klakanum. I kvöld verður frumsýnd á Islandi stuttmyndin „Stranded" sem íjallar ' um dvöl írsku Papana hér á landi. Myndin verður sýnd í þetta eina skipti í Háskólabíói á undan frumsýn- ingu írsku kvikmyndarinnar „Sweety Barett", en þess má geta að Friðrik Þór Friðriksson er einn framleiðenda þeirrar myndar. Persónulegur skáldskapur „Stuttmyndin er byggð á leikriti sem ég skrifaði, sem heitir Papamir og var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1997,“ segir Brian FitzGibbon, hand- ritshöfundur stuttmyndarinnar. En það var bróðir hans, Ian FitzGibbon, sem leikstýrði. „Þetta er ekki heim- ildarmynd heldur persónulegur skáldskapur um þrjá írska einsetu- menn á Islandi á miðöldum og hug- mvndir þeirra um lífið og trúna. Það verða árekstrar í sögunni þegar einn munkurinn fær heimþrá. En þeir hafa heitið því að fara aldrei aftur til baka, dvöl þeirra er einskonar fórn.“ Leikritið sem stuttmyndin er byggð á tók tæpan klukkutíma í flutn- ingi en myndin er aðeins 24 mínútur að lengd. „í myndinni styðjumst við meira við myndræna þætti. Auk þess höfðum við aðeins fjármagn til að gera mjög stutta mynd.“ En reyndist það ekkert erfitt verk að klippa verk- ið svona niður? „Jú, til að byrja með. En það var líka mjög spennandi og áhugavert að gera það.“ Vegna gífur- legs fjárskorts reyndist ógerlegt að taka myndina upp hér á landi. „Hún var tekin á írlandi, þvi miður. Bróðir minn reyndi að finna mjög svipað landslag; hann komst næst því í ná- grenni Dublinar. Hann hafði aldrei komið til Islands, svo ég sagði honum bara að það mætti ekki sjást í tré. Svo studdist hann við ljósmyndir sem ég sendi honum.“ Brian FitzGibbon verður greini- lega tíðhugsað til forfeðra sinna því hann hefur nýlega lokið við handrit í fullri lengd um Papana dularfullu á Islandi fyrii- Friðrik Þór Friðriksson. Það verk segir aðra sögu en stutt- myndin gerir. Ríkissjónvarpið hyggst sýna stuttmyndina síðar á þessu ári. ' A + + + HASKOLABIO frumsýHÍr írsk/íslensku kvikmyndina Sweety Barret eða Ljúflingur með Brendan Gleeson, Liam Cunningham og Dylan Murphy í aðalhlutverkum. Hetjudáð ljúflings Frumsýning SWEETY Barrett (Brendan Gleeson) missir starf sitt við farandfjöleikahús og fer að leita sér að nýrri vinnu í bænum Dockery. Hann er einfaldur og auð- trúa maður og verður því tilvalinn bráð fyrir nokkra spillta íbúa bæjar- ins þar sem smyglarar undir hand- leiðslu forsprakkans grimma Mannix Bone (Liam Cunningham) ráða ríkj- um. Sweety eignast vin sem er hinn sex ára gamli Conor (Dylan Murphy) en á næturnar er hann óafvitandi notaður til að sinna skítverkum Bon- es og félaga. Þegar faðir Conors (Andy Serkis) er látinn laus úr fangelsi og ætlar sér að hefna sín á Bone verður Sweety fómarlamb aðstæðna og flækist í hættulegan vef klækja og illsku- bragða. En einmitt þegar virðist sem svo að Bone muni komast upp með ódæðin fær Sweety uppreisn æru sem gerir hann að mikilli hetju í bænum. Stephen Bradley leikstýrir og semur handrit þessar írsku myndar sem framleidd er af írska kvik- myndafyrirtækinu Temple Film í samvinnu við Islensku kvikmynda- samsteypuna. En með aðalhlutverk í myndinni fara Brendan Gleeson, Li- am Cunningham, Lynda Steadman, Andy Serkis og Dylan Murphy. Myndin var fyrst frumsýnd á kvik- myndahátíðinni í Toronto árið 1998 og er hún er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Bradley leikstýrir en hann hafði áður leikstýrt sjónvarps- þáttum og stuttmyndum. Leikarinn Brendan Glesson gerði garðinn frægan í myndinni „The General" en af nýlegri afrekum má nefna að hann fer með hlutverk í spennumyndinni „Mission Impossible 2“ sem væntan- leg er í kvikmyndahús á næstu miss- erum. Liam Cunningham sem fer með hlutverk Bone hefur getið sér gott orð á leiksviði en af kvikmynda- afrekum má nefna „War of the Butt- ons“ og „The Little Princes". ÞJOÐLEIKHUSIÐ Stutt Hélt ég væri mynd- arlegri ► SPÁNVERJI, sem missti sjón- ina í slysi árið 1957, fékk sjónina á ný fyrir skemmstu og það í rauninni fyrir algjöra tilviljun. Læknar græddu nýja gervi- hornhimnu í hann og við það fékk hann sjónina og sá þá í fyrsta sinn fjögur af níu börnum sínum og öll 22 barnabarnabörnin. Antonio Sanchez-Migallon, sem er 78 ára gamall, fór fyrir nokkru til augnlæknis síns, að því er hann minnir til að fá augndropa en kom út frá honum með bókaðan tíma hjá augnskurðlækni. Fyrir þremur vikum fór hann síðan í augnaðgerðina, sem tók rúmar þrjár klukkustundir, og er al- sjáandi síðan. „Eg hélt ég væri myndarlegri," sagði hann þegar hann hafði skoðað sig í spegli. „Ég er bæði ófríður og gamall,“ sagði hann í samtali við EI Pais. Kona hans segir að karlinn hafi breyst við að fá sjónina á ný, bæði skap hans og útlit, „mér finnst hann huggulegri núna en áður,“ segir konan himinlifandi. Shania stefnir í metsölu ► PLATA sveitasöngkonunnar Shania Twain, „Come On Over“ stefnir í að verða mest selda plata söngkonu hing- að til. Platan sat á toppi met- sölulistans í Bretlandi fyrir síðasta ár og hefur nú selt yfir 26 milljónir eintaka um heim allan. Hún er þó ekki enn búin að slá metið sem kanad- íska söngkonan Alanis Morissette á með plötunni „Jagged Little Pill“. Talsmaður Twain sagði: „En Come On Over er enn að seljast og það er aðeins tímaspursmál hve- nær hún verður komin á toppinn." Hanks og jólin ► LEIKARINN Tom Hanks mun fara með aðalhltuverk í nýrri barnamynd, The Polar Express sem gerð verður eftir frægri bók Chris Van Allsburg. Myndin er um lítinn dreng sem er á einhvern óskiljanlegan hátt þeytt til norð- urpólsins af eimreið þar sem hann hittir sjálfan jólasveininn. Myndin verður frumsýnd jólin 2001 í Bandaríkjunum. Bókin um Beckham ► FÓTBOLTAKAPPINN David Beckham sem er giftur krydd- stúlkunni Victoriu Adams hefur gefið samþykki sitt fyrir útgáfu ævisögu sinnar. Sagt er að samn- ingurinn sem hann hafi gert hljóði upp á nokkrar milljónir en bókin mun væntanlega koma í verslanir í október og gæti því orðið vinsæl í jólapakkana. Bókin mun bera nafn- ið My World og þar mun David segja frá sínum hjartansmálum, hvernig hann tekst á við frægðina og að einbeita sér að fótboltanum. „Eg er ánægður með að bókin kemur út á þessum tímapunkti því hún mun fanga ákveðið tímabil á ferli mínum og 1 einkalííí," sagði David.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.