Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN „Eitur meira eitur ör vil ég dansa og heitur“ SIÐFERÐI á ís- landi virðist hvar- vetna vera það sama í grundvallaratriðum, sömu dyggðir og lest- ir, sambærar megin- reglur um rétt og rangt. Siðferðikunnátta mótast af samfélaginu en er ekki meðfædd, því skiptir miklu máli hvaða þætti við bjóð- um börnum okkar, til að kunna skil á verð- mætum lífsins svo lif- að sé farsælu lífl og stuðla að gæfu og þroska á sjálfum sér og öðrum. Boðskap Biblíunnar hljótum við að sá til barna okkar sem við skír- um inn í guðstrú og fermum svo til staðfestingar trúnni á Guð. Út í líf- ið leggja síðan börnin okkar með þá fræðslu sem við foreldrar og forráðamenn höfum veitt þeim. Nú er svo komið, hvort sem mönnum líkar betur eða verr að fræðsla um klám flæðir yfir okkur. Eitt skul- um við hafa hugfast að áhrifarík- asta fyrirmynd barna okkar erum við foreldrarnir, mæðurnar og feð- urnir sem eru; kennarar, ritstjórar fjölmiðla og klámtímarita svo og markaðsfulltrúar verslana sem ákyeða dreifingu. í bókabúðum og á bensínstöðv- um blasir við augum allra fjöldi klámtímarita sem börn og ungl- ingar geta flett og komist yfir fyr- irhafnarlítið. Ég opna DV og hvað blasir við, lostafulla Island - lost- inn kraumar í litla þorpinu - kyn- órar rauða torgsins. Hömlulaus þjónusta fyrir djarfasta fólkið óg fleirra í þessum dúr er að finna á sömu síðu þessa fjölmiðils sem kemur út flesta daga ársins. Foreldrar, er þetta sá starfs- frami sem þið óskið börnum ykk- ar? - að dætur ykkar og synir auglýsi sjálfa sig til sölu í kynórum rauða torgsins, svo ég tali nú ekki um nakinn í klámtímaritum við all- slags athafnir? Fleiri holdsins lystisemdir er farið að bjóða upp á - lifandi nektarsýningar á þar til gerðum skemmtistöðum. Hvernig meðhöndlum við allar þær holdsins lystisemdir sem í boði eru án þess að misstíga okkur? Jú, viti menn, til að fá ráð í neyslu allra þeirra lystisemda án þess að misstíga sig þá er bara að hlusta á Dr. Love, sérfræðing í ástarfræðum, þó ég viti nú ekki hvar sú menntun er fenginn nema e.t.v af eigin reynslu. Það er ekki gott að gefa ráð án þess að vera spurður. Hvað varð um boðskap Biblíunn- ar? í Galatabréfínu segir, 516 Framgangið í andanum, og þá full- nægið þér alls ekki girnd holdsins. 67 Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða; því að það sem maður sáir, það mun hann og uppskera. 8 Því að sá, sem sáir í hold sjálfs sín, mun af holdinu uppskera glötun, en sá, sem sáir í andann, mun af andanum uppskera eilíft líf. Maðurinn er fljótur að tileinka sér allt mögulegt án þess að vita alltaf hvað honum er fyrir bestu. Hvað klám varðar getum við best lært af Dönum, sem hafa þrjátíu ára reynslu í þeim efnum, ætti ekki sú reynsla að geta kennt okkur eithvað? Eða teljum við okkur, ís- lendingar, geta farið betur með neyslu á klámi en þeir? Hvað með alkóhól og eiturlyf, - ég veit ekki annað en að líkt sé komið fyrir álíka hluta íslendinga og annarra þjóða þar sem þessi efni flæða inn. Neytandinn ánetjast eitrinu (klám- inu) og gerir að aðalmarkmiði sínu sem hann svo þarf í síauknum mæli að afla sér, því vegna aukinn- ar notagetu þarf sí- fellt að stækka eitur- skammtinn. Er það ekki einmitt þannig sem Danir lágu í því og svo klámneyslu of- an á allt hitt? Hvað segir í Biblíunni? Að af slíku uppskera menn glötun. Er það þetta sem við foreldrar þessa lands viljum sá til barna okkar, og að þau uppskeri glötun? Að lostafulla ísland verði framtíðarland komandi kynslóða? Klám á Islandi virð- ist vera orðið jafn eðlilegt og kirkjusókn nema kirkjusókn er ekki gerð jafn spennandi og klám, Klám Allt það klám sem í dag flæðir hér í þessu sið- menntaða samfélagi með ótrúlega lúmskum hætti, segir Selma Þor- valdsóttir, fæ ég ekki betur séð en að sé siðleysi. eða leita framhaldsskólar sem setja upp sýningarefni sitt í þann boðskap sem prestar boða okkur úr helgiritum, eða þar sem dyggðir eru í hávegum hafðar? Góður vinur minn fór í Loftkastalann þar sem FB hafði sett upp sýningu, sagði hann að mikið hefði verið af klám- atriðum og mesti tryllirinn hefði verið hjá áhorfendum þegar kom að þeim atriðum í sýningunni. Annar framhaldsskóli setti upp sýningar á Rocky Horror, sem að- allega snýst um klám. Er víst að þau ungmenni sem æfa fyrir slíkar sýningar finnist flott að taka þátt í öllum klámatriðunum sem ætlast er til að þau geri, eða gera þau það bara til að vera ekki púkó? Klám er ofbeldi, klám niðurlægir og særir blygðunarkennd manna. Eru þá menntastofnanir rétti vett- vangurinn fyrir klám? Nemendur framhaldsskólanna svo og allt sem þar er til sýnis, hefur áhrif á þá nemendur sem eru að ljúka grunn- skóla. Hvar annars staðar fá þau að vita hvernig eigi að haga sér í framhaldsskóla? Því skiptir máli fyrir hvaða áhrifum þau verða frá kynningum framhaldsskólanna og kemur það mér því mjög á óvart að kennarar og menntayfirvöld skuli taka þátt í að leyfa slíkar sýningar án tillits til siðferðis. Við teljum okkur siðmenntaða þjóð, sem segir mér að við mennt- um okkur í siðum til að koma í veg fyrir siðleysi, öðruvísi værum við ekki að mennta okkur í siðum, og til að samræma samfélagið setjum við okkur siðareglur. Að fylgja ekki því siðferði og reglum er hug- leysi og skortur á skynsemi. Allt það klám sem í dag flæðir hér í þessu siðmenntaða samfélagi með ótrúlega lúmskum hætti, fæ ég ekki betur séð en að sé siðleysi samkvæmt siðareglum þessa sam- félags. Hvað hefur breyst í grund- vallaratriðum siðferðis okkar? Hvenær og hvernig? Það er e.t.v. réttara að spyrja um hverjar grundvallarreglur í siðleysi á Is- landi eru. Höfundur er afgreiðslustúlka. Selma Þorvaldsdóttir MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 37 cces^^f Sprenghlægilegt verð! Skart og klötar kr. 150 - Töskur kr. 500 - Regnhlífar og sólgleraugu kr. 200 - Húfur og hattar kr. 500-1000 - Buxur kr. 1000 - Pils frá kr. 800-1.500 - Kjólar frá 1.250-3.000 - Stutterma jakkar kr. 2.000 - Síðerma jakkar kr. 2.500 Opið alla daga frá kl. 12-18 Taktu hann með eða við leigjum þér einn! Jöklaferðir bjóða upp é hressilegar uélsleðaferðlr og ógleymanleg æv/lntýrl þar sem teklst er á vlð náttúruöflln undlr styrkri 5tjórn þaulvanra og glörkunnugra leiðsögumanna. Hægterað koma með elgin vélsleða eða lelgja góðan vélsleða hjá Jöklaferðum. Öryggls er gætt í alla staði og notast vlð ÖP5 tæki, NMT síma og VH5 talstöðvar. Útvegum vélsleðagalla, öryggishjálma og skó ef á þarf að halda. Jöklasel er aðalbækistöð Jöklaferða. Þar er veltlngahús með bar, svefnpokaglstlng fyrlr 20 manns og aðstaða öll mjög góð. Jafnframt er hægt er að útvega gistlngu á hótell eða glstlhúsl skammt frá Jöklasell. Farið er í 8-10 tíma ferðlr umjökulinn. Vatnajökull er stórkostlegur. Landslaglð er óvlðjafhanlegt með háum pllum, djúpum dölum og endalausrl víðáttu sem er einstök hér á landi. Þar bíður ferðalanga opinn faðmur ævlntýra og fegurðar sem spannar 8400 ferkílómetra. JOKLAFERÐIR KÚERKFJÖLL - GOÐAHMJÖKAR - EYJABAKKAR - 5MÆFELL - GRÍM5VÖTM ÖRÆFAJÖKULL - E5JUFJÖLL - MÁVABYGGÐiR - HUMARKLÓ - BRÖKARJÖKULL Enski boltinn á Netinu ^mbl.is \LLTAf= eiTTHWKO NYTT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.