Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 29 Sjötugur Svanur Rabb um mynd listarkonur TOJVLIST Háskólabíói LÚÐRASVEITAR- TÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Emil Thorodd- sen, Jón Leifs, Össur Geirsson, Pál Isólfsson, John Williams, Carl Maria von Weber, Gordon Jacob, Saint-Saens, Holst og Chick Corea. Frumflutt var verkið Tvö hugtök eftir Tryggva M. Baldvinsson. Ein- leikari á tónleikunum var Helga Björg Arnardóttir klarinettuleikari og stjórnandi var Haraldur Ámi Haraldsson. Gestir á tónleikunum voru eldri félagar Svansins, sem Sæbjörn Jónsson sljórnaði. Tón- leikamir voru haldnir í samvinnu við Reykjavík - menningarborg 2000. Laugardagurinn 1. apríl kl. 13.30. LÚÐRASVEITIN Svanur fagnaði 70 ára afmæli sínu með stórtónleik- um á laugardaginn. Stórtónleikar vora það - efnisskráin var viðamildl, og milli tónlistaratriða voru ræðu- höld, orðuveitingar og allt það annað sem tilheyrir á stórafmælum. Lúðra- sveitin Svanur er stórt og öflugt band, mestmegnis skipað ungu fólki. Hljómur Svansins er líka þróttmikill og þéttur og engin ellimerki á honum að heyra. Afmælislagið var leikið áð- ur en auglýst dagskrá hófst og æsku- þróttur og fjör stafaði af flutningi þess. Ekki kom fram hver höfundur þessarar fínu útsetningar var; - það gæti hafa verið Páll P. Pólsson. Svan- urinn sýndi ólíkustu blæbrigði í leik sínum og íjölbrej'tt verkefnavalið var til þess fallið að sýna allt sem í aftnæl- LEIKLIST Leikfélag Hörgdaila sýnir á Meliiin f Hörgárdal ALLT Á SÍÐASTA SNÚNINGI Höfundur og leiksljóri: Aðalsteinn Bergdal. UPPSKERA þessarar leiktíðar í áhugaleikhúsum landsins verður sí- felltfjölbreyttari og gróskumeiri. Þar getur að líta ótrúlega breidd, allt frá hefðbundnum og of-leiknum (í víð- ustu merkingu) forsum til nýiTa ís- lenskra leikverka með eftirtektar- verðum uppsetningum sígildra verka, bæði innlendra og erlendra. Undirritaður er þó líklega einn fárra sem nýtur þeirrra forréttinda að sjá allflestar sýningamar þar sem hver sýning er ætluð íbúum í heimabyggð og fáir sækja þær lengra að. I Hörgárdal hefur Aðalsteinn Bergdal leikari á Akureyri samið leikverk og leikstýrt með fulltingi Árna Tryggvasonar sem leggur Hörgdælum lið við þessa sýningu. Sögusviðið er elliheimili fyrir leik- ara, sem gengið hafa í gegnum súrt og sætt í leikhúsinu um áratugaskeið og eru nú loks lentir á elliheimili sam- an og kýta stöðugt um leikferil hver annars; hver var meiri leikari, hver fékk stærstu rullurnar og síðast en ekki síst, hverjir héldu við hverja í leikhúsinu. Kemur ýmislegt upp úr dúmum á elliheimilinu þótt seint sé og gi-einilegt að stórleikararnir era ekki dauðir úr öllum æðum. Atburðarásin snýst um að ellibelg- irnir hafa fengið kornungan og óreyndan leikstjóra til að stjórna uppsetningu þehra á Karlinum í kassanum. Við fylgjumst með undir- isbaminu býr. Lag Emils Thorodd- sens, Hver á sér fegra föðurland, var þýtt og mjúkt sem mosabingur; fall- egai' Islandsmyndir sem varpað var á vegginn bak við sveitina voru líka til að auka stemmninguna og hughrifin af góðum leik sveitarinnai'. Rímna- danslög Jóns Leifs vora kát og gáskafull, og hljómsveitin lék þau rytmískt og létt. Hins vegar var út- setningin ekki sérstaklega mikið í anda útsetningar Jóns Leifs, og gæti staðið sem höfundarverk útsetjarans Ellerts Karlssonar, þar sem lögin era jú eftir allt saman þjóðlög. Ellert er einn snjallasti lúðrasveitaútsetjari okkar og útsetti m.a. Hver á sér fegra föðurland og fleiri lög sem flutt vom á tónleikunum. Næsta verk hæfði fyrsta apríl betur en flest önn- ur. Sögur af Sæbjúgum eftir Össur Geirsson vora samdar eftir lúðra- sveitalandsmót á Akureyri, þar sem miklar sögur fóm af sæbjúgnavexti í Lystigarðinum. Verkið er margþætt og stef þess mörg og ólík. Helga Björg Amardóttir klarinettuleikari átti nokkrar sólóstrófur; væntanlega sem „sæbjúga“, og lék hún prýðisvel. Helga Björg var líka einleikari í einu stærsta verki efnisskrárinnar, Kon- sertino op. 26 fyrir klarinettu og blás- arasveit eftir Carl Maria von Weber, en verkið vai' upphaflega samið fyiir klarinettu og hljómsveit. Helga Björg lýkur í vor einleikara- og kenn- ai'aprófí frá Tónlistarskólanum í Reykjavík, en kennari hennar þar er Sigurður I. Snorrason. Helga Björg lék mjög vel og fór léttilega í gegnum flúraðan tónvef Webers. I lýrfldnni var hún ekki síðri og músíkalskur leikur hennar með hljómsveitinni var virkilega fínn. Tónlist Johns Williams úr Star Wars var spiluð af miklum krafti og var verulega flott í flutningi búningi, æfingu og loks morgninum eftir framsýningu. Sýningin er frískleg og leikin af krafti og þótt glöggt megi sjá muninn á atvinnumanninum Árna Tryggva- syni og meðleikendum hans; öryggið og yfirvegunin verður ekki borin saman, þá er hlutverk Áma ekki hið veigamesta heldur bera þau Guð- mundur Skúlason, Þórður Steindórs- son, Sesselja Ingólfsdóttir og Arn- steinn Stefánsson uppi sýninguna og ferst það vel úr hendi. Öll leika þau gamlar prímadonnur, þjóðleikara einhvers konar og má velta því fyrir sér hvort það sé ekki innlegg höfund- ar til alvöru málsins að líklega er fátt jafn skelfilegt tilhugsunar og að enda á elliheimili eingöngu með fyrrver- andi samstarfsmönnum, gömlum ást- meyjum, elskhugum og kviðmágum. Enda er þetta fólk ekki sérlega ham- ingjusamt, sínöldrandi hvað í öðru, þótt nöldrið sé spaug af hálfu höfund- ar. Alvaran er þó í aukahlutverki í þessari sýningu þar sem gamansemin ræður ferðinni og miðast hún mestan part við tiltekinn punkt neðan þindar og hittir ágætlega á það sem miðað er á. Allar gömlu leikhúsklisjumar um baknag, drykkjuskap og framhjáhald fá byr undir báða vængi í þessu verki og má kannski einu gilda hversu föst- um fótum þær standa í raunveruleik- anum. En reynsla manna af lífinu í leikhúsinu er að sjálfsögðu misjöfn. Af öðram leikendum var Sigurður Sverrisson bráðkúnstugur í hlutverki Jóns brandara og Fanney Valsdóttir var aldeilis góð í hlutverki Siguriínu sem föst var til eilífðar í hlutverkum sínum og kom alltaf inn þegar síst skyldi. Þetta er jafnframt besta hug- mynd höfundarins og lyfti verkinu upp úr því fari sem það hafði annars tilhneigingu til að festast í. Hávar Sigurjónsson unga fólksins í Svaninum. Það var mikill hiti í spilamennskunni og pott- þéttur pákuleikari Svansins fór á kostum. Af útlendu tónlistinni var líka gaman að heyra Prelude to Revelry eftir Gordon Jacob, þar sem vitnað er í Búkollu í Bankastræti. Danse Macabre eftir Saint-Saéns galt þess að útsetningin var ekki nógu góð og vantaði þá stígandi sem er í hljómsveitarútsetningunni. Pláneturnar eftir Holst vora fínar og sömuleiðis gleðimúsík Chicks Coreas í tónleikalok. Á tónleikunum var framflutt nýtt verk eftir Tryggva M. Baldvinsson, Tvö hugtök. Verkið var samið fyrir Svaninn til flutnings við þetta tækifæri. Tryggvi skiptir verk- inu í tvo þætti, M og T, og táknar M massa, og T hitastig. í efnisskrá lýsir Tiyggvi verkinu þannig: „í M-kafl- anum birtist sveitin sem þykkfljót- andi massi sem byltist áfram hægt en öragglega. í T-kaflanum færamst við úr mildum froststillum í seiðandi fun- hita. I upphafi er tónefnið myndað að mestu leyti úr „köldum" tónbilum: tvíundum, ferandum og fimmundum, en eftir asahláku tekur við „hlýtt“ tónefni, að mestu mótað af þríundum og sexundum . Verk Tryggva er skýrt mótað og rismikið. Fyrri þátt- urinn er markaður af mikilli stígandi, en jafnframt þungi-i kólgu í þéttum hljómum. í „þíðunni" er blásið í gegn- um hljóðfærin, flaututónar og fingra- hljóð, en hljómrænan fer vaxandi og annað ris verksins verður tilþrifa- mikið. I lokin dvínar það og deyr út. Svanurinn lék verk Tryggva ákaflega vel undir markvissri og nákvæmri stjórn Haraldar Ama Haraldssonar. Vel hefði mátt leika veridð aftur í tón- leikalok. Eldri félagar Svansins heiðraðu „unga“ bandið með nær- vera sinni og léku verk Páls ísólfs- sonar, Brennið þið vitar, í útsetningu Ellerts Karlssonar undir stjóm síns gamla stjómanda, Sæbjöms Jóns- sonar. Eldri Svanirnir vora feikna- góðir og hreint ekki á þeim að heyra að þeir hefðu ekki leikið saman um árabil. Þetta vai' fínt afrnæli. Lúðra- sveitin Svanur sýndi á sjötugsafmæli sínu að hún er enn ung og þróttmikil og vís með að lifa vel og lengi. Haraldur Árni Haraldsson stjórnaði lúðrasveitinni af öryggi, en slakaði hvergi á í músíkölskum kröfum. Bergþóra Jónsdóttir HRAFNHILDUR Scram listfræð- ingur verður með rabb á morgun, fímmtudag, kl. 12, í stofu 304 í Áma- garði, sem nefnist Fyrstu íslensku myndlistarkonurnar og er á vegum Rannsóknarstofu íkvennafræðum. I fréttatilkynningu segir m.a. „f lok 19. aldar hélt hátt á annan tug íslenskra kvenna til myndlistarnáms í Kaupmannahöfn. Allar komu þær úr efri stéttum þjóðfélagsins, voru dætur embættismanna og kaup- manna, sem lögðu áherslu á að mennta dætur sínar sem best og gera þær um leið útgengilegri á hjónabandsmarkaðnum. Þetta voru fyrstu íslensku konumar sem höfðu tækifæri og þor til að láta drauma sína rætast og lögðu út á braut sér- hæfíngar. Fjallað verður um fjórar þessara kvenna; Þóru Pétursdóttur, og Kristínamar þrjár; Kristínu Vidalín, Kristínu Þorvaldsdóttur og Kristínu Þorláksdóttur." Ennfremur verða ræddir mögu- leikar kvenna á 19. öld til mynd- listamáms og til þess að verða sjálf- stætt starfandi myndlistarmenn. Stökklu til Benidorm í 3 viliur frá kr. 29.955 Einstakt tækifæri til að komast í vorferðina til Benidorm hinn 25. apríl með Heimsferðum á hreint ótrúlegum kjörum. Veðrið á Benidorm er orðið yndislegt á þessum tíma, 25 stiga hiti alla daga og vor í lofti. Þú bókar núna og tryggir þér sæti og 5 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og stað- festum við þig hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Verð kr. 29.955 Verð á mann m.v. hjón með 2 böm, 2-11 ára, flug, gisting og skattar. Verð kr. 39.990 Verð á mann m.v. 2 í gistingu, flug, gisting og skattar. Austurstræti 17, 2. hæð, sími 595 1000. www.heimsferdir.is N Y LITAPRENTVEL HAGÆÐA FILMUUTKEYRSLA HÖNNUN OG UMBROT FLJÓT OG GÓÐ AFGREIÐSLA FILMUGERÐ: • mjög hraövirk útkeyrsla • stæröir allt aö 550 mm x 609 mm • Rastaþéttni allt aö 200lpi • upplausn allt aö 3000 dpi • útskot í A2 stæröum • útskotnar filmur geta komiö tilbúnar punchaöar • styöur PostScript Level 1 og 2, PostScript 3, PDF 1.2, TIFF 6.0, EPS og JPEG • möguleiki á útkeyrslu í slembirasta PERSONULEG ÞJONUSTA OFFSETPRENT ehf. AUÐBREKKU 8 • 200 KÓPAVOGUR • SÍMAR 5B4 6020 - 5B4 B021 • FAX 5B4 6022 Bætt við snúningi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.