Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 -v-------------------------- UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Hinn hnatt- ræni ávinning- ur íslenskrar stóriðju Framsóknarráðherrarnir Hall- dór, Siv og áður Finnur hafa keppst við að segja okkur hinum frá hinum mikla hnattræna ávinningi sem hljótist af því að reisa álverksmiðjur hér á landi. Með í kórn- um syngur forstjóri Landsvirkjunar, Frið- rik Sophusson. Má helst af orðum þeirra skilja að hinn aukni út- blástur gróðurhúsaloft- tegunda (GHL) sem fylgir nýjum verk- smiðjum sé einn mikil- vægasti skerfur okkar Islendinga við að draga úr loftslagsbreyting- um. Röksemdafærslan ~ sgr eitthvað á þennan veg: j Heimurinn þarf ál. Með vaxandi mann- fjölda og aukinni neyslu í þróunarríkjum verður álið enn mikilvægara. Ef ekki væri álið þyrfti t.d. að byggja bfla og flugvélar úr stáli, eða öðrum þyngri málum. Þá eyða vélarnar mun meira bensíni og heildarútblástur kol- tvísýrings verður meiri en ef ál er notað. Vegna þeirra efnahvarfa sem eiga sér stað er óhjákvæmlegt annað fen að álvinnsla leiði til losunar GHL. Þegar við bætist að álvinnsla er mjög orkufrek, er Ijóst að losunin • getur verið töluvert mikil af þessum iðnaði. Á íslandi höfum- við hinsveg- ar yfir að ráða hreinum, endumýj- anlegum orkulindum sem hægt er að nýta við álvinnsluna. Heildarlosunin verður því mun minni en ef álverið yrði byggt á öðrum stað í heiminum, þar sem jarðeldsneyti væri nýtt sem orkugjafi. Og lokaniðurstaða þessarar rök- semdafærslu: Ef við byggjum ekki álver, byggir það bara einhver annar á öðrum stað þar sem álverið meng- ar meira. Félagslegt réttlæti I rauninni er ekkert sem er bein- línis rangt við röksemdafærsluna. Hinsvegar eru hún ærið gloppótt. Þó að boðendur þessa fagnaðarerindis telji sér og öðrum trú um að með þessum rökum séu þeir að skoða hlutina í víðu samhengi, er langt frá því að svo sé. Samkvæmt hugmyndafræði Dag- skrár 21, eru burðarstólpar sjálf- bærrar þróunar þrír: Vistfræðilegir þættir, efnahagslegir þættir, og fé- lagslegir þættir. Stundum virðist sem íslenskir ráðamenn hafi hætt að lesa í miðri línu og aldrei tekið eftir þriðja þættinum. Kemur þetta eftir- tektarleysi vel fram í útfærslu kvótakerfis- ins, og það sama virð- ist upp á teningnum í umræðum um lofts- lagsbreytingar. Með félagslegum þáttum er ekki síst átt við félags- legt réttlæti. Til að sátt muni ríkja um fyr- irkomulag til frambúð- ar, er nauðsynlegt að íyrirkomulagið sé hag- kvæmt, taki tillit til umhverfissj ónarmiða og, ekki síst, sé sann- gjarnt. I svo stóru máli sem loftslagsbreytingar af mannavöldum eru, þurfa aOir að leggja sitt af mörkum. Margar þjóðir þurfa ýmsu að fóma og aðgerðimar em hvorki auðveldar Kyoto Fremur en að eyða allri orku í gæslu sérhags- muna, skrifar Auður H. Ingdlfsdóttir, ættu Is- lendingar að leggja sitt af mörkum í þá hug- myndavinnu sem nú fer fram, t.d. á útfærslu á verslun með losunar- kvóta milli iðnríkja. né ódýrar. íslendingar era ekki einir um að hafa sérstöðu. Bandaríkja- menn hafa t.d. þá sérstöðu að engin þjóð losar meira magn af GHL en þeir. Þetta þýðir einnig að hvergi era jafnstórar fjárhæðir í spilinu. Iðnjöfrar landsins era lítt hrifnir af þeim fórnum sem þeir eru beðnir að færa, sérstaklega í ljósi þess að eng- ar skuldbindingar hvíla á þróunar- ríkjum. Þeir neita að taka þátt, nema tryggt sé að sá sparnaður sem þeir leggi til verði ekki „étinn upp“ vegna iðnvæðingar í fjölmennum þróunarríkjum. Á sama tíma situr fjöldi indverskra sérfræðinga og reiknar. Þeir era vissir í sinni sök um að þeir hafi lausnina á reiðum höndum. Og hún er ótrúlega einföld: hvert ríki fær losunarkvóta í sam- ræmi við höfðatölu. Réttlátara gæti það ekki verið. Hvert mannsbarn á jörðinni hefur þá sama rétt. Auð- vitað fylgir ekki sögunni að slíkt fyr- irkomulag kæmi sér einstaklega vel fyrir hina 100 milljóna indversku milhstétt, sem hefur sér til aðstoðar heilar 800 mflljónir fátækra til að draga niður meðaltalið fyrir Indland í heild. Bandarískir iðnjöfrar og hinir ind- versku sérfræðingar era jafn hand- vissir um réttmæti sinnar afstöðu og íslenskir ráðamenn era um sína. Ef aðeins hinir myndu „skilja" hin aug- ljósu rök, hugsa þeir, og eyða mikl- um tíma og orku í að undirbúa mál sitt og sannfæra hina um réttmæti sinnar eigin skoðunar. Minna virðist hinsvegar fara fyrir því að reyna að skflja afstöðu annarra en sjálfs sín. Hafa Islendingar t.d. reynt að setja sig í spor fátækra íbúa í Kína, Bangladesh, eða t.d. Mósambík. Það era ekki síst íbúar hinna fátæku landa sem þurfa að súpa seyðið af aukinni tíðni óveðra og flóða sem margir tengja við loftslagsbreyting- ar af manna völdum. Þeir bregðast eðlilega reiðir við kröfum ríkra Bandaríkjamanna, sem neita að hreyfa litla fingur nema íbúar þró- unarríkjanna afsali sér að einhverju leyti réttinum til að bæta lífsgæði sín. En þeir hljóta einnig að hlusta í undran og skdningsleysi á ræður ráðamanna frá fámennri en afar ríkri eyþjóð, sem heimtar sérsmíð- aða undantekningu sér tO handa. Dragbítar eða frumkvöðlar? Islendingar era smáþjóð. En sag- an sýnir að smáþjóð getur haft áhrif. Hollendingar era gott dæmi um þetta sem þjóð sem hefur verið leið- andi í loftslagsviðræðum. Sjálfir hafa íslendingar tekið ákveðið frum; kvæði í málum sem lúta að hafinu. í loftslagsmálum kjósum við hinsveg- ar að vera dragbítar. Öll okkar orka fer í að sannfæra aðrar þjóðir um að samþykkja undantekningu sem eng- um mun gagnast öðram en okkur sjálfum. Fremur en að eyða öllum okkar tíma í gæslu sérhagsmuna ættu ís- lendingar að leggja sitt af mörkum í þá hugmyndavinnu sem nú fer fram, t.d. á útfærslu á verslun með losun- arkvóta milli iðnríkja. Þar gætu þeir beitt sér fyrir því að þær leikreglur sem samið verði um virki hvetjandi fyrir verkefni þar sem hrein, endur- nýjanleg orka væri nýtt, hvort sem slík verkefni verði á íslandi eða í öðram löndum, og hvort sem þau noti vatnsorku, sólarorku, vindorku eða aðra hreina orkugjafa. Þá fyrst væri í alvöra hægt að tala um hnatt- rænan ávinning. Höfundur starfará Vmhverfisstofn- un Háskóla íslands. Auður H. Ingðlfsdóttir Shampoo 50 ml. 99- Sokkar 3 P°r' Pk- 1 Shampoo 100 ml. 199- Ungbarnagallar 499- r> . „„ Gjafavara frá 99- Barnabolir 99- Nærbuxur 3 í pk. 199- Leikföng frá 99- fáfrnm'stsrfs Faxafeni 8 opið virka daga 1 2-19 laugard. 1 2-18 sunnud. 12-19 Júróvisjón- heljur TIL eru margar skoplegar frásagnir af hinni íslenzku hetju- lund, sögur sem minna óneitanlega á ævintýri hrakfalla- riddarans fræga Don Quijote, er las ridd- arasögur sér til óbóta. Hver kannast t.d. ekki við hetjuleg átök Bjarts í Sumarhúsum við hreindýrstarfinn illvíga, kveðandi við raust rímur um forna garpa úti í miðju jök- ulfljóti í stórhríð? Eða dáðir þeirra Þorgeirs Hávarssonar og Egils Skallagrímssonar? Þessir garpar teyguðu hetjuhugsjónina svo full- komlega í sig að þeim hefði þótt ímynd Þetta er sú ímynd sem íslenzk æska „hlýtur“ að tileinka sér um þessi ár- þúsundamót, segir Meyvant Þórdlfsson: grimm, hrakin, nábleik að hætti eiturlyfjafíkla, flúruð í bak og fyrir, rif- in og tætt og með hringakippur í eyrna- sneplum. það hin mesta skömm að velja frið, ef ófriður væri í boði. Og á víkinga- tímanum voru það vopnin sem töl- uðu væri æru manns eða stolti mis- boðið. Þá var sama hvort við ofurefli væri að etja eða þann kost að höggva máttlítinn óvin sinn óviðbúinn. Náttúruöflin voru ekki undanskilin í þessum efnum. Þegar Böðvar, sonur Egils Skallagríms- sonar, drukknar á hafi úti er það Agli hin mesta skapraun að geta ekki hefnt sín á sjálfu hafinu. Hann segir að ef hann gæti komið vopn- um við myndi hann fara á hendur Ægi og öllu hans skylduliði. Hinar fornheiðnu hetjur buðu meira að segja sjálfum Hvítakristi birginn, sem Þorgeir Hávarsson taldi hið versta ragmenni þar eð hann eða fylgismenn hans þyrðu við engan að berjast. Til marks um harðneskju Þorgeirs, þá var það trú hans að hetjur svæfu aldrei liggjandi og hvíldist hann því venjulega sitjandi yfir nætur með vopn sín, öxi, sverð og spjót í hönd- um eða á hnjám, annað væri rag- mennska. En sú hetja forn, sem flestir ís- lendingar kannast við og vilja rekja ættir sínar til er Borgfirðingurinn brúnamikli, Egill Skallagrímsson. í sögu Egils, sem og í öðrum íslend- ingasögum, eru atburðir settir á svið og sýndir. Aldrei er skyggnzt inn í hugarheim söguhetjanna eða sagt hvað þær hugsa. Lýsingar á hegðun þeirra og svipbrigðum eru látnar nægja. Slíkar eru lýsingar í sögu Egils, litríkar og margbrotn- ar, þar sem hann heggur mann og annan, krækir úr manni auga eða annað af slíku tagi. Þegar Agli mis- líkaði eitthvað nægðu svipbrigði hans og látæði svo að ekki færi fram hjá neinum hvernig honum var innan brjósts. Þannig er honum lýst er hann situr drykkjuveizlu hjá Aðalsteini konungi skömmu eftir lát Þórólfs bróður síns, sem hann telur Aðalstein að nokkra leyti eiga sök á: „... lagði sverðit um kné sér ok dró annat skeið til hálfs, en þá skelldi hann aftr í slíðrin ... En er hann sat, sem fyrr var ritat, þá hleypði hann annarri brúninni ofan á kinn- ina, en annarri upp í hárrætr. Egill var svarteygr og skol- brúnn. Ekki vildi hann drekka, þó at honum væri borit, en ýmsum hleypði hann brúnun- um ofan eða upp.“ Hin íslenzka garps- ímynd lifir enn góðu lífi sem er vel. Hvern- ig sæjum við annars skoplegu hliðarnar á tilveranni? Þessi ímynd birtist okkui' alls staðar: í umferð- inni, á fjármálamark- aðnum, á fjöllum uppi, í sportinu og meira að segja í ungl- ingakúltúrnum. Á forsíðu tólfta tölublaðs „Tuttuguogfjögurrasjö", athyglisverðs rits sem áskrifendur Morgunblaðsins hafa fengið inn um lúguna hjá sér vikulega í vetur, er mynd sem minnir ótrúlega mikið á brúnaæfingar Egils og hina forn- frægu hetjuskaparhugsjón. Mynd- in er af júróvisjónsöngparinu sem íslenzka ríkissjónvarpsstöðin hyggst senda til Svíþjóðar í vor. Þar birtist júróvisjóndrengurinn okkar bleikur, úfinn og vígalegur og hleypir annarri brúninni ofan á kinnina, en hinni upp eins og Egill forðum; til alls líklegur, tilbúinn að takast á við andstæðinga sína stóra sem smáa, hreindýrstarfa sem höf- uðskepna. I stað þess að skella sverði í slíður sýnir hann úlfúð sína og dirfsku með húðflúri sem líkist vígtönnum er gægjast upp um hálsmálið á kolsvörtum, ermalaus- um bolnum. Og í staðinn fyrir öxi eða spjót ber hann gaddaól um úlnlið og hríðskotabyssubelti um mittið á leðurbuxum, sem hann segist samkvæmt viðtali í blaðinu hafa „búið í“; minnir vissulega á svefnvenjur Þorgeirs Hávarssonar. Við hlið hans stendur júróvisjón- stúlkan okkar, nábleik og tætt eins og kvenmaður sem hefur þolað of- beldi og ánauð alla sína tíð. Þetta er sú ímynd sem íslenzk æska „hlýtur“ að tileinka sér um þessi árþúsundamót: grimm, hrak- in, nábleik að hætti eiturlyfjafíkla, flúruð í bak og fyrir, rifin og tætt og með hringakippur í eyrnasnepl- um. Slík er leið íslenzks nútíma- unglings ef hann vill sýna dirfsku sína og hetjulund að hætti forfeðr- anna. Islenzka júróvisjónparið get- ur náttúrlega ekki skorið sig úr, en með öðrum orðum: þessi ímyndar- sköpun er vitaskuld ekki frá þeim sjálfum komin. Að vísu klykkir júróvisjóndrengurinn okkar út, í sönnum hetjuskaparanda, þegar hann er spurður hvert draumasæt- ið sé í júróvisjón: „Hey! Töpum bara þannig að ísland þurfi aldrei aftur að taka þátt!“ Skoðunarvert ef hugur fylgdi hér máli! I hittifyrra fóru reykvískir skóla- stjórar í kynnisferð til Singapúr og kynntust þar nokkuð annars konar ímyndum meðal ungs fólks. Til dæmis var gert ráð fyrir að börn þar og unglingar mættu ekki í skóla nema með ákveðið skilgreint útlit, jafnt hvað hárgreiðslu, klæða- burð og framkomu snerti. Hæpið er að hugtök eins og gaddaól eða húðflúr hafi nokkurn tíma þekkzt hjá skólaæsku þar eystra. í staðinn tíðkast þar ímyndir í ætt við pers- ónugerving írsku júróvisjónhetj- unnar ástsælu, Dönu, sem söng fyrir okkur hér um árið „Allar sort- ir af öllu“. Ef til vill væri það sönn hetjulund íslenzks unglings nú á dögum að stíga fram á sjónarsviðið með slíka ímynd í farteskinu og hrista af sér klisjukennt flúrið og fýlusvipinn. Og það væri kannski sterkur leikur ímyndarhönnuða hérlendra að grúska svolítið í gögnum Singapúrfaranna. Höfundur er kennsluráðgjafi. Meyvant Þórólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.