Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 47 MINNINGAR KIRKJUSTARF MAGNÚS INGIMARSSON + Magnús Ingi- marsson, hljóin- listarmaður og prentsmiður, fæddist á Akureyri 1. maí 1933. Hann lést á heimili sínu 21. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 31. mars. Farinn er í ferðina löngu, vinur minn, kol- legi og bróðir, Magnús Ingimarsson. Ég vissi vel að hverju stefndi og ætti sjálfsagt að vera feginn að stríðinu er lokið, en það er alltaf jafn sárt þegar að kveðjustundinni kemur. Leiðir okkar Magnúsar lágu fyrst saman þegar mér bauðst starf í hljómsveit Svavars Gests árið 1963. Svavar var hljómsveitarstjór- inn en það kom fljótt í ljós að Magnús var heilinn á bak við allt sem laut að tónlistinni. Hjá honum lærði ég það litla sem ég kann í nótnalestri og bý að því enn og hjá honum lærði ég að meta rétta blöndun mannlegra radda og hljóð- færa, en Magnús var snillingur í að útsetja, bæði fyrir hljóðfæri og fólk. Síðast en ekki síst fann ég hjá Magnúsi mannlega þáttinn í sam- starfinu en Svavar leit gjarnan á hljómsveit sína sem atvinnutæki. Þetta samstarf okkar Magnúsar í hljómsveit Svavars hélst til seinni- hluta ársins 1964, en hófst svo aftur þegar Magnús tók að sér stjórn Lögreglukórsins í Reykjavík. Þar áttum við gifturíkt samstarf í nokk- ur ár. Og síðan í þriðja sinn áttum við Magnús samstarf eftir að við hitt- umst sem bræður í Frímúrararegl- unni. Samstarf sem hélst, þar til yf- ir lauk. A þessum tíma giftist Magnús eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Björnsdóttur, og varð okkur hjón- unum það ógleymanlegt að fá að samgleðjast með þeim í tilefni dagsins. Var þá tekið lagið eins og svo oft áður. Magnús Ingimarsson hefur sett óafmáanlegt mark sitt á íslenska tónlist með útsetningum sínum og tónlistarflutningi, samanber út- setningar á plötum Fjórtán fóst- bræðra, útsetningar og hljóðfæra- leik á plðtum hljómsveitar Svavars Gests, útsetningar og hljóðfæraleik með sinni eigin hljómsveit, hljóm- listarflutning í útvarpi og sjónvarpi og svo mætti lengi telja. Þar sem við hjónin erum erlend- is, viljum með þessum fáu orðum minnast Magnúsar, fyrst og fremst sem tónlistarmanns og góðs vinar sem við söknum sárt. Elsku Inga mín, börn og tengda- börn. Ykkur sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að gæta ykkar og vernda. Erla og Bertram Möller. Kveðja frá Söngskólanum í Reykjavík. Magnús Ingimarsson píanóleik- ari réðst til starfa við Söngskólann í Reykjavík fyrir sex árum síðan. Hann var þá þegar þjóðkunnur tónlistarmaður, píanóleikari, hljóm- sveitarstjóri og útsetjari „par excellance," Magnús hafði ekki starfað sem kennari fyrr, þótt hann hafi í starfi sínu með kórum og hljómsveitum til margra ára kennt og miðlað af tónlistarþekkingu og kunnáttu sem var einstök. Hann féll strax inn í starfsumhverfið og starfsandann í Söngskólanum. Kraftar hans nýttust til fulls, allt frá yngstu nemendunum í ungl- ingadeildinni upp í óperudeild skól- ans, þar sem hann vann með þeim sem lengst eru á veg komnir í söng- og tónlistarnámi sínu. Það vafðist aldrei fyrir honum að aðlaga hvert sönglag rödd flytj- andans, færa það milli tóntegunda, eða út- setja svo betur færi. Osérhlífni hans og örlæti á kennslutíma var einstök. Undanfar- ið ár innti hann starf sitt af hendi meira af vilja en mætti, og hel- sjúkur lék hann að lokum á hljóðfærið á jólatónleikum skólans, við söng nemenda sinna í unglingadeild. Slíkur var viljinn og þrautseigjan að bregð- ast þeim ekki. Það voru síðustu hljómar hans hér innan skólans. Fáum dögum síðar greindist hann með ólækn- andi sjúkdóm sem dró hann til dauða á örskömmum tíma. Við í Söngskólanum minnumst Magnúsar og þökkum sérgáfu hans, störf og vináttu. Eftir lifa minningar um góðan félaga, og tónlistarmann sem skilur eftir sig merk spor. Tónsmíðar hans, hljómplötur með óteljandi flytjend- um og útsetningar, hvort heldur fyrir kóra, einsöngvara, sveiflu eig- in hljómsveita eða Sinfóníuhljóm- sveitar íslands, eiga eftir að lifa og halda nafni hans á lofti löngu eftir að við erum öll. Ingibjörgu og börnunum sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. F.h. samstarfsmanna í Söngskól- anum, Garðar Cortes, skólastjóri. Kynni okkar Magnúsar hófust fyrir tæpum fimmtíu árum. Á þeim árum var framtíðin óráðin eins og gengur. Bjartsýni ungra manna var óheft og í frístundum tókum við fjórir fé- lagar okkur til og æfðum söng heima hjá hver öðrum við gítarund- irleik Magnúsar eða Ásgeirs Sig- urðssonar en auk hans var Sigurð- ur Sívertsen einn fjórmenninganna. í sjálfu sér var þetta ekkert stór- virki sem við fjórmenningar áork- uðu, en á unglingsárum okkar voru tveir leiðtogar, annars vegar Ás- geir og hins vegar Magnús. Þetta kom m.a. fram í þeirri vinnu sem þeir félagar lögðu af mörkum við raddsetningar. Ásgeir var á þessum tíma í tónlistarskóla en Magnús var enn við nám í prent- iðn. Þó tel ég að þær raddsetningar sem urðu til á þessum tíma hafi verið fyrstu verk Magnúsar á tón- listarsviðinu. Það sem gerði þessi ár svo skemmtileg var hugmynda- auðgin og hiklaus viðleitni til að prófa hvort hugmyndir gætu geng- ið, hvort þær væru í raun sönghæf- ar eða ekki. Ég held að þarna hafi Magnús mótað sína framtíð að því leyti að tónlistinni yrði hann að þjóna í framtíðinni. Sú varð og raunin sem landsmenn vita. Þó samskipti okkar Magnúsar hafa verið heldur stopul voru vináttu- böndin sem urðu til á okkar yngri árum þess valdandi að í hvert skipti sem við hittumst vorum við alltaf í mjög góðu sambandi. Mér þótti því vænt um að fá skilaboð um að hafa samband við hann, sem ég og gerði. Ljóst var að Magnús var fárveikur orðinn og óvinnufær. Samt sem áð- ur hafði hann ánægju af að rifja upp atriði frá liðnum árum. Honum þótti vænt um að heyra sögu sem móðir hans sagði undir- rituðum, Magnús lá lítill drengur í vöggu og var sungið í stofunni, einn falskur tónn truflaði greinilega drenginn í vöggunni og hafði þá viðstaddur prestur þau ummæli að þarna færi tónlistarmaður. Af miklu æðruleysi tók Magnús örlögum sínum og naut hann aðdá- unarlegrar umönnunar eiginkonu sinnar, Ingibjargar Björnsdóttur. Við hjónin þökkum Magnúsi sam- fylgdina og og sendum aðstandend- um innilegar samúðarkveðjur. Vilhjálmur B. Vilhjálmsson. Safnadarstarf Fundur um fíkniefna- vandann í Ytri- Njarðvíkur- kirkju Á MORGUN, fimmtudaginn 6. apr- íl, kl. 20 verður opinn fundur í Ytri- Njarðvíkurkirkju um fíkniefna- vandann og þær afleiðingar sem neysla fíkiefna kann að valda. Jón Indriði Þórhallsson frá Maritas- samtökunum flytur ræðu og svarar fyrirspurnum, en Marita-samtökin eru norsk samtök sem stofnuð voru eftir að stúlka að nafni Marita dó eftir ofneyslu fíkniefna. Lofgjörðar- hópur frá Islensku kristskirkjunni kemur fram og leiðir lofgjörð. Einn- ig verður fluttur dramadans af aðila er upplifað hefur hörmungar fíkni- efnaneyslu. Fulltrúar frá lögreglu og tollayfirvöldum verða einnig við- staddir og svara fyrirspurnum. Fundur þessi er framlag Njarð- víkursókna vegna 1000 ára afmælis kristni á Islandi. Athugið að fundurinn er opinn öllum íbúum á Suðurnesjum er áhuga hafa á þessu alvarlega mál- efni. Sóknarnefndir. Kristin íhugun o g fræðslu- erindi KRISTIN íhugun og fræðsluerindi eru alla miðvikudaga kl. 18 frá öskudegi og fram að páskum í Langholtskirkju. Fastan hófst með öskudegi. Fast- an er tími sjálfsprófunar, tími íhug- unar og bænar og til að þroska trúarlífið. Alla miðvikudaga á föstu eru kl. 18 í Langholtskirkju stundir fræðslu og íhugunar, bænagjörðar og lesturs úr passíusálmum. Lestur passíusálma er mánudaga til föstu- daga kl. 18. Miðvikudaginn 5. apríl flytur Svala Sigríður Thomsen djákni er- indi um heimilisguðrækni í sögu og samtíð. Miðvikudaginn 12. apríl mun Hjalti Hugason prófessor flytja erindi um kristnitökuna og túlkun á henni. Allir eru hjartan- lega velkomnir á þessar stundir. Signý Sæ- mundsdóttir syngur í föstu- guðsþjónustu í KVÖLD, miðvikudaginn 5. apríl, verður föstuguðsþjónusta í Hall- grímskirkju kl. 20:00. Signý Sæ- mundsdóttir sópran mun þar flytja einsöngsverk við undirleik Kára Þormars. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar og þjónar fyrir altari. Áskirkja. Föstumessa kl. 20.30. Passíusálmar Hallgríms Pétursson- ar sungnir. Píslarsaga guðspjall- anna lesin og sóknarprestur flytur hugleiðingu. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. Bókhaldskerfi KERFISÞROUN HF. http://www.kerfisthroun.is/ Ytri-Njarðvíkurkirkja. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður með ung börn kl. 10.30-12 í safnaðarheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Létt- ur málsverður á eftir. Grensáskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Allar mæður vel- komnar með lítil börn sín. Samveru- stund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulestur, samverustund, kaffi- veitingar. TTT-starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Föstuguðsþjónusta kl. 20. Signý Sæmundsdóttir syngur einsöng við undirleik Kára Þormar. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. Háteigskirlga. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 13-17. Spil, lestur, handavinna. Kaffi og meðlæti kl. 15. Upplestur og söngstund. Eldri borgarar í Langholtssöfnuði eru hvattir til að koma. Fræðsluerindi og aftansöngur kl. 18. Svala Sigríð- ur Thomsen djákni flytur fræðslu- erindi um heimilisguðrækni í sögu og samtíð. Allir velkomnir. Laugarneskirkja. Kirkjuprakk- arar kl. 14.30. Starf fyrir 6-9 ára börn. TTT kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára börn. Munnleg próf í fermingar- fræðum hefjast kl. 17 og standa fram til kvölds. Unglingakvöld kl. 20 í samvinnu við Laugarneskirkju, Þróttheima og Blómaval. Neskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Fræðsla: Svefn og svefnvenj- ur barna. Þorgerður L. Diðriksdótt- ir. Föstuguðsþjónusta kl. 20. Að lokinni guðsþjónusta verða sýndar myndir frá sumarferðum. Kaffiveit- ingar. Sr. Frank M. Halldórsson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11-12 ára börn kl. 17-18.15. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrðar- stund í hádeginu kl. 12-13 í kapell- unni. Súpa og brauð á eftir. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr- aðra. Opið hús í dag kl. 13.30-16. Handavinna og spil. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 16. Bænarefnum er hægt að koma til prestasafnaðar- ins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu á eftir. Kirkjuprakk- arar, starf fyrir 7-9 ára böm kl. 16. TTT starf 10-12 ára kl. 17.15. Digraneskirkja. Unglingastarf á vegum KFUM & K og Digranes- kirkju kl. 20. Æfingar vegna ferm- ingar á pálmasunnudag. Fella- og Hólakirkja. Helgistund í Gerðubergi á fimmtudögum kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyr- irbænir. Léttur hádegisverður. Kirkjukrakkar 7-9 ára í Engjaskóla kl. 17-18. Æskulýðsstarf fyrir ungl- inga kl. 20-22 í Engjaskóla. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúk- um, allir velkomnir. Léttur kvöld- verður í kirkjumiðstöðinni að stund lokinni. Tekið á móti fyrirbænaefn- um í kirkjunni og í síma 567-0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldriborgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spil og kaffi. Vídalínskirkja. Foreldramorgunn kl. 10-12. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur málsverð- ur á eftir í Ljósbroti, Strandbergi, kl. 13. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í' kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25. Súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurs- hópar. Alfa-námskeið í Kirkjulundi kl. 19 í síðasta skipti á þessu vori. Njarðvíkurkirkja. Fyrirbæna- samkoma fimmtudag kl. 8.30-19.30. Fyrirbænaefnum má koma á fram- færi á sérstökum miðum sem til eru í kirkjunni eða hafa samband í síma 421-5013 milli kl. 10 og 12. For- eldramorgunn í dag kl. 10. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús unglinga í KFUM & K húsinu. Nýir unglingar velkomn- ir. Akraneskirkja. Unglingakórinn. Söngæfing í Safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 17.30. Kletturinn, kristið samfélag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18. Fíladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30. Krakka- klúbbur, unglingafræðsla. Kennsla fyrir enskumælandi og biblíulestur. Allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan. í kvöld kl. 20 verður 12. hluti námskeiðs um Op- inberunarbók Jóhannesar á sjón- varpsstöðinni Omega í beinni út- sendingu. Leiðbeinandi er dr. Steinþór Þórðarson. Efni: Hvfldar- dagur drottins. Allir velkomnir í Omega. Ath. þátturinn er endur-1 sýndur utan auglýstrar dagskrár. EXEM EXEM EXEM Er laus við 33 ára exem ( andliti Upplýsingar (slma 698-3600 BI0DROGA Snyrtivörur Q-10 húðkremið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.