Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Gates segir engin rök fyrir skiptingu Microsoft Ovissa um áhrifín af dómaraúrskurði Washington, London, New York, Seattle. AP, AFP, The Daily Telegraph. TALIÐ er að úrskurður alríkisdóm- ara í Bandaríkjunum á mánudag um að hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hafi brotið svonefnd Sherman-lög um hringamyndun og beitt ólögleg- um aðferðum til að viðhalda einokun- araðstöðu geti dregið úr yfirburðum fyrirtækisins. „Microsoft réðst af ráðnum hug á frumkvöðla sem hefðu, ef þeim hefði verið gefið tækifæri til að standa eða falla í samræmi við frammistöðu sína, getað innleitt samkeppni á markaðnum,“ sagði dómarinn, Thomas Penfield Jackson. Windows-stýrikerfi frá Microsoft eru nú notuð í um 90% af borðtölvum heimsins. Microsoft hyggst áfrýja úrskurðinum en skiptar skoðanir eru um áhrifin af honum. Sumir sérfræð- ingar álíta að aðaleigandi Microsoft, Bill Gates, muni taka frumkv'æðið og skipta því upp í nokkrar smærri ein- ingar í stað þess að láta þvinga sig til þess eins og hugsanlegt er talið að verði raunin. Microsoft er sagt geta bætt stöðu sína þegar málið fer fyrir áfiýjunar- dómstól en sektirnar fyrir brot á lög- unum um hringamyndun gætu orðið himinháar ef fyrirtækið tapar; fjöl- margir einkaaðilar hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu. Einnig er bent á að fyrirtækið ein- beiti sér nú að því að hanna nýjan framtíðar-hugbúnað þar sem gert sé ráð fyrir tengingu milli ýmissa sviða eins og farsíma og bílatölvu og notað- ir geysilega öflugir vefþjónar sem tengjast yfir Netið. Eitt af því sem alríkisdómarar hafa fundið að er ein- mitt þessi stefna, hún auki hættuna á að Microsoft haldi einokunaraðstöðu sinni. En Gates sagði nýlega í viðtali við dagblaðið The Wall Street Journ- a1 að Microsoft myndi halda áfram að þróa hugbúnað af þessu tagi og virt- ist hann hvergi banginn. Ef Microsoft reynir að ná fram málamiðlun er fullyrt að þróun nýja búnaðarins verði heft þar sem einu af ákvæðum slíkrar málamiðlunar yrði vafalaust stefnt gegn slíkum altæk- um hugbúnaðarlausnum frá fyrir- tækinu. Bob Scheier, ritstjóri hjá blaðinu Computerworld, sagðist telja að við- brögð manna í tölvu- og hugbúnaðar- framleiðslu við úrskurðinum væru blendin og afstaða margra til Micro- soft einkenndist af þversögnum. Sum fyrirtæki væru mjög háð því að hug- búnaðarrisinn héldi heilsu og hætti ekki að þróa ný forrit og lausnir og erfitt væri að sjá fyrir sér þessa at- vinnugrein án þess að eitthvert fyrir- tækið ákvæði mikilvægustu staðlana. Mælt með málamiðlun Fjölmiðlar í Bandaríkjunum voru ekki á einu máli um niðurstöðu Jack- sons dómara. The New York Times lagði til að fyrirtækið hlyti væga refsingu fyrir einokunartilburði sína en varði úrskurðinn. „Hann var grundvallaður af varfæmi á undir- stöðum laga gegn hringamyndun og staðreyndum sem komu fram í rétt- arhöldunum.“ En blaðið benti einnig á að stjórnvöldum hefði ekki tekist að sanna endanlega að ólöglegar aðferð- ir Microsoft hefðu valdið neytendum alvarlegum skaða. The Washington Post var hins vegar á því að finna þyrfti málamiðlun. Fyrirtækið hefði vissulega „farið yfir strikið" en báðir aðilar myndu tapa miklu ef málið yrði látið fara í gegnum allt dóms- kerfið. Viðbrögð verðbréfamarkaðanna voru á einn veg, bréf í Microsoft féllu hratt. Erfitt er að spá um niður- stöður áfrýjunar og bent er á að þar sem málaferlin muni taka langan tíma, jafnvel mörg ár, muni úrslitin í forsetakosningunum í nóvember geta skipt máli. Bill Clinton forseti hefur forðast að taka afstöðu í málinu gegn Microsoft, sem rekið er í sam- einingu af dómsmálaráðuneytinu í Washington og 19 af alls 50 sam- bandsríkjum. En repúblikaninn George Bush hefur gefið í skyn að hann sé mótfallinn því að fyrirtækið verði brotið upp í smærri einingar. „Kannski Clinton hafi ekki fengið nógu mikið í kosningasjóðinn frá Bill (Gates),“ sagði einn af starfsmönnum Microsoft í gær. Eitt er það sem gæti reynst Microsoft afar skeinuhætt; máls- höfðanir einkaaðila. Ýmis ummæli Jacksons í úrskurðinum, m.a. þess efnis að Microsoft hafi haft áhrif á „vogarskálar samkeppninnar með stórum þumalfingri“ geta að sögn fréttaskýrenda orðið eldsneyti fyrir málaferli einkaaðila gegn fyrirtæk- inu sem höfðuð hafa verið síðustu mánuði. Sönnunarbyrðin verði nú í auknum mæli hjá Microsoft sem verði að sanna sakleysi sitt en málin hafa verið höfðuð af fólki sem telur að fyrirtækið hafi okrað á stýrikerf- unum. Er um að ræða 120 mál í 28 sambandsríkjum og kostnaður Microsoft við þau gæti skipt milljörð- um dollara. Talið er að Gates og fé- lagar hans muni jafnvel gera meira af því en hingað til að leita sátta utan réttarsalanna. Keppinautar Microsoft hafa sumir fagnað úrskurðinum og þá einkum þeir sem telja sig eiga um sárt að binda vegna vafasamra aðferða og meintra bolabragða Gates við að tryggja sér markaðsyfirburði. Er bent á að Microsoft hafi í nokkrum tilvikum komið fyrir sérstakri skipun Reutcrs Bill Gates, aðaleigandi Micro- soft, á blaðamannafundi í Bandaríkjunum í gær. Hann sagðist myndu áfrýja úrskurði Jacksons dómara. í forritum sínum sem gerir notendum ókleift að nota vinsælan hugbúnað frá keppinautum risans. Flestir not- endur sem kaupi Windows og annan búnað frá Microsoft séu því með beinum hætti þvingaðir til að nota til dæmis vafra sem Microsoft hannar vegna þess að ekki sé hægt að nota búnað frá öðrum. Netscape Communications, fyrsta fyrirtækið sem hannaði vafra fyrir Netið, hafnaði á sínum tíma kauptil- boði Microsoft. Risafyrirtækið hann- aði þá eigin vafra, Explorer, lét hann fylgja ókeypis með stýrikerfinu, tekjur Netscape minnkuðu skyndi- lega um helming og síðar keypti net- fyrirtækið AOL það upp. Losað um kverkatak? Microsoft er einnig sakað um yfir- gang gagnvart tölvuframleiðandan- um Apple og netþjónustufyrirtækj- um. Hafi Apple verið neytt til að láta Explorer fýlgja með í búnaði borð- tölvanna sem það seldi. Jim Barksdale, sem áður stjómaði Netseape og er eitt af lyldlvitnunum í málinu gegn Microsoft, hrósaði dóm- aranum og sagði að skipting Micro- soft væri eðlilegt framhald. „Um leið og búið er að losa um kverkatak Microsoft og samkeppni komin á aft- ur munu neytendur hagnast vegna þess að verðið lækkar og söluvaran batnar,“ sagði Barksdale. Kristilegir demókratar Deilt um innflytj- endur Berlín. Morgunblaðið. ÓEINING virðist nú vera að aukast innan Kristilega demókrataflokksins í Þýzkalandi (CDU) um áform ríkis- stjórnar jafnaðarmanna og græn- ingja um að setja lög um sérstök dvalarleyfi fyrir allt að 20.000 erlenda tölvusérfræðinga. Angela Merkel, sem kjörin verður formaður CDU á flokksþingi í byrjun næstu viku, sagði að Þýzkaland þyrfti á „stýrðum að- flutningi fólks“ að halda og Michael Glos, talsmaður þingmanna CSU, bæversks systurflokks CDU, sagðist ekki mótfallinn að sérfræðingum væri boðið til landsins. Jiirgen Ruttgers, héraðsleiðtogi CDU í Nordrhein-Westfalen, hefur hins vegar gert baráttu gegn „græna-korts“-áformum ríkisstjórn- ar Gerhards Schröders að áherzlu- atriði í kosningabaráttu fyrir kosn- ingar til þings Nordrhein-Westfalen, sem íram fara í maí, og gaf hann m.a. út póstkort með slagorðinu „Meiri menntun í stað fleiri innfiytjenda." Um fjórar milljónir manna eru nú at- vinnulausar í Þýzkalandi og talsmenn verkalýðsfélaga hafa hvatt til þess, að í stað þess að sækja sérfræðinga frá útlöndum ætti að bæta endurmennt- unarmöguleika. Eitt útbreiddasta dagblað Indlands, þaðan sem búizt er við að flestir hinna útlendu tölvusér- fræðinga myndu koma, hneykslaðist í gær á Ruttgers og bar hann saman við austurríska stjórnmálamanninn Jörg Haider, sem m.a. hefur beitt sér gegn því að fleiri innfiytjendur fái að koma til Austurríkis. Fimm dögum áður en flokksþing CDU hefst í Essen varð í gær ljóst hver Merkel leggur til að verði kjör- inn næsti framkvæmdastjóri CDU. Er það þingmaðurinn Rupert Polenz, einn af sérfræðingum þingflokksins í utanríkis- og öryggismálum. Henryk M, Broder blaðamaður flytur fyrirlestur um Þýskaland hjá Goethe-miðstöðinni Ef pólitík er skemmt- un er besta sýningin í Þýskalandi Henryk M. Broder blaðamaður flytur fyrirlestur um Þýskaland hjá Goethe-miðstöðinni í kvöld. HENRYK M. Broder, blaðamaður þýska vikuritsins Der Spiegel telur hvergi vera meiri gerjun í stjórnmál- um um þessar mundir en í Þýska- landi. Hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að Þýskaland væri eftir sameininguna mjög spennandi land og hvað sem mætti um fjármála- hneyksli flokks kristilegra demókrata segja hefði sýnt sig að fjölmiðlar fjalla um fréttir án þess að fara í skotgrafir eftir pólitískum línum og þjóðfélagið sé í shku jafnvægi að allt gangi sinn vanagang þótt hitni í kolunum á póli- tíska sviðinu. Broder flytur fyrirlestur um Þjóð- verja og sjálfsmynd þeirra undir heit- inu „Was ist Deutsch?" í Goethe-mið- stöðinni Lindargötu 46 í kvöld klukkan 20.30. Hann byrjaði á að tala um fall Helmuts Kohl kanslara sem fagnaði sjötugsafmæli sínu á laun á mánudag. „Á mánudag sögðu blöðin að það yrði veisla, en enginn vissi hvar,“ sagði hann. „Haldið var upp á afmæl- ið á laun en öllum opinberum veislu- höldum var aflýst. Sjaldan hefur þýskur stjómmálamaður hrapað af svo háum stalli.“ Fjölmiðlar sönnuðu sig Broder sagði að í raun væri margt jákvætt við Kohl-málið, ekki síst það að fjölmiðlar hefðu staðist ákveðna prófraun. „Það gUti einu hvaða pólitísku stefnu dagblöðin höfðu, samkeppnin - kapphlaupið um að verða fyrstur með fréttina og fletta ofan af hneyksl- inu - tók öll völd.“ Hann sagði að því hefði hvorki ver- ið um það að ræða að sýna samstöðu með Kohl né gegn honum, þótt kansl- arinn fyrrverandi hefði vitaskuld tal- að um herferð gegn sér. Vissulega hefði verið um herferð að ræða, en hún hefði ekki beinst gegn Kohl, held- ur hefði samkeppnin verið aflvakinn. Að sögn Broder mun hins vegar nú fyrst fara að hrikta í stoðum vegna fjármálahneykslisins, sem skekið hef- ur flokk kristilegra demókrata, þar sem í )jós væri komið að austur-þýska öryggislögreglan, Stasi, hefði hlerað síma Kohls. Hann var nýverið á blaðamannafundi hjá . AJexander Schalk-Golodkowski, sem á tímum Austur-Þýskalands vár.mjög valda- mikill og rak stofnun er kallaðist „við- skiptaleg samræming" og var að heita má kapitalískur blettur í tún- fæti kommúnismans. Voru hleranir notaðar í samn- ingnm um sameininguna? ,Á fundinum sagði hann, án þess að vera spurður, að hann hefði í fyrsta lagi ekki vitað að Kohl hefði verið hleraður og hefði hann vitað það hefði það engu máli skipt í samningunum um sameiningu Ifyskalands," sagði Broder. „Þetta þýðir aðeins eitt; hann vissi af hlerununum og notaði upp- lýsingamar í samningunum." Broder sagði að um þessar mundir væri mjög spennandi að vera í Þýska- landi. Eftir fall múrsins og samein- inguna hefði allt farið af stað og sæi ekki fyrir endann á því. „Ef stjómmál hafa skemmtana- gildi er besta sýningin um þessar mundir í Þýskalandi,“ sagði hann. Broder kvaðst ekki eiga von á því að fjármálahneykslið myndi skapa glundroða í Þýskalandi og grafa und- an flokki kristilegra demókrata. Það hefði ekki gerst vegna þess að þjóðfé- lagið sjálft væri í jafnvægi: „Fyrir nokkmm ámm var engin stjóm við völd í Hollandi í heilt ár og ekkert gerðist. Það sama á við um Þýska- land.“ Broder hefur mikið fjallað um sam- einingu Þýskalands og stöðuna í aust- urhluta landsins. Hann sagði að Aust- ur-Þjóðverjar ættu enn langt í land með að standa jafnfætis Vestur-Þjóð- verjum. Þetta mætti hins vegar ekki rekja til þess að þar skorti uppbygg- ingu. í austrinu væri allt nýtt og að- staða í rauninni að mörgu leyti betri en í vesturhlutanum. Hins vegar væri framleiðni aðeins 50% og hugsunar- hátturinn sá að lýðræðið mætti allt eins víkja fyrir styrkri hönd alræðis- ins. Broder kvaðst ætla að það tæki tvær kynslóðir eða allt að 40 ár fyrir austurhémðin í Þýskalandi að kom- ast upp að hlið vesturhéraðanna. Hann sagði annan kost við Þýska- land í dag vera að landið væri ekki lengui- fjandsamlegt útlendingum, þótt ekki mætti horfa fram hjá því að sums staðar í Austur-Þýskalandi væm staðir þar sem útlendingar væra beinlínis í lífshættu. Skilur ekki hvernig reka má ríki með 270 þúsimd íbúa Broder er hingað kominn á vegum þýska vikuritsins Der Spiegel til að skrifa um það hvemig hægt er að reka ríki, sem aðeins hefur 270 þúsund íbúa. „Það era færri íbúar en í þeim borg- arhluta Berlinar sem ég bý í,“ sagði hann. „Eg skil það ekki, en vil komast að því hvemig má reka rílá á þessum grunni. Hér lítur einnig allt vel út og þið hafið allt, sem tilheyrir ríld, mennt- unarstigið er hátt og staða félagsmála er góð. Þegar ég kom hingað fyrst átti ég von á sveitamennsku og einangmn- arhyggju eyríkisins. Þetta er reyndar eyríki, en raunin er hið gagnstæða því fólk hér er vel upplýst, þeklár vel til og allir tala nokkur tungumál. Það er mjög athyglisvert að sjá hvemig hægt er að yfirvinna landfræðilega einangr- un af þessu tagi með menntun og upp- lýsingu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.