Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 17.03.2000, Qupperneq 74
> 74 FÖSTUDAGUR 17. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM y* Námsstyrkir Árlega veitir Búnaðarbankinn 12 styrki til námsmanna í Námsmannalínunni, hvern að upphæð 150.000 kr. Skipting styrkja Útskriftarstyrkir til nema í Háskóla íslands. Útskriftarstyrkirtil nema á háskóla- stigi og sérskólanema. Námsstyrkir til námsmanna erlendis. . ■ Umsóknir Hægt er að sækja um styrkina á vef bankans, www.bi.is. Einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð í öllum útibúum bankans og á skrifstofum SHÍ, BI'SN og SÍNE. Athugið að einungis félagar í Námsmannalínu . Búnaðarbankans eiga rétt á að sækja \ um þessa styrki. ' Umsóknum skal skilað fyrir 1. maí 2000 til: Búnaðarbanka (slands hf. Markaðsdeildar Austurstræti 5 155 Reykjavík Óvenjuleg ný íslensk stuttmynd sýnd með Fíaskó Hungraðar geimverur í leit að hljóði Oiko logos er ný stuttmynd sem framvegis verður sýnd á undan Fíaskó. Skarphéðinn Guðmundsson komst að því að hér er á ferðinni ein fyrsta íslenska vísindaskáldsagan. „í FYRSTU virðist nafn myndarinn- ar kannski langsótt en merking þess segir heilmikið um efni hennar, “ seg- ir Grímrn' Hákonarson annar höfund- ur Oiko logos. „Nafnið kemur úr fom- grísku og þýðir „vistkerfi" eða „svæðisþekking". Þetta er nokkurs konar vísindaskáldsaga sem fjallar um vistkerfi á annarri plánetu.“ Grímur ræðir hér um nýja tíu mín- útna stuttmynd sem hann hefur gert í félagi við Rúnar Rúnarsson. Þetta er önnur stuttmyndin sem þeir gera í sameiningu en fyrri mynd þeirra hét Klósettmenning. .Arestóteles varð fyrstur til þess að gefa vistkerfinu gaum og gera til- raunir til þess að skilgreina það og þessar vangaveltur hans eru undir- tónn myndarinnar,“ skýrir Rúnar. „A yfirborðinu er efni myndarinnar hinsvegar allt annað og skýrara," bætir Grímur við. „Kveikjan var eig- inlega naflaskoðun á hljóði og hljóð- leysi. Ut frá henni varð til saga um líf á annarri plánetu. Líf sem engin jarð- nesk vera vissi að væri til. A plánet- ■ Það er gnægð af brellum og grímum í Oiko logos. Morgunblaðið/Jim Smart Höfundar Oiko logos, þeir Jón Grímur Hákonarsson og Rúnar Rúnarsson. unni búa verur sem nærast á hljóðum en vandinn er sá að pláneta þeirra er hljóðlaus og því sjá þær sig knúnar til að leita út fyrir vistkerfi sitt að nær- ingu.“ Vildum kanna óplægða akra Þegar þeir félagar fengu íyrst hug- myndina að myndinni íyrir þremur árum, sögðu þeir að aðalmarkmiðið hefði verið að reyna að skapa nýja veröld og um leið gera eitthvað frá- brugðið hinum hefðbundnu viðfangs- efnum íslenskrar kvikmyndagerðar. I raun hafi það því ekki verið af neinni sérstakri langvarandi ást í garð vís- indaskáldsagna sem þeir réðust út í verkið heldur fremur vegna þess að þær væru óplægður akur hér á landi. „Myndin var tekin upp fyrir tveim- ur og hálfu ári,“ segir Rúnar. „Við fengum styrk frá Sókratessjóði Evrópusambandsins og óðum í tökur. Fyrir oflætissakir fuku peningarnir út í veður og vind og við stóðum uppi auralausir að tökunum loknum og höfðum því ekki ráð á eftirvinnsl- unni,“ segir Rúnar. Þeir Rúnar og Grímur eru leik- stjórar og höfundar myndarinnar og framleiða hana í gegnum Óháðu kvik- myndagerðina eins og íyrr segir með styrk frá Sókrates en umhverfisráðu- neytið lagði einnig hönd á pióg. Töku- maður er Arnar Þór Þórisson, leik- myndahönnuður er Þorvaldur Böðvar Jónsson, Eggert Ketilsson sér um brellur, Rebekka Silja Ragn- arsdóttir og Karólína Magnúsdóttir hönnuðu og saumuðu búninga og hinn efnilegi Stefán Jörgen Agústs- son sér um förðun og grímur sem leika ekki lítið hlutverk í geimveru- mynd sem þessari. Það má síðan til gamans geta að hópur tólf ára krakka er á bak við grímur íbúa plánetunnar. Þeir segja að allt þetta fólk hafi verið boðið og búið að hjálpa til vegna þess að því þótti hugmyndin snjöll og vildi leggja sitt af mörkum til þess hún yrði framkvæmd. Einfaldar og snjallar brellur „Þegar menn lásu fyrstu handrits- drögin supu þeir hveljur og ráðlögðu okkur vinsamlega frá því að gera eig- inlega kvikmynd úr þessu heldur frekar teiknimynd eða eitthvað í þá áttina,“ segir Grímur. Þeir félagar segjast standa í mikilli þakkarskuld við tækniliðið sem vann með þeim að myndinni. Lausnir þeirra hefðu verið allt í senn einfaldar, hugmyndaríkar, ódýrar en samt stórsnjallar. Til marks um það hafi þeir ekki þurft að notast mikið við tölvugrafík, sem sé orðin þrautaiendingin hjá flestum sem fást við sams konar veruleika. Myndin var tekin upp á súper 16 víd- eóvél en var færð á lokastigi yfír á stafrænt form og verður sýnd þannig. Aðspurðir hvort það sé ekki í senn erfitt og gaman að fást við svo flókið viðfangsefni, svara þeir játandi. Þeir segjast hafa lært heilmikið og að sér- staklega gaman hafi verið að spreyta sig á svo brelluhlaðinni vísindaskáld- sögu og í raun að kynnast því hvemig slík mynd verður til. „Mér þótti alveg sérstaklega fróðlegt að fást við raun- veruleika hins óraunverulega heims,“ segir Rúnar sposkur. Kom skemmtilega á óvart „Það er líka gaman að klára eitt- hvað sem menn töldu vonlaust í íyrstu.“ Grímur bætir við: „Myndin lítur líka ansi vel út. Hún er flott. Það rann ekki upp fyrir okkur fyrr en allt var fullklárað. Við biðum upp á von og óvon eftir lokaútgáfunni og hún kom okkur skemmtilega á óvart.“ Þeir viðurkenna báðir að vera því fegnir að hafa lokið verkinu og eru ekkert allt of vissir um að eiga eftir að koma að vísindaskáldsögum framar. Þetta sé erfitt ævintýri sem nái há- marki með sýningu myndarinnar en síðan muni kötturinn setja upp á sig stýri. Tími sé til kominn að snúa sér að allt öðrum hlutum. Rúnar er að skrifa handrit að kvikmynd í fullri lengd og í sumar stefnir hann á að gera heimildarmynd við annan mann. Grímur segist hinsvegar ætla að mennta sig frekar í kvikmyndagerð áður en lengra verður haldið. MYNDBOND Enn hrakar Williamson Fröken Tingle tekin í karphúsið (KillingMrs. Tingle) GAMAI\MY!\D/ S P E I\ MIJ M Y N D ★% Leikstjórn og handrit: Kevin Willi- amson. Aðalhlutverk: Helen Mirr- en, Katie Holmes, Marisa Coughlan og Barry Watson. (93 mín) Banda- ríkin. Skífan, mars 2000. Bönnuð innan 12 ára. ÞESSI kvikmynd hlaut talsverða athygli í Bandaríkjunum, en hún er fyrsta leikstjómarverkefni Kevins Williamsons, handritshöfundar ung- lingahollvekja á borð við „Scream" I-II, „I Know What You Did Last Summer“ I-II og „The Faculty". Nokkur styr stóð um myndina meðan hún var í fram- leiðslu, þar sem ótt- ast var að hún myndi ýta ennfremur undir ofbeldi í bandarískum skólum. Varð sú um- ræða til þess að fyrirhuguðu nafni myndarinnar var breytt úr „Killing Mrs. Tingle" í „Teaching Mrs. Ting- le“. Það vekur því athygli að útgáfu- aðilai- myndbandsins hér á landi hafi kosið að notast við fyrmefnda heitið á kápunni þrátt fyrir að myndin sjálf sé kynnt undir síðumefnda titlinum. „Teaching Mrs. Tingle“ á reyndar mun betur við efni myndarinnar sem er talsvert frábmgðin þeim misjöfnu unglingahrollvekjum sem Williamson er þekktur fyrir. En ekki tekur betra við, það sem hér er unnið með er ekki handrit heldur handritsleysa. Mynd- inni er því hreinlega haldið á floti af Helen Mirren sem leikur hina um- deildu fröken Tingle. Mirren vinnur vel úr illa skrifuðu hlutverkinu og gæðir persónuna djöfulleika og dýpt. Williamson sýnir aftur á móti svo ekki verður um villst að hann er ekki að- eins sífellt versnandi handritshöfund- ur, heldur einnig slappur leikstjóri. Heiða Jóhannsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.