Morgunblaðið - 30.03.2000, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Fjölskylda Filippseyjaforseta sökuð um að misnota opinberan sjóð
Sögð nota féð til að bæta
pólitíska stöðu sína
Filippseyingur atar feiti á mynd af Joseph Estrada, forseta Filippseyja,
á mótmælafundi sem efnt var til við forsetahöllina í Manila í fyrradag
vegna hækkunar á olíuverði. Forsetinn skoraði á olíufyrirtækin að
hækka ekki verðið en gat ekki hindrað hækkunina vegna laga sem sett
voru á valdatíma forvera hans, Fidels Ramos. Á mótmælaspjöldunum
stendur: „ERAP [gælunafn Estrada] er gagnslaus".
Manila. AP, AFP.
JOSEPH Estrada, forseti Filipps-
eyja, á nú undir högg að sækja
vegna ásakana nunnu um að fjöl-
skylda hans hafi tekið andvirði 760
milljóna króna úr opinberum sjóði,
sem ætlaður var til heilbrigðismála,
og notað féð til að styrkja pólitíska
stöðu sína.
Ásakanir nunnunnar eru álitnar
mikill álitshnekkir fyrir forsetann,
sem segist hafa helgað sig baráttu
fyrir bættum kjörum fátækra
landsmanna.
Nunnan, Christine Tan, segist
hafa verið rekin úr stjórn ríkis-
happdrættis vegna þess að hún hafi
lagst gegn því að fjölskylda for-
setans notaði ágóðann af happ-
drættinu til að fjármagna eigin
verkefni.
Herraskyrtur I 99- Regnjakkar frá 399-
Ungbarnavörur frá I 99- Bolir frá 199-
Nærbuxur 3 í pk.199- Leikföng frá 99-
Buxur frá 1 99- Sokkar 3 í pk. 1 99-
mam
Faxafeni 8
opið virka daga 12-19 laugard. 12-18 sunnud. 12-19
Nunnan heldur því ekki fram að
fjölskyldan hafi auðgast á happ-
drættissjóðnum. Megnið af fénu
mun hafa runnið til góðgerðarstarf-
semi, svo sem heilbrigðisverkefna
sem forsetaírúin hefur stjórnað og
til kaupa á 200 sjúkrabílum sem
elsti sonur forsetans hefur úthlutað.
Þeir sem gagnrýna forsetann
vegna þessa máls segja að féð hafi
verið notað til að styrkja pólitíska
stöðu hans og fjölskyldunnar.
Sjúkrabflarnir hafi t.a.m. verið
nefndir eftir syni forsetans, Jing-
goy, sem er bæjarstjóri og hyggst
sækjast eftir sæti á þinginu.
Vinsældirnar snarminnka
Estrada var kvikmyndastjarna
áður en hann haslaði sér völl í
stjórnmálunum og lék þá yfirleitt
hetjur sem börðust við harðsvíraða
glæpamenn. Hann naut mikilla vin-
sælda þegar hann var kjörinn for-
seti fyrir 21 mánuði en þær hafa
snarminnkað á síðustu mánuðum.
Samkvæmt skoðanakönnunum voru
78% landsmanna ánægð með störf
hans fyrir níu mánuðum en aðeins
31% í síðasta mánuði. Vinsældir
hans hafa jafnvel minnkað meðal
fátækra Filippseyinga, sem voru
dyggustu aðdáendur hans.
Mikill efnahagsuppgangur var í
landinu fyrir þremur árum en
margir óttast nú að landið dragist
aftur úr öðrum Asíulöndum. Fjár-
málasérfræðingar segja að Estrada
eigi að miklu leyti sök á því að hag-
vöxturinn hefur ekki verið jafnmik-
ill og í mörgum nágrannalandanna.
Forsetinn hefur einnig verið sak-
aður um að hygla auðugum vinum
sínum og fyrirtækjum sem lögðu fé
í kosningasjóð hans árið 1998. Hann
hefur harðneitað þeim ásökunum.
„Það er miklu erfiðara að vera
forseti en ég hélt,“ sagði Estrada í
viðtali nýlega. Hann bætti við að
hann teldi dagana þar til sex ára
kjörtímabili sínu lyki „eins og
fangi“.
Bílverð lækkað
í Bretlandi
London. Morgunblaðið.
BREZKA rfldssljórnin hyggst
þvinga bflaframleiðendur, ef ekki
vill betur, til þess að lækka bflverð í
Bretlandi um allt að þriðjung, en
kannanir verðlagseftirlitsins hafa
sýnt að Bretar borga að meðaltali
um 35% hærra verð fyrir bfla en
þeir kosta á meginlandinu.
Fyrsta skrefið yrði að sögn The
Daily Telegraph að bflaframleið-
endur leyfðu að einstaklingum yrði
veittur sami afsláttur og fyrirtækj-
um. Það gæti þýtt, að bíll sem nú
kostar einstaklinginn 15.000 pund
lækkaði um 5.000 pund. Þá ætlar
Stephen Byers, viðskipta- og iðnað-
arráðherra, að leita leiða til þess að
bijóta upp einkaleyfissamninga
bflasala og bflaframleiðenda og
skapa með því möguleika til bfla-
markaða, þar sem margar tegundir
bfla yrðu til sölu á einum og sama
staðnum.
Brezku neytendasamtökin opn-
uðu í gær bflasölu á netinu og að-
stoða þau fólk við að kaupa bfla
beint frá meginlandinu. Þá er Virg-
in-fyrirtækið að undirbúa bflasölu á
netinu og feijufyrirtækið PO er
farið að taka við pöntunum á bflum,
sem það ætlar að flytja inn frá meg-
inlandinu.