Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Jim Smart Ingþór talaði við Harald fljótlega eftir heimkomuna í gær. Þá lýsti Haraldur því hvemig hann hafði gengið fram á feikna íshrygg sem byltist í hafinu. Ljósmynd/Háraldur Öm Ólafsson Kvöldið áður en Ingþór var sóttur út á ísinn afhenti hann Haraldi Erni skeið sína formlega að gjöf, en Haraldur hafði öfundað Ingþór af því að vera með betri skeið. Morgunblaðið/Einar Falur Þegar Ingþór kom til landsins tóku á móti honum Ragna Finnsdóttir, eiginkona hans, barnabarnið Helga Vala, Hallur Hallsson og Skúli Björnsson úr stuðningshópnum. LjosmyntVIngþór Bjamason Álagið á þunga sleðana var gríðarmikið þegar pólfaramir mjökuðu sér í gegnum erflða ísruðninga. Þegar Ingþór kvaddi Harald skiptu þeir um sleða, enda var sleði Haraldar farinn að láta nokkuð á sjá. honum. Skyndilega þagnaði allt eins og hendi væri veifað og þá ákvað ég að henda mér yfír. Ég fór fyrst yfir á skíðunum til að skoða leiðina framundan, tók því næst sleðann og rykkti í hann eins ég gat og bjargaði mér yfir. Þá bj/rjuðu ósköpin aftur með ógurlegum brestum og lát- um. Ég held ég hafi ekki sett mig í stórhættu þarna en það er þó hættuspil að vera í námunda við veltandi ís- hnullunga við svona aðstæður." Haraldur fór yfir tvær vakir á mánudag sem voru farnar að frjósa og taldi sig hafa fundið þá þriðju sem lá beint í norður og hefði verið hin besta gönguleið ef hún hefði verið mannheld, en því var þó ekki að heilsa. Ingþóri heilsast ágætlega eftir fingurkalið og hyggst nú styðja Harald með ráðum og dáð héðan frá Islandi. Ingþór geng- inn í bak- varðasveit Haraldar INGÞÓR Bjarnason norðurpólsfari kom til landsins í gær eftir mánaðarþátttöku í norðurpólsleiðangrinum, sem enn er haldið áfram af Haraldi Erni Ólafssyni. Ingþór er genginn í bakvarðasveit Haraldar og verður á gervi- hnattasimavaktinni eins lengi og Iridium-kerfinu verður haldið opnu. Ingþór átti fyrsta símtalið í gær nokkrum klukkustund- um eftir að hann kom til landsins og skráði árangur Har- aldar frá því á mánudag. Haraldur gekk þá 13,8 km og er kominn 180 km áleiðis til norðurpólsins. „Ég fagnaði því í gær [mánudag] að það væru minna en 600 km eftir á pólinn, eða 589 km,“ sagði Haraldur í gær. „Vindur fór mjög vaxandi í gær [mánudag] og fór í sex vindstig í verstu hviðunum. Það var óhemjukalt í lok dagsins og ég hætti við að bæta við göngut/mann eins og á sunnudag, þar sem vindkælingin var orðin mjög óþægi- leg.“ Ógleymanleg reynsla úti á ísnum Haraldur átti ógleymanlega reynslu á mánudag er hann varð vitni að ógnarkröftum náttúrunnar úti á ísnum. Eftir stutta göngu á mánudag gekk hann fram á feikna íshrygg sem bylti sér í hafinu með tilheyrandi látum. „Hljóðin og titringurinn kom manni í skilning um hverslags óskapleg- ir kraftar eru þarna að verki. Þetta var gríðarlangur og hár hryggur og undirlendið nötraði allt og skalf. Hljóðin minntu á grjótmulningsvél og svo ískraði og hvein í öllu. Ég stóð frammi fyrir þessum ósköpum og sá hrygginn rísa upp úr ísnum og stöðugt hrundi ofan af honum eftir því sem hann reis hærra. Heilu björgin voru veltandi í kring um hrygginn en ég hélt mig í hæfilegri fjarlægð. Hávað- inn var ærandi og ég treysti mér ekki til að fara yfir hrygginn við svo búið, jafnvel á þeim stað þar sem hann var lægstur, og ætlaði því að ganga enn Iengra meðfram Ljósmynd/ingþór Bjamason Haraldur hringir nú tvisvar á dag í sína nánustu og gefur skýrslu um stöðu mála. Óvíst er hins vegar hve lengi símkerf- ið verður opið vegna gjaldþrots Iridium-fyrirtækisins. Ljósmynd/Haraldur Öm Ölafsson Hér sést Ingþór reyra saman skósóla sinn en þeir brotnuðu báðir í frostinu þegar það var sem mest, en það náði allt að 67 stigum að vindkælingunni meðtalinni. Ljósmynd/Haraldur Om Olafsson Pólfararnir höfðu talsverðar áhyggjur af fingurkali Ingþórs um tíma en hann kól á níu fingrum. Ingþór er engu að síður bjartsýnn á góðan bata.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.