Morgunblaðið - 30.03.2000, Síða 72

Morgunblaðið - 30.03.2000, Síða 72
72 FIMMTUDAGUR 30. MARS 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM „ Ljósmynd/Bjargey Ólafsdóttir Ur sýningunni Ljúfar sælustundir í París. Islenskar ljóskur í París Á LAUGARDAGSKVÖLD kl. 20 opnar Bjargey Ólafsdóttir mynd- listarsýninguna „Ljúfar sœlu- stundir í París“ í gallery @hlemm- ur.is í Þverholti 5 í Reykjavík. Sýningin er skyggnimyndasýn- ing sem Kristján Eldjárn hefur samið tónlistina við, en Kristján liefur áður samið tónlistina við kvikmynd Bjargeyjar „Falskar tennur". Verkið vann Bjargey í París þegar hún dvaldi þar í Kjarvals- itofu. „Verkið er um fslenskar ljóskur og franskan karlmann,“ útskýrir listakonan. - Eru myndirnar settnr á svið? „Það er spurning." - Eru þetta heimildarmyndir á einhvern hátt? „Nei, eiginlega ekki. Þetta er frekar hugarburður um íslendinga að skemmta sér í útlöndum, þegar þeir lenda í ruglástandi." - Er húmor ríkjnndi í verkinu? „Fólk verður að dæma um það sjálft. Kannski smáhæðni þar sem ég er að vinna út frá frönsku klisj- unni um norrænu konuna," segir Bjargey, en konan er yfírleitt sterkari aðilinn í verkum hennar. - Er tónlistin íslensk eða írönsk? „Hún er eins frönsk og hún get- ur orðið miðað við aðstæður. Að sögn tónskáldsins eru frumstef tónsmíðarinnar sótt í megin- viðfangsefni melódíuþingsins í Aberdeen árið 1994.“ Sýningin rúllar stöðugt allan tí- mann og gallery (©hlemmur.is er opið milli 14 og 18 fimmtudaga til sunnudaga og sýningin stendur til 23. apríl. Ráðhildur Ingadóttir og Biogen á Kjarvalsstöðum Ég sem í loftið NÚ stendur yfir á Kjar- valsstöðum sýningin Veg (g)ir, þar sem listamaður vinnur þrjár vikur á staðn- um við að myndskreyta vegg og er opnunarhófið þegar verkinu er lokið og nýr listamaður tekur við. Ráðhildur Ingadóttir myndlistarkona hefur fengið raftónlistarmanninn Biogen til samstarfs við sig og má sjá, og hlusta á, þau vinna daglega á staðnum eina viku enn. „Ég er að semja á staðn- um, svipað og Ráðhildur. Hún semur á veggina og ég sem í loftið," segir Bio- gen, eða Sigurbjörn Þor- grímsson eins og hann heitir. „Hún skiptir veggnum í tvennt með fleygboga. Annar helmingurinn er ljósblár og hinn græn- brúnn og svo teiknar hún geometrísk form á bláu hliðina og líkamsmyndir á brúnu hliðina," útskýrir Biogen sýninguna sem þau kjósa að nefna „Óendan- legt rými“. „Og þá er markmiðið að búa til óend- anlegt rými, hvað sem það nú er. Við reynum að ná niður hughrifum sem við verðum fyrir á staðnum, og svo gefa þau aftur tilbaka út í um- áhríf frá hvort Morgunblaðið/Jim Smart Biogen og Ráðhildur eru að vinna á Kjarvalsstöðum. hverfið. Við lögðum ekki upp með neitt ákveðið og við gefum okkur andrúmsloftinu á vald, og sjáum svo hvernig fólk tekur túlkun okkar.“ - En öðru? „Jú, við verðum fyrir þeim og það hefur gengið vel því við höfum verið hreinskilin hvort við ann- að.“ Biogen hefur áður samið tónlist til að spila undir á myndlistarsýningum. „En þetta er í fyrsta skipti sem ég er á staðnum að semja og að það er einhver alvara í því.“ - Hvernig finnst þér að semja á Kjarvalsstöðum? „Það er mjög gott að fara í annað umhverfi, þótt það yrði sjálfsagt letjandi til langframa að hafa fólk yfir öxlinni á sér. En mér finnst ég hafa fengið nýja sýn á það sem ég er að gera með því að fólk sem tilheyrir ekki þessum raf- tónlistarheimi er að nálg- ast mann. Það gefur mér góða sýn á verkið.“ - Ertu búinn að semja eitthvað sem þú getur notað í framtíðinni? „Já, og finna nýjar leið- ir til að vinna með það efni sem ég er með. Ég á eftir að setja þetta saman í einhvern heildrænan búning á lokuninni eftir viku,“ segir Biogen sem er með Ráðhildi daglega á Kjarvalsstöðum. Að örva heilastarf- semi til sköpunar ÓLÖF Bjömsdóttir er með sýningu í Gallerý i8 sem lýkur nú um helgina. A opnuninni nuddaði Ólöf sýningargesti og er öll sýn- ingin tengd nuddinu eða „betrunarkreistinu“, sem listakonan er vjpekkt fyrir. Annars býr Ólöf í London og tók Morgunblaðið tölvupóstsvið- tal við hana um lífíð og listina þar og víðar. Samskiptatæki á mörgnm sviðum SPURNING: Hvernig er sýningin í i8 og hverju viltu ná fram með nuddinu? SVAR: Sýningin í i8 er fyrsta einkasýning mín á íslandi. Ég hef þó verið með uppákomur ein áður, t.d. í Gallerí gúlp! þegar ég sýndi þar „Tanngarð". Með því að nudda er ég að örva blóðrásina upp í heila og von- andi að auka og örva heilastarfsemina til sköpunar. Þessu reyni ég að ná fram með því að losa um streytu og stíflur í öxlum nudd- þegans. Ég næ að tala náið við fólk sem hefur áhuga á að kynnast því betur sem ég er að fara. Þannig verður þetta tæki til að hafa samskipti við fólk á mörgum sviðum. Öðrum gestum er boðið upp á að horfa á þann „metamorfíska“ skúlptúr sem myndast þegar tvær manneskjur sameinast í sért- ilbúnum búningi sem tilheyrir verkinu. Það sem ég er að gera er ekki „performance" heldur frekar uppákoma þar sem ég skapa einskonar tungumál til að miðla hugmyndum mínum áfram. Fólk hefur yfirleitt tekið þessu verki vel og skilið það. Færri hafa tekið því vel án þess að skilja það, en fáir tekið því illa, og ég fæ svipuð viðbrögð hvort sem er í London, á íslandi eða nú síðast í Portúgal. Stafræn tölvutækni í dansi SPU: Hvað varstu að gera í Portúgal? SVAR: Ég tók þátt í framhaldi af „NON STOP OPENING" sýningunni sem ég var með í hér í London í fyrra. Þetta er samsýning listamanna sem eru frá London og núna bættust nokkrir frá Lissabon í hópinn. Ég var mjög ánægð með Portúgal og það var mikið um að vera þessa viku sem ég var í Lissabon, en fyrir utan sýninguna okkar var mikil leikhús- og danshátíð í gangi. Þar vöktu mikla athygli tveir hópar; einn sem notar stafræna tölvutækni og teikniprógr- am til að framkalla margræð áhrif í danssýningum sínum og annar sem var með gömlu Oxtorbrelluna; að gera áhorfendur að stjömum eitt kvöld, með því að láta þá stíga á flóðlýst svið undir Ti/fataki. Ólöf framkvæmir Betrunarkreist IV, 1999. Ekki leiðst í eina minútu SPURNING: Hvemig er að vera listakona í London? SVAR: Hér í London er mikið listalíf; margt spennandi að ger- ast, og þegar eitthvað gott berst hingað spyrst það fljótt út. Fólk er mjög vel með á nótunum og mikil gerjun í myndlist. Ef fólk kemur utan frá em árlega sýningar sem listamenn alls staðar að geta sótt um að taka þátt í, t.d. East samsýningin í Norwich. Það er samt trúlega alltaf erfiðara ef fólk hefur ekki verið í skóla hér í London, því maður þekkir mann. Það hjálpar mér líka að ég var tvö ár í MA-námi í Goldsmiths College í suðurhluta London. Það sem hefur hvað helst hrifið mig nýlega er sýning Mike Nelson sem stendur nú yfir í Matfs Gallery. IICA á Mall em oft góðir fyrirlestrar og sýningar og í augna- blikinu er þar mjög áhugaverð myndlistarsýning. Ég get ekki sagt að mér hafi leiðist eina mínútu þau þrjú ár sem ég hef búið hér - ekki frekar en þegar ég horfði á kvikmyndina Sjö samurai um árið!! Það er frekar að það sé of mikið í gangi. Það em mörg áhugaverð gallerí hér sem sýna spennandi myndlist. Mörg þeirra em í East End, en ákveðið hverfi þar er orðið vettvangur mest spennandi listamannanna. Það má nefna Showroom og The Approach í Bethnal Green, The Nunnery í Bow, VOma Gold og svo Gasworks í Vauxhall og Salon 3 í Eleph- ant & Castle en það síðastnefnda hefur skandinavíska listamenn á sínum snæmm. I augnablikinu er ég með sýningu í Zwemmer s Gallery sem er staðsett á Lichtfield Street við Charing Cross Road. Þar sýnir Lopameyja sig í sjónvarpinu. (Lopameyja er „alterego“ mitt, sem flutti með mér til London fyrir 3 ámm. Hún er framsækin listakona í þjóðlegum dúr, askvaðandi um í lopasamfellu á spari- skóm). Sú sýning endar í lok mánaðarins. Það eru einnig mynd- bönd með Lopameyju ásamt fleiri myndbandsverkum í Levís búðinni á Oxford Street, svo hún kemur víða við, jafnvel á ferða- mannaslóðum. Það sem framundan er hjá mér er að mér hefur verið boðið að sýna í Berlín verkefni sem kallast Hard? Candy, þar sem ég mun sýna ljósmyndaverk. Svo er „Multiple-3“ sýningin enn í gangi í Temple Bar Gallery í Dublin, þar sem hægt er að kaupa verkin, jafnvel gegnum póstkröfu. Þar sýni ég „frætrefil“ og árituð lopa- meyjuportrett. Stjarna er fædd Á MORGUN, kl. 20 opna Melkorka og Sissa sýningu í Galleríi nema hvað á Skólavörðustíg. Sýningin ber yfir- skriftina Stjama er fædd sem vísar í mynd Barbra Streis- and, „A Star Is Born“ og segir Melkorka sýninguna að vissu leyti undir áhrifum frá Streisand og Helmut Newton. „Við erum með ljósmyndir og videóverk á sýningunni, Sissa tekur ljósmyndirnar og ég vídeóverkin," úskýrir Melkorka. „Ljósmyndirnar eru af mér og vídeóin eru líka af mér en sýningin heitir Stjarna er fædd og við erum und- ir áhrifum frá myndinni ,A Star Is Born“. Svo er svona Helmut Newton-andi yfir ljósmyndunum." Þetta er í fyrsta sinn sem Melkorka og Sissa sýna saman og eru allir boðnir velkomnir í Gallerí nema hvað annað kvöld en sýningin stendur í tvær vikur. Líkamsástand listamanns ÖRN Helgason myndlistarmaður verður með gjörning í Tökuhúsinu á laugardaginn kl. 21. Hann verður með beina útsendingu frá efri hæð hússins niður á miðhæðina þar sem áhorfendur munu sitja. Uppi ætlar hann að loka sig af og munu áhorfendur fylgjast með Erni frá sérstöku sjónarhorni; en myndirn- ar sýna hann að innan og líkamstarfsemi hans. Brynjólfur Sverrisson rafsegulmælingamaður mun mæla Örn, með sérstakri þartilgerðri myndavél. Einnig hefur listamaðurinn fengið lánað frá Land- spítalanum gömul tæki sem mæla hjartslátt, púls, súrefni í blóðinu og sýna útkomuna á mónítór. Þýskir stranda- glópar í GALLERÍI Geysi, Hinu húsinu v/Ingólfstorg, opna tveir þýskir ferðamenn, sem eru strandaglópar á Islandi, sýn- ingu nk. laugardag á milli kl. 16.00.-18.00. Þau heita Thorgis Hammerfelt og Eva Friedenschutz. Thorgis hefur stundað nám við Gedachtuisverbreiter- ungsschule der DDR, en Eva við Steuermannsschule í Leipzig, og ætla þau að vera með verk sem er blanda af innsetningu og gjörningi. Þau hafa verið föst á Patreksfirði þar sem þau hafa starfað við fiskvinnslustörf, en eru nú komin til Reykjavík- ur og eru að safna fyrir farmiðunum heim. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9.00.-17.00. og stendur frá 1.4.—16.4.2000.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.