Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 HESTAR MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Lands- - liðsein- valds leitað LANDSSAMBAND hesta- mannafélaga leitar að lands- liðseinvaldi fyrir Norðurlanda- mótið sem haldið verður í Seljord í Noregi í ágúst. Fyrrverandi einvaldur, Sig- urður Sæmundsson, gefur ekki kost á sér til starfans. Sagði hann í samtali við Morgunblað- ið að hann vilji ekki kasta til höndum við þetta starf og hann treysti sér ekki til að standa að starfinu sem skyldi vegna anna við eigin búrekstur. Það sé landsmót í sumar og hann þurfi að heyja í framhald- inu af því. Þetta sé mjög tíma- frekt og ólaunað starf og þótt hann fái ferðir og gistingu greiddar f'ylgi þessu talsverð útlát þótt það sé ekki aðal- ástæða þess að hann gefi ekki kost á sér. Þá hefur ekki enn verið ráð- inn framkvæmdastjóri til sam- takanna og mun þar bágur fjár- hagur tefja málið. Filma frá Reykjavík hefur hlotið háar einkunnir fyrir hæfileika í kyn- bdtaddmi og verður spennandi að sjá hvernig Magnúsi muni ganga með hana í sumar. Filma frá Reykjavík UM miðjan vetur ’96 fdr að kvisast um Víðidalinn að í fdrum Magnúsar Arngrímssonar væri hryssa á fimmta vetur sem litandi væri á. Hún þætti gefa gdð fyrirheit um há- an fdtburð og kannski eitthvað meira. Eftir því sem leið að vori fdr hún að vekja meiri athygli og var sýnd í kynbdtaddmi af Gylfa Gunn- arssyni um vorið. Hlaut hún þá 7,71 fyrir sköpulag, einkunnir frá 7,2 til 8,0 en fyrir hæfileika hlaut hún 8,01 og þar á meðal 8,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir brokk, aðaleinkunn 7,86 sem tryggði henni farseðil á fjdrðungs- mdtið á Gaddstaðaflötum. Þar hækkaði hún sig fyrir brokk í 9,2 og fyrir tölt fékk hún 9,0 en lækk- aði aftur fyrir stökk um 0,08 og var þar með komin í 8,09 og 7,90 í aðal- einkunn. Gylfi Gunnarsson sýndi hana í bæði skiptin. Tveimur árum seinna fer hún í forskoðun fyrir landsmdt á Mel- gerðismelum og hækkar þá í 7,98 fyrir sköpulag, meðal annars fær hún 8,5 fyrir háls og herðar og hdfa, er með 8,0 fyrir höfuð, bak og lend og 7,5 fyrir samræmi, fdta- gerð og réttleika. Hún heldur níunni fyrir töltið en hækkar í 9,5 fyrir brokk, hækkar sig aftur fyrir stökk í 8,5. Fær 9,0 fyrir vilja, 7,5 fyrir geðslag og 9,5 fyrir fegurð í reið. Er hún þá komin í 8,37 fyrir hæfileika, 8,17 í aðaleinkunn og flýgur inn á landsmdtið. Þar bætir hún enn við sig, hækkar í 9,5 fyrir tölt en lækkar í 9,0 fyrir brokk og kemur út með 8,46 fyrir hæfileika og fer í 8,22. Gylfi Gunnarsson sýnir hana um vorið en Orri Snorrason er með hana á landsmdtinu. Um vorið ’98 var hún einnig sýnd í B-flokki gæðinga hjá Fáki af Gylfa og hafnaði þá í 3. til 4. sæti. Ekki hefur gengið vel að koma upp afkvæmi undan Filmu. Henni var haldið vorið ’96, þá leidd undir Smára frá Borgarhdli en líklegt er talið að því folaldi hafi verið slátrað í misgripum. Tveimur árum seinna er henni haldið undir Elra frá Heiði en folaldið sem kom út úr því fdrst í skurði. Eigendur og ræktendur hryssunnar eru þeir feðgar Magnús og faðir hans Arngrímur Magnús- son. Filma frá Reykjavík hefur hlotið hæst 8,46 fyrir hæfileika sem þykir gott þjá skeiðlausu hrossi og fyrir sköpulag 7,98 og 8,22 í aðalein- kunn. Magnús sem situr hryssuna mun í vor gera þriðju tilraunina til að fá undan henni afkvæmi. * Arshátíðarmót Mána Framar með hnakkana FREKAR fámennt var í röðum keppnismanna á árshá- tíðarmóti Mána á Suðumesjum sem haldið var á laugar- dag og kenndu heimamenn um bæði flensu og fermingar- undirbúningi. En hestakosturinn var góður og ekki spillti bjart og fagurt veðrið fyrir þótt kalt væri. Keppt var í tölti með firmakeppnifyrirkomulagi og dómari var eins -«^ig á fyrra móti Mána í vetur Sveinn Jónsson. Það vakti athygli að hann stöðvaði keppnina og benti nokkrum keppendum á að færa hnakka sína framar. Oft hefur vilj- að bera á því að menn hafi þá alltof aftarlega svo til skaða getur orðið og því um þarfa ábendingu ð ræða hjá Sveini. En úrslit urðu sem hér segir: Pollar 1. Margrét L. Margeirsdóttir á Svarti frá Sólheimatungu 2. Hafliði M. Brynjarsson á Tuma frá Rauðalæk 3. Asmundur Snorrason á Ramma frá Sandgerði Böm 1. Camilla P. Sigurðardóttir á Skafli frá Norðurhvammi 2. Heiða R. Guðmundsdóttir á Vin frá Hoffelli 3. Magnús Guðmundsson á Djarfi frá Stóra Vatnsskarði Hinrik Albertsson á Safíru frá Flagbjamarholti Unglingar 1. HermannR. Unnarsson á Tító frá Steinum 2. Auður S. Óiafsdóttir á Sóllilju frá Feti Ungmenni 1. Valgeir Ó. Sigfússon á Heljari frá Neðra-Ási 2. Guðmundur 0. Unnarsson Mósa frá Múlakoti 3. Guðrún Guðmundsdóttir á Glóa frá Flagbjamarholti 4. Guðni S. Sigursson á Hausta frá Áshildarholti 5. Sóley Margeirsdóttir á Svarti frá Sólheimatungu Konur 1. Eygló Einarsdóttir á Lokki frá Hamraendum 2. Helena Guðjónsdóttir á Hrafni 3. Harpa Guðmundsdóttir á Halifax frá Breiðabólstað 4. Svala R. Jónsdóttir Orka frá Meðalfelh 5. Helga Gísladóttir á Röðli frá Selfossi Karlar 1. Jón B. Olsen á Tý frá Hafsteinsstöðum 2. Margeir Þorgeirsson á Meldi frá Oddstöðum 3. Unnar Ragnarsson á Stjarna frá Ásmundarstöðum 4. Jóhann G. Jónsson á Skugga frá Skeljabrekku 5. Sigurður Kolbeinsson á Rey frá Ketilstöðum Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 f síma 551 1012 Orator, félag laganema STEINAR VILHJÁLMUR JÓHANNSSON + Steinar Vilhjálm- ur Jóhannsson fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1967. Hann lést í Reykja- vík 27. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dóm- kirkjunni 31. mars. Lífið er Blóð. Hver Dropi ErÁst. Þín Þjáning. Þín sem Guð fómar. Hver Dropi er Ljós, Og steingerfður eldri Maður situr á Þaki Grafhvelfingarinnar þar sem Blóðdroparnir hvíla. Hans Tími er í Nánd. Ljóðið Flýgur á Hvítum Vængjum og Þytur þeirra er Söngur. Sá Söngur Skal Óma: „Veitum Hjörtum Mannanna Frelsi." (Steinar Vilhjálmur Jóhannsson.) Steinar Vilhjálmur var skáld og las ljóð sín upp voldugri röddu. Þess á milli fór hann hljótt. Hann gnæfði yfir öðrum, hávaxinn og tignarlegur, lét þó lítið yfir sér, blíðlyndur og viðkvæmur, brosið góðlátlegt, nærveran þægileg. Hann var dulur og mikill einfari, dró sig stundum í hlé langtímum saman til að einbeita sér og yrkja. En á frjóu tímabili 1997 umgeng- umst við nánast daglega, Steinar, Ægir Guðmundsson og unnusti minn, Þorgeir heitinn Kjartansson. Vorið var fullt af ljósi og von, hlátri og gleði. Við ortum og lásum upp ljóð hvert fyrir annað og fyrir aðra, skiptumst á draumum, ævintýrum og goðsögum. Þorgeir útnefndi Steinar ljósvíking norðursins og sem slíkur las hann upp á ljóða- kvöldi sem ég síðar hélt í minningu manns míns. Steinar, ljúflyndi skáldbróðir, eins og ljósgeisli smaugstu héðan úr myrkrinu til sólskinsins handan skýja. Fyrir okkur sem eftir erum fórstu of fljótt, í blóma lífsins, en af öllu hjarta óska ég þess að þú öðl- ist nú það frelsi sem þú þráðir svo heitt. Eg votta Sigríði, móður Steinars, og öðrum aðstandendum, mína dýpstu samúð. Rúna K. Tetzschner. Steinar minn. Þú skrifaðir að það væri erfiðast að kveðja bræður sína. Og eftir sitjum við. Ég kynnt- ist þér fyrst ’93. Að vísu höfðum við hist áður, allra fyrst í gegnum íþróttirnar, síðar í tíma hjá Þorsteini Gylfasyni að nema heimspeki. Við fórum heim upp í hlíðar. Ég hafði steypt gifskubba og við mótuðum þá með hömrum og þjölum. Þú varst svo fjar- lægur en samt svo ná- lægur. Við vinirnir héldum hópinn, bundnir traustum böndum af sameiginlegum áhuga á trúarbrögðum, heimspeki og skáldskap. Einu sinni hallaðir þú þér að mér, lagðir hönd þína blítt á öxl mér og sagðir: Þetta er allt í lagi, Óli minn. Þú skilur þetta síðar. Ég kom í heimsókn til þín á Klappar- stíginn með litlum frænda mínum og þú horfðir djúpt í augun á hon- um. Þú varst meiri maður en við, sem ýfðum sárin með eldsverði. í hvert sinn sem við höfðum skilist að, hvort sem var heima hjá þér eða mér, Þorra, Gísla, Stjána eða Ægi, eða einhvers staðar niðrí bæ fann ég fyrir hinum mikla hlýhug sem þú barst í brjósti til vina þinna. Og þú spurðir ávallt um sameiginlega kunningja. Engan hef ég hitt sem hafði kröftugri rödd. Það var yndislegt að heyra þig flytja Ijóð. Ef ég ein- beiti mér get ég heyrt rödd þína, sem ómaði yfirveguð og róleg, kraftmikil, sterk. Ég hjálpaði þér að flytja uppí tún. í augnablik fannst mér ég sjá tár á hvörmum þínum. Varstu bit- ur? Varstu orðinn þreyttur á þessu? Það skiptir ekki máli leng- ur. Við hittumst sex dögum áður en þú fórst í síðasta sinn. Ægir var í heimsókn hjá þér. Við spjölluðum af ígrundaðri alvöru um tilveruna. Segja má að martröð einsetu- mannsins sé sjálf einsemdin. Undir lokin lastu helst ekkert annað en bækur um austræna dulspeki og trúarbrögð, meðal annars um arf- leifð Búdda og The Tibetan book of the dead, að ógleymdu stjörnu- dagatalinu. Við eigum að búa okk- ur undir dauðann á hverjum degi, því hann getur kallað mann til sín þegar minnst varir. Við spjölluðum um eðli hugans, hvernig eigi að leiða hugann heim, um eðli mannsandans, þjáningu og endur- fæðingu. Hina andlegu leið og skyldur hvers manns til að þjóna í nafni friðarins. Ég bið góðan Guð að styrkja ættingja þína og gefa þeim von á þessum erfiðu tímum. Bless, Steinar minn. Ólafur G. Gunnsteinsson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali era nefndar DOS-textaskrár. Þá era ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.