Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUD AGUR 5. APRÍL 2000 4 ..■■■■■........ ........... ii *r Alþjóðleg'a Reykjavíkur- skákmótið hefst í dag SKAK Ráðhiís Reykjavíkur XIX. REYKJAVÍKUR- SKÁKMÓTIÐ 5.-13. apríl 2000 SKÁKVEISLAN heldur áfram og í dag hefst 19. Reykjavíkurskák- mótið í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mótið er afar sterkt, en alls tefla 20 stór- meistarar á mótinu auk fjölda al- þjóðlegra meistara. Það má því búast við spennandi taflmennsku í hæsta gæðaflokki. Þá verður ekki síður skemmtilegt að íylgjast með mörgum okkar ungu og efnilegu skákmönnum, sem vafalítið eiga eft- ir að gera einhverjum hinna erlendu keppenda skráveifu. Stigahæstu keppendurnir á mót- inu hafa allir náð langt í heimsmeist- arakeppninni í skák, en þar fer fremstur í flokki Bretinn Nigel Short (2.683), sem tefldi við Kaspar- ov um heimsmeistaratitilinn. Þar á eftir kemur Viktor Kortsnoj (2.659), sem háði sögufræg einvígi við Kar- pov um heimsmeistaratitilinn í skák allt þar til hann var sleginn út af Jó- hanni Hjartarsyni. Kortsnoj tók þátt í Heimsmótinu í skák ásamt Hollendingnum Jan Timman, sem er þriðji stigahæsti þátttakandinn. Timman má nánast teljast fasta- gestur á skákmótum hér á landi og er ávallt mikill aufúsugestur. Marg- ir aðrir stórmeistarar á mótinu geta með góðri samvisku talist „íslands- vinir“ og hafa margoft teflt hér á landi. Mikla athygli vekur síðan þátttaka tveggja ungra skákmanna í mótinu. Xiangzhi Bu er einn örfárra kínverskra skákmanna sem teflt hafa hér á landi, en hann er einungis 14 ára gamall og hefur þegar upp- fyllt allar kröfur til stórmeistaratit- ils og þar með slegið fyrri aldursmet í þeim efnum. Hann er því sannkall- að heimsmeistaraefni og verður at- hyglisvert að fylgjast með tafl- mennsku hans á mótinu. Alþjóðlegi meistarinn Luke McShane er einnig ungur að árum, eða einungis 16 ára og því er vel þess virði að leggja leið sína í Ráðhúsið til að fylgjast með hvernig honum gengur í viðureign- um sínum við eldri og reyndari meistara. Fjórir íslenskir stórmeistarar taka þátt í mótinu og þótt á brattann verði að sækja er aldrei að vita nema þeim takist að blanda sér í baráttuna um efstu sætin á mótinu. Stigahæstur íslensku stórmeistar- anna er Hannes Hlífar Stefánsson (2.566), en í kjölfarið fylgja þeir Helgi Áss Grétarsson (2.544), Helgi Ólafsson (2.491) og Þröstur Þór- hallsson (2.489). Skákirnar hefjast klukkan 17 á virkum dögum, en klukkan 14 um helgar. Heimsmótið í Kópavogi Heimsmótið í skák í Salnum í Kópavogi sl. laugardag og sunnudag var sannkölluð skákveisla. Undirritaður ætlar ekki að bæta miklu við ágæta umfjöllun í Morg- unblaðinu í gær, öðru en þremur skákum frá mótinu. I þessum skákþætti sjáum við skák Margeirs Péturssonar við hinn síunga Viktor Kortsnoj, en fleiri skákir verða skýrðar í næsta þætti. A-riðill, 2. umferð Hvítt: Margeir Svart: Kortsnoj Enski leikurinn 1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 Bc5 5. Bg2 00 6. 00 He8 7. d3 h6 8. a3 a6 9. b4 Ba7 10. Bb2 d6 11. Rd5 Rxd5!? 12. cxd5 Re7 13. e4 Bg4 14. d4!?- Kortsnoj verður 69 ára í júlí, en samt er hann alltaf til í flækjurnar. Það er ótrúlegt, hvað hann heldur út að tefla á þennan hátt, alltaf er eins mikið lagt á stöðuna og frekast er unnt og stundum meira! 14. - Rxd5!? 15. dxe5 - 15. exd5 e4 vinnur manninn til baka. 15. - Rb6!? 16. Hcl Dd7 17. Dc2 Hac8 18. exd6 cxd6 19. Dd3 Be6 20. Bd4 Bc4!? Kortsnoj teflir af eldmóði ungs manns, þótt árin séu orðin mörg. 21. Hxc4 Rxc4 22. Bxa7 b6 23. Bxb6 Rxb6 24. Dxa6 Rc4! Allt þetta höfðu teflendur séð fyr- ir og spurningin er, hvor stendur betur? 25. Rd4?! - Margeir áttar sig ekki á yfirvof- andi hættu. Hann hefði getað leikið 25. Hcl, því að þá gengur ekki að leika 25. - Hxe4? 26. Rd2 o.s.frv. 25. - Rd2! 26. Hel d5 27. e5?! Hxe5! 28. Hdl - Ekki gengur 28. Hxe5? Hcl+ 29. Bfl Dh3! og hvítur verður mát. 28. - Hc4! 29. Rf3 - Margeir sagði eftir skákina, að hann hefði gefist upp, ef Kortsnoj hefði leikið 29. - Dg4! í þessari stöðu. Hugsanlegt framhald væri sss Reykjavíkurmeistarar Melaskóla. 30. Hxd2 Hcl+ 31. Bfl Dxf3, ásamt He5-el og svartur vinnur. Kortsnoj lék öðru og tapaði skák- inni að lokum. Hann lék af sér skiptamun, þegar hann lék d5-d4 og leyfði Margeiri að hótar drottning- unni og hróknum á c4 með Rf3-e5. Melaskóli sigrar í sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík Sveitakeppni grunnskóla í Reykjavík fór fram 31. mars og 1. apríl. Mótið var haldið sameiginlega af Taflfélagi Reykjavíkur og íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur. Alls mættu 22 sveitir til leiks sem er ágæt þátttaka. Tefldar voru níu umferðir eftir Monrad-kerfi. Urslit urðu sem hér segir: 1. Melaskóli A-sveit 33'/2V. af 36 2. Olduselsskóli A-sveit 29 v. 3. Réttarholtsskóli 27ÍÓ v. 4. Rimaskóli 23 v. 5. Artúnsskóli A-sveit 20!4 v. 6. Melaskóli B-sveit 20 v. 7. Laugamesskóli B-sveit 18!4 v. 8. Hlíðaskóli 18‘/2 v. 9. Laugameskóli A-sveit ÍVÆ v. 10. Húsaskóli A-sveit 17!4 v. 11. Korpuskóli B-sveit 17 v. 12. Vogaskóli A-sveit 17 v. o.s.frv. Sigursveit Melaskóla skipuðu: Dagur Arngrímsson 9 v. af 9 Hilmar Þorsteinsson 9 af 9 Viðar Bemdsen Vk af 9 Víkingur F. Eiríksson 6 af 6 Aron Ingi Óskarsson 2 af 3 Arngrímur Gunnhallsson var fyr- irliði Melaskóla. Sveit Ölduselsskóla skipuðu: Hjörtur Jóhannsson v. af 9 Benedikt Örn Bjarnason 7 af 9 Öm Stefánsson 8 af 9 Hafliði Hafliðason 8!4 af 9 Sigurbjörn Björnsson var fyrirliði Ölduselsskóla. Sveit Réttarholts- skóla skipuðu: Einar Ágúst Árnason 6 v. af 8 Grímur Daníelsson 7 af 9 Halldór Heiðar Halisson 6 af 8 Kristinn Símon Sigmundsson 5 af 6 Flóki Sigurðarson 3!4 af 5 Vigfús Ó. Vigfússon var fyrirliði Réttarholtsskóla. Hrafn og Róbert víxlskákar- meistarar Grandrokk Róbert Harðarson og Hrafn Jök- ulsson urðu fyrstu vixlskákarmeist- arar Skákfélags Grandrokk á móti sem haldið var á uppskenihátíð fé- lagsins. Víxlskák er tefld með þeim hætti að tveir eru í liði og skiptast á um að leika, og er allt samráð bann- að. Víxlskákin reynir þannig á sam- vinnu manna og hæfileika þeirra til að átta sig á áformum bæði sam- herja og andstæðinga. í öðru til fjórða sæti urðu Tómas Björnsson og Páll Gunnarsson, Kjartan Guð- mundsson og Ingólfur Gíslason, Sveinbjörn Jónsson og Ómar Jóns- son. Efst á mótinu varð reyndar hálf- gert gestalið sem skipað var Helga Ass Grétarssyni, stórmeistara og nýbökuðum Islandsmeistara með Taflfélaginu Helli, og Flovin Þór Næs, en sá síðamefndi er einn hinna öflugu færeysku meistara sem Grandrokk hefur fengið til liðs við sig. Þeir Helgi Áss og Flovin nutu líka liðsstyrks Össurar Skarphéð- inssonar alþingismanns, sem var varamaður í liði þeirra og tefldi tvær skákir. Össur, sem var ræðu- maður á uppskeruhátíðinni, þótti sýna góða takta við skákborðið. Á uppskeruhátíðinni var fagnað góðum árangri skáksveita Grand- rokk í deildakeppninni, en A-sveitin sigraði með miklum yfirburðum í 3. deild og B-sveitin varð efst í 4. deild. Næsta haust mun félagið því senda sveitir til keppni í þremur deildum. Fram kom í máli Hrafns Jökulsson- ar, forseta félagsins, að ætlunin er að styrkja lið skákfélagsins enn frekar og setja þannig stefnuna taf- arlaust á fyrstu deild. í tilefni af sigrinum bauð félagið hinum vösku liðsmönnum upp á mat og drykk. Þá tók Andrea Gylfadóttir söngkon^ lagið, en hún hefur tekið að sér að vera verndargyðja Skákfélags Grandrokk. „Heimsmeistaraeinvígi" í október? Kramnik skrifaði undir samning í dag um að mæta Kasparov í einvígi sem fram mun fara í október. Verð- launaféð er tvær milljónir dollara. Áður hafði Kasparov reynt að fá An- and til að tefla við sig, en Anand hafnaði því þar sem hann taldi samninginn sem honum var boðinn ekki nógu góðan. Það er eins gott að hafa alla hnúta hnýtta í viðskiptum sínum við Kasparov eins og Shirov komst að hér um árið. ^ Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson ^GLERAUGA! 568 2662 30% 50% 70% ÚTSALA Lœstir stálskápar fyrir fatnaðog persónulega UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN SUNDABORG 1 SfMI: 568 3300 www.straumur.is I ðf borðstoftihúsgögnum Opnunartímí mán.-föstud. frá kl. 12-1 ^ og taugard. frá td. 11-14 Mðrkinni 3 - Sími 588 0640
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.