Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 81. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Ótti við faraldur í S-Kóreu YFIRVÖLD í Suður-Kóreu óttast að gin- og klaufaveiki sem nýlega uppgötvaðist í nautgripum í norð- urhluta landsins kunni að breiðast út. Veikinnar hefur þegar orðið vart á nokkrum stöðum í suður- hluta landsins. Mörkuðum fyrir bú- fé á fæti hefur verið lokað og hefur fjölda dýra verið fargað. Landbúnaðarráðuneyti Japans tilkynnti í gær að veikin hefði upp- götvast í nokkrum japönskum kúm. Flest nágrannaríki Japans og S- Kóreu hafa nú tekið fyrir innflutn- ing kjötafurða frá löndunum. Á myndinni má sjá hermenn S-Kóreu kveikja elda í nágrenni við tjóra búgarða í suðurhluta landsins þar sem dýr hafa veikst af gin- og klaufaveiki síðustu daga. Talið að Yoshiro Mori verði nýr forsætisráðherra Japans Ný ríkisstjórn tekur við í dag Tokyo. AFP, AP, Reuters. BÚIST er við því að Frjálslyndir demókratar, stærsti flokkurinn í ríkisstjórn Japans, útnefni í dag eftirmann Keizo Obuchi í embætti forsætisráðherra landsins. Er þess vænst að núverandi framkvæmda- stjóri flokksins, Yoshiro Mori, verði fyrir valinu. Gert er ráð fyrir að ný ríkisstjórn undir forsæti Moris taki við völdum í dag en ekki er búist við frekari breytingum í ráðherraliði hennar. Ríkisstjórn Japans sagði af sér í gær vegna veikinda Obuchis sem haldið er á lífi á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið skyndilegt heilablóðfall á sunnudag. Þing Japans þarf að samþykkja nýjan forsætisráðherra en litið er á það sem formsatriði þar sem rík- isstjórnin hefur þegar traustan meirihluta. Haft var eftir flokks- mönnum Frjálslynda demókrata í gær að yfirgnæfandi líkur væru á því að Mori yrði valinn til að taka við embætti Obuchis. Hann er 62 ára og hefur setið á japanska þing- inu síðan 1962. Mori hefur lengi verið í forystusveit Frjálslyndra demókrata og t.a.m. þrívegis gegnt ráðherraembætti fyrir flokkinn. Kosningum hugsanlega flýtt Mori vildi í gær ekki tjá sig um líkurnar á því að hann yrði næsti forsætisráðherra Japans en sagð- ist þeirrar skoðunar að ný stjórn þyrfti að taka við sem fyrst. Fjöl- miðlar í Japan hafa einnig hvatt til þess að eftirmaður Obuchis verði fundinn án tafar vegna þeirra verkefna sem bíða úrlausnar. Er þar einkum átt við aðgerðir til að Handfijáls búnað- ur eykur geislun London. Morgunblaðið. HANDFRJÁLS búnaður á far- síma dregur ekki úr örbylgju- geislun við höfuð notandans held- ur þvert á móti þrefaldar geisl- unina samkvæmt niðurstöðum úr nýjum rannsóknum sem unnar voru á vegum bresku neytenda- samtakanna. Þrátt fyrir að áhrif farsíma- geislunar á heilsu fólks séu mjög umdeild hafa rannsóknir í Bret- landi og Svíþjóð, auk fleiri landa, gefið tilefni þess að tengja far- símageislun við myndun krabba- meins, hjarta- og nýrnasjúkdóma, M.S. og alzheimer. Fjöldi fólks hefur í Ijósi þessara rannsókna fjárfest í handfrjálsum búnaði í þeirri trú að það verji höfuðið fyrir áhrifum geislunar. Niðurstöðurnar nú sýna hins vegar að handfrjálsi búnaðurinn virkar sem eins konar loftnet og beinir allt að þrefalt meiri geisl- um frá símanum að höfðinu en þegar talað er í símann án búnað- arins. Svokallaðar farsímaverjur, töskur sem sagðar eru draga úr geislun frá farsímunum, voru einnig kannaðar og reyndust ekki duga sem skyldi. Daga niðurstöðurnar í efa Framleiðendur farsíma draga í efa niðurstöður rannsóknarinnar og segja þær stangast á við niður- stöður úr eigin rannsóknum. Þær sýni að geislun við höfuð sé merkjanlega minni þegar hand- frjáls búnaður sé notaður. Þeir neita því einnig að handfrjálsi búnaðurinn hafi verið seldur und- ir því yfírskyni að draga úr áhrif- um geislunar á heilann, heldur sé hann einungis seldur til þæginda- auka fyrir neytandann. rétta við efnahag landsins eftir erfið- leika undanfarinna missera og viðbrögð við eldgosi í norður- hluta ríkisins sem neytt hefur 13.000 manns til að flýja heimili sín. Japanskir fjölmiðlar hafa leitt líkur að því að svo kunni að fara að þingkosningum verði flýtt vegna brotthvarfs Obuchis. Kosningar á að halda í október á þessu ári en sumir telja að Frjáls- lyndir demókratar muni vilja halda kosningar fyrr, jafnvel strax í maí. Reiði vegna launungar stjórnvalda Almenningur í Japan er sagður stjórnvöldum reiður vegna þess hve seint var tilkynnt um líðan Obuchis á mánudag. Opinber til- kynning um ástand forsætisráð- herrans var ekki birt fyrr en seint Yoshiro Mori á sunnudagskvöld, 22 klukkustundum eftir að hann fékk heila- blóðfall og var fluttur í sjúkrahús. Einnig hefur verið gagnrýnt að fjölmiðl- um var sagt ósatt um ástand Obuchis, var sagt að hann hefði vaknað á heimili sínu og varið deginum með fjölskyldu sinni. Hið sanna var að læknar höfðu allt frá því kl. 01:00 aðfaranótt sunnudags reynt að bjarga heilsu ráðherr- ans. Starfandi forsætisráðherra Japans, Mikio Aoki, sagði í gær að ritari forsætisráðherrans hafi haft í mörgu að snúast og hafi ekki get- að sinnt fyrirspurnum um heilsu- far ráðherrans. „Við biðjumst af- sökunar á því að sumar fréttir af málinu voru rangar og við munum tryggja að svona lagað muni ekki endurtaka sig í framtíðinni," sagði Aoki við fréttamenn í gær. Ósonlagið þunnt yfir Norður- skautinu Brussel. AP. ÓSONLAGIÐ yfir Norður- skautinu þynntist mjög mikið á tímabilinu janúar til mars á þessu ári, samkvæmt niður- stöðu nýrrar alþjóðlegrar skýrslu. Hópur um 500 vísinda- manna á vegum Evrópusam- bandsins (ESB) og Geimferða- stofnunar Bandaríkjanna (NASA) komst að því að óson- lagið í 18 km hæð yfir Norður- skautinu þynntist um 60% á fyrrgreindu tímabili. Ofar í gufuhvolfinu hefur þynning ósonlagsins verið minni. í skýrslunni kemur fram að magn ósons, sem er efnasam- band súrefnis, yfir Norður- skautinu hefur minnkað um 15% frá árinu 1976. Hins vegar hefur ekki myndast eiginlegt gat í gufuhvolfið yfir Norður- skautinu, líkt og gerst hefur yfir Suðurskautinu. Fram kemur í skýrslunni að þynning ósonlagsins hafi átt sér stað þrátt fyrir tilraunir undanfarinna ára til að draga úr losun ósoneyðandi loftteg- unda í heiminum. í gildi er al- þjóðlegt samkomulag frá 1989 sem takmarkar notkun óson- eyðandi efna og eiga 165 ríki aðild að því. Reuters Fall Nasdaq-visitölunnar setti svip sinn á störf verðbréfamiðlara víða um heim í gær. Verðbréfamiðlari í Chicago gefur hér til kynna með hrépi að hann hafi selt bréf á Nasdaq-markaði. Mikil sveifla á Nasdaq AÐALVÍSITALA hlutabréfaverðs í Nasdaq-kauphöllinni í Bandaríkjun- um féll um rúmlega 13% í gær en náði sér aftur á strik fyrir lok við- skipta. Þegar kauphöllinni var lokað hafði verð hlutabréfa hækkað að nýju og var lokagildi vísitölunnar 1,8% lægra en við upphaf viðskipta í gær. Verð hlutabréfa í kauphöllinni á Wall Street (NYSE) féll einnig mikið í gær en hækkaði aftur skömmu fyrir lokun. Alls nam lækkun Dow Jones- hlutabréfavísitölunnar í gær 0,46%. Verðsveiflurnar á hlutabréfa- mörkuðum í gær eru raktar til úr- skurðar bandarísks alríkisdómara frá því á mánudag þess efnis að hug- búnaðarfyrirtækið Microsoft hefði brotið lög um hringamyndun. Dóm- urinn hefur valdið mikilli lækkun á verði hlutabréfa í Microsoft og hefur það valdið óvissu um gengisþróun hlutabréfa í öðrum hátæknifyrir- tækjum. Bill Gates, aðaleigandi Microsoft, hét því í gær að áfrýja úrskurðinum og er talið að jafnvel geti liðið nokkur ár áður en endanleg niðurstaða muni liggja íyrir. Bandaríski neytenda- frömuðurinn Ralph Nader sagði í gær að ef niðurstaðan af málshöfðun stjórnvalda yrði ekki sú að Mierosoft yrði deilt niður í smærri einingar mætti líkja því við að „drynjandi fíll gæfi frá sér músartist“. ■ Óvissa um áhrif/24 MORGUNBLAÐH) 5. APRÍL 2000 690900 090000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.