Morgunblaðið - 30.03.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.03.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ 18 ára Borg- firðingur valinn ungfrú Vesturland Akranesi -18 ára stúlka, Elín Málmfríður Magnúsdúttir frá Eystri Leirárgörðum II í Leirár- og Melasveit, sigraði í keppninni Ung- frú Vesturland 2000, en valið var kunngjört á glæsiiegri hátið á Akranesi sl. laugardagskvöld. Alls kepptu fimmtán stúlkur um titilinn ungfrú Vesturland auk þess sem ýmsar aðrar viðurkenningar voru kunngerðar. Elín þótti vel að þessum sigri komin enda glæsileg stúlka. I öðru sæti var Aldis Birna Róbersdóttir, Innri-Akra- neshreppi, þriðja sæti kom í hlut Steinunnar Gunnlaugsdóttur, Grundarfirði, og það Qórða hlaut Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Akra- nesi. Maren Rós Steindórsdóttir, Akranesi, varð síðan í fimmta sæti. Sigrún Ósk var valin vinsælasta stúlkan, netstúlka Heimsmyndar var valin Aldis Birna Róbertsdóttir, Karen Rós Sæmundsdóttir, Grund- arfirði, var valin sportstúlka, Lilja Ósk Ragnarsdóttir ljósmyndafyrir- ungfrú Vesturland 2000. sæta og ungfrú Vesturland Elín Málmfríður var valin Elle-stúlkan. Það var ungfrú ísland 1999, Kat- rín Rós Baldursdóttir, sem jafn- framt var ungfrú Vesturland á síð- asta ári, sem krýndi arftaka sinn og svo er bara að sjá hvort Elín fetar í fótspor Katrínar í keppninni Ung- frú Island í vor. Útgáfutónleikar á Raufarhöfn Rokk o g rómantík Raufarhöfn - Stefán G. Óskarsson hefur gefið út nýja geislaplötu og var hún kynnt á útgáfutónleikum í fé- lagsheimilinu Hnitbjörgum á Rauf- arhöfn síðastliðinn laugardag. Um 100 manns mættu til að hlýða á efni plötunnar. Geislaplata Stefáns heitir Rokk og rómantík og er hans fyrsta plata. A henni er að finna átta lög, öll eftir hann sjálfan. Hann á einnig tvo texta en Birgir Henningsson aðra. Stefán syngur sjálfur öll lögin. Upptaka, undirleikur, útsetning og hljóðblönd- un annaðist Borgar Þórarinsson í Stefán fékk mikið af blómum í Stúdíó Hljóðhimnum á Raufarhöfn. lok útgáfutónleikanna. Allar færar leiðir nýttar í náminu Morgnblaðið/Sigriður Kristinsdóttir Hluti af þróunarverkefninu í grunnskólanum að Varmalandi í vor var að kynnast gömlum matarhefðum. Sesselja Bjarnadóttir á Hvanneyri var fengin til að fræða börnin um heiti og nýtingu á þorskhausum áður íyrr, en úr beinum var hægt að útbúa leikföng handa bömum. Reykholti - Nemendur og kennarar grunnskólans á Varmalandi í Borg- arfirði eru nú að vinna þróunarverk- efni í upplýsingatækni, sem miðast að því að nýta alla þá tækni sem skól- inn býr að til þess að afla upplýsinga og koma námsefninu til skila. I vor hefur verið unnið þemaverk- efni af heimaslóðum, tengt Snorra Sturlusyni og hans samtíma og var þá farið í vettvangsferðir, m.a. í Reykholt. Flemming Jessen, skóla- stjóri Varmalandsskóla, segir í sam- tali við blaðið að verkefnin séu hugs- uð þannig að kennarar í öðrum grunnskólum geti síðan nálgast þau á Netinu og nýtt sér þessar upplýs- ingar til kennslu. Nemendur afla heimilda á hefðbundinn hátt og einn- ig af upplýsingasíðum á Netinu, með aðstoð kennara, og þurfa síðan að koma þeim til skila á tölvutæku formi, í máli og myndum. Þegar verkefninu var hrint í fram- kvæmd í fyrra, að móta kjamaskóla í þremur grunnskólum og þremur framhaldsskólum um landið, sótti Varmalandsskóli um og fékk styrk frá sveitarfélögum og ríki, til tækja- kaupa og menntunar starfsfólks. Flemming segir að þessir kjarnar- skólar séu ýmist sveitaskólar, þorps- skólar eða stórskólar og sé hlutverk þeirra að efla upplýsingatækni í skólastarfi og sinna þróunarstarfi á því sviði. Kennaraháskólinn hefur aðstöðu á Varmalandi fyrir nám- skeiðahald og segir hann það hafa verið hluta af hugmyndinni að geta leitað stuðnings þar. Varmalandsskóli var tekinn í notkun haustið 1954 og var þá heimavistarskóli fyrir alla hreppa Mýrasýslu, utan Borgamess. Skóla- svæðið minnkaði eftir að heimavistin var lögð niður og koma nemendur nú af svæðinu austan Borgarness. Þeir hreppar sem standa að rekstri skól- ans em Hvítársíða og Borgarbyggð. Börn nemenda í Samvinnuskólanum á Bifröst era um 25% skólabarna, en því fylgir sú sérstaða að margir nýir nemendur, úr mismunandi árgöng- um, koma inn á hverju hausti. Heini á bæi eða í skógrækt Áður en kjamaskólinn kom til var unnið að tveimur þróunarverkefnum sem tengjast sérstöðu Varmalan- dsskóla sem sveitaskóla. Annað verkefnið stóð yfir á dögum heima- vistarinnar þegar nemendur vora viku heima og viku í skólanum, og fór þá kennarinn heim á bæina og að- stoðaði nemendur við þau verkefni sem leysa átti þá viku. Hitt verkefnið, „sérstaða sveita- skóla“ er enn í gangi, þótt það sé ekki lengur þróunarverkefni. Það er unnið í samvinnu við 3 skóla norðan heiðar og stendur venjulega yfir síð- ustu skólavikuna. Þá eru nemendur að vinna verkefni sem tengjast vor- inu og sínu nánasta umhverfi. Elstu bekkimir fara t.d. á bæina eða í skógræktina í allt að vikudvöl og safna heimildum sem síðan er unnið úr. I fyrra var þemað ömefni. Yngri krakkarnir vinna einnig út frá þema eins og t.d. vatninu en fara í dagsferðir um héraðið, t.d. á merka staði, og vinna svo úr söfnuðum upp- lýsingum á margvíslegan hátt. Eyja- og Miklaholtshreppur á sunnanverðu Snæfellsnesi Morgunblaðið/Daníel Hansen Myndin sýnir vegaskemmdir við Straumfjarðará, en hún flæddi yfir bakka sína á um 100 metra kafla. Vatnsveður og vegaskemmdir Gemlingarn- ir brenni- merktir Laxamýri-Að brennimerkja gem- lingana hefur lengi verið eitt af fyrstu vorverkum sauðfjárbænda og jafnan tilhlökkunarefni. Á Einarsstöðum í Reykjahverfi byrjar vorið snemma og Jón Þór Guðjónsson og heimilisfólk hans er búið að brennimerkja hópinn. Jón brennir bæði í hægra og vinstra horn og auðkennir þannig eigendur, býli og hrepp. Þá númerar hann innan á hægra horn hvern ein- stakling, en allt fé á Einarsstöðum er skráð í tölvu sem auðveldar mjög allt skýrsluhald. Mikilvægt er að brennijárnin séu góð og hitni vel, þannig að stafirnir á homunum verði auðlesnir og endist svo lengi sem kindin lifir. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Þór með brennijámið og að- stoðarmaðurinn Auðunn Ingi Sverrisson heldur í gemlinginn. Eyja- og Miklaholtshreppi - Geysi- leg rigning og mikil hálka var í vikubyrjun. Á mánudaginn urðu talsverðar vegaskemmdir á sunn- anverðu Snæfellsnesi. Vatn flæddi yfir veginn við bæinn Þverá og var veginum lokað um tíma þar sem vegurinn hafði skorist í sund- ur. Þar fór bfll út af veginum þegar bflstjórinn missti vald á honum í miklum polli. Ekki urðu slys á fólki en bfllinn er mikið skemmdur þar sem hann lenti á skiiti. Við félagsheimilið Breiðablik rann mikið yfír veginn og urðu skemmdir þar. AUar ár flæddu yf- ir bakka sina en mest var Straumfjarðará þar sem hún flæddi yfír veginn á um 100 metra kafla og skemmdi veginn. Ófært var heim á suma bæi svo mjólkurbfll gat ekki sótt mjólk. Mikill snjór var hér, siðast bætti talsvert á sl. fimmtudag þegar skall á blindbylur og marg- ir urðu strandaglópar á bæjum. Mikill snjór er því fyrir og sér ekki fyrir endann á þessum flóð- um ef mikið rignir áfram. Borgarnes Nýr svæð- isstjóri VIS NYR svæðisstjóri Vátrygg- ingafélags íslands hf. í Borgar- nesi Kristján Rafn Sigurðsson hefur tekið til starfa og leysir af hólmi Daníel Oddson sem verið hefur svæðisstjóri þar frá stofnun þess 1989. Daníel hafði áður verið í for- svari fyrir Samvinnutrygging- ar gt. um árabil sem starfsmað- ur Kaupfélags Borgfirðinga og á orðið langan feril að baki við vátryggingastörf. Kristján Rafn er Reykvík- ingur og hefur starfað hjá Vá- tryggingafélagi íslands frá marsmánúði 1998 sem fulltrúi á atvinnutryggingarsviði. Hann lauk námi frá Fiskvinnsluskól- anum í Hafnarfirði 1985 og vann síðan við fiskvinnsustörf næstu árin. Fyrst hjá Hrað- frystistöð Reykjavíkur sem verkstjóri, síðan sem fram- leiðslustjón í rækjuvinnslu Ár- vers hf. á Árskógssandi og sem sjómaður m.a. hjá Samherja hf. um átta ára skeið. Kristján hóf nám í iðnrekstrarfræði við Tækniskóla íslands 1995 og lauk þar námi 1998 og hefur síðan starfað hjá Vátrygginga- félagi íslands hf. Eiginkona Kristjáns Rafns er Dagný Hjálmarsdóttir. Hún er mennt- aður lyfja tæknir og einnig hjúkranarfræðingur frá Há- skóla Islands 1997. Þau eiga eina dóttur. i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.