Morgunblaðið - 30.03.2000, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
AP
Bretadrottningu fagnað
ELÍSABET Bretadrottning og eig-
inmaður hennar, Filippus prins,
hafa fengið hlýjar móttökur í
Ástralíu, en þau eru þar í 16 daga
heimsókn. Tómata var þó kastað að
hjónunum þegar þau gengu fram-
hjá um 3.000 Áströlum sem tóku á
móti þeim í bænum Launceston á
Tasmaníu í gær, á þrettánda degi
heimsóknarinnar. Tómaturinn
straukst við hatt prinsins og lenti
skammt frá hjónunum. Lögreglan
gerði Iítið úr atvikinu, lýsti því sem
„prakkarastriki“ og kvaðst vera að
rannsaka það.
Prakkarinn komst undan og fólk-
ið gerði hróp að honum þegar hann
hljóp í burtu.
Bretadrottning mun ekki hafa
tekið eftir prakkarastrikinu. Hún
heilsar hér bömum sem fögnuðu
komu hennar til bæjarins.
Fjármál kristilegra demókrata
Vissi Stasí um
leynisióðina?
Berlín. AP. V V
ÞYSKA dagblaðið Der Tagesspiegel
skýrði frá því á þriðjudag að austur-
þýska leyniþjónustan Stasí hefði
safnað upplýsingum um vafasama
fjáröflun kristilegra demókrata allt
frá árinu 1976.
Blaðið sagði að njósnarar Stasí
hefðu skrifað hundruð síðna af
skýrslum um leynilega bankareikn-
inga kristilegra demókrata í Sviss og
byggt þær m.a. á símahlerunum.
Þingmenn í þýskri þingnefnd, sem
rannsakar hneykslismálið, tóku fram
að hún gæti ekki notað upplýsingar
sem Stasí aflaði sér með ólöglegum
hætti. Þeir sögðu þær þó kynda und-
ir efasemdum um að Helmut Kohl,
fyrrverandi kanslari, hefði ekkert
vitað um leynireikningana eins og
hann hefur haldið fram.
Frank Hofmann, talsmaður þing-
flokks þýskra jafnaðarmanna, sagði
að fréttin vekti einnig spurningar
um hvort Stasí hefði notað upplýs-
ingarnar til að beita kristilega demó-
krata þvingunum í kalda stríðinu.
„Mesta lágkúran
til þessa“
Kohl lýsti fréttinni sem „mestu
lágkúrunni til þessa í ófrægingar-
herferðinni“ gegn sér. Hann sakaði
„hagsmunaöfl“ um að reyna að skaða
hann með því að nota „svokallaðar
upplýsingar“ sem Stasí hefði aflað
sér með ólöglegum hætti og í póli-
tískum tilgangi. Hann bætti við að
„ekkert nýtt“ kæmi fram í fréttinni
og hann stæði við fyrri yfirlýsingar
sínar.
ESB setur sér ný markmið í efnahagsmálum
Milljónir nýrra starfa
með hjálp netvæðingar
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna 15
ákváðu á fundi sínum í Lissabon í lok síð-
ustu viku að grípa til aðgerða til að flýta
netvæðingu efnahagslífs ESB, með það að
markmiði að fjölga störfum og auka sam-
keppnishæfni. Auðunn Arndrsson kynnti
sér niðurstöður leiðtogafundarins.
ÆÐSTU ráða-
menn Evrópu-
sambandsins
(ESB) komu sér í
Lissabon saman
um ýtarlegan að-
gerðalista, sem
ætlað er að stuðla
að bættri sam-
keppnishæfni evrópsks efnahagslífs,
auka hagvöxt og hækka atvinnuhlut-
fallið í aðildarríkjunum.
Með þessum samþykktum urðu
„straumhvörf í efnahagslegri hugsun
í Evrópu", að mati Tonys Blairs, for-
sætisráðherra Bretlands. Gerhard
Schröder Þýzkalandskanzlari sagði
niðurstöðuna „sanna framtíðarhæfni
Evrópu“. Stefnt er að því, að á næsta
áratug verði Evrópusambandið
„samkeppnishæfasta og framsækn-
asta þekkingargrundvallaða efna-
hagskerfi heims, sem sé fært um að
skila stöðugum hagvexti með fleiri
störfum og meiri félagslegri sam-
leitni,“ eins og segir í lokaályktun
leiðtogafundarins.
En hvað fela þessar „tímamóta-
samþykktir" í sér?
Ókeypis nettengingar
og aukin netverzlun
Meðal þess sem efst er á aðgerða-
listanum er að fyrir lok þessa árs
skuli nettengingar fyrir almenning
vera orðnar því sem næst ókeypis.
Stefnt skal að því að á árinu verði
búið að koma samræmdum laga-
ramma um netviðskipti í fram-
kvæmd. Þá á að sjá til þess að fullt
frelsi á samræmdum fjarskiptamark-
aði ESB verði orðið að veruleika fyrir
árslok 2001. Allir skólar í samband-
inu eiga að vera orðnir nettengdir á
næsta ári og allir kennarar eiga að
hafa hlotið þjálfun í notkun Netsins
og margmiðlunartækni fyrir lok árs
2002. Loks á almenningur að geta
sinnt almennum erindum við helztu
opinberar stofnanir í seinasta lagi ár-
ið 2003.
Samkvæmt út-
reikingum fram-
kvæmdastjómar
ESB væri hægt
að skapa um 30
milljónir nýrra
starfa í samband-
inu, sem samtals
hefur um 370
milljónir íbúa, með því að auka at-
vinnuhlutfallið úr 61% sem það er nú,
í 70%, eins og það er nú í Banda-
ríkjunum. Um 15 milljónir manna
eru um þessar mundir skráðar at-
vinnulausar í ESB. Það sem þykir
sæta nokkrum tíðindum við sam-
þykktir Lissabonfundarins, er að þar
er ekki kveðið á um „hefðbundnar"
rfldsafskiptalausnir á atvinnuleysis-
vandanum og ekki reynt að setja
ákveðin töluleg markmið um minnk-
un atvinnuleysis, sem reynslan hefur
sýnt að sé ekki til mikils. Þess í stað
er reynt að stuðla að fjölgun starfa
með því að ýta undir eftirspumarhlið
efnahagslífsins, með því að bæta
rekstrarramma fyrirtækja, enn
auknu frjálsræði í viðskiptum, eink-
um með hjálp nýrrar fjarskiptatækni
og með því að koma á raunverulega
samræmdum innri markaði Evrópu á
sviði fjármálaviðskipta.
Fijálsræðis- og
ríkisafskiptaöfl takast á
Á fundinum í Lissabon tókust enn
og aftur á sjónarmið þeirra sem eru
hlynntir auknu frjálsræði í viðskipt-
um og meiri einka- og markaðsvæð-
ingu efnahagslífsins, og sjónarmið
þeirra sem vilja fara hægar í sakim-
ar og halda í áhrif ríkisins á stjóm
efnahagsmála. Bretar og Spánverjar
beittu sér á fundinum af afli fyrir
auknu frjálsræði. Fyrir Tony Blair
hefur þetta líka innanríkispólitískar
ástæður, þar sem hann þarf að geta
sýnt brezkum kjósendum fram á að á
meginlandinu sé hliðstæðri efna-
hagsstefnu fylgt og hann er sjálfur að
framfylgja í Bretlandi, til þess að
EVROPA^
Reuters
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, var í Lissabon
einarðasti málsvari aukinnar
markaðsvæðingar í Evrúpu.
geta talið sömu kjósendur á að það sé
brezku efnahagslífí í hag að ganga til
liðs við Efnahags- og myntbandalag-
ið og taka upp evruna.
Frakkar reyndust sem fyrr hörð-
ustu málsvarar „gamalla gilda“ í
efnahagsstjómuninni. Lionel Jospin
forsætisráðherra lagði áherzlu á, að
væri farið of geyst í að opna fyrir
markaðssamkeppni og að leysa upp
rfldsrekin einokunarfyrirtæki, gæti
það leitt til félagslegrar ólgu. Skýrast
kom þessi togstreita milli „frjálsræð-
issinna" og „ríkisafskiptasinna" fram
í deilunni um hve hratt skuli fram
gengið í einka- og markaðsvæðingu á
sviði samgangna og orkumála. Jospin
og Jacques Chirac Frakklandsforseti
komu í veg fyrir á fundunum að sam-
bandið setti sér það markmið að
koma á algerri markaðsvæðingu á
þessum sviðum fýrir árið 2004.
Vinstristjóminni í Frakklandi er
rnikið í mun að hugmyndir hennar
um evrópskt „félagslegt módel“ fái
hljómgmnn, og Jospin taldi að þrátt
fyrir frjálsræðisgranntón samþykkt-
anna um hið netvædda nútímaefna-
hagslíf hefði jafnframt verið stigið
skref í átt að „félagsmáladagskrá"
sem Frakkar vilja fá samþykkta þeg-
ar þeir taka við formennskunni í sam-
bandinu á síðari hluta ársins, en hún
gengur út á að leiðtogamir komi sér
saman um fresti og vel skilgreind
markmið í málum eins og baráttu
gegn fátækt og í jafnréttis- og
menntamálum. Bóka má að Jospin-
stjómin mun eiga mjög á brattann að
sækja að fá þessar hugmyndir sam-
þykktar; einkum má búast við að Bla-
ir-stjómin beiti sér af krafti gegn
þeim.
Veltur allt á efndunum
En með samþykktum Lissabon-
fundarins er það orðið yfirlýst tak-
mark sambandsins að verða „sam-
keppnishæfasta og framsæknasta
efnahagskerfi heims“ fyrir árið 2010.
í lokaályktun fundarins ætti 3% hag-
vöxtur að nást, að því gefnu að þær
þjóðhagfræðilegu forsendur sem
kveðið er á um í aðgerðalista álykt-
unarinnar sé fylgt eftir.
Það veltur því allt á efndum hinna
fógra fyrirheita. Margt af þessum að-
gerðum er reyndar lengi búið að
vinna að eða þegar komnar til fram-
kvæmda að hluta. Gildir það m.a. um
svið eins og fjarskipti, netviðskipti og
fjármálaþjónustu. Á þessum sviðum
hefur mildl uppstokkun orðið í aðild-
arríkjunum á undanfömum áram, og
það liggur beint við að halda þeirri
uppstokkun áfram með samræmingu
á öllum innri markaði Evrópu. Fram-
kvæmdastjóm ESB er fyrir löngu
búin að móta tillögur um slíka sam-
ræmingu. Að æðstu ráðamenn aðild-
arríkjanna skuli nú hafa tekið á sig
rögg og ákveðið fastar dagsetningar
varðandi framkvæmd tillagnanna er
að minnsta kosti til marks um að
þeim sé alvara og þrýstir á ráðherra-
ráðið og Evrópuþingið, sem þurfa að
samþykkja allar nýjar lagareglur, að
flýta afgreiðslu þeirra tillagna sem
lúta að ofangreindum sviðum.
Ýmislegt annað, sem kveðið er á
um í lokaályktuninni, svo sem um
menntamál, er á valdsviði stjórn-
valda þjóðríkjanna eða, eins og í
Þýzkalandi, héraðsstjóma. Sam-
þykkir leiðtoganna um mál sem falla
undir þessi neðri stjómsýslustig geta
því í raun ekki haft mikið meira vægi
en tilmæli.
Um framkvæmd samþykktanna
segir í lokaályktuninni að hún eigi að
fara fram með svonefndu „opnu sam-
ræmingarferli“, sem í aðalatriðum
felst í tilskipunum með tímaáætlun-
um, innleiðingu þeirra í löggjöf aðild-
arríkjanna og reglubundnu eftirliti
og mati á framkvæmdinni. Fram-
kvæmdastjóminni er falið að semja
árlega stöðuskýrslu um hvemig
framkvæmdin gangi á sviði atvinnu-
mála, nýsköpunar, efnahagsumbóta
og hvað varðar félagslega samleitni.
Leiðtogarnir sjálfir hafa hins vegar
einsett sér að fýlgjast í auknum mæli
með samræmingu efnahagspólitískra
stefnumiða, og ætla að bera saman
bækur sínar sérstaklega um efna-
hags- og félagsmál á hveiju vori.
Afsögn og
hneyksli í
Taflandi
SANAN Kachornprasart, inn-
anríkisráðherra Taílands, sagði
af sér embætti í gær er skýrt
var frá því, að hann hefði orðið
uppvís að því segja rangt til um
eignir sínar. Neitaði hann raun-
ar allri sök en kvaðst mundu
segja af sér ráðherradómi og
þingmennsku meðan á rann-
sókn stæði. Er afsögnin mikið
áfall fyrir ríkisstjórn Lj%ræðis-
flokksins enda skammt í næstu
kosningar. Sanan er gefið að
sök að hafa haldið því fram í
eiðsvarinni yfirlýsingu, að hann
hefði fengið nærri 90 milljónir
ísl. kr. að láni hjá stóru verslun-
arfyrirtæki en þar finnst ekk-
ert um þetta lán. Því er nú um
það spurt hvaðan Sanan komi
féð en hann er vellauðugur
maður.
Tveir menn
ófundnir
LEIT var hætt í gær vegna
veðurs að tveimur mönnum,
sem enn er saknað eftir snjó-
flóðið í AustmTÍld í fyrradag.
Sögðu talsmenn björgunar-
manna, að engin von væri um
að finna þá á lífi, en leit verður
haldið áfram er veðrið batnar.
Tólf skíðakennarar, urðu fyrir
snjóflóðinu skammt frá bænum
Kapran og fundust tveir á lífi.
Annar þeiiTa lést þó af meiðsl-
um sínum á sjúkrahúsi.
Gin- og
klaufaveiki
í S-Kóreu
STJÓRNVÖLD í Japan og á
Taívan hafa bannað innflutning
á nauta- og svínakjöti frá Suð-
ur-Kóreu vegna gin- og klaufa-
veiki, sem þar er komin upp.
Hefur hún aðeins fundist í einu
kúabúi og er það í einangran.
Hefur öllum gripum verið slátr-
að þar og vel er fylgst með bfr
peningi í næsta nágrenni. I
fjölmiðlum hafa birst myndir af
hermönnum í hlífðarbúningi og
með grímu fyrir vitum við að
brenna gripahús og þarf ekki
meira til að skjóta viðkvæmum
Japönum skelk í bringu. Hafa
Ástralir, sem selja Japönum
mikið nautakjöt, áhyggjur af
þessu og óttast, að japanskir
neytendur bregðist við með því
að hætta alveg nautakjötsáti.
Muslimar í
Kína reiðir
MÚSLIMAR í Kína era æva-
reiðir og hyggja á mikil mót-
mæli, að sögn fjölmiðla í Hong
Kong. Er ástæðan sú, að víðles-
ið dagblað, Nanfang Dushibao,
systurblað stjórnarblaðsins
Nanfang Ribao, birti mynd af
fimm einræktuðum grisum og
aðra mynd af hinni heilögu
borg Mekku á sömu síðu. í ís-
lömskum sið era svín óhreinar
skepnur. Kínastjórn hefur látið
reka ritstjórann og hefurkraf-
ist þess að blaðið biðjist afsök-
unar. Síðustu árin hefur nokkr-
um sinnum komið til mótmæla
islamskra þjóðabrota í vestur-
héraðum landsins og jafnvel
blóðsúthellinga. Kínastjóm ótt-
ast að ofsatrúarmenn í Afgan-
istan og fleiri grannríkjum geti
róið undir og valdið upplausn á
svæðinu.