Morgunblaðið - 30.03.2000, Side 11

Morgunblaðið - 30.03.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 11 FRÉTTIR Fyrsti ársfundur Seðlabankans undir forsætisráðuneyti V erðbólga gæti orðið minni á þessu ári en í fyrra Seðlabankastjóri og forsætisráðherra eru sammála um að brýnasta verkefnið í efna- hagsmálum sé að koma verðbólgunni niður. A ársfundi Seðlabankans kom fram að horf- urnar eru taldar góðar en aðhalds er áfram þörf. Steingerður Ólafsdóttir sat fundinn. Morgunblaðið/Golli Geir H. Haarde fjármálaráðherra og Birgir Isleifur Gunnarsson hlýða á ræðu Ólafs G. Einarssonar, formanns bankaráðs Seðlabankans. Jóhannes Nordal, Már Guðmundsson og Sólon R. Sigurðsson voru meðal þeirra sem sóttu fundinn. BIRGIR ísleifur Gunnarsson, seðla- bankastjóri, lýsti því yfir í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans að verð- bólga á þessu ári gæti orðið minni en í fyrra þar sem kjarasamningar sem þegar hefðu tekist, virtust í meginat- riðum samrýmast þeim forsendum um launahækkanir sem gengið var út frá í spa Seðlabankans í janúar sl. Birgir Isleifur sagði að ríkissjóður væri öfiugasta tækið til að stuðla að bættu jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Hann sagði að staða ríkisfjármála hefði verið sterk á síðasta ári en það skýrðist öðru fremur af miklum hag- vexti. „Fullyrða má að ekki hafi ver- ið veitt nægilegt aðhald í opinberum rekstri í heild miðað við þá þenslu sem ríkti,“ sagði seðlabankastjóri. Minni eyðsla og aukinn sparnaður Brýnasta verkefnið í efnahags- málum í augnablikinu er að koma verðbólgunni niður og lykilatriði í því viðfangsefni er minni eyðsla og aukinn sparnaður. Petta kom fram í ræðu Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra á fundinum. Ársfundurinn í gær var sá fyrsti eftir að málefni Seðlabankans voru færð undir for- sætisráðuneytið frá viðskiptaráðu- neyti. Davíð Oddsson sagði vissulega vafasamt að slaka á aðhaldi í ríkis- fjármálum á tímum fullrar atvinnu og ofhitnunar á mörgum sviðum hagkerfisins. „Með þeim kjarasamn- ingum sem hafa verið undirritaðir er verið að festa í sessi að skynsamlegir kjarasamningar séu gerðir til þriggja ára í senn eða jafnvel lengur. Þetta er grundvallarbreyting frá því sem áður var og eitt veigamesta at- riðið í áframhaldandi stöðugleika. Þetta þarf að hafa í huga þegar þátt- ur ríkisins er metinn. A móti þessum aðgerðum í tengslum við kjarasamn- ingana verður spomað gegn aukinni þenslu með margvíslegum hætti. I fyrsta lagi stendur fyrir dyrum einkavæðing sem bindur fé og styrk- ir reyndar hugsanlega gjaldeyris- forðann í leiðinni. Þá stefnir ríkis- stjórnin að því að næstu fjárlög verði afgreidd með enn meiri afgangi en í ár, sem þó var sá mesti hingað til,“ sagði Davíð m.a. í ræðu sinni. Forsætisráðherra sagði aðgerðir í lífeyrismálum, ásamt áformum um einkavæðingu og mikinn afgang á fjárlögum, hugsaðar sem samræmt átak til aukins þjóðhagslegs sparn- aðar, og að þessar aðgerðir féllu vel að þeim auknu áherslum á lífeyris- sparnað, sem til dæmis koma fram í samningum Flóabandalagsins og Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Hann sagði að með því frumvarpi sem brátt verður lagt fram um að frádráttarbær heildariðgjöld at- vinnurekenda og launþega til lífeyr- issparnaðar geti samtals numið allt að 20% af launum, felist markviss hvatning til aukins sparnaðar og með þeim aðgerðum styrki íslend- ingar enn stöðu sína sem forystuþjóð á sviði lífeyrismála. Eign lífeyrissjóða í erlendum verðbréfum 19% af hreinni eign í máli Birgis ísleifs kom fram að eignir lífeyrissjóðanna jukust hratt á síðasta ári og að tölur þess efnis sýndu mikið og vaxandi afl þeirra sem fjármálastofnana. Samkvæmt bráðabirgðatölum nam hrein eign lífeyrissjóðanna um síðustu áramót rúmum 515 milljörðum króna og hafði vaxið um 108 milljarða á árinu eða um 26,5%. í árslok nam hrein eign lífeyrissjóðanna sem svaraði 8,1% af vergri landsframleiðslu árs- ins. Erlendar eignir lífeyrissjóðanna jukust mikið og eign í erlendum verðbréfum nam tæplega 19% af hreinni eign þeirra í árslok, eða 96 milljörðum. Birgir ísleifur sagði að frumúttekt Seðlabankans á fjármálakerfinu leiði bæði í ljós styrkleika og veikleika. „Hið jákvæða er mikill hagvöxtur og góð afkoma atvinnuveganna al- mennt, þótt hækkað raungengi þrengi að sumum greinum. Staða ís- lenskra fjármálastofnana virðist traust, og vanskil á lánum hafa minnkað." Aftur á móti felst megin- veikleiki íslensks fjármálakerfis í miklum viðskiptahalla, peninga- og útlánaþenslu, lágu eiginfjárhlutfalli margra lánastofnana og að nokkru í viðkvæmri erlendri skammtíma- stöðu sem þó hefur batnað, að sögn seðlabankastjóra. „Enda þótt tiltek- inn veikleiki sé fyrir hendi í fjár- málakerfi okkar er heildarniðurstað- an sú að hætta sé ekki yfirvofandi, en nauðsynlegt sé að takast á við þann vanda sem bent hefur verið á.“ Sjálfstæði Seðlabankans ekki litið Forsætisráðherra gerði grein fyr- ir sjónarmiðum sínum varðandi sjálfstæði Seðlabankans, sem áður hafa komið fram. Hann telur að skylda til að auglýsa stöðu seðla- bankastjóra eigi ekki rétt á sér, enn- fremur að sú fullyrðing að sjálfstæði Seðlabanka íslands sé lítið, sé röng í veigamiklum atriðum. „Ég fæ ekki séð að það sé skynsamlegt eða ein- hverjum til heilla að Seðlabankinn vinni að einhverjum öðrum markm- iðum í efnahagsmálum en ríkis- stjórnin," sagði Davíð Oddsson m.a. í ræðu sinni. í ræðu forsætisráðherra kom fram að með hinum stjórnskipulega flutningi bankans gæfist tilefni til að endurskoða löggjöf um Seðlabanka íslands. Bankanum hefur verið falið að draga saman efni og áhersluatriði sem ríkisstjórnin mun svo vinna úr og leggja fyrir þing í frumvarps- formi. Davíð Oddsson er eindregið þeirrar skoðunar að ekki eigi að fækka bankastjórum Seðlabankans niður í einn, eins og margir halda fram. Hann sagði að það væri útbreiddur misskilningur að ein- um manni væri falið ákvörðunarvald seðlabanka í hinum stóra heimi. „Seðlabankinn er ekki fyrirtæki í samkeppni á markaði, heldur hafa ákvarðanir bankastjórnar Seðla- bankans pólitíska hlið og hafa áhrif á svo að segja alla þegna landsins. Því er nauðsynlegt að mál séu skoðuð frá mörgum sjónarhornum áður en bankastjórnin setur þann efnahags- lega kúrs, sem henni ber að setja.“ Þverrandi samkeppni skýrir m.a. hækkun matvælaverðs Birgir ísleifur lagði áherslu á það í ræðu sinni að verðbólga ársins 1999 hefði verið sú mesta á einu ári síðan árið 1991, en vísitala neysluverðs hækkaði um 5,8% á síðasta ári. í ræðu hans kom fram að á síðasta ári stóð verðlag matvæla á evrusvæðinu í stað, matvæli fylgdu almennu verð- lagi í Bandaríkjunum og á Norður- löndum en lækkuðu í Bretlandi. „Þetta bendir allt til þess að mikil eftirspurn og þverrandi samkeppni skýri mikla hækkun matvælaverðs hér á landi,“ sagði Birgir Isleifur. Viðskiptahalli síðasta árs var 42,8 milljarðar króna og nam 6,7% af vergri landsframleiðslu. Varðandi viðskiptahallann, sagði Birgir ísleif- ur að hann ætti í ríkari mæli rætur að rekja til einkaneyslu en fjármuna- myndunar og að það væri áhyggju- efni. Birgir ísleifur sagði nauðsyn- legt að hagstjórn miðaði að því að koma böndum á viðskiptahallann en þjóðhagsspá gerir ráð fyrir miklum og váxandi viðskiptahalla á þessu ári, eða 7,2% af landsframleiðslu, og að slíkur viðskiptahalli verði áfram á næstu árum. Hagvöxtur á síðasta ári varð veru- legur fjórða árið í röð eða nærri 4,5%. Seðlabankastjóri sagði hinn öfluga hagvöxt á íslandi einstakan meðal iðnríkja. Hagvöxtur í Banda- ríkjunum á síðasta ári er áætlaður um 4%, í evrulöndunum um 2,2%, í Bretlandi 1,9% og í Japan 0,7%. Enn er spáð öflugum hagvexti hér á landi á þessu ári eða 3,9%. Óhjákvæmilegt að sætta sig við lakari samkeppnis- stöðu um sinn Raungengi krónunnar hækkaði nokkuð á síðasta ári, vegna hæn-a innlends verðlags og launakostnað- ar, auk þess sem aðhaldssöm pen- ingastefna leiddi einnig til hækkaðs nafngengis krónunnar. Birgir Isleif- ur sagði að slík þróun rýrði að öðru jöfnu samkeppnisstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina en sagði ekki tilefni til að ætla að raungengi krón- unnar hafi hækkað umfram það sem samrýmist langtímastöðugleika. „Svo lengi sem áhrif af auknu að- haldi í peningamálum og í fjármálum ríkisins hafa ekki skilað sér að fullu í betra jafnvægi í þjóðarbúskapnum er óhjákvæmilegt að atvinnuvegirnir sætti sig um sinn við lakari sam- keppnisstöðu og jafnvel hæn’a raungengi en nú er,“ sagði Birgir ís- leifur. Raungengi fjórða ársfjórð- ungs 1999 var nálægt meðaltali síð- ustu 20 ára og langt undir því hámarki sem það náði á árunum 1987 og 1988, að því er fram kom í ræðu Seðlabankastjóra. Um þessar mundir er vaxtamunur á milli Islands og erlendra saman- burðarlanda 6,25% og jókst á síðasta ári. Birgir Isleifur sagði að aukinn vaxtamunur stuðlaði að innstreymi fjármagns til landsins sem aftur stuðlaði að sterkara gengi krónunn- ar. Gengið styrktist á síðasta ári um 2,72% og hefur haldið áfram að styrkjast á þessu ári. „Enginn vafi er á því að verðbólga væri meiri nú ef Seðlabankinn hefði ekki beitt sér fyrir því að styrkja gengið. Hin al- menna regla er sú að hvert prós- entustig í hækkun gengis dregur úr verðbólgu sem nemur 0,4%,“ sagði Birgir ísleifur í ræðu sinni. Lánastofnanir nýti hagstæð rekstrarskilyrði í máli seðlabankastjóra kom fram að árið 1999 einkenndist ekki síst af örum vexti útlána og peningamagns. Útlán lánakerfisins í heild jukust um 17,4% á árinu, en útlán innlánsstofn- ana mun meira eða um 23,1%. Úr vextinum dró á seinni hluta ársins en útlánavöxturinn var að rúmum helmingi fjármagnaður með erlendu lánsfé, að sögn Birgis ísleifs, sem sagði að öran vöxt í útlánum innláns- stofnana mætti bæði rekja til mikill- ar eftirspurnar og aukins framboðs lánsfjár. „Aukið framboð birtist m.a. í sókn innlánsstofnana eftir aukinni markaðshlutdeild. Efnahagsreikn- ingar banka og sparisjóða hækkuðu að mun, og í heild rýrnaði eiginfjár- hlutfall án víkjandi lána, en ekki eiga allar stofnanir þar jafnan hlut að. Þetta gerðist þrátt fyrir mjög góða afkomu innlánsstofnana á árinu. Seðlabankinn ítrekar þá skoðun sína að hagstæð rekstrarskilyrði eigi lánastofnanir að nýta til þess að byggja upp sterka eiginfjárstöðu svo að þær séu betur búnar undir erfið- ari tíma. Ákafur útlánavöxtur síð- ustu tveggja ára kom a.m.k. í sumum tilvikum í veg fyrir að svo yrði,“ sagði Birgir ísleifur. Yinstrihreyfíngin - grænt framboð vill að Reykjavík verði eitt kjördæmi Stór og ósamstæð kjördæmi á lands- _ byggðinni ÞINGMENN Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs munu ekki styðja frumvarp það til nýrra kosn- ingalaga sem forsætisráðherra leggur fram á Alþingi á næstu dög- um. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri-grænna, og einn fulltrúa í nefnd þeirri sem samdi fyrrgreint frumvarp skilaði einn nefndarmanna séráliti um skipan kjördæma og tilhögun til kosninga til Alþingis en gagni’ýni hans á frumvarpið beinist einkum að fjór- um þáttum. í fyrsta lagi segir Steingrímur að með tillögum nefndarinnar verði til landfræðilega mjög stór og ósamstæð kjördæmi á landsbyggð- inni. I öðru lagi telur hann skipt- ingu sveitarfélagsins Reykjavíkur í tvö kjördæmi með öllu fráleita. „Þingmenn Reykjavíkur, sem í reynd verða 22, á að kjósa í tveim- ur 11 manna kjördæmum í stað þess að viðurkenna veruleikann og kjósa þá alla 22 í einu kjördæmi. Kórónan á þessu fyrirkomulagi er svo sú að gert er ráð fyrir að kjör- dæmamörkin í Reykjavík verða á flakki um bæinn,“ segir í séráliti Steingríms. Á móti 5% þröskuldi í þriðja lagi gagnrýnir Stein- grímur harðlega að framboð þurfi að fá að minnsta kosti 5% atkvæða á landsvísu til að fá úthlutað jöfn- unarþingsæti og segir það þýða að framboð sem fengi 8000 atkvæði á landinu eða 4,9% atkvæða og einn mann kjörinn í einu kjördæmi fengi ekkert jpfnunarsæti í stað tveggja áður. I fjórða lagi kveðst Steingrímur vilja hafa séð meiri „hreyfingu í átt til persónukjörs", eins og hann orðaði það. Með öðr- um orðum hefði hann viljað að kjósendur gætu haft meiri áhrif á sjálfa uppröðun lista með persónu- kjöri eða uppröðunarmöguleikum af einhverju tagi. í séráliti því sem Steingrímur hefur nú látið forsætisráðherra í té leggur Vinstrihreyfingin - grænt framboð fram tvær tillögur að öðruvísi kjördæmamörkum en þeim sem lögð eru fram í umræddu frumvarpi til nýrra kosningalaga. Reykjavík verði eitt kjördæmi I fyrri tillögunni er gert ráð fyrir Reykjavík sem einu kjördæmi. Þá er gert ráð fyrir því að Vestur- kjördæmi samanstandi af Vestur- landi og Vestfjörðum, Norðurkjör- dæmi af Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra, Suðaustur- kjördæmi af Austurlandi, Suður- landi austan Þjórsár, ásamt Vest- mannaeyjum, Suðurkjördæmi af Árnessýslu og Suðurnesi og Suð- vesturkjördæmi af Reykjanesi án Suðurnesja. „Misvægi atkvæða miðað við þessa tillögu er innan þeirra marka sem stjórnarskráin setur,“ segir Steingrímur. Síðari tillagan gengur út á að taka höfuðborgarsvæðið fyrir sem eina heild, „horfa framhjá sveitar- félagamörkunum og hafa þrjú sæmilega skipulega afmörkuð kjör- dæmi,“ eins og segir í sérálitinu. Höfuðborgarsvæðinu yrði með þessu skipt í Vesturkjördæmi, Austurkjördæmi og Suðurkjör- dæmi en önnur kjördæmi yrðu eins og gert er ráð fyrir í fyrri tillög- unni, þ.e. Vesturkjördæmi, Norð- urkjördæmi, Suðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.