Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 39
f MORGUNBLABIÐ__________________________________________________MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 39 ^ UMRÆÐAN Nybýlavei Auðvitað hafa íslenskir aðilar eins og ASI tekið þátt í baráttu gegn ind- versku ríkisstjórninni í mörg ár, en ASI er auðvitað ekki eins nátengt ís- lenskum stjórnvöldum og þjóðkirkj3* an er. í þessu tilfelli þætti mér eðli- legt að forseti þægi ráðleggingar frá biskupi um hvemig sé best að halda á málinu. Það eru börnin sem skipta máli Það er hins vegar algerlega Ijóst að deilur um hvað forsetinn eigi að gera í þessu máli eru hjóm eitt miðað við átak kirkjunnar um að fá okkur til þess að kaupa þrælabömin frjáls. Eg er ekki mikill kirkjunnar maður sjálfur, en mér finnst framkoma og aðgerðir kirkjunnar í þessu máli' vera til einstakrar fyrirmyndar og sýna mikla viðsýni og framsýni. Eg vil því hvetja alla íslendinga til þess að skoða málflutning kirkjunnar vel og sýna í verki þann hug sem við ber- um gagnvart þeim börnum sem sak- laus lenda í því að vera hneppt í þrældóm. Sýnum í verki hvers við emm megnug þegar við stöndum saman. Geram þetta átak kirkjunnar að stórsigri fyrir íslensku þjóðina. Höfuadur er framkvæmdustjóri ASÍ. parde Brennsluofnar Dönsk hönnun og gæði. Stærðir: 3,5—9 kW. Verð frá aðeins kr. 56.905 stgr. III- Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900 Að sjá skóginn fyrir trjánum „NEI, EN sniðugt, bonsai-skógar!“ Það heyrir nú sögunni til að þurfa að bera kinnroða fyrir íslenskri skó- grækt og þurfa að þola samlíkingar við japönsk dvergtré þegar útlend- ingar virða fjTÍr sér kræklóttar, íslenskar birkihríslur sem berj- ast hetjulegri baráttu við kulda, trekk og bú- smala. Þrotlaust starf og þolinmæði skó- græktar- og garðyrkju- manna undanfama ára- Sveinn tugi hefur sannfært Aðalsteinsson okkur um að hér geta vaxið tré þannig að þau líkist trjám - en ekki útsölu á sjónvarpsgreiðum í ELKO. Menntun, takk... Áhugi landsmanna á skógrækt hef- ur aukist verulega á síðustu áram þannig að líkja má við byltingu. Landeigendur þyrstir í þekkingu, hvort sem um er að ræða sumarbú- staðareigendur sem rækta sér og sín- um til ánægju eða stórtæka bændur sem rækta sér og afkomendum sín- um til lífsviðurværis. Um það vitnar mikill áhugi beggja hópa á t.d. endur- menntunarnámskeiðum Garðyrkju- skólans, Skógræktarinnar og Land- græðslunnar sem hafa mn árabil unnið saman að endurmenntun í skógrækt. Framtíð í skdgrækt Oll vitum við að bylting hefur orðið á síðustu áram í skógrækt, ekki síst með tilkomu s.k. landshlutabundinna skógræktarverkefna sem miða að því að bændur geti aflað sér lífsviður- væris með framleiðslu viðar í stað kindakjöts. Nýskógrækt er einnig viðurkennd leið til að binda koltvísýr- ing samkvæmt Kyoto-bókuninni og gera má ráð fyrir að stjómvöld nýti sér þessa leið enn frekar í framtíðinni til að bæta stöðu íslands á sviði kol- efnisbindingar. Námsframboð í skól- um landsins hefur því miður ekki fylgt eftir þessari þróun. Ný námsbraut í skógrækt A því verður breyting frá og með næsta hausti. Garðyrkjuskólinn að Reykjum í Ölfusi býður nú upp á sér- staka námsbraut í skógrækt sem byggist á því öfluga starfi sem unnið hefm- verið á um- hverfisbraut skólans allt frá stofnun hennar árið 1988. Nemendur af þeirri braut hafa nýst vel til ýmissa verka í skógræktar- og um- hverfisgreinum enda byggist skólinn á langri hefð í ræktun, meðferð og umhirðu tijáplantna sem annars gróðurs. Nú ætlar skólinn að bæta um betur og leggja enn meiri áherslu á skógrækt. Meðal námsgreina verða áburðargjöf og jarðvinnsla í skógrækt, lífmæling- ar, skjólbeltaræktun, plöntuþekking, jarðvegsfræði, grisjun og umhirða og Menntun Protlaust starf og þolinmæði skógræktar- oggarðyrkjumanna undanfarna áratugi, segir Sveinn Aðal- steinsson, hefur sann- fært okkur um að hér geta vaxið tré þannig að þau líkist trjám. svona mætti lengi telja. Námsgreina- yfirlit og áfangalýsingar er að finna á heimasíðu skólans á Netinu, www.reykir.is og skrifstofu skólans. Námið er 4 annir á framhaldsskóla- stigi og auk þess er gert ráð fyrir um- talsverðu verknámi nemenda sem er að hluta til dagbókarskvlt. Starfssvið Starfsvettvangur nemenda af hinni nýju braut er m.a. á sviði verkstjórn- ar í skógrækt og sem aðstoðarmenn háskólamenntaðra skógfræðinga. Einnig má hugsa sér að garðyrkju- fræðingar af nýrri skógræktarbraut geti tekið að sér verktöku í skógrækt fyrir bændur s.s. við útplöntun, skjól- beltagerð, grisjun o.fl. Gera má ráð fyrir að markaður verktaka af þessu tagi aukist veralega í náinni framtíð. Námsframboð í framtíðinni Garðyrkjuskólinn ráðgerir einnig að bjóða upp á framhaldsnám í skóg- rækt á háskólastigi innan fárra ára og þá styttri námsbraut s.k. í skóg- tæknifræði sem er að jafnaði eins til tveggja ára nám erlendis. Gera má ráð fyrir að þörf sé á 6-10 skógtækni- fræðingum á ári næstu árin sam- kvæmt lauslegri athugun sem Þor- bergur Hjalti Jónsson, séi’fræðingur við skólann og doktorsnemi í skóg- fræði, hefur framkvæmt. Markaður fyrir lengra námsframboð (3-6 ár) í skógfræði er, a.m.k. enn sem komið er, of lítill en athugun Þorbergs gefur til kynna að þörf sé á 1-2 stöðum skógfræðinga á ári næstu árin. Eng- inn háskóli getur kinnroðalaust sett fé í svo lítinn markað. Þá er betra að nemendur sæki lengri háskóla- menntun erlendis. Nýtt inntak umhverfisbrautar .Jafnframt áðumefndum breyting- um breytist inntak umhverfisbrautar skólans í þá átt að gera nemendur hennar hæfari til að fást við ýmis um- hverfisverkefni sveitarfélaga. Þar ber hæst aukna þörf og áhuga sveit- arfélaga á s.k. Staðardagskrá 21 sem miðar að því að gera starfsemi og auðlindaflæði sveitarfélaga sem mest sjálfbæra. Einnig er mikil þörf á fólki með staðgóða þekkingu á jarðgerð byggða á lífrænum auðlindum (ekki úrgangi!) sem flest sveitarfélög eiga í miklum mæli. Til þess þarf verkþekk- ingu og verktækni sem byggð er á vistfræðiþekkingu. Verknám nem- enda á brautinni tekur mið af þessum staðreyndum. Bóklegt nám á um- hverfisbraut og skógræktarbraut er að miklu leyti sameiginlegt fyrstu þijár annimar enda þarfir nemenda svipaðai’ fyrir grannþekkingu í vist- fræði þurrlendis, ræktun og meðferð plantna. Verknám nemenda verður hins vegai' mismunandi. Ahugasömum er bent á að leita sér upplýsinga hjá skrifstofu skólans eða á www.reykir.is. Höfundur cr skólameistari Garð- yrkjuskólans að Reykjum og dósent við sænska landbúnaðarháskólann. Súrefoisvörur Karin Herzog Vita-A-Kombi Hjálpum kirkjunni að leysa þrælabörnin á Indlandi úr ánauð A UNDANFÖRNUM vikum hef- ur íslenska þjóðkirkjan minnt okkur alvarlega á að við eram mikil for- réttindaþjóð hvað mannréttindi varðar. Kirkjan hefur bent á hversu ömurlegt lífið getur verið sums stað- ar í heiminum fyrir ýmsa þjóðfélags- hópa, jafnvel saklaus börn. Sums staðar, t.d. á Indlandi, eru börn hneppt í ánauð t.d. vegna aðstæðna sem foreldrar eða ættingjar hafa sett sig í. Saklausum börnum er þrælað út við ömurlegar aðstæður vegna smávægilegra skulda, sem þó er yfirleitt ekki hægt að greiða upp. Börnin tapa æskunni, eðlilegum þroska og skólagöngu og verða kannski þrælar alla ævina. Á síðustu áram hef ég nokkram sinnum skrifað greinar hér í blaðið um þessi mál. Kveikjan að þeim skrifum hefur yfirleitt verið sú að ís- lensk stjórnvöld þrjóskuðust í mörg ár við að fullgilda samþykkt Alþjóða vinnumálastofnunarinnar (ILO) nr. 138 um bann gegn bamaþrælkun. Þessi samþykkt hefur lengi verið helsta vopn framsækinna stjórn- valda og alþjóðlegrar verkalýðs- hreyfingar gegn barnaþrælkun í heiminum. Eftir áralangan þrýsting fullgilti íslenska ríkis- stjómin þessa sam- þykkt loksins í lok síð- asta árs. Sem betur fer myndi ég segja, annars væri lítið samhengi á milli málflutnings bisk- ups og utanríkisráð- herra í sambandi við barnaþrælkun á Ind- landi. Indversk stjórnvöld eru ábyrg Alþjóðleg verkalýðs- hreyfing hefur í marga áratugi háð baráttu gegn barnaþrælkun og þrælkun af öllu tagi. Þessi barátta fer víða fram, t.d. innan ILO og inn- an Alþjóða viðskiptastofnunarinnar (WTO). Á undanförnum áram era það einkum ríkisstjórnir sumra ríkja í þriðja heiminum sem hafa reynt að hamla gegn þessari baráttu. Þessi mál vora t.d. uppi í sambandi við ráð- herrastefnu WTO í Seattle í desem- ber sl. Þar vora uppi áherslur um að tengja saman ýmis mannréttindi (t.d. bann við bamaþrælkun) og við- skiptasamninga. Á fundum sem Ari Skúlason þessum reyna stjórn- völd ríkja eins og Ind- lands að setja málið þannig upp að iðnríkin séu að ráðast á lífskjör og viðskiptahagsmuni vanþróaðra ríkja. Það vita hins vegar allir að ríkisstjórnir landa eins og Indlands og Pakist- an era ekki málsvarar þeirra þúsunda barna og fullorðinna sem vinna sem þrælar í þessum löndum. Stjómvöld í þessum ríkjum taka annað- hvort fullan þátt í þess- ari óhæfu eða loka augunum full- komlega fyrir því að þessi starfsemi fer fram. Það er allavega Ijóst að stjómvöld í Indlandi hafa barist hatrammlega gegn því á síðustu ár- um að hægt sé að draga úr bama- þrælkun í heiminum. Samskipti fslands og Indlands Nokkur umræða hefur farið fram hér í blaðinu um hvaða skilaboð for- seti Islands sé að gefa með opinberri Mannréttindi Mér fínnst framkoma og aðgerðir kirkjunnar í þessu máli vera til ein- stakrar fyrirmyndar, segir Ari Skúlason, og sýna mikla víðsýni og framsýni. heimsókn sinni til Indlands á sama tíma og íslenska þjóðkirkjan er að benda á ömurlegar aðstæður fólks þar í landi og hvetja okkur öO til þess að vera með í því að kaupa þræla- bömin laus. Samskipti milli þjóða era viðkvæmt og flókið fyrirbæri sem erfitt er fýrir leikmenn að fjalla um. Það kæmi mér samt veralega skringilega fyrir sjónir ef forseti ís- lenska lýðveldisins heimsækti stjórnvöld Indlands á sama tíma og íslenska þjóðkirkjan er í óbeinni bar- áttuherferð gegn sömu stjómvöld- um án þess að vekja athygli á málinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.