Morgunblaðið - 30.03.2000, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.03.2000, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 47 ----------------------- GUÐMUNDUR HELGI INGÓLFSSON Guðmundur Helgi Ingólfsson, sveitarstjóri í Reyk- hólahreppi, fæddist í Hnífsdal 6. október 1933. Hann lést í Landspítalanum í Fossvogi 19. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá ísafjarðarkirkju 25. mars. Guðmundur H. Ing- ólfsson, sveitarstjóri Reykhólahrepps, flutt- ist í sveitarfélagið árið 1996 og hóf störf sem sveitarstjóri. Hann hafði þá búið í Hnífsdal um 39 ára skeið í húsi því sem þau hjónin byggðu og nefndu Holt. Eftirlifandi eiginkona hans er Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fyrrverandi alþing- ismaður og núverandi oddviti í Reyk- hólahreppi. Þessi mætu hjón lögðu gjörva hönd á plóginn við uppbyggingu í sveitarfélaginu og verður Guðmund- ar sárt saknað af sveitungum sínum og samstarfsmönnum. Æviferill Guðmundar er einstak- lega víðfeðmur, því hann lagði sig af alhug fram við hvaðeina það, sem hann tók sér fyrir hendur og var fjöl- margt á ýmsum og ólíkum sviðum, allt frá æðstu stjórnunarstörfum, sem honum var trúað fyiir, og niður í störf við sjómennsku. Hann sat í hreppsnefnd Eyrar- hrepps í 12 ár og var þar oddviti, þegar Eyrarhreppur og Isafjörður urðu eitt sveitarfélag árið 1971. Hann sat í bæjarstjóm Isafjarðar eftir það til ársins 1986 og þar af 8 ár sem forseti bæjarstjórnar. Hann var einn af frumkvöðlum að stofnun Orkubús Vestfjarða og fyrsti framkvæmdastjóri þess. Hann sat í mörg ár í stjóm Orkubús Vestfjarða allt frá stofnun þess árið 1977 og var formaður stjómar í 2 ár. Hann átti sæti í stjóm Fjórðungssambands Vestfirðinga frá árinu 1974-1986 og gegndi þar formennsku um árabil. Eftir það starfaði hann að ýmsum sérmálum fyrir Fjórðungssamband- ið og var m.a. formaður nefndar um sameiningu sveitarfélaga. Auk þess starfaði hann í ótal nefndum á vegum ísafjarðarkaupstaðar. í öðrum fé- lagsstörfum var hann einnig virkur. Þar má nefna, að hann var einn af stofnendum íþróttafélagsins Reynis í Hnífsdal og formaður þess í mörg ár. Stjómarmaður var hann og formað- ur Slysavamadeildarinnar í Hnífsdal til margra ára. Hann stofnaði félag eldri borgara á ísafirði og var for- maður þess fyrstu árin eða þar til hann flutti úr Hnífsdal. Þá var Guðmundur formaður bygginganefndar Félagsheimilisins í Hnífsdal og framkvæmdastjóri þess í 20 ár. Árið 1958 réð Guðmundur sig til Rafveitu ísafjarðar og var þar verkstjóri í 12 ár. Þá sótti hann nám- skeið í verkstjómarfræðum og tók raffræðinám í Iðnskólanum á ísafirði á tveimur árum með vinnunni. Hann vann sem bæjargjaldkeri hjá ísa- fjarðarkaupstað í 14 ár og eftir það sem fulltrúi hjá sýslumanninum á ísafírði í 3 ár eða tfi ársins 1989. Um tíma gegndi hann starfi eftir- litsmanns hjá Verðlagseftirliti ríkis- ins og vann einnig sem skrifstofu- stjóri hjá Rækjuverksmiðjunni í Hnífsdal. Já, mikill var verkahringur Guð- mundar og hann því ekki óvanur að takast á við margvísleg verkefni, þegar hann kom til starfa hjá Reyk- hólahreppi. í janúar 1996 var hann ráðinn sveitarstjóri í Reykhólahreppi og gegndi því starfi til dauðadags. Hann keypti jörðina Mýrartungu 2 og fluttu þau hjónin Jóna Valgerð- ur og hann þangað búferlum. Guðmundur var mikill náttúm- unnandi og á jörðinni stundaði hann fjárbúskap sér til yndis og ánægju. Þegar jarðneskur dagur hans er að kveldi hniginn, þá þakka sveit- ungar hans honum fyrir samleiðar- sporin, sem þeir áttu með honum í sveitinni, bæði sem bónda á veglegri jörð og eins sem sveitar- stjóra byggðarlagsins. Öllum ástvinum Guð- mundar votta ég dýpstu virðingu mína og þökk fyrir árin hans í Reykhólahreppi. Samúð okkar hjónanna er með þeim og við biðj- um Guðmundi farar- heilla á nýjum leiðum lífsins. Guð blessi minningu hans. Bragi Benediktsson. Skjótt hefur sól brugðið sumri, því séð hef ég fljúga fannhvíta svaninn úr sveitum til sóllanda fegri; sofinn er nú söngurinn ljúfi í svölum fjalldölum, grátþögull harmafugl hnípir áhúsgaflihverjum. (J.H.) Guðmundur H. Ingólfsson er búinn að kveðja okkur, - og fluttur í annan heim. Við þökkum honum fyrir mjög góð kynni. Guðmundur var maður mikillar gerðar. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín, - og einnig þeirra, sem hann átti samskipti við. Hann var með ríka réttlætiskennd og þoldi því illa það, sem honum fannst óréttlátt, - og gat orðið harður í hom að taka, ef honum fannst vera haft rangt við. En hann var hjartahlýr, - og mikill vinur vina sinna. Framkoma Guð- mundar var mjög traustvekjandi og aðlaðandi, allt fas hans óvenju fagurt og persónuleiki hans hreif alla við- stadda, hvort sem hann var að smíða kjörklefa, undirbúa forsetaheimsókn eða afhenda launaumslögin. Við gestamóttökur var Guðmund- ur í senn glæsilegur og höfðinglegur. Hann var mikill gleðimaður á góðum stundum og naut þess að veita öðr- um. Guðmundur var mikill starfsmað- ur, bráðgreindur og margfróður, - og fljótur að átta sig á hlutunum. Kæri vinur! Ljóðið hans Jónasar lýsir vel hug okkar til þín, þegar við kveðjum þig nú, - um sinn-, við þessi vegamót, vegamót lífs og dauða. Við þökkum þér samfylgdina. Ver þú á Guðs vegum. Við sendum Jóru Valgerði, og allri fjölskyldunni innilegar samúðar- kveðjur. Sigrún og Bjarni. Sunnudaginn 19. mars barst mér sú harmafrétt að góður vinur minn og samstarfsfélagi til margra ára, Guðmundur H. Ingólfsson, væri lát- inn. Þrátt fyrir að Guðmundur hafi átt við alvarleg veikindi að stríða síðustu mánuði ævi sinnar kom andlát hans mjög á óvart. Ég hafði fylgst með heilsufari hans síðustu vikurnar og hafði, eins og aðrir, vonast til að þessi harðgerði vinur minn mundi standa veikindin af sér eins og svo margar orrustur sem hann hafði háð og unnið á lífsleiðinni. „En eitt sinn verða allir menn að deyja“ og við get- um vissulega sagt að „sumar“ Guð- mundar hafi liðið alltof fljótt. Hugljúfar minningar líða um huga minn og myndir liðinna atburða birt- ast skýrar og Ijóslifandi á „skjánum“ þegar ég nú kveð þennan ástkæra vin. Það er ekki langt á milli ísafjarðar og Hnífsdals og samgangur íbúa þessara tveggja sveitarfélaga hefur ávallt verið mikill og góður. Ung- menni bundust ævilöngum vináttu- böndum og traust og trúnaður var aðalsmerki vináttunnar. Slík bönd voru milli okkar Guðmundar og síðar fjölskyldna okkar. Ungur að árum varð Guðmundur einn helsti leiðtogi þeirra Hnífsdælinga á sviði félags-, menningar- og sveitarstjórnarmála. Þegar Eyrarsveit, Hnífsdalur, sam- einaðist ísafirði átti Guðmundur mikinn þátt í þeirri sameiningu og var bæjargjaldkeri ísafjarðar- kaupstaðar, bæjarstjómarmaður og forseti bæjarstjómar um langt skeið. Of langt mál væri hér og nú að telja upp öll þau trúnaðar- og nefnd- arstörf sem hann vann og gegndi um ævina. Leiðir okkar lágu fyrst vemlega saman á sviði sveitarstjórnarmála þegar við voram samtímis kjörnir í stjórn Fjórðungssambands Vestfirð- inga á vorþingi Fjórðungssambands- ins í Bolungarvík árið 1974. Þar sát- um við saman í áratug, áratug mikilla umbrota sem höfðu áhrif á stöðu Vestfirðinga á fjölmörgum sviðum. Vil ég þar helst nefna stefnu- mótun í samgöngumálum, „Reykja- nessamþykktina“, árangursríka samvinnu sveitarfélaga, sem var mikið metnaðarmál Guðmundar, og síðast en ekki síst störf orkunefndar Vestfjarða sem starfaði um 2ja ára skeið undir ötulli forystu Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, fv. forseta sameinaðs þings. Við sem kjömir vorum í fyrstu stjórn Orkubús Vestfjarða vorum ekki í nokkrum vafa um að forystu- hæfileikar Guðmundar gerðu hann að sjáfkjömum formanni okkar. Það reyndist líka gæfurík ákvörðun. Hægt væri að skrifa heila bók um viðræður okkar við sveitarstjómir, embættismenn, fagaðila á sviði orku- mála og þá ráðherra orku- og fjár- mála sem sátu að völdum þegar Orkubú Vestfjarða tók til starfa um áramótin 1977-1978. Ég gleymi seint gamlárskvöldi 1977 þegar nýju ári og nýju fyrir- tæki, Orkubúi Vestfjarða, var heils- að. í dag undrast maður hvernig til tókst og leyst var jafharðan úr marg- víslegum vandamálum fjármála, fag- legrar stjómunar og nýfram- kvæmda. Én Guðmundur var þá í forsvari fyrir Orkubúi Vestfjarða fyrstu fimm mánuði þess, bæði sem orkubússtjóri og stjórnarformaður. Framsýni hans, stjómunarhæfileik- ar, dugnaður og ósérhlífni í starfi komu þá greinilega í ljós. Guðmundur var alla tíð mikill málafylgjumaður og vandaði mál sitt bæði í ræðu og riti og varð það hon- um til mikils framdráttar. Fáa menn þekki ég sem lögðu jafn mikla vinnu í undirbúning funda með skipulagðri dagskrá og vönduðum gögnum og Guðmundur gerði. Þegar ráðgjafa- nefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga var á fundi með sveitarstjórn Reyk- hólahrepps sumarið 1999 höfðu fé- lagar mínir í Jöfnunarsjóðnum sér- stakt orð á því hversu vönduð gögn hefðu verið lögð fram á fundinum og framsetning öll markviss og skil- merkileg. Vinnulag Guðmundar var því öðrum sveitarstjórnarmönnum til fyrirmyndar og eftirbreytni. Guðmundur var mikill útivistar- maður, hafði mikla ánægju af göngu- ferðum, bæði á fjöll og um sveitir. Að fara á sjó og draga fisk að landi þótti honum mikil hvíld frá erli sveitar- stjómarmannsins og alla tíð var hann nátengdur eða viðriðinn bú- skap. Ég held að draumur hans hafi að sumu leyti ræst þegar hann varð bóndi í þeirri fallegu sveit, Reyk- hólahreppi, í Mýrartungu, jafnframt því að takast á hendur það erfiða hlutverk sveitarstjóra Reykhóla- sveitar að bæta fjárhag sveitarsjóðs og vekja upp bjartsýni og tiltrú sveitunga sinna á framtíð byggðar- lagsins. Við Lillý, kona mín, gistum eitt sinn hjá þeim hjónum sumarið 1998 þegar við vorum á ferð um Reyk- hólasveit á suðurleið. A meðan þær vinkonurnar Lillý og Jóna Valgerður voru að rifja upp gömlu góðu dag- anna, sem við gerum gjarnan þegar á sjötugsaldurinn er komið, fórum við Guðmundur í gönguferð. Stoltur sýndi hann mér fjárhúsin, hlöðuna, lýsti örnefnum, veður- og sólarfari og talaði um bústofn sinn af mikilli viðkvæmni ogvæntumþykju. Áþess- ari gönguferð okkar, á fógru sumar- kvöldi, fann ég hversu vel hann kunni við sig í Reykhólasveitinni og þótti mikið til um samsveitunga sína. Virðingin fyrir þeim var mikil. Ég á þessum látna vini minum margt að þakka. Samstarf okkar var alla tíð gott og farsælt. Á gleðistund- um var enginn kátari eða elskulegri en Guðmundur. Honum þótti þá vænt um allt og alla og allir voru elskurnar hans. Ég tel mig geta sagt með góðri samvisku að samvinna sveitarfé- laga við ísafjarðardjúp var hvað mest og best þegar Guðmundur Ingólfsson, Kristján heitinn Jónas- son, Guðmundur heitinn Sveinsson og Aage Steinson sátu í bæjar- stjórn Isafjarðar ásamt fleiri góð- um ónafngreindum mönnum. Orku- bú Vestfjarða hefði t.d. aldrei orði að veruleika án mikils skilnings þeirra á þýðingu þess að taka fullt tillit til smærri byggða í allri ákvarðanatöku samhliða að bæta samstöðu og skapa trúnað milli sveitarstjórna og fólksins í byggð- arlögunum. Fallinn er frá mikill foringi og af- burðamaður. Við vestfirskir sveitar- stjórnarmenn minnumst hans með virðingu. Þökkum við honum mikið og gott samstarf ásamt farsælh leið- sögn gegnum árin. Elsku Jóna Valgerður, kæra skólasystir, missir þinn, barna, bamabama og annarra ættinga er mikill og sár. Ég vona að sumarið og sólin séu samt ekki horfin. Minningin um góðan glæsilegan dreng mun lengi lifa. Ég bið góðan Guð að gefa þér og fjölskyldu styrk á þessum erf- iðu tímamótum. Eitt veit ég, að Guð- mundur gat ekki fengið betri né um- hyggjusamari eiginkonu en þig, Gerða mín. Ávallt stóðst þú róleg, yf- irveguð og hógvær við hlið þíns góða eiginmanns, sama hversu báran var stór. Oft held ég að þér hafi tekist að lægja öldurnar og finna leið að lygn- um sjó. Við Lillý þökkum ykkur mikla og hlýja vináttu alla tíð ogvonum að þau vináttubönd sem við bundumst ung að ámm bresti aldrei. Blessuð sé minning Guðmundar H. Ingólfsson- ar. Ólafur Kristjánsson bæj- arsljóri, Bolungarvík. Jæja, nafni minn, þá er þinni jarð- vist lokið hér á jörðu. Ekki trúði ég því þegar ég heimsótti þig fyrir fá- einum dögum að ég væri að kveðja þig í hinsta sinn. Ég trúði því þá að þú mundir hafa þetta af, jafn kraft- mikil maður eins og þú varst sem aldrei gafst upp. En þetta er leiðin okkar allra og enginn veit sína ævi fyrr en öll er. En minningin um þig lifir, og eins og þú sagðir við mig er við töluðum saman fyrir fáeinum dögum. „En nú er ekkert annað að gera, nafni, en að bretta upp ermar og láta sér batna og koma með þér eina ferð á strönd- ina að vori.“ Öll verðum við að bretta upp ermar og horfa björtum augum fram á veginn, því lífið heldur áfram. Okkar kynni hófust þegar ég kynnt- ist konunni minni Matthildi, og varst þú þá þegar giftur Jónu Valgerði, fyrrverandi alþingiskonu, og þá tengdust við sterkum ættarböndum. En við erum báðir giftir systrum, dætrum Kristjáns Guðjónssonar og Jóhönnu Jakobsdóttur sem nú eru bæði látin. Þó að nokkur aldursmunur hafi verið á milli okkar kom það ekki í veg fyrir góðan vinskap okkar á milli og ætíð höfum við hjónin verið velkomin á heimili ykkar hjóna, þó að oft hafi verið gestkvæmt þar og mannmargt. En alltaf var samt sama hjartahlýjan frá ykkur hjónum, þið boðin og búin að opna ykkar heimili fyrir gestum og gangandi. Mér er söknuður í huga, en minn- ingin um þig yljar mér rnn hjarta- ræturnar, þegar ég rifja upp okkar samverustundir sem eru mér ógleymanlegar. Allar okkar veiði- og skemmtiferðir um Djúpið, Jökulfirði og Homstrandir eru mér sem heilt ævintýri og margt var þar brallað, sem ekki verður tíundað hér. Á þess- um veiðiferðum okkar reyndi oft á samvinnu tveggja vina, en aldrei hljóp snurða á þráðinn. Oft þurfti ekki mikið að tala sama um ýmsar ákvarðanir, augnatillit og fas hvors annars, það skildum við. Það þurfti ekki um það mörg orð. Við vorum búnir að þróa ómeðvitaðir tjáskipti okkar í millum, ekki svo mikið hið talaða orð, heldur fas, augnaráð og einhvers konar hugarorku. Þetta var samband sem fæstir skildu. Þögnin, kyrrðin og óspillt náttúra var það sem við leituðum báðir eftir, lausir við hið daglega og erilsama líf, sem einkennir okkur flest í dag. Auðvitað töluðum við mikið saman ef sá gá£i- inn var á okkur og þá rann upp úr okkur viska hugans, málefnið var allt milli himins og jarðar. Ég minnist heimsókna fjölskyldu minnar til ykk- ar hjóna að Holti í Hnífsdal og í Mýr- artungu í Reykhólasveit, nú seinni ár. Guðmundur Ingólfsson var maður heilsteyptur, drengur góður, kjark- mikill og fastur fyrir og bauð af sér góðan þokka, mótaður af sínu um- hverfi og uppeldi. Vestfirðingur í húð og hár. Guð veri með honum um alla eilífð. Ég kveð þig nú, nafni minn, og éfBr vona að þú virðir þessi fátæklegu orð mín um okkar samskipti, mér er núna svo tregt tungu að hræra. Við hjónin vottum Gerðu og henn- ar börnum, tengdabömum, barna- bömum og öllum ættingjum dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að styðja þau og varðveita. Guðmundur Kr. Krisijánsson, Matthildur Kristjánsdóttir. Guðmundur Ingólfsson, vinur minn og mágur, er látinn. Það er sárt að hugsa til þess. Þegar ég heimsótti hann tveimur dögum fyrir andlátið var ég bjartsýnn. Hann hafði öðlast meiri kraft. Var sjálfum sér líkur og,# ■ tali okkar var komið víða við. Ég kvaddi hann þá, bjartsýnn á að báðir gætum við fagnað sumri og séð nýtt líf fæðast í náttúra bjartra vor- og sumardaga. Ég var ungur maður og óstýrilát- ur þegar við hittumst fyrst en samt m-ðum við fljótt vinir. Það er skrítið með vináttuna, hún þroskast og dýpkar með áranum. Eftir því sem samstarf okkar og samvinna fór vax- andi með áranum, þess færri orð þurftum við til þess að skilja hvor annan. Ekki svo að skilja að lítið vasri' talað, sumt lá einfaldlega Ijóst fyrir milli okkar. Sumar sjóferðir okkar á Sörla og Haffrúnni era ferskar í minningunni sem bestu stundir lífs- ins. Þær eru perlur á festi minninga um sólgylltan, sindrandi hafflöt norðan Hornstranda. Það hafa ekki margir farið syngjandi fyrir bæði Björgin um hánótt í sólskini líkt og þú. Guðmundur Ingólfsson hafði margt til að bera sem prýðir góðan dreng. Hann var harðduglegur, ósér- hlífinn og fastur fyrir ef því var að skipta. Eftir að hann og Jóna Val- gerður, elsta systir mín, giftust og hófu búskap var fljótt litið svo á í fjöl- skyldunni ef leita þurfti ráða við eir^ hverjum vanda, þá datt öllum Gummi í hug. Hann var ávallt boðinn og búinn til aðstoðar og ef hann vissi af vanda einhvers kom hann oftast sjálfur til þess að gefa ráð eða leggja hönd að verki. Foreldrum mínum varð hann meira en tengdasonur, hann varð besti vinur þeirra alla tíð. Við systk- inin eigum honum mikið að þakka fyrir þá umhyggju og hlýju sem hann sýndi þeim. Guðmundur var alla tíð mikill félagsmálamaður, með skýrar skoðanir á stjórnmálum sem hann fór eigi dult með, sagði það sem hann meinti hvort sem öðram líkaði betur eða verr. Það væri löng saga að segja fi^br lífsstarfi hans. Hann afkastaði miklu en dó samt alltof fljótt. Ég á erfitt með að kveðja jafn góðan og náinn vin. Mér fannst að hann ætti svo margt ógert og hann var mjög ánægður með sitt athafnasvið heima í Mýrartungu. Kæra systir mín, Jóna Valgerður, böm, tengdabörn og bamaböm, ætt- ingjar og vinir. Ég votta ykkur inni- lega samúð og bið ykkur guðs bless- unar. Vin minn Guðmund H. Ingólfsson vil ég kveðja með þessum orðum: Þegarbjörgináhöfðistanda ' í lognkyrrum ládauðum sjó þýtur báran tíl beggja handa þinn söngur við berginu hló. Þú varst eins og klettur í hafi sem burtu tókst vandræði öll það virtist aldrei neinn vaf! að vilji þinn fluttí Qöll. Guðjón Arnar Kristjánsson.*---
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.