Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 30.03.2000, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 71 ■ ÁLFOSS FÖT BEZT: Geirmundur Valtýs og hljómsveit fóstudagskvöld til 3:00. Hinn skagfírski Geirmundur Valtýsson og hljómsveit hans leika fyrir dansi. Sverrir Stormsker skemmtir laugardagskvöld til 3:00. ■ ÁRSEL: Gabbaraball fyrir fatlaða laugardagskvöld kl. 20:00 til 23:00. í tilefni af 1. apríl verður haldið Gabb- araball fyrir fatlaða. Allir 16 ára og eldri velkomnir. Munið hina vinsælu veitingasölu. Verð 400 kr. ■ ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Caprí-tríó leikur fyrir dansi kl. 20:00 til 1:00. ■ BLÁI ENGILLINN: Blái engillinn býður upp á karaoke og einnig upp á íþróttarásirnar Sýn og Sky 1, 2 og 3. ■ BREIÐIN, Akranesi: Land & synir leika laugardagskvöld til 3:00. Hljóm- sveitin Land & synir leika á Breið- inni, gamla Hótel Akranes, en miklar breytingar hafa orðið á húsinu. ■ BÆJARBARINN ÓLAFSVÍK: Skugga-Baldur og léttklæddar dans- meyjar laugardagskvöld til 3:00. Diskótekið og plötusnúðurinn Skugga-Baldur mæta á staðinn ásamt léttklæddum dansmeyjum. Reykur, þoka, ljósadýrð og tónlist síðustu fimmtíu ára verða um kvöld- ið. Miðaverð 1. 000 kr. ■ CAFÉ AMSTERDAM: Geir Ólafs og Furstarnir með tónleika fimmtu- dagskv. kl. 22:30 til 1:00 Hljómsveit- ina skipa Árni Scheving, bassi, Carl Möller, píanó, Guðmundur Steing- rímsson, trommur og Þorleifur Gíslason, saxafónn. Rokktríóið Penta leikur föstudags- og laugar- dagskvöld. ■ CAFÉ ROMANCE: Lifandi tónlist öll kvöld. Breski píanóleikarinn Simone Young leikur. Hann leikur einnig fyrir matargesti Café óperu. ■ CATALINA, Hamraborg: Þeir fé- lagar Svensen, Hallfunkel og Perez sjá um tónlistina á Catalinu um helg- Frá A-0 ■ DÚSSA-BAR, Borgarnesi: Har- monikutónlist með Ingimari fóstu- dagskvöld til 3:00. ■ FESTI GRINDAVÍK: Knatt- spyrnumenn Grindvíkinga með dans- leik laugardagskvöld til 3:00. Knatt- spyrnumenn Grindvíkinga halda ball til að afla fjár fyrir æfingaferð til Spánar. Það er hljómsveitin Geimf- ararnir sem spila fyrir dansi. ■ FJARAN, Vestmannaeyjum: Jag- úar með funkdansleik föstudagskvöld til 3:00. Hljómsveitin írafár með dansleik laugardagskvöld til 3:00. ■ FJÖRUKRÁIN FJARAN: Jón Möl- ler leikur rómantíska píanótónlist fyrir matargesti í Fjörunni. í Fjöru- garðinum leikur Víkingasveitin fyrir víkingaveislugesti fóstudags- og laugardagskvöld. Dansleikur á eftir með Rúnari Júh'ussyni. ■ GAUKUR Á STÖNG. Land & synir leika fóstudagskvöld til 3:00. 8-villt leikur laugardagskvöld til 3:00. Ný sveit, Viðfjarðarundrin, leika mánu- dagskvöld til 1:00. Þótt fyrirbrigðið modaldjass sé næstum 40 ára gamalt hefur það verið nær óþekkt í íslensku tónlistarlífi þar til á allra síðustu mis- serum. Þessi seiðandi tónlist sem runnin er undan rifjum John Coltr- ane og Miles Davis hefúr samskonar leiðsluáhrif á hlustandann og triphop og drum & bass enda í raun forveri þeirra. Viðfjarðarundrin er ný sveit er leikur modaldjass og hana skipa þeir: Guðmundur Pétursson, gítar- leikari, Eðvarð Lárusson, gítarleik- ari, Þórður Högnason, bassaleikari og Birgir Baldursson, trommuleik- ari. Stefnumót #25 þriðjudagskvöld til 1:00. Selma Bjömsdóttir ásamt stórsveit Þorvaldar og hljómsveitinni Tod- mobile leika í Sjallanum, Akureyri, á laugardagskvöld. ■ GRANDHÓTEL REYKJAVÍK: Gunnar Páll leikur allar helgar kl. 19:15 til 23:00. Tónlistarmaðurinn Gunnar Páll leikur og syngur öll fimmtudags-, fostudags- og laugar- dagskvöld. Gunnar leikur hugljúfa og rómantíska tónlist. Allir velkomnir. ■ GRANDROKK, Akranesi. Villta vestrið spilar á laugardagskvöldið, en vegna góðra undirtekta að undan- förnu verður hljómsveitin sérstök húshljómsveit Grandrokk á næst- unni. GRANDROKK, Reykjavík Hljóm- sveitin Villta vestrið spilar á föstu- dagskvöldið. Villta vestrið hefur að undanfórnu komið margoft fram á Grandrokk, bæði í Reykjavík og Akranesi, við góðar undirtektir. Hljómsveitin leggur áherslu á fjörugt ERLENDAR 006000 Ólafur Teitur Guðnason, stj órnmálafræðingur og fréttamaður á RUV, skrifar um tónleikauppfærslu Pink Floyd á „The Wall“sem gefin er út í viðhafnarútgáfunni „Is There Anybody Out There?“í tilefni af því að nú eru um tutt- ugu ár liðin síðan þessar hljóðritanir voru gerðar. ★★★★ Söguleg snilld FYRIR réttum tuttugu árum frumsýndu liðsmenn Pink Floyd rokkóperuna „The Wall“ í Los Angeles í Bandaríkjunum. Þeir sýndu verkið alls 29 sinnum þar, í New York, í Dortmund í Þýska- landi og loks í Lundúnum. Það var í síðasta sinn sem þeir Roger Wat- ers, David Gilmour, Nick Mason og Richard Wright léku allir saman á sviði. Og þvílíkir tónleikar höfðu aldrei sést. Sagan um poppstjörnuna Pink er sögð með tónum og tækj- um; saga um sambandsslit við ást- vini og aðdáendur, fjötra frægðar- innar, geðveiki, einsemd og einangrun. Fljótlega eftir að tón- leikarnir hefjast kemur í ljós að áhorfendur hafa verið blekktir: Hljóðfæraleikararnir reynast vera alls óþekktir menn með gúmmíaf- steypur af andlitum liðsmanna Pink Floyd! Þegar bætt hefur ver- ið úr þessu flýgur flugvél yfir áhorfendur og springur á sviðinu; fimmtán metra langar uppblásnar strengjabrúður birtast hver á fæt- ur annarri; tíu metra hár veggur úr 500 „múrsteinum" er reistur þvert yfir sviðið þannig að hvorki sést tangur né tetur af hljómsveit- inni; teiknimyndum er varpað á vegginn og risavaxið uppblásið svín ryðst yfir hann og sveimar ógnandi yfir áhorfendum. Forsprakkinn Waters marserar um sviðið í fas- istaklæðum og loks hrynur veggur- inn til grunna. Óvænt hróp og köll áhorfenda minna okkur hlustendur á hvers við förum á mis, en sem betur fer stendur tónlistin fyrir sínu. „Is There Anybody Out There?“ hljómar næstum því alveg eins og „The Wall“. Hljómurinn er þéttur og hljóðfæraleikurinn fyrsta ■ flokks, en þar sem enginn liðs- manna Pink Floyd, nema gítarleik- arinn Gilmour, kann almennilega á hljóðfæri, verður að þakka það fjórum aðstoðarhljóðfæraleikurum. Lögin víkja afar sjaldan frá út- setningum á „The Wall“. Mestu munar um að lagið „What Shall We Do Now?“ er flutt í fullri lengd, líkt og Waters og Bryan Adams gerðu í Berlín 1990, en lagið var stytt á sínum tíma vegna plássleys- is á gömlu vínylplötunum. í nokkr- um lögum er bætt við einleiksköfl- um, en það hljómar líka kunnuglega í eyrum þeirra sem þekkja Berlínartónleikana. Það sem kemur skemmtilega á óvart eru hróp og köll Waters til áhorf- enda í aðdraganda „Run Like Hell“, en liðsmenn Pink Floyd eiga engin samskipti við áhorfendur á þeim þremur tónleikaplötum sem sveitin hefur áður gefið út. Þetta eru þó ekki kumpánlegar kveðjur heldur túlkun hans á aðalsöguhetju verksins. (Sama gildir um kveðju til áhorfenda á undan „Young Lust“; Pink orðinn rokkstjarna og kveðjan er hliti af leikritinu.) Þá er útsetningin á síðasta laginu, „Outside the Wall“, einnig óvænt og skemmtileg. Þótt spilamennska og gæði upp- tökunnar séu nær hnökralaus, eru nokkur smávægileg atriði sem valda vonbrigðum og vangaveltum. Fyrst má nefna að þótt Gilmour haldi að mestu tryggð við sígilda einleikskafla sína og takist oftast vel upp þegar hann lætur gamminn geisa gerir hann þau mistök að víkja frá einföldu en áhrifamiklu stefi í „Hey You“ og eyðileggja þar með risið í laginu. Þá er orgelsóló í „Another Brick pt. 11“ afskaplega tilþrifalítið og líklega má eigna það Rick Wright sem fékk að fljóta með í tónleikaferðina þótt hann hefði verið rekinn úr sveitinni nokkru áður. Takturinn fer úr skorðum að minnsta kosti þrisvar sinnum. Stundum virðist mega rekja til þess að upptökur af tveim- ur tónleikum hafa verið klipptar illa saman („Young Lust“, 01:29), stundum til mistaka trommuleikar- ans (slög á milli gítarsólóa í „An- other Brick pt. II“) og stundum til þess að nauðsynlegt hafi verið að leiðrétta taktinn vegna hljóða sem leikin voru undir af bandi („Hamm- er! Hammer!" í „Waiting For the Worms“). Mestum heilabrotum olli mér þó söngur Waters í laginu „Nobody Home“, en ég hallast helst að því að hann sé ættaður úr hljóðveri en ekki af sviðinu. Þeir sem fylgdust með Berlínartónleik- um Waters í beinni útsendingu vita hve auðvelt er að breiða yfir mis- tökin eftir á en ekki þori ég þó að fullyrða að það hafi verið gert hér. Fyrir utan það sem rakið var í upphafi er „Is There Anybody Out There?“ sögulegur gripur fyrir þær sakir að til þessa hefur ekki verið til nema ein tónleikaplata frá því áður en Waters hætti; „Umma- gumma“ frá 1969. Þótt ég hafi lengi óskað mér þess að önnur yrði gefin út óttaðist ég satt að segja að hún ylli mér vonbrigðum. Sá ótti reyndist ástæðulaus. Óvenju glæsi- legur umbúðirnar vekja miklar væntingar, og innihaldið er hrein snilld. rokk, líflega sviðsframkomu og létta stemmningu. ■ GULLÖLDIN: Jón forseti leikur föstudags- og laugardagskvöld til 3:00. Boltinn á breiðtjaldi og stór á 350 kr. ■ HARD ROCK CAFÉ: Tónleikar með Jagúar fimmtudagskvöld til 1:00. Hljómsveitin Jagúar heldur tón- leika í kvöld og eru þetta sjöttu tón- leikarnir í Sítrónu-tónleikaröðinni. ■ HREYFILSHÚSIÐ: Gömlu og nýju dansamir föstudagskvöld kl. 22:00 til 2:00. Danssporið, hópur dansáhuga- fólks, stendur fyrir dansleik með gömlu og nýju dönsunum. Guðmund- ur Haukur og Kristbjörg Löve leika og syngja fyrir dansi. Allir velkomn- ir. ■ KAFFELEIKHÚSIÐ: KK og Magn- ús Eiríksson flytja lög eftir KK og Magnús föstudagskvöld kl. 21-3. Op- inber leynigestur kvöldsins er Ellen Kristjánsdóttir sem syngur lög sem þeir félagarnir hafa í gegnum tíðina samið sérstaklega fyrir hennar rödd. Nýlega var þeirra félaga getið í velska tónlistartímaritinu Old Folk- ies and Fermented Pharts sem sér- hæfir sig í þjóðlagatónlist. Var farið lofsamlegum orðum um nýja geisla- disk drengjanna, Kóngur í einn dag. Boðið er upp á kvöldverð frá kl. 19.30. ■ KOKKTEILB ARINN, Aðalstræti 9, kjallara: Tvær hljómsveitir með rokktónleika fóstudagskvöld kl. 21:00 til 1:00. Hljómsveitimar Leggöng tunglsins og 747 halda tónleika í kvöld og er ókeypis aðgangur. ■ KRIN GLUKRÁIN: Dúettinn Tara leikur fimmtudagskvöld til 3:00 en hann skipa þeir Guðmundur Símon- arson og Ester Ágústar. Hljómsveit- in Sín leikur föstudagskvöld til 3:00. Limósín leikur laugardagskvöld til 3:00. Hljómsveitin Limósín leikur fjöruga tónlist en hana skipa þeir Kristinn Rósantsson og Páll Bene- diktsson. Dúettinn Tara leikur sunnudagskvöld til 1:00 ■ LEIKHÚSKJALLARINN: Hljóm- sveitin Sixties leikur um helgina og lofa þeir félagar trukki og dýfu. Einn- ig mun Geir Flóvent leika 80’s og nýmeti í búrinu. ■ LUNDINN, Vestmannaeyjum: Undryð leikur fyrir dansi föstudags- kvöld til 3:00. ■ NAUST-KRÁIN: Upplyfting leikur fyrir dansi fóstudags- og laugardags- kvöld til 3:00. Hin frábæra hljómsveit Upplyfting leikur fyrir dansi. Upp- lyfting eru: Haukur, hljómborð, gít- ar, söngur, Kristján, rafmagnsnikka^ söngur og Magnús sem leikur a trommur og syngur. ■ NAUSTIÐ: Liz Gammon leikur fyrir matargesti. Naustið er opið alla daga frá kl. 18. Stór og góður sér- réttaseðill. ■ NÆSTI BAR: Hljómsveitin 4. hæð leikur. Ókeypis aðgangur miðviku- dagskvöld kl. 22:00 til 1:00. ■ NÆTURGALINN: Hljómsveitin Þotuliðið frá Borgamesi leikur fyrir dansi. Frítt inn til miðnættis á föstu- dagskvöldinu. Húsið opnar kl. 22. Frítt inn til miðnættis á föstudags- kvöldinu. Húsið verður opnað kl. 22. ■ ODD-VITINN, Akureyri: Mið- aldarmenn leika fóstudagskvöld til 3:00. Björgvin Halldórsson og hljóm- sveit skemmtir ásamt píanóleikaran; x um Þóri Baldurssyni laugardags- ; kvöld. ■ PÉTURSPÖBB: Rúnar Þór spilar föstudags- og laugardagskvöld til 3:00. Beinar útsendingar í boltanum. ■ RAUÐA LJÓNIÐ Hljómsveitin HotN Sweet ætlar að bregða sér í vesturbæinn um helgina og gera allt vitlaust á Rauða ljóninu. ■ SJALLINN, Akureyri: Dansleikur með Selmu og Todmobile laugardagskvöld til 3:00. Selma Björns og hljómsveitin Todmobile verða með dansleik. ■ SPORTKAFFI: Eyvi og Stebbi __ Hilmars leika fimmtudagskvöld fev’ 1:00. Þeir Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson flytja nýtt prógr- am með fleiri íslenskum lögum en áð- ur. Þór Bæring sér um tónlistina fostudags- og laugardagskvöld til 3:00. Plötusnúðurinn Snyrtilegur klæðnaður. ■ ÖLFUS SELFOSSI: Harmoniku- ball laugardagskvöld kl. 22:00 til 2:00. Félagar úr FHSN, Félagi harmon- ikuunnenda á Selfossi og nágrenni, leika fyrir dansi ásamt Hjördísi Geirsdóttur söngkonu. Allir vel- komnir. Beint flug til Þrándheims í Noregi ISLANDSFWG Flugverð 23.900.- Ef greitt er fyrir 31. mars Afsláttur fyrir böm kr. 4.000 ^ TERRA Mnova Nú býðst einstakt tækifæri á að fljúga beint til ÞRÁNDHEIMS. Yikuferð frá 23.-30.júní. Dagflug, brottför frá Keflavík kl. 09:00 Komið til baka 30.jún( kl.15:00. Góð kjör fyrir hópa Flogið verður með glæsilegri Boeing-þotu Islandsflugs. Aukagjöld: Flugvallargjöld kr.4.500 bætast við. Þú getur fengið sumarbækling TERRA N0VA í verslunum Nóatúns, Netto Akureyri og www.terranova.is. - TERRA N0VA - áður Ferðamiðstöð Austurlands Stangarhyl 3A ■ 110 Reykjavik Sinii: 587 1919 & 567 8545 Fax: 587 0036 ■ www.terranova.is -Spennandi valkostur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.