Morgunblaðið - 30.03.2000, Síða 44

Morgunblaðið - 30.03.2000, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ t ... í nafni laganna Það er Ijóst að eigi myndavélarnar að hafa áhrif almennt, en ekki bara á takmörkuðum svœðum, þurfa þær að vera alls staðar. ÞAÐ hefur lengi loðað við þetta veðurbarða land að það er allt of auðvelt að fá að vera í friði. Það er kannski auðveldara að vera óáreittur í landi á borð við Mongólíu en á Islandi. Japanar hafa það hins vegar sýnu betra en við, enda segja sumir að þar sé maður aldrei einn nema á klósettinu. En nú virðist sem yfirvöld ætli loks að bægja burt hrolli ein- angrunar og einveru fyrir fullt og allt. Upphafið er í miðbæ Reykja- víkur, þar sem maðurinn er aldrei einn um þessar mundir. Með hon- um fylgjast alltsjáandi augu átta eftirlitsmyndavéla, sem af eigin rammleik hefur nú tekist að fækka glæpum þar sem þær sjá til. í nýrri áfangaskýrslu lögreglu sýna litríkar VIÐHORF Eftlr Karl Blöndal súlur hvemig spellvirkjum hefur fækkað þar sem myndavélamar fylgjast með, en fjölgað annars staðar. A meðan líkamsárásir nánast standa í stað milli 1998 og 1999, fóru úr 178 niður í 173, eftir að hafa rokið upp frá 1997 þegar þær vom 160, fjölgar þeim jafnt og þétt þar sem myndavélarnar sjá ekki til og munar nánast hundrað líkamsár- ásum milli áranna 1997 er þær vom 446 og 1999 er þær vom 543. Þetta getur aðeins þýtt eitt: fleiri myndavélar. Þetta em Bretar löngu búnir að sjá. I hverfinu Newham í London vakta um 240 myndavél- ar þá staði hverfisins, sem illþýði og glæpalýður hafa á sérstakt dá- læti. Þar er hægt að fylgjast með hverju einasta skrefi þess sem gengur frá lögreglustöðinni að ráðhúsi hverfisins. Meira að segja hefur verið tengdur hug- búnaður við vélamar, sem ber kennsl á andlitsdrætti þeirra, sem leið eiga fram hjá þeim. Það tekur nýjustu gerð slíks hugbún- aðar eina sekúndu að bera andlit af götunni saman við milljón and- lit í gagnabanka. Um ein milljón myndavéla hefur eftirlit með bresku þjóðinni og fólk, sem er á ferðinni, má gera ráð fyrir því að festast 300 sinnum á filmu á dag. Ekki fylgir sögunni hvað marga þurfti að ráða til að fylgjast með öllum þessum myndavélum. Hér á landi virðist vera vilji til þess að eitthvað svipað eigi sér stað. Það er ljóst að eigi mynda- vélamar að hafa áhrif almennt, en ekki bara á takmörkuðum svæðum, þurfa þær að vera alls staðar. Annars fara afbrotamenn einfaldlega þangað sem mynda- vélamar sjá ekki til. Einnig mætti ákveða að afmörkuð svæði yrðu ekki vöktuð myndavélum og þannig að óþjóðalýðurinn og rammungamir hefðu sitt til- finningalega svigrúm og aðeins viljug fómarlömb yrðu á vegi þeirra. Þá mætti einnig auglýsa að slökkt yrði á myndavélunum í ákveðnum hverfum ákveðin kvöld þannig að ekki kæmist óorð á eitthvert eitt hverfi. En myndavélar koma ekki að- eins til góða við að fækka glæp- um. Spara mætti milljónir með því að koma fyrir fjölda mynda- véla á hálendinu. Þá þyrfti ekki að leita að fólki og vélsleðum, bara að sækja það. Stöðugt eftirlit verður ekki að- eins til að skapa öryggiskennd gagnvart glæpamönnum. Þeir, sem em utan við sig, myndu ugg- laust fagna því að geta farið inn á lögreglustöð að skoða af sér myndbandið þegar þeir gleyma hvar þeir lögðu bílnum. Einnig mætti rifja upp drykkjustaði gærdagsins í myndbandabanka lögreglunnar í þeirri fullvissu að myndavélarnar hafi tekið upp þráðinn þar sem óminnishegrinn sleit hann. í máli dómsmálaráðherra þeg- ar greint var frá árangri mynda- vélanna í því að draga úr glæpum í klámvæddri miðborginni kom fram að lög um friðhelgi einka- lífsins væm mjög til trafala er áform um að fjölga eftir- litsmyndavélum væm annars vegar. í því máli mætti taka sér það fyrirkomulag, sem er á fjár- reiðum stjórnmálaflokka, til fyr- irmyndar: ef lögin em ekki til þarf ekki að brjóta þau. Þetta yrði þó ekki í fyrsta skipti sem lögin standa vilja fólksins fyrir þrifum. Eftirlitsástríðan er þegar farin að koma fram í ýmsum þáttum í sjónvarpi og slúðurblöðum. Það er einfaldlega þannig að ákveðnu fólki þarf að fylgjast með við hvert fótmál. Því mætti íhuga hvort nóg sé að lögregla fylgist með eftirlitsvélum eða bæta þurfi um betur og hleypa sjónvar- psstöðvunum inn á þær. Einnig er spurning hvort al- menningur þurfi ekki að fara að koma skikki á sitt einkalíf. Eftir- litsfyrirtækið Stóri bróðir auglýs- ir á Netinu faldar myndavélar af ýmsu tagi. Á vefsíðu fyrirtækis- ins em myndir af sakleysislegum útvörpum, lömpum og tuskudýr- um. í þeim leynist hins vegar myndavél. Þannig er hægt að fylgjast með börnunum, bama- píunum, ræstitækninum, garð- yrkjumanninum og makanum án þess þau gruni neitt misjafnt. Slíkt tæki kostar ekki nema um 40 þúsund krónur og fæst þráð- laust. Gæti þannig almenningur lagst á sveif með lögreglunni og jafnvel mætti athuga hvort hægt sé að koma á samstarfi um alls- herjar eftirlit, sem hlýtur að vera lokatakmarkið og tryggja út- rýmingu glæpa. Þótt tölur þær, sem bomar vom á borð til marks um árang- urinn af myndavélunum, hafi ekki beinlínis borið fælingarmætti þeirra vitni er alls ekki útilokað að hann sé til staðar. Senniiega mætti auka þennan fælingarmátt þegar eftirlitsþjóðfélagið hefur náð hámarki með því að senda hverjum og einum yfirlit yfir ferðir hans mánaðarlega, svona rétt til að minna á að myndavél- amar sofa aldrei. Jafnframt mætti senda þeim, sem hafa verið sérdeilis iðnh- við kolann mynd- band með völdum atriðum. Þetta gæti orðið skemmtun fyrir alla fjölskylduna og til dæmis svarað áleitnum spumingum um það hvers vegna pabbi hafi komið svona seint og undarlega lyktandi heim úr vinnunni um daginn. Átta myndavélar duga hins vegar skammt eigi framtíðarsýnin um þetta undursamlega ævintýr að rætast. MINNINGAR BIRGIR SVEINBJÖRNSSON + Birgir Svein- bjömsson fædd- ist í Skáleyjum á Breiðafírði 23. maí 1937. Hann lést á Eyrarbakka 4. mars síðastiiðinn og fór útför hans fram frá Eyrarbakkakirkju 11. mars. Þeir sem famir em að nálgast efri árin mega muna tímana tvenna á margan hátt og öðruvísi en fyrri íbúar lands- byggðarinnar. I okkar ungdæmi fæddust bömin yfirleitt í foreldrahúsum og þeir eldri vom kvaddir í sinni heimabyggð þegar þeir lögðu í sína hinstu for. Nú fæðist varla nokkurt bam heima og þeir eldri leggja gjaman í áðumefnda ferð úr lendingu fjarri æskubyggð. Og svo er komið fyrir sumum byggðum, þar sem áður þreifst blómlegt manniíf, að þar hvorki fæðist eða deyr fólk lengur. I fáum og fátæklegum orðum er ætlunin að senda kveðju vestan úr Breiðafjarðareyjum góðum dreng er þar fæddist og ólst upp, en kvaddi samferðamenn nýlega, fjarri æsku- stöðvum, þeim að óvömm og langt um aldur fram. Hann Birgir Sveinbjömsson, sem nýlega var til moldar borinn suður á Eyrarbakka, fæddist í Skáleyjum á Breiðafirði í maí 1937, á þeim tíma ársins þegar náttúran á þeim slóðum má heita ein allsherjar fæðingardeild og vöggustofa fyrir fugla og sel auk sauðfénaðar bænda. Drengurinn bar þess líka augljós merki snemma að hafa hlotið sinn skammt af þeim lífs- fógnuði og hamingju sem þá liggur gjarnan í lofti. Á þessum ámm hvíldi þó skuggi heimskrepp- unnar enn yfir landi og lýð en ungu hjónin í Norðurbænum munu þó hafa haft nóg fyrir sig að leggja, enda bóndinn rómaður dugn- aðarmaður. Hann var náskyldur mömmu og fóstbróðir pabba, sem bjuggu á hálfri jörðinni, enda mikil samstaða og samvinna milli heimila. Fleiri heimili vom þama á þessum tíma og allmargt fólk í Skáleyj- um, en ekki mun ofsagt að hinn nýkomni gestur hafi fljótlega öðlast hlýhug og aðdáun allra í þeim hópi. Hann beinlínis geislaði af þrótti og lífsgleði sem fylgdu honum löng- um síðan. Með aldri og þroska ólu þeir eiginleikar af sér mannkosti, svo sem góðvild og hjálpsemi, glaðværð, félagslund og dugnað. Fleiri en ég munu geta samþykkt það og að Birg- ir hafi mátt heita hvers manns hug- ijúfi, eins og stundum er sagt um gott fólk. Fjölskyldan í Norðurbæ flutti það- an þegar Birgir var tveggja ára, enda faðir hans leiguliði á annarra eignar- landi. Þá stóð svo á að Svefneyjar vom til sölu; mikil jörð með merka sögu, og nú varð að ráði að frændi Sveinbjamar keypti hana og leigði síðan frænda sínum. Þetta var laust fyrir byrjun heimsstyrjaldar og í hönd fór mikil bylting í íslensku þjóð- félagi með fólksflótta úr dreifbýli. Stórbúskapur í Svefneyjum hafði byggst á hjúahaldi og stóm heimili, en þær aðstæður vom nú að hverfa úr sögunni. Fjölskyldan lét þó hend- ur standa fram úr ermum við bú- skapinn og margháttaðar aðgerðir til SIGURÐUR MAGNÚS SVAN GUÐJÓNSSON + Sigurður Magn- ús Svan Guðjóns- son fæddist í Nes- kaupstað 28. desem- ber 1908. Hann lést í Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 13. mars siðastliðinn og fór útför hans fram frá Norðfjarð- arkirkju 20. mars. Ég hef hitt tvær manneskjur um ævina, sem rísa hátt yfir allar aðrar vegna þess að í þeim bjó óbifanlegur kjami, sem var byggður á þeirri trú að það að vera manneskja, væri að hafa skoðun og fylgja henni eftir af sannfæringu. Onnur þessara persóna var Sigurð- ur Guðjónsson. Meistari Sigurður einsog við bræðumir kölluðum hann. Hann var smiður bæjarins í bláum sryáðum vinnugalia. Við vorum utan- bæjarQölskyldan. Mér finnst sem hann hafi staðið við hliðið þegar við ókum í bæinn. Og líka þegar við ókum burt. Frá aldri hans og dugnaði, stafaði reisn og virðing. I augum h'tíis drengs var meistari Sigurður samt pínulítíð dularfullur maður. Svo nálægur fjölskyldunni og alltaf boðinn og búinn að lítíll drengur freistaðist tíl að gera úr honum afa sem þó klappaði aldrei neinum á kollinn og stóð yfirleitt álengdar, stundum stríðn- islega hlæjandi en oftast þá alvarlegur og þá gat brostið á með ræðum um stjómmál og bæjarmál og aumingja- skap og lydduhátt og „hvað ætli þessir menn...“ og svo lét hann alla viðkom- andi heyra það með sterkri rödd heitri af skapi og tilfinningu. Og það var ein- mitt þetta, annars agaða skap og þessi sannfæring sem gerði hann áhuga- verðan og pínulítíð dularfullan fyrir ungan dreng sem kom inní gamalt lág- lofta hús og áttí í fyrsta skiptí að fara að vinna eins og karl- maður. Og þá var að gjöra svo vel að drekka svart kaffi og ekkert væl og lemja á naglann og ekkert hik og ræs eld- snemma á morgnana og ekkert múður. Það var sfyrk hönd sem skiptí öllu máli. Styrk vinstri hönd sem smíðaði jaihvel og hún skrifaði. Hver var hann þá þessi bamlausi aldraði maður sem bjó einn í húsi sem lyktaði af sagi og vinnu? Hver var konan á myndinni á veggnum? Stundum heyrðum við bræðumir sögur í framhjáhlaupi, einsog af tílvilj- un, ótrúlegar sögur, ævintýrum lík- astar, en þær vom sagðar einsog þær hefðu aldrei gerst og skiptu engu máli. Hann féll fyrir borð. Kunni ekki að synda. Pabbi hans stakk í hann með krókstjakanum. Vippaði honum inn fyrir. Ekki orð um það meir, réttu mér spýtuna. Jú, jú, svo lentu þeir í brotsjó, ekki stætt á dekldnu og mannskapurinn þorði ekki uppúr lúkamum, helvítis lið- leskjur, svo þeir feðgar negldu hurðina aftur, ekkert gagn í þessum mönnum hvort eð er. Já, og sagaðu svo með allri söginni, en tú tre... En hver var konan? Hún var þögn. Fyrir okkar líf. Kaffitíminn búinn. Lamið í vinnuskúrinn að utan svo við fengum allir áfall. Vinna hrópað og lamið aftur með hamrinum enn fastar, aUt á reiðiskjálfi og hávaðinn ærandi. Vinna! og svo heyrðum við hvæsandi hlátur og ískrandi stríðni og við svo sem vissum hver það var. En það höfðu ekki allir sama viðhorf til hans. Sumt fólk sem bauð honum heim, sagði svo á eftir ... það er svo að aðlaga hann breyttum aðstæðum. Það var byggt og ræktað, lendingar stórbættar, vélar og rafmagn innleitt í búskapnum og Sveinbjörn annaðist póstferðir og sjóflutninga um langt skeið. Birgir og bræður hans fengu því snemma að kynnast framtaki, vinnusemi og mikilli snyrtimennsku í búskap, vosi og sjóferðum; erfiðleik- um lífsbaráttvmnar, en einnig sigmm og gleði í þeirri baráttu. Það mun því ekki hafa verið öllu sársaukalaust að yfirgefa Svefneyjar, þótt þannig færi að lokum. Sveinbjöm og synir hans hösluðu sér völl á nýjum slóðum og þóttu góðir liðsmenn sem fyrr, en sú saga verður ekki rakin hér. Að uppkomnum stómm bamahóp suður á landi leitaði hugur Birgis þó greinilega heim á forna slóð við Breiðafjörð og á vota vegu hans. Hann gerðist þar útvegsmaður að vor- og sumarlagi, glásleppukarl, til hliðar við sitt fasta starf á mjög ólíku sviði. Þegar hann ienti bát sínum við bryggju í Skáleyjum sl. sumar, eins og stundum áður, og dvaldi um stund, óraði víst engan fyrir umskipt- um fljótlega. Að þetta væri síðasta koma hans á fæðingarstaðinn hvarfl- aði ekki að neinum enda fannst mér þama vera á ferð sami glaðlyndi, greiðvikni og góðviljaði strákurinn sem fór úr Svefneyjum fyrir 40 ámm. Á næturvakt í miðju starfi, nokkmm mánuðum síðar biiaði hins vegar hjarta hans, - og margir vita nú að þar hafði gott hjarta hætt að slá. Ég tek mér það bessaleyfi að flytja honum hér með kveðjur og þakkir æskustöðvanna; þakkir fyrir aug- ijósa tryggð og væntumþykju. Og um leið og ég þakka gömul og góð kynni vona ég að ég mæli þar fyrir hönd margra gamalla kunningja Birgis Sveinbjömssonar. Eftirlifandi ástvinum votta ég dýpstu samúð, en þeir mega vita að í huga margra er bjart og hlýtt yfir minningunni um hann Bía í Svefneyj- um. Eysteinn í Skáleyjum. gaman að heyra kallinn æsa sig... það er gaman að hlusta á kaliinn. Fyrir þeim var hann bara kallinn. Þau skildu hann aldrei, það get ég svarið. En kannski var í honum dáh'tíð af þessum bæ, sem líka stóð einn og sér. Sérviskulegur bær að mörgum fannst, en hann var aldrei homreka, því skoð- anir hans sköpuðu honum líf sem aðrir áttu ekki. Og svo einn daginn grípur hann um handlegg manns, þegar við löbbum stíginn langa við húsið. Löppin er farin að gefa sig, segir hann. Það er bölvað hnéð. Of margir vinnudagar krjúpandi á steingólfi. Hann grípur fast um handlegginn og hallar sér að mér. Það tekur í. Hann veit að ég finn fyrir þvi. Þetta er próf. Nú er komið að mér. Stattu þig. Og hann stendur inni í litla eldhúsinu og réttir fram höndina, þessa sterklegu hönd með þykkum nöglum, sem þó var enginn hrammur. Finndu, segir hann og biður mig um að leggja hönd mína í hans. Finndu, höndin er enn sterk. Og það var rétt. Gripið var þétt og fast einsog það hafði alltaf verið. Og ég ímyndaði mér þá að sennilega hefði þetta sama tak gripið um krókstjak- ann og bjargað lífi hans og þessi sama hönd hafði haldið um hamarinn og lamið fjalimar á lúkarshurðina í óveðr- inu forðum og að einn daginn myndi þessi hönd líka gefa sig. Og kannski var það síðasta lexía hans til mín og sú sem ég óttaðist mest. Þessi aldraði maður, sem virtíst óbifanlegur, varð þannig mín fyrsta upplifun um harðan sannleik tímans. Samt hélt hann ekki ræður fyrir sal af fólki. Hann talaði maður við mann og barðist fyrir málstað. Mörgum, veit ég, þykir það ekkert merkilegt. Og kannski var hann ekkert merkilegur maður. Kannski gerði hann ekki neitt annað aUt sitt líf en að beija í skúr og hrópa vinna og hvetja nokkra dekraða nútímadrengi áfram. En fyrir okkur bræðrunum var hann alltaf vitundin um kjama mannsins, í smáu sem stóm. Hann var alltaf og mun alltaf verða: Meist- ari Sigurður. Fyrir hönd okkar Kristjáns, Þorvaldur Logason.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.