Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kúvending í bankamálum: íslandsbanki og FBA saman Hafrannsóknastofnun fær sýni til rannsókna Norsku skipi heimiluð sel- veiði í íslenskri lögsögu Sjávarútvegsráðuneytíð hefur heimilað norska selveiðiskipinu Pol- ar Boy að veiða blöðrusel og vöðusel í íslenskri lögsögu. Veiðileyfið var gefið út gegn því skilyrði að sel- veiðimenn létu Hafrannsókna- stofnun í té sýni tíl rannsókna á selategundunum og verður skipið jafnan undir eftirlití þegar það er statt í íslenskri lögsögu. Polar Boy stundar að jafnaði sel- veiðar utan íslenskrar lögsögu en með leyfi sjávarútvegsráðuneyt- isins, sem gefið var út 17. mars, hef- ur því verið gert kleift að koma inn á íslenskt svæði ef nauðsynlegt reynist að veita bráðinni eftirför inn fyrir markalínu íslenskrar lögsögu. Hafrannsóknastofnun settí þau skilyrði að sérstakur eftirlitsmaður, sem hefur þekkingu á sýnatöku og öflun sýna, yrði um borð í Polar Boy og mun Norðmaður sinna því hlut- verki. Sófar og sófasett —i Rannsóknarstofa í kvennafræðum Rabb um Qórar mynd- listarkonur Hraf nhildur Schram RABB Rannsóknar- stofu í kvenna- fræðum verður að þessu sinni helgað fjórum íslenskum konum sem námu myndlist í Kaup- mannahöfn á síðustu ára- tugum 19. aldar. Það er Hrafnhildur Sehram list- fræðingur sem segir frá rannsóknum sínum á ferli kvennanna og sýnir lit- skyggnur. „Þessu konur eru Þóra Pétursdóttir, Kristín Vída- lín, Kristín Þorvaldsdóttir og Kristín Þorláksdóttir," sagði Hrafnhildur um kon- trniar sem hún ætlar að fjalla um í rabbi sínu í stofu 304 í Ámagarði, 3. hæð, og hefst fyrirlesturinn á morgun klukkan 12 á há- degi. En hvað skyldu þessar kon- ur fjórar hafa átt sameiginlegt? „Ég hef notað vinnuheitið; Huldukonur í íslenskri myndlist sem skírskotun til þess hversu ósýnilegar þær hafa verið löndum sínum sem myndlistarmenn. Vegna borgaralegs uppruna og góðrar fjárhagsstöðu fjölskyldna þeirra voru þær fyrstu íslensku konumar sem höfðu tækifæri og þor til að láta drauma sína rætast og lögðu út á braut sérhæfingar þó leið þeirra yrði ekki löng. Allar snera þær heim að námi loknu og þrjár þeirra giftust og stofnuðu heimili og snera sér að bamaupp- eldi. Það þótti auðvitað sjálfsagt að þær legðu list sína til hliðar þar sem ríkjandi hugmyndir um stöðu giftra kvenna samræmdust ekki hlutverki listakonunnar. Oft eru síðustu verkin ársett giftingarárið þeirra." - Eru mörg verk varðveitt eftir þessar konur? „Það er misjafnt. Undanfarin ár hef ég verið að leita að verkum eft- ir þær og ég er búin að gera heild- arskrá yfir verk þeirra allra. Þóra Pétursdóttir var biskupsdóttir, fædd 1848 og dó 1917. Hún hélt til Kaupmannahafnar tíl að læra myndlist og söng. Hún stofnaði fyrsta teikniskólann á íslandi og kenndi ungum konum. Þóra var sú eina þessara fjögurra kvenna sem sýndi verk sín opinberlega. Krist- ín Vídalín fæddist 1864 en dó 1943. Hún var fyrsta íslenska konan sem fékk inngöngu í Konunglegu listaakademíuna í Kaupmanna- höfn, það var í janúar 1894. Svo liðu 17 ár þar til næsta íslenska konan settist í þennan skóla, það var Kristín Jónsdóttir f rá Amar- nesi. Sú þriðja sem ég fjalla um hét Kristín Þorvaldsdóttir, hún fæddist 1870 og lést 1944. Hún var send mjög ung til Kaupmanna- hafnar í kvennaskóla. Hún var ættuð frá ísafirði og var sú eina af þessum fjórum konum sem ekki giftist. Hún var á leið til Róma- borgar í framhalds- nám þegar henni bár- ust boð um að koma heim til íslands og taka við heimili systur sinnar sem lést af barnsförum. Hún hlýddi því kalli og snerti aldrei á pensli meir. Hún sneri sér að verslunarrekstri og stofnaði fyrstu listmunaverslunina í Reykjavík. Kristín Þorláksdóttir var yngst þessara fjögurra kvenna, hún fæddist 1879 og lifði fram til 1957. Hún var mjög ► Hrafnhildur Schram fæddist í Reykjavík 5. september 1941. Hún lauk stúdentsprófi í Lundi í Sviþjóð og fór síðan í háskólann þar og lauk fíl.kand.-prófi í lista- sögu og þj óðháttafræði. Eftir það stundaði hún framhaldsnám í listasögu við háskólann í Lundi og vinnur nú að licenciat-ritgerð um fyrstu íslensku mynd- listarkonurnar. Hún hefur starf- að sem kennari við Myndlista- og handiðaskóla Islands, var for- stöðumaður Ásgrímssafns, deild- arstjóri í Listasafni íslands en er nú forstöðumaður Listasafns Einars Jónssonar. Hrafnhildur á tvö uppkomin böm. snemma áhugasöm um myndlist og var komið í nám til Þórarins B. Þorlákssonar, eins af framheijum íslenskrar landslagslistar. Kristín giftist og hættí að mála. Maðurinn hennar var tannlæknir og hún lærði tannsmíði og starfaði við það. Allar þessar konur vora mikl- ar hannyrðakonur og virðast eftir giftingu hafa fengið útrás fyrir listþörf sína í hannyrðum.“ - Máluðu þessar konur mikið? „Það sem eftir þær liggur eru aðallega skólaverk þannig að þeirra ferli lauk í raun og vera mjög snemma. Þær náðu því ekki að þroska sína hæfileika. Mikill þrýstingur var frá samfélaginu í þá átt að fá konur til þess að láta heimilið hafa algeran forgang." - Höfðu konur sömu möguieika og karlar í myndlistamámi á þess- um tíma? ,Áður en akademíumar vora stofnaðar um miðja 17. öld fór myndlistamám fram í vinnustof- um listamanna. Það hefur komið í ljós að allar konur, nærri undan- tekningarlaust, sem gátu sér orð sem myndlistarmenn vora ná- skyldar þekktum karlmálm-um, yfirleitt dætur. Allar aðrar konur voru úti- lokaðar. Þegar lista- akademíurnar voru stofnaðar vora konur lokaðar úti fyrst og fremst af því að það þótti ósæmilegt að þær væra að teikna eða mála nak- ið fólk. Með því var konum í raun vísað í einkaskóla sem aðeins var á færi hinna efnameiri að stunda. I fyrirlestri mínum ætla ég að segja frá því hvernig konum var haldið niðri í myndlist og hvernig sagan hefur í raun litið framhjá framlagi þeirra." Staða giftra kvenna samræmdist ekki hlutverki listakonunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.