Morgunblaðið - 30.03.2000, Side 20

Morgunblaðið - 30.03.2000, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Kaffihúsið Baunin í Síðumúla ræður franskan bakara Bakar franskar bökur og kökur ÁVAXTABÖKUR og léttar tertur eru meðal nýjunga hjá kaffihúsinu Bauninni í Síðumúla en þar er nú franskur bakari kominn til starfa. Dominiqe Le Goff er frá Bretagne og hefur búið hérlendis um skeið. „Ég rak bakarí í 25 ár í Frakklandi en bakaraiðnina lærði ég af fóður mínum sem lærði hana síðan af afa mínum. Ég er því þriðji ættliðurinn sem leggur fyrir sig bakaraiðnina." Dominiqe ákvað að söðla um, selja reksturinn og flytjast til íslands en eiginkona hans Evelyne bjó lengi á Islandi og langaði alltaf að koma hingað aftur. „Ég ætla meðal annars að bjóða upp á franskar ávaxtabökur og alls- konar franskar kökur hér á Bauninni en þær eru nokkuð frábrugnar íslenskum kök- um. Uppistaðan í bökurnar eins og jarðarberjabökur og blábeijabökur eru ferskir ávextir. Það sama á við um matarmeiri bakstur, þá er oft mikið notað af fersku græn- meti. Kökubaksturinn hjá Frökkum er oft loftkenndari en íslendingar eiga að venjast því Frakkar nota mikið af eggjum í sinn bakstur og bragðið er annað en af venjulegu íslensku bakk- elsi.“ Dominiqe hefur ekki enn bakað mikið af frönskum brauðum enda Dominique Le Goff ætlar að bjóða upp á franskt bakkelsi í kaffihúsinu Baun- inni, en hann rak bakari í Frakklandi í aldarfjórðung. segist hann fyrst þurfa að afla sér hráefnis og tækja frá Frakklandi til að geta bakað brauðin sín eins og hann er vanur. Hann segir að brauð- menningin sé mjög mikil í Frakk- landi, þar þyki fólki nauðsynlegt að borða brauð með næstum öllum mat og úrval brauða sé töluvert. Tíu daga sala á íþrótta- og útivistarvörum í Perlunni Afslátturinn nemur að jafn- aði 60-80% Á MORGUN, föstudag, verður opn- uð tíu daga sala á íþrótta- og úti- vistarvörum í Perlunni. „Við höfum kosið að kalla söluna „Merkjavöru á silfurfati" en þetta kallast „outlet“ í bandaiTkjunum,“ segir Einar Sig- fússon kaupmaður. „. Hér er um að ræða vörur fyrir alla aldurshópa sem ekki hafa verið til sölu í búðum heldur koma beint frá innflytjend- um. Þetta eru eftirstöðvar á lager- um frá ýmsum innflytjendum og hér er eingöngu um merkjavöru að ræða. Tvisvar á ári Mikið af þessum vörum er nýlegt og hugmyndin er að vera með svona uppákomu tvisvar á ári hér eftir og þá á vorin og haustin. Þá er hug- myndin að þetta fylgi alltaf í kjöl- farið á útsölunum. Þarna verður áður óþekkt verð- stig og sem dæmi má nefna að vara sem kostaði áður 6.990 krónur mun kosta 990-1990 krónur. Prósentu- lækkunin verður reyndar misjöfn en hún mun liggja á bilinu 60 til 80%. Hugmyndin er að klára vörurnar og verðlagningin er eftir því,“ segir Einar. Vörur beint úr umbúðum Að sögn Einars eru innflytjendur nú að fá nýjar vörur og það vantar pláss á lager hjá þeim. „Innflytjend- umir þurfa að losna við þessar vör- ur og þetta er hagkvæmari kostur en að senda vörurnar úr landi. Þarna verða íþrótta- og útivistar- vörur ásamt skófatnaði og má nefna merki eins og Nike, Adidas, Arena- sundfatnað, Skechers-skó, X-18 skófatnað, Deisel, Regatta og Craig. Þetta hefur ekki verið gert áður hér á landi en auðvitað hafa verið rýmingar- og lagersölur en það er ekki það sama. Þá er verið að hreinsa afganga og það sem er búið að hanga í búðunum í einhvern tíma en hér er aftur á móti um að ræða vörur sem koma beint úr pakkning- um frá innflytjendum. Það á allt að seljast og er hér um að ræða ágætt skref í að lækka verð- lag í landinu," segir Einar. ÁSLAND - enn fleiri Iððir! 2. hluti í 2. áfanga Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar lóðir við Þrastaás í 2. áfanga Áslands Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu umhverfis- og tæknisviðs, Strandgötu 6, 3. hæð. Umsóknum skal skila á sama stað í síðasta lagi þriðjudaginn 30. apríi 2000 kl. 15.30. Greiðslumat sem lagt var fram við síðustu úthlutun gildir áfram en umsækjendur sem ekki fengu úthlutað síðast, þurfa að endurnýja umsóknir sínar. Frekari upplýsingar um byggingarsvæðið og skilmála, auk ýmissa uppdrátta og mynda af svæðinu, fást hjá umhverfis- og tæknisviði og á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, en slóðin er www.hafnarfjordur.is. Bæjaiverkfræðingurinn í Hafnarfirði 16 lóðir fyrir einbýlishús 14 lóðir fyrir parhús 20 lóðir fyrir raðhús 6 lóðir fyrir fjögurra íbúða fjölbýlishús 9 lóðír fyrir tólf-til þrettán íbúða fjölbýlishús Jafnframt eru til úthlutunar ein lóð við Klukkuberg og ein lóð við Mávahraun. Lóðirnar verða —........ afhentar í nóvember 2000 LIÐ-AKTÍN Góð fæðubót fýnr fólk sem er með mikið álag á liðum AKTi Giucosamine & Chondroitin Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Brezkir bankar falla frá tvöfaldri gjaldtöku Æilsuhúsið Skólavörðuslig, Kringlunni & Smáratorgi www.mbl.is London. Morgunblaðið. BREZKIR bankar hafa heldur dregið í land með samþykkt um að falla frá tvöfaldri gjaldtöku af hraðbankanotkun frá og með 1. júlí nk. Þeir, sem nota hraðbanka, eiga nú á hættu að verða rukkaðir í tvennu lagi um samtals 2,50 pund; um pund fyrir að nota hrað- banka annars banka en síns við- skiptabanka, sem síðan rukkar þá um hálft annað pund í refsigjald. meoTáWta ta3aö Hvorugt gjaldið verður þó fellt niður, en eftir 1. júlí verður bara um eina gjaldtöku að ræða; annað- hvort pund eða hálft annað. Refsi- gjald verður aðeins innheimt ef bankinn, sem skipt er við tekur ekki gjald fyrir notkunina. Þá munu viðskiptavinir geta séð hvert gjald þeir eiga að greiða við notk- un hraðbankans og eiga kost á því að hætta við ef þeir vilja. Fyrir nokkru kom út skýrsla um starfsemi bankanna sem sagði þá alltof sjálfráða, þjónustu þeirra lé- lega og þeir hefðu milljarða punda af almenningi og litlum fyrirtækj- um með alltof háum þjónustugjöld- um. Talsmenn bankanna mót- mæltu niðurstöðum skýrslunnar, sem unnin var fyrir fjármálaráð- herrann Gordon Brown, og fyrstu viðbrögð hans voru yfirlýsing um að lög yrðu sett til þess að koma á sérstöku eftirliti með starfsemi bankanna og síðan fólu hann og viðskiptaráðherrann samkeppnis- ráði og stofnun, sem fylgist með réttmæti viðskipta, að taka banka- málin til sérstakrar skoðunar. Talsmenn þessara stofnana sögðu að samþykkt bankanna um að falla frá tvöfaldri gjaldtöku af hraðbankanotkun væri skref í rétta átt en fyigzt yrði vandlega með framvindu mála hjá bönkun- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.