Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 49 KIRKJUSTARF JONG. ARNORSSON + Jón G. Arnórsson fæddist í Vill- ingadal á Ingjalds- sandi við Önundar- Qörð 29. júlí 1919. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur 15. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ilafnarfjarðar- kirkju 24. mars. Elsku afi, nú eru þjáningar þínar loks- ins búnar og þér líður vonandi betur. Það var alveg óskaplega sárt að sjá svo hraustan og sterkan mann, ímynd íslenskrar karlmennsku, verða að engu og þjást svo lengi og var það kannski það versta við þetta allt saman. Það varð alltaf erfiðara og erfið- ara að koma til þín í lokin vegna þess að það var ekki eins og ég vildi muna þig. Maður áttaði sig ekki á þegar þetta gerðist að þetta væri byrjunin á endalokunum en þegar þetta fór að ílengjast svo mikið áttaði ég mig á alvörunni. Ég man eins og gerst hafi í gær þegar ég var með þér og ömmu uppi í sumarbústað og í Fögruk- inninni, alltaf tilbúin að sprella og leika en lagt manni lífsreglurnar í leiðinni, Þú vildir alltaf fá að vita allt fram á síðustu stundu hvað væri að gerast hjá mér, alltaf jafn spenntur. Ég hélt því fram fimm ára gam- all að ég ætti engan pabba, væri hreinlega eingetinn, en þú, amma og mamma útskýrðuð það fyrir mér hvernig þetta væri allt saman en að sjálfsögðu var mín útskýring miklu betri. Þegar maður skoðar heildina þá varst þú mín föðurímynd í æsku þar sem þú varst eini karlmaður- inn á heimilinu og þú fylgdist með mér á þann hátt sem feður gera langt fram á unglingsárin og fyrir það er ég mjög þakk- látur. Sumarið sem við unnum saman í Straumsvík er mér sérstaklega minnis- stætt, að sjálfsögðu varstu þekktur þar sem gleðipinni og stuðbolti ásamt því auðvitað að vera dugnaðarþjarkur þrátt fyrir að vera kominn á þennan aldur. Það segir allt um þinn karakter, afi minn, að þegar amma dó þá syrgðir þú hana auðvitað mjög mikið og lengi og ákvaðst að flytja í þessi hús fyrir eldra fólk en að síð- an rífa sig upp úr því og kynnast Kristínu og kaupa sér aðra íbúð var alveg frábært að fylgjast með, eins og þú hefðir bara allt í einu lifnað við og ákveðið að hætta við að verða gamall. Það eina góða við allan þennan tíma sem þú varst á sjúkrahúsinu var það að hún Blær skyldi ná að kynnast þér aðeins betur og er mjög sárt að hún skyldi ekki kynn- ast þér enn betur því að þið hefðuð náð vel saman. Að lokum þakkar afastrákurinn fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman, ég, þú og amma, og ég veit að ykkur líður vel og er- uð hamingjusöm þarna uppi. Rúnar. VILBORG ÁSA VILMUNDARDÓTTIR + Vilborg Ása Vil- mundardóttir fæddist í Reykjavík 31. ágúst 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans 15. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 23. mars. Mín kæra vinkona Lilla hefur kvatt eftir erfið veikindi, sem hún tókst á við með hetju- skap. Hennar verður sárt saknað. Lilla vildi öllum vel og öllum gott gera og voru hún og hennar góði maður, Einar, samtaka í því sem öðru. Alltaf var nóg hús- rúm og gnægð á borðum, hversu marga sem bar að garði í Grundar- gerði 18, en þar bjuggu þau lengst af. Frá fyrstu kynnum reyndust þau hjónin mér sannir vinir, en þau kynni spanna nú áratugi. Ég minn- ist spilakvöldanna, matarboðanna, sunnudagsbíltúranna og svo margs annars. Hún Lilla mín vissi að hverju dró og kvöddumst við skömmu fyrir andlát hennar, vit- andi að það yrði í hinsta sinn í þessu lífi. Ég mun ávallt minnast Lillu og Einars með væntumþykju og sökn- uði, betri vini hefði ég ekki getað átt. Fyrir það þakka ég og börn- in mín. Börnum þeirra, tengdabörnum, barna- börnum og öðrum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í þeirra miklu sorg. „Einstakur“erorð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagieðasólarlagi eða manni sem veitir ástúð meðbrosi eðavinsemd. „Einstakur" lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“áviðþá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Femandez.) Sigríður Sigxirðardóttir. Skilafrestur minningargrehici EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hef- ur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Safnaðarstarf Tónleikar í s Arbæjarkirkju í TILEFNI þess að nýtt pípuorgel hefur verið tekið í notkun í Árbæjar- kirkju verður efnt til tónleika í kirkjunni í kvöld, fimmtudaginn 30. mars nk. kl. 20. Þar mun organleikari kirkjunnar, dr. Pavel Smid, leika á hið nýja orgel og kór kirkjunnar ásamt einsöngvurum og einleikurum flytja tónverk eftir ýmsa höfunda, Hándel, Mozart og Mendelsohn, svo einhverjir séu nefndir. íbúar Árbæjarsóknar eru hvattir til að sækja tónleikana og hlýða á hið nýja orgel og söng kórs og einsöngv- ara. Að tónleikum loknum verða veit- ingar í boði sóknarinnar í safnaðar- salnum. Kristin trúarstef í kvikmyndum NESKIRKJA heldur tvö fræðslu- kvöld um kristin trúarstef í kvik- myndum fimmtudagskvöldin 30. mars og 13. apríl kl. 20.30. í fyrir- lestrum verður dregið fram hvemig kristin stef og vísanir í Biblíuna koma iðulega fram í kvikmyndum. Fjallað verður um nokkrar valdar kvikmyndir og gerð grein fyrir trúar- stefjum sem í þeim birtast. Fyrra kvöldið verður athyglinni einkum beint að ýmsum kristnum stefjum, svo sem kærleikanum, fyrirgefning- unni og guðsríkinu en einnig að til- vitnunum og vísunum i biblíutexta. Seinna kvöldið verður annars vegar fjallað um kvikmyndir um Jesú Krist og hins vegar kvikmyndir sem hafa að geyma vísanir til hans. Sem dæmi um kvikmyndir sem verða teknar til um- fjöllunar má neftia Þrír litir: Blár (Trois Couleurs Bleu), Fyrirboðinn (The Omen), Síðasta freisting Krists (Last Temptation of Christ), Brimbr- ot (Breaking the Waves) og Matrix. Fræðsluna annast Gunnar J. Gunn- arsson, lektor við Kennaraháskóla ís- lands, og Bjami Randver Sigurvins- son guðíræðingur. Eftir umfjöllun fræðara eru skoð- uð brot úr myndum og að þvi loknu er kaffi og umræður. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. Séra Öm Bárður Jónsson. Áskirkja. Opið hús fyrir alla al- durshópa kl. 14-17. Ný öld, nýtt ár- þúsund. Fræðslusamvera í safnaðar- heimili Áskirkju í kvöld kl. 20.30. Sr. Árni Bergur Sigurbjömsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk í kvöld kl. 19.30 í félagsmiðstöðinni Bústöðum. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-16 í safnaðarheim- ilinu. Æskulýðsfélag Neskirkju og Dómkirkju. Sameiginlegur fundur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, lestur Passíu- sálma. Léttur málsverður í safnaðar- heimilinu að stund lokinni. Háteigskirkja. Ljós lífsins, þagn- aríhugun kl. 20. Taize-messa kl. 21. Fyrirbæn með handaryfirlagningu og smuming. Tómas Sveinsson. Langholtskirkja. Foreldra- og bamamorgunn, opið hús kl. 10-12. Fræðsla: Umhirða húðar. Jóna Mar- Árbæjarkirkja grét Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur. Svala djákni les fyrir eldri bömin. Söngstund með Jóni Stéfnassyni. Langholtskirkja er opin til bæna- gjörðar í hádeginu. Endurminning- arfundur karla kl. 13-15. Lestur Passíusálma kl. 18. Laugameskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur til kl. 12.10. Að stundinni lokinni er léttur málsverð- ur á vægu verði í safnaðarheimilinu. Samvera eldri borgara kl. 14. Anna Sigurkarlsdóttir og Elísabet Hann- esdóttir koma í heimsókn með hóp eldri borgara úr Digraneskirkju og seniordandsahópi Iþóttafélags aldr- aðra í Kópavogi. Neskirkja. Æskulýðsfélag Nes- kirkju og Dómkirkju. Sameiginlegur fundur í safnaðarheimili Neskirkju kl. 20. Óháði söfnuðurinn. Föstumessa kl. 20.30. Ástríður Sigurðardóttir guðfræðinemi prédikar. Biblíulestur út frá 30. passíusálmi. Kaffi. Selljarnameskirkja. Starf fyrir 6-8 ára börn kl. 15-16. Starf fyrir 9- 10 ára böm kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. TTT-starf fyrir 10- 12 ára í Ártúnsskóla kl. 16.30- 17.30. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- unn á fóstudögum kl. 10-12. Digraneskirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12 í umsjá Fjólu Grímsdótt- ur og Bjargar Geirdal. Kl. 11.15 leik- fimi aldraðra. Kl. 18 bænastund. Fyrirbænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar í síma 554-1620, skriflega í þar til gerðan bænakassa í anddyri kirkjunnar eða með tölvu- pósti (Digraneskirkja@simnet.is). Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11- 12 ára drengi kl.17-18. Grafarvogskirkja. Foreldra- morgnar kl. 10-12. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænarefnum má koma til presta og djákna kirkjunnar. Opið hús kl. 13.30-16. Eldri borgarar, kyrrðarstund, handavinna, spjall og spil, kaffiveitingar. Léttur hádegis- verður í safnaðarheimilinu að lokin*5> - bænastund. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æsku- lýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera aldr- aðra í safnaðarheimilinu Borgum kl. 14-16. Seljakirkja. Strákastarf fyrir 9-12 ára á vegum kirkjunnar og KFUM kl. 17.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung böm og foreldra þeirra kl. 10-12 í Vonarhöfn, Strandbergi. Op* ið hús fyrir 8-9 ára böm í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 22. Kaffi eftir athöfn. Bi- blíulestur kl. 21. Frfkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrirlO-12 árakl. 17-18.30. Víðistaðakirkja. Foreldramorgn- ar kl. 10-12. Opið hús fyrir 10-12 ára böm kl. 17-18.30. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 foreldramorgunn. Kl. 14.30 helgistund á heilbrigðisstofnuninni í Vestmannaeyjum, dagstofu 2. hæð. Heimsóknargestir velkomnir. Kl. 17 TTT-starf, tíu til tólf ára krakka. Kl. 18 kyrrðar- og bænastund. Koma má fyrirbænaefnum til prestanna með^' fyrirvara eða í stundinni sjálfri. Keflavíkurkirkja. Fermingamnd- irbúningur kl. 13.30-15.40 í Kirkju- lundi. Boðunarkirkjan. I kvöld kl. 20 verður bænastund í kirkjunni að Hlíðarsmára 9. Allir hjartanlega vel- komnir. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Fyrirbæn- arsamkoma í dag kl. 18.30-19.30. Fyrirbænaefnum má koma á fram- færi á sérstökum miðum sem til em í kirkjunni eða hafa samband í síma 421-5013 milli kl. 10-12 árd. Spilá" kvöld aldraðra í kvöld kl. 20. Hjálpræðisherinn. Gospelkvöld kl. 20.30. Lágafellskirkja. TTT-starf fyrir 10-12 ára börn frá kl.17-18. Umsjón Hreiðar og Sólveig. Akraneskirkja. Fyrirbænastund kl. 18.30. Hvamrnstangakirkja. Kapella Sjúkrahúss Hvammstanga. Helgi- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbæna- efnum má koma til sóknarprests. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN „ Persónuleg þjónusta Höfum undirbúið og séð um útfarir á höfuðborgar- svæðinu sem og þjónustu við landsbyggðina 110 ár og erum samkvæmt verðkönnun Mbl. með lægsta verð allra á llkkistum og þjönustu við úttarir. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Gtirmundsson Sigurður Runarsson útfararstjóri útfararstjóri Þegar andlát ber að höndum Utfararstofan annast meginhluta allra útfara á höfuðborgarsvæðinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. AlúSleg þjónusta sem byggir á tangri reynslu * Utfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266 UTFARARSTOFAISLANDS ! Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstofan sér um stóran hluta af útförum á höfuðborgarsvæðinu og er samkvæmt £ verðkönnun Mbl. með lægstu þjónustugjöldin v. kistulagningar og/eða útfarar. Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. , j íll I Sverrir I Einarsson I útfararstjóri. Mstmi 896 8242 i| Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Bóbó Frederiksen útfararstjóri. simi 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.